Sælir
Ég er í smá vandræðum með einn WD 160 GB IDE harðan disk sem ég keypti nýlega (fyrir ca. 2-3 vikum).
Þannig er mál með vexti að ég hef ekki getað formattað hann nema með því að gera quick format en ef ég reyni hitt þá stoppar það alltaf í 84% og ég verð bara að gera cancel format.
Ef ég opna disk management þá stendur við diskinn Healty(at risk).
Ég næ heldur ekki að gera primary partition á honum, bara simple volume.
Ég reyndi líka að gera error check sem Windows framkvæmir svo næst þegar kveikt er á vélinni. Það er í 5 liðum og það stoppaði í 5. liðnum þar sem var verið að "checking free space" en þar varð allt stopp í 84% líka.
Hvað getur verið að?
Er diskurinn gallaður og ætti ég að fara og skipta honum?
Vandræði með WD 160 GB IDE HDD
Re: Vandræði með WD 160 GB IDE HDD
Er það ekki afþví að diskurinn er „Dynamic“ hjá þér en ekki „Basic“.valdiþ skrifaði:Ef ég opna disk management þá stendur við diskinn Healty(at risk).
Annars myndi ég bara bjalla í tölvubúðina og spyrja þá hvort að þú eigir ekki bara að kíkja með diskinn, ég hugsa að þeir játi því
Hehe, alls ekkivaldiþ skrifaði:Get ég þá breytt disknum úr dynamic í basic einhvernveginn? (stupid question? )
Til þess að breyta úr Dynamic í Basic ferðu í Control Panel -> Administrative Tools -> Computer management. Ferð síðan í Disk Management vinstra megin og hægriklikkar þar sem að ég bendi á í screenshottinu. Stendur nú samt líklega eitthvað annað þar sem að minn er Basic og bíður hún mér uppá að breyta í Dynamic disk.
Myndi samt leyfa disknum að vera Dynamic nema að þú hafir sérstaka ástæðu fyrir því að breyta honum í Basic. Ég er nokkuð viss um að öll gögn eyðist af disk ef að honum er breytt í Basic.
Athugðu líka að dynamic/basic skiptir líklega ekki miklu máli í sambandi við vandamálið þitt.
Ættir bara að fara með hann í BT og segja frá vandamálinu þínu, og taka þá fram bæði að þú getir ekki formattað og að Windows segi að hann sé „at risk“
- Viðhengi
-
- disk_management.jpg (130.26 KiB) Skoðað 386 sinnum