PCem sýndartölvu hugbúnaðurinn


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

PCem sýndartölvu hugbúnaðurinn

Pósturaf jonfr1900 » Mán 06. Maí 2024 03:39

Ég hef verið að prófa og læra á sýndartölvuhugbúnað sem heitir PCem. Þessi hugbúnaður sem er ókeypis virkar mjög vel, mun betur en sem dæmi VirtualBox. Gallinn er að þetta virkar eingöngu til þess að búa til sýndartölvur fyrir eldri tölvur eins og er og uppfærslur hafa ekki komið fram í nokkur ár. Það þarf einnig að ná í rom til þess að keyra þær sýndartölvur sem maður vill keyra. Þessi rom eru í raun bara bios og ekki endilega opinn hugbúnaður.

Hérna er ég að setja upp Windows NT 3.51 á tölvu sem er Intel Pentium 233 með 128MB minni.

Screenshot from 2024-05-06 03-38-41.png
Screenshot from 2024-05-06 03-38-41.png (41.79 KiB) Skoðað 2301 sinnum




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: PCem sýndartölvu hugbúnaðurinn

Pósturaf netkaffi » Mán 06. Maí 2024 19:15

Ertu bara að nota þetta upp á fílinginn að nota gömul stýrikerfi eða hver er tilgangurinn?




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: PCem sýndartölvu hugbúnaðurinn

Pósturaf jonfr1900 » Mán 06. Maí 2024 19:31

netkaffi skrifaði:Ertu bara að nota þetta upp á fílinginn að nota gömul stýrikerfi eða hver er tilgangurinn?


Þetta er bara til að sjá hvernig þessi gömlu stýrikerfi voru. Mikið af þessum hugbúnaði var í notkun þegar ég var barn og engar tölvur þar sem ég átti heima.