Reglulegur sparnaður - pælingar
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Án þess að hafa horft á þessi myndbönd þá myndi ég fara rosalega varlega í að taka ráðleggingar frá öðrum markaðssvæðum nema með miklum fyrirvörum.
Það er klárlega vit í því að hugsa um "opportunity cost" sem hlýst af því að nota peningana sína í að greiða upp skuldir. Ef þú ætlar að fara að meta það þá er líka skynsamlegt að reyna að meta hversu mikils virði öryggið af því að skulda ekki mikið í eigin húsnæði getur verið.
Það er klárlega vit í því að hugsa um "opportunity cost" sem hlýst af því að nota peningana sína í að greiða upp skuldir. Ef þú ætlar að fara að meta það þá er líka skynsamlegt að reyna að meta hversu mikils virði öryggið af því að skulda ekki mikið í eigin húsnæði getur verið.
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
tbh, borga niður húsnæðislánið er besta fjárfestingin á íslandi. Fuckin glæpsamlegur andskoti hvernig þessi lán margfaldast hérna
-Need more computer stuff-
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3168
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
dori skrifaði:Án þess að hafa horft á þessi myndbönd þá myndi ég fara rosalega varlega í að taka ráðleggingar frá öðrum markaðssvæðum nema með miklum fyrirvörum.
Það er klárlega vit í því að hugsa um "opportunity cost" sem hlýst af því að nota peningana sína í að greiða upp skuldir. Ef þú ætlar að fara að meta það þá er líka skynsamlegt að reyna að meta hversu mikils virði öryggið af því að skulda ekki mikið í eigin húsnæði getur verið.
Þetta var aðallega prósentureikningur sem var settur fram í seinna video-inu (Auðvitað ekkert sem coveraði Verðtryggð lán eða Óverðtryggð lán) og fyrra video-ið kom einmitt inná öryggis þáttinn og að lán væru verkfæri djöfulsins og best væri að greiða niður fasteignalán hratt og örugglega. Fannst ágætt að henda þessu inní þennan þráð þar sem ég les ansi oft að "Besta fjárfestingin er að greiða niður fasteignalánið". Ætla ekki að fara mála mína skoðun hérna strax og ef þið hafið skoðun og getið jafnvel back-að þá skoðun upp með heimildum þá megiði endilega láta það flakka hérna inní þennan þráð
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3168
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Byrjaði hægt í að leggja inná VUAA sjóðinn og lagði inn 600$ (reikna með að gera það sama í næsta mánuði) og meta stöðuna hversu háa upphæð ég vill leggja inn mánaðarlega.
Lagði inn Buy order í gærkvöldi og hún á að fara í gegn 6.júní.
Legg einnig inn upphæð í hverjum mánuði inná íbúðarlán sem ég skulda.
Þar sem ég var frekar óöruggur að versla í fyrsta skipti í þessum VUAA sjóði í gegnum Interactive brokers (fékk aðstoð) þá leyfi ég skjáiskoti að fylgja hvernig ég stillti "Buy order" í þennan sjóð (hugsanlega er einhver annar að klóra sér í hausnum yfir þessu).
Lagði inn Buy order í gærkvöldi og hún á að fara í gegn 6.júní.
Legg einnig inn upphæð í hverjum mánuði inná íbúðarlán sem ég skulda.
Þar sem ég var frekar óöruggur að versla í fyrsta skipti í þessum VUAA sjóði í gegnum Interactive brokers (fékk aðstoð) þá leyfi ég skjáiskoti að fylgja hvernig ég stillti "Buy order" í þennan sjóð (hugsanlega er einhver annar að klóra sér í hausnum yfir þessu).
Just do IT
√
√
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
steinarorri skrifaði:g0tlife skrifaði:Ég mundi nota Novis - https://tryggir.is/novis/
Þá ertu tryggður fyrir líf, sjúk og örorku með að greiða fast verð per mánuði sem þú ákveður og sparar peninginn. Eftir að hafa borgað 1.000 eða 1.500 evrur þá máttu taka allt út umfram því. Tryggt í þýskalandi og þegar þú ferð á ellilíf þá færðu allt greitt út. Tvær flugur í einu höggi og sleppur við íslensku okurbúlluna með líf og sjúkd.tryggingar.
Er ekki margbuið að vara gegn Novis? Fólk í stökustu vandræðum að fá greitt út?
Mæli með að skoða umræðu á fjármálatips á Facebook.
https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/ ... l-Islands/
https://www.visir.is/g/20232424240d/slo ... arfs-leyfi
https://www.visir.is/g/20232424932d/al- ... agi-lengi-
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3168
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Núna er sirka ár liðið síðan ég verslaði fyrst í Vanguard S&P 500 (VUAA) ETF hlutabréfasjóðnum.
Get ekki kvartað (er að kaupa á 2 mánaða fresti).
https://finance.yahoo.com/quote/VUAA.L/performance?p=VUAA.L
Get ekki kvartað (er að kaupa á 2 mánaða fresti).
https://finance.yahoo.com/quote/VUAA.L/performance?p=VUAA.L
Just do IT
√
√
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Byrjaði að leggja inn líka á sjóðir í siðasta mánuði fyrst aðeins með lítið, en held ég ættlar að auka magnið fljótlega.
byrjaði reyndar á VUSA, en er líka búinn að skoða, VUAA, VWCE, CSPX, og sambærilegar evrópskir sjóðir tengdir bandaríkinn.
þegar maður fær Arð frá þessu, gildir frítekjumarkið á 300 000 á erlendar hlutabrefum?
byrjaði reyndar á VUSA, en er líka búinn að skoða, VUAA, VWCE, CSPX, og sambærilegar evrópskir sjóðir tengdir bandaríkinn.
þegar maður fær Arð frá þessu, gildir frítekjumarkið á 300 000 á erlendar hlutabrefum?
Síðast breytt af bigggan á Mið 14. Jún 2023 18:04, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3168
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
bigggan skrifaði:Byrjaði að leggja inn líka á sjóðir í siðasta mánuði fyrst aðeins með lítið, en held ég ættlar að auka magnið fljótlega.
byrjaði reyndar á VUSA, en er líka búinn að skoða, VUAA, VWCE, CSPX, og sambærilegar evrópskir sjóðir tengdir bandaríkinn.
þegar maður fær Arð frá þessu, gildir frítekjumarkið á 300 000 á erlendar hlutabrefum?
Til einföldunar er gengið út frá því að öll erlend hlutabréf á hlutabréfablaðinu RSK 3.19 séu skráð á skipulegum verðbréfamarkaði, og því er allur arður og söluhagnaður slíkra bréfa tekinn með í frítekjumark fjármagnstekna. Arðinn má sjá í reit 324 í kafla 3.6 á framtalinu, en söluhagnaðurinn kemur með söluhagnaði íslenskra bréfa á markaði og birtist í sérstökum upplýsingareit neðst á fjármagnstekjusíðu framtalsins. Reiturinn birtist aðeins ef um er að ræða slíkan söluhagnað á RSK 3.19 blaðinu.
Heimild:https://leidbeiningar.rsk.is/frodi/?cat=1762&id=24915&k=3
Just do IT
√
√
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Hjaltiatla skrifaði:Núna er sirka ár liðið síðan ég verslaði fyrst í Vanguard S&P 500 (VUAA) ETF hlutabréfasjóðnum.
Get ekki kvartað (er að kaupa á 2 mánaða fresti).
https://finance.yahoo.com/quote/VUAA.L/performance?p=VUAA.L
Ég stofnaði aðgang á Interactive Brokers fyrir ca. 2 árum og henti inn 10 EUR til að prófa.
Langar að fara DCA í VUAA, en átta mig ekki alveg á nokkrum atriðum og væri mjög þakklátur ef þú getur veitt einhverjar hjálplegar upplýsingar varðandi þau:
- Hvernig kaupi ég? Ég sá myndina sem þú settir inn, hún er væntanlega af mobile viðmótinu en þetta er eitthvað öðruvísi í desktop.
- Þegar ég leita að "VUAA" kemur upp VUAA BVME.ETF, LSEETF og MEXI. Eru þetta mismunandi kauphallir? Hvað er best?
- Er mega flókið að færa þetta inn í skattaframtalið?
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Opes skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Núna er sirka ár liðið síðan ég verslaði fyrst í Vanguard S&P 500 (VUAA) ETF hlutabréfasjóðnum.
Get ekki kvartað (er að kaupa á 2 mánaða fresti).
https://finance.yahoo.com/quote/VUAA.L/performance?p=VUAA.L
Ég stofnaði aðgang á Interactive Brokers fyrir ca. 2 árum og henti inn 10 EUR til að prófa.
Langar að fara DCA í VUAA, en átta mig ekki alveg á nokkrum atriðum og væri mjög þakklátur ef þú getur veitt einhverjar hjálplegar upplýsingar varðandi þau:
- Hvernig kaupi ég? Ég sá myndina sem þú settir inn, hún er væntanlega af mobile viðmótinu en þetta er eitthvað öðruvísi í desktop.
- Þegar ég leita að "VUAA" kemur upp VUAA BVME.ETF, LSEETF og MEXI. Eru þetta mismunandi kauphallir? Hvað er best?
- Er mega flókið að færa þetta inn í skattaframtalið?
Fyrst að byrja með þá fyllir þú þetta inn í framtalið hversu mikið og hver sjóðurinn er. Td VUAA 200 verur
Þarft ekki að hafs áhuæyggjur fyrr en þú tekur þetta út þá gildir skatt af hagnaðinn
Þessi mismunandi nöfnum eru eins og ég skil þetta fyrir mismunandi löndum, td þú getur ekki keypt í Bretlandi (?) eða Bandaríkin nema opnað fyrir það og ert með þeirra gjaldmiðill inná notandann þinum
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3168
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Opes skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Núna er sirka ár liðið síðan ég verslaði fyrst í Vanguard S&P 500 (VUAA) ETF hlutabréfasjóðnum.
- Hvernig kaupi ég? Ég sá myndina sem þú settir inn, hún er væntanlega af mobile viðmótinu en þetta er eitthvað öðruvísi í desktop.
- Þegar ég leita að "VUAA" kemur upp VUAA BVME.ETF, LSEETF og MEXI. Eru þetta mismunandi kauphallir? Hvað er best?
- Er mega flókið að færa þetta inn í skattaframtalið?
- Myndin sem ég setti inn er úr Interactive brokers Web browser viðmóti á fartölvueftir að ég valdi "Buy" undir VUAA VANG S&P500 USDA LSEETF
skjámyndin er af því sem ég vel þegar ég legg inn "Order ticket"
- Ég valdi LSETF en þetta eru mismunandi kauphallir í mismuandi gjaldmiðlum (ég kaupi í sjóð með USD).
- Skv því sem ég hef kynnt mér er best að sjóðurinn sé UCITS sjóður og með heimilisfesti á Írlandi . Skattalega kemur það hagstæðast að fjárfesta í slíkum sjóðum.Ef þú myndir fjárfesta í hlutabréfasjóði í Bandaríkjunum þá lendir þú í tvísköttun. Ég skrái öll kaup á hlutabréfum í Excel upphæð og á hvaða gengi gagnvart krónu ég keypti hlut en Interactive brokers bíður þér að taka út Annual Tax Report skýrslu ef það hentar. Ég hef hingað til eingöngu verið að skrá inn inneign í hlutabréfasjóð en ekki tekið út svo ég get lítið tjáð mig um það.
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3168
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Update: Ég var að innleysa það sem ég hef lagt inní VUAA sjóðinn seinustu 2 ár. Niðurstaðan er sirka 22% ávöxtun af því sem ég lagði inn. Seldi á genginu 97.91.
Það tók sirka háfltíma að selja hlutabréf á því verði sem ég ákvað að selja á.Geng sáttur frá borði og er reynslunni ríkari og mun klárlega nota Interactive brokers aftur í framtíðinni.
Núna er kostnaður á fasteignarláni það hár að mér fannst kominn tími að tilfæra þennan aur inná fasteignarlán þegar ég endurfjármagna.
Það tók sirka háfltíma að selja hlutabréf á því verði sem ég ákvað að selja á.Geng sáttur frá borði og er reynslunni ríkari og mun klárlega nota Interactive brokers aftur í framtíðinni.
Núna er kostnaður á fasteignarláni það hár að mér fannst kominn tími að tilfæra þennan aur inná fasteignarlán þegar ég endurfjármagna.
Just do IT
√
√
-
- 1+1=10
- Póstar: 1177
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
SolidFeather skrifaði:steinarorri skrifaði:g0tlife skrifaði:Ég mundi nota Novis - https://tryggir.is/novis/
Þá ertu tryggður fyrir líf, sjúk og örorku með að greiða fast verð per mánuði sem þú ákveður og sparar peninginn. Eftir að hafa borgað 1.000 eða 1.500 evrur þá máttu taka allt út umfram því. Tryggt í þýskalandi og þegar þú ferð á ellilíf þá færðu allt greitt út. Tvær flugur í einu höggi og sleppur við íslensku okurbúlluna með líf og sjúkd.tryggingar.
Er ekki margbuið að vara gegn Novis? Fólk í stökustu vandræðum að fá greitt út?
Mæli með að skoða umræðu á fjármálatips á Facebook.
https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/ ... l-Islands/
https://www.visir.is/g/20232424240d/slo ... arfs-leyfi
https://www.visir.is/g/20232424932d/al- ... agi-lengi-
Gleymdi alltaf að svara þessu. Ég ákvað að segja upp samningi mínum við Novis og fékk allt greitt sem ég hafði safnað upp.
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3168
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Fannst þetta ágætis grein frá Landsbankanum til að átta sig á því hvort það henti manni að festa vexti á óverðtryggðu íbúðarláni eða fara breytilegu vaxta leiðina. Ágætis lesning fyrir þá sem eru að skoða að endurfjármagna óverðtryggt fasteignarlán á næstunni og vilja greina stöðuna sjálfir.
https://www.landsbankinn.is/umraedan/fraedsla/getur-borgad-sig-ad-festa-vexti-thegar-their-eru-svona-hair?mibextid=WC7FNe
Landsbankinn spáir 7 % hækkun á fasteignarverði á þessu ári og 8-9% hækkun árið á eftir:
https://www.landsbankinn.is/umraedan/efnahagsmal/spaum-haekkandi-ibudaverdi
Ég ákvað að halda öllum möguleikum opnum ef ég myndi vilja reyna að verða skuldlaus með að minnka við mig og fara í minni íbúð . Miðað við að fasteignarverð eigi líklega eftir að hækka á næstu árum þá tekur maður það á kassann að borga þessa rugl vexti af fasteignarláninu þegar maður endurfjármagnar í september.
https://www.landsbankinn.is/umraedan/fraedsla/getur-borgad-sig-ad-festa-vexti-thegar-their-eru-svona-hair?mibextid=WC7FNe
Landsbankinn spáir 7 % hækkun á fasteignarverði á þessu ári og 8-9% hækkun árið á eftir:
https://www.landsbankinn.is/umraedan/efnahagsmal/spaum-haekkandi-ibudaverdi
Ég ákvað að halda öllum möguleikum opnum ef ég myndi vilja reyna að verða skuldlaus með að minnka við mig og fara í minni íbúð . Miðað við að fasteignarverð eigi líklega eftir að hækka á næstu árum þá tekur maður það á kassann að borga þessa rugl vexti af fasteignarláninu þegar maður endurfjármagnar í september.
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 12. Maí 2024 08:51, breytt samtals 1 sinni.
Just do IT
√
√
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1081
- Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
- Reputation: 90
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Það er user problem, eða eins og við sögðum á IRC í gamladaga: RTFM. Fólk kynnir sér ekki nógu vel hvað það er að skrá sig í, kannski undir áhrifum sölumanna. Reyndar hlýtur að vera eitthvað meira í þessu ef Seðlabankinn var að taka starfsleyfið af þeim?Danni V8 skrifaði:Það sem ég sé er að allir sem eru að lenda í vandræðum með Novis eru að leggja peninga í langtímasparnað en ætla svo að taka hann út eftir 2-3 ár eða jafnvel styttra.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Nú eru bankareikningar sem aðeins er hægt að stofna og nálgast í gegnum símaöpp með hærri vexti en venjulegir hávaxtareikningar. Ég hef verið hikandi að stofna slíka símabankareikninga fyrir spariféið mitt þar sem ég treysti því ekki alveg 100% en finnst samt synd að fá ekki aðeins meiri vexti á spariféið mitt.
Er hægt að treysta þessu fullkomlega eða er þetta ekki eins öruggt og nálgast bankareikningana í gegnum heimabanka?
Er hægt að treysta þessu fullkomlega eða er þetta ekki eins öruggt og nálgast bankareikningana í gegnum heimabanka?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
falcon1 skrifaði:Nú eru bankareikningar sem aðeins er hægt að stofna og nálgast í gegnum símaöpp með hærri vexti en venjulegir hávaxtareikningar. Ég hef verið hikandi að stofna slíka símabankareikninga fyrir spariféið mitt þar sem ég treysti því ekki alveg 100% en finnst samt synd að fá ekki aðeins meiri vexti á spariféið mitt.
Er hægt að treysta þessu fullkomlega eða er þetta ekki eins öruggt og nálgast bankareikningana í gegnum heimabanka?
Ertu að meina bankareikning eins Indó, sem er bara app og hvorki útibú né með vefsíðu "heimabanka" eða netreikning eins og ávöxtun hjá Íslandsbanka?
Íslandsbanka reikningurinn er bara eins og hver annars innlána reikningur hjá þeim, nema ekki aðgengilegur í útibúum. Eða þannig skil ég skilmálana þeirra.
Indó reikningar er svo með innistæðutryggingu eins og aðrir bankar. Ef við trúum heimasíðunni þeirra.
Hjálpar þetta eitthvað?
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Ég er kannski bara gamaldags en mér finnst eitthvað ótraustvekjandi að vera með bankann í símanum. Svo getur einhver hakkari hakkað sig inní bankann og tæmt reikninginn.
Ég er bæði að tala um Indó og svo öppin hjá stóru bönkunum.
Ég er bæði að tala um Indó og svo öppin hjá stóru bönkunum.
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
falcon1 skrifaði:Ég er kannski bara gamaldags en mér finnst eitthvað ótraustvekjandi að vera með bankann í símanum. Svo getur einhver hakkari hakkað sig inní bankann og tæmt reikninginn.
Ég er bæði að tala um Indó og svo öppin hjá stóru bönkunum.
sammmála, rafræn skilríki er bara 4 tölustafir, ef einhver nær þeim (og símanum) getur hann gert þig eignalausan og gjaldþrota!
góð vídeókamera falin í lofti einhversstaðar getur auðveldlega náð þessu!
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
falcon1 skrifaði:Ég er kannski bara gamaldags en mér finnst eitthvað ótraustvekjandi að vera með bankann í símanum. Svo getur einhver hakkari hakkað sig inní bankann og tæmt reikninginn.
Ég er bæði að tala um Indó og svo öppin hjá stóru bönkunum.
Getur stofnað Ávoxtun reikning hjá Íslandsbanka á netinu, eða viltu ekki nota netbanka yfir höfuð?
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
SolidFeather skrifaði:falcon1 skrifaði:Ég er kannski bara gamaldags en mér finnst eitthvað ótraustvekjandi að vera með bankann í símanum. Svo getur einhver hakkari hakkað sig inní bankann og tæmt reikninginn.
Ég er bæði að tala um Indó og svo öppin hjá stóru bönkunum.
Getur stofnað Ávoxtun reikning hjá Íslandsbanka á netinu, eða viltu ekki nota netbanka yfir höfuð?
Jú jú, ég nota heimabankann mikið. Ég hinsvegar forðast að fara í heimabankann í gegnum símann.
Síðast breytt af falcon1 á Lau 18. Maí 2024 22:20, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
falcon1 skrifaði:SolidFeather skrifaði:falcon1 skrifaði:Ég er kannski bara gamaldags en mér finnst eitthvað ótraustvekjandi að vera með bankann í símanum. Svo getur einhver hakkari hakkað sig inní bankann og tæmt reikninginn.
Ég er bæði að tala um Indó og svo öppin hjá stóru bönkunum.
Getur stofnað Ávoxtun reikning hjá Íslandsbanka á netinu, eða viltu ekki nota netbanka yfir höfuð?
Jú jú, ég nota heimabankann mikið. Ég hinsvegar forðast að fara í heimabankann í gegnum símann.
Held það sé enginn "símabanki" með betri vexti en t.d. Ávöxtun hjá ÍSB eða Vöxtur (reyndar bundinn) hjá Arion, Landsbankinn eflaust með svipað.
Líklegast að þú verðir fyrir phishing árás heldur en að "símabankinn" verði hakkaður.
Síðast breytt af SolidFeather á Lau 18. Maí 2024 23:01, breytt samtals 1 sinni.