Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Snaevar
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf Snaevar » Þri 14. Maí 2024 15:21

Nú fer að koma að því að mér og konunni vantar nýtt rúm í svefnherbergið. Okkar er gamalt og lúið.

Það vantar semsagt dýnu, botninn og allt dæmið.

Ég veit hreinlega ekkert um þetta, þegar ég skoða hjá Dorma, Svefn og heilsu, Betri bak etc þá sé ég rúm sem kostar 150þ, og annað sem lítur alveg eins út sem kostar hátt upp í 400þ. Ég sé samt engan mun á þessu.

Spurningin mín er hvar er best að kaupa? Hvað á ég að passa upp á? etc etc


PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz

Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Tengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf nidur » Þri 14. Maí 2024 15:37

Ég myndi skoða Woolroom og Naturalmat



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf chaplin » Þri 14. Maí 2024 15:54

Var í sömu stöðu fyrir 2 árum.

- Besta dýna sem ég hef átt var frá Svefn og Heilsu, hét held ég Thor, ekki lengur seld. Óðinn átti víst að replace-a hana, fannst þær ekkert sambærilegar.

- Royal Alexa er ein besta dýna sem ég hef prufað en var ekki til þegar ég var í sömu stöðu.

- Endaði með að kaupa dýnu frá Ikea, mjög ánægður með hana. Kostaði um 60-70.000 kr.

- Alls ekki kaupa ekki of mjúka dýnu, persónulega vill ég stífa/millistífa.

- Gæti verið sniðugt að kaupa tvískipta dýnu, konur vilja gjarnan aðeins mýkri dýnur. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, en þetta sögðu allar verslanir.

- Það var mikið Simba blæti á Íslandi og allir áhrifavaldar landsins að promote-a þær, þær eru víst góðar til að byrja en með stuttan líftíma (eiga það til að mygla ef það kemst vottur af raka í þær?). Þekki nokkra sem keyptu þær, öll skiptu þeim út á innan við 3 árum.

- Gott að kynna sér skila- og skiptireglur vel. Þú getur prufað Ikea dýnur í 90 daga og skila/skipt, Svefn og Heilsa, Dorma, Rekkjan ofl. eru bara með 30 dagar.

- Gott að kynna sér ábyrgðamál, Ikea eru með 10 ára ábyrgð (var 25 ár), en Svefn og Heilsa eru t.d. bara með 2-5 ára ábyrgð (5 ára kvörtunarfrestur).

Þetta er mjög persónubundið, þetta er eingöngu mín reynsla.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf hagur » Þri 14. Maí 2024 16:24




Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf appel » Þri 14. Maí 2024 17:08

Eyðir 1/3 af ævinni í rúmi og ert að kveina yfir 150k???


*-*

Skjámynd

Höfundur
Snaevar
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf Snaevar » Þri 14. Maí 2024 17:46

Ég skil hvert þú ert að fara, en ég er meira að spá hvort það sé mikill munur á þessari dýrari eða ekki. Og hvaða verslanir selja rúm sem endast.
Alveg sammála að maður eigi að fjárfesta í heilsu og sérstaklega svefn.

Ég hef sjálfur keypt rúm á rúmlega 200þ sem var svo bara algjört drasl, en hef hinsvegar heyrt af fólki sem hefur keypt Ikea rúm á 100þ og eru mjög sátt með það.


PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz

Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)


Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf Semboy » Þri 14. Maí 2024 19:11

Ég fékk notað rúm og búinn að vera á honum í mörg ár.
Kannski er hann highend ég veit ekkert og
ég er lika það sérstakur ég nota enga kodda.


Og ég verð að vera á þessari stillingu til að hefja svefn annars fer allt úrskeiðis.

Mynd


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf audiophile » Þri 14. Maí 2024 19:26

Ég hef átt tvö rúm síðustu 15 ár og bæði verið úr Svefn og Heilsu. Fannst ég fá góða vöru þar fyrir fínt verð.


Have spacesuit. Will travel.


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf Mossi__ » Mið 15. Maí 2024 10:51

Velja knúsulegasta rúmið! Kostnaður er aukaatriði



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1057
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf brain » Mið 15. Maí 2024 11:33

hagur skrifaði:https://www.dux.is/

/thread


Get líka mælt með Dux. 29 ár komin.




d0ge
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Fös 18. Des 2020 13:40
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf d0ge » Mið 15. Maí 2024 13:12

Keypti þessa í Jysk fyrir hálfu ári, ég og konan tölum enn reglulega um að þetta séu bestu kaup sem við höfum gert.

https://jysk.is/stok-vara/LUXURY-180x20 ... f8fc6ca1bd




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf falcon1 » Sun 02. Jún 2024 16:51

Hvernig eru þessar dýnur frá Svefn og heilsu að reynast sem eru undir 100 kallinn? Eins, hefur einhver prófað þessar Bodyprint dýnur hjá þeim? Ég þarf eiginlega að fara að skipta um dýnu. Er með stillanlegt rúm frá þeim sem er með IQ Care dýnu sem hefur enst mér í meira en 10 ár. :) Er að pæla í að skipta bara út dýnunni.
Síðast breytt af falcon1 á Sun 02. Jún 2024 16:52, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf rapport » Sun 02. Jún 2024 17:27

Við hjónin fórum niður í 160 rúmm, stífa dýnu úr Dorma, fyrir 6-7 árum. Þótti hún svo of stíf og fengum 10cm IKEA versionið af "memory foam" ofaná og gætum varla verið sáttari.

Skil ekki hvað við vorum að pæla að fylla alltaf svefnherbergið af rúmmi, nú er mun meira pláss í herberginu og meiri gleði í rúmminu
Síðast breytt af rapport á Sun 02. Jún 2024 21:52, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf GuðjónR » Sun 02. Jún 2024 19:02

Þetta er rúmið mitt:
https://jysk.is/stok-vara/?ProductName= ... gratt-XF-3

Besta rúm sem ég hef átt.



Skjámynd

kusi
Ofur-Nörd
Póstar: 201
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf kusi » Sun 02. Jún 2024 23:35

Það er mjög einstaklingsbundið hverskonar dýna þykir best. Líklega er best fyrir þig að fara í nokkrar búðir og prófa að leggjast í öll rúmin, eins og Gullbrá. Prófaðu að liggja bæði á hliðinni og á bakinu og sjáðu hvort þér finnist hryggjarsúlan liggja bein eða sveigð og hvort þér finnist betra. Athugaði líka hvort þér finnist að þrýstingurinn á þá fleti þar sem þyngin þín hvílir sé ásættanlegur. Sumir kunna betur við stífar dýnur, aðrir við mjúkar. Þyngdin þín hefur líklega eitthvað með það að gera hvað hentar best. Fyrir börn er jafnan mælt með mýkri dýnum en fyrir fullorðna. Prófaðu líka að setjast á rúmbríkina og athugaðu hvort hún ber þig uppi eða hvort þú "rennir út úr rúminu". Ef dýnan er of mjúk er möguleiki að kantarnir á henni haldi þér ekki uppi.

Rúm með gormum eiga það til að verða "holótt" með tímanum, þ.e. það koma dældir eða lægðir í rúmið þar sem þú liggur. Rúm sem eru ekki með gormum (t.d. úr "minnissvampi") skortir aftur á móti viðbragð þegar kynlíf er stundað, þ.e. það "skoppar" ekkert, sem þýðir meiri áreynslu.

Hvað breiddina varðar er 160cm (queen size) passlegt fyrir flest pör. Ef þú átt börn sem koma reglulega upp í viltu líklega 180cm (king size).

Sjálfur hef ég sofið á Tempur dýnum frá Betra Bak í um 20 ár. Ég sé ekki fyrir mér að það muni breytast. Ég átti stuttlega stillanlegt Tempur rúm (hægt að hækka höfðagafl og undir fætur) og sakna þess ekkert að geta gert það. Endingin á Tempur rúmunum er mjög góð.

Versta við að venjast Tempur rúmum er hversu mikið maður fer að finna fyrir óþægindunum af að sofa í öðrum rúmum. Ég bylti mér meira og verð tilfinnanlega var við hvernig blóðflæðið heftist við axlir og mjaðmir. Þegar þú byltir þér er líkaminn í raun að færa þig til svo blóðið fái aftur að streyma þar sem þú lást og forðast þannig legusár (sem er ástæða þess að sjúkrarúm eru gjarna með minnissvampi). Fleiri byltur þýðir verri nætursvefn.

Koddarnir frá Tempur eru líka frábærir. Þú þarft ekki að "berja þá til" eða snúa þeim eins og hefðbundnum koddum þar sem þeir klessast ekki saman.

Varðandi kodda; veldu þér kodda sem er af réttri hæð miðað við þínar herðar. Ég svaf of lengi á kodda sem var ekki nógu hár fyrir mig því ég hafði ekki hugmynd um að það þyrfti að hugsa út í hæð á kodda.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf appel » Mán 03. Jún 2024 00:05

Ég fór í gegnum nokkrar dýnur á stuttum tíma, svona 5 árum, þar til ég fann dýnu sem ég gat loksins sofið almennilega á. Allar voru jú auglýstar sem "heilsudýnur" eða þvíumlíkt, prófaði ýmislegt. Þetta er persónubundið hvað virkar.

þessar "amerísku" dýnur, þykkar, gormar, og mörgum lögum, mér finnst það vera virka best.

Svo er auðvitað atriði að fara sofandi þreyttur, vakna snemma, reglusemi, ekki nota skjái á kvöldin (ómögulegt í nútíma).


*-*

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf Klaufi » Mán 03. Jún 2024 00:10

RB Rúm í Hafnarfirði, farðu og mátaðu og fáðu ráðgjöf.

Átt ekki eftir að sjá eftir krónu.


Mynd

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Tengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf jericho » Mán 03. Jún 2024 12:43

Klaufi skrifaði:RB Rúm í Hafnarfirði, farðu og mátaðu og fáðu ráðgjöf.

Átt ekki eftir að sjá eftir krónu.


x2

Við hjónin keyptum rúm frá RB og það er stórkostlegt. Frábær þjónusta. Mæli með allan daginn



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Tengdur

Re: Að kaupa sér rúm, hvað er best?

Pósturaf Lexxinn » Mán 03. Jún 2024 21:17

Fernt sem er vert að íhuga varðandi eiginleika dýnu.

1: Kusi talar hér ofar um að kantur "leki" - það er hægt að fá "stífan" kant á mjög margar dýnur nú til dags og kallast það "steyptur kantur", hann er þá talsvert stífari heldur en restin af dýnunni og gefur þá miklu síðar eftir heldur en restin af dýnunni eftir að fólk sest upp á kant, stiru þar til að klæða sig í föt etc.

2: Gormakerfi. Það eru til tvenns konar gormakerfi í dýnum, samtengdir eða "pokagormar". Pokagormarnir eru ekki tengdir saman, þar af leiðandi ef þú eða frúin eruð að hreyfa ykkur í rúminu finnur hitt hreyfinguna ekki toga restina af dýnunni með sér eins og mundi gerast við hið klassíska kerfi. Pokagormar eru talsvert vinsælari útaf þessum eiginleika. Sjá mynd.

3: Stífni á dýnu. Mundu að dýnan sem þú mátar í búðinni er margmátuð - yfirleitt þannig að fólk áttar sig ekki á að það vill kannski stífni fyrir ofan og þá "móta" hana sjálft í kjölfarið. Það er verra að kaupa aðeins of mjúka heldur en aðeins of stífa, stífa gefur sig með tímanum.

4: Verð og þægindi fara ekki alltaf saman. Verð og æði fara oftar saman. Dýrari dýnur eiga það til að endast lengur, búnar betri efnum og því ólíklegri til að byrja mygla (eins og hefur verið að gerast með Simba dýnurnar og aðrar tískubylgju dýnur) eða mýkjast of hratt.

Búðir sem er vert að fara í, prófa, fá ráðleggingar og skoða: Dorma, Svefn og Heilsa, Ikea, Vogue, RB rúm, Betra Bak, Rekkjan

Mynd