Tesla Model Y með stærri rafhlöðu, þarft bara að borga 350.000 kr.?

Allt utan efnis

Höfundur
bjoggi
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Tesla Model Y með stærri rafhlöðu, þarft bara að borga 350.000 kr.?

Pósturaf bjoggi » Sun 05. Maí 2024 20:14

Þetta er galið. Það er afar sérstakt að framleiða bíla með stærri rafhlöðu en er uppgefið og hugbúnaður notaður til að draga niður raunverulega drægni. Ímyndum okkur allar þessar auka rafhlöður sem hafa verið framleiddar til einskis, sérstaklega ef minnihluti eiganda muni eyða í þessa uppfærslu. Ekki mjög grænt ef þú spyrð mig.

Hvernig finnst ykkur þessi markaðsfræði?

https://www.theverge.com/2024/5/5/24149 ... y-capacity




ABss
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Tesla Model Y með stærri rafhlöðu, þarft bara að borga 350.000 kr.?

Pósturaf ABss » Sun 05. Maí 2024 20:23

Ógeðsleg þróun.




thorhs
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: Tesla Model Y með stærri rafhlöðu, þarft bara að borga 350.000 kr.?

Pósturaf thorhs » Sun 05. Maí 2024 20:51

Það er ekkert nýtt ap bílar séu með fídusa sem þarf vara að virkja, annað hvort með software eða tengja endastykkið. Það er óhemju dýrt í framleiðslu að sér smíða bíl eftir nákvæmlegum þörfum hvers og eins bíls.

Kæmi mér ekki á óvart að þessi auka rýmd skili sér í lengri endingu á batterí um þar sem auka rýmd er til staðar áður en degredation á batterýum kemur fram.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Tesla Model Y með stærri rafhlöðu, þarft bara að borga 350.000 kr.?

Pósturaf axyne » Sun 05. Maí 2024 21:16

thorhs skrifaði:Kæmi mér ekki á óvart að þessi auka rýmd skili sér í lengri endingu á batterí um þar sem auka rýmd er til staðar áður en degredation á batterýum kemur fram.


Ekki það ég hafi hundsvit á því en mér kæmi bara alls ekkert á óvart að þú fáir alltaf bara 80% eða hvað sem það er af rýmd rafhlöðunnar.
Sem sagt ef heildar rýmdin hefur rýrnað í 90% þá færðu 80% af 90%...

En getur síðan vel verið að rafhlaðan er lengur að rýrna ef hún er ekki tæmd í botn í hvert skipti.


Electronic and Computer Engineer


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Tesla Model Y með stærri rafhlöðu, þarft bara að borga 350.000 kr.?

Pósturaf kjartanbj » Sun 05. Maí 2024 21:17

thorhs skrifaði:Það er ekkert nýtt ap bílar séu með fídusa sem þarf vara að virkja, annað hvort með software eða tengja endastykkið. Það er óhemju dýrt í framleiðslu að sér smíða bíl eftir nákvæmlegum þörfum hvers og eins bíls.

Kæmi mér ekki á óvart að þessi auka rýmd skili sér í lengri endingu á batterí um þar sem auka rýmd er til staðar áður en degredation á batterýum kemur fram.



Það er bara nákvæmlega þetta, vel þekkt að bílar sem eru ekki með hita í sætum sem dæmi komi með öllu til staðar nema tökkunum og mögulega smá víra loomi, miklu dýrara að framleiða margar tegundir af sætum, samt varð allt brjálað þegar Tesla leyfði fólki að borga fyrir að virkja sætishitarana í aftursætunum á Standard bílnum sem var ekki seldur með hita í sætum en allt til staðar samt en bara enn minna mál að bjóða uppá þetta þar sem takkarnir þar eru bara í skjánum.

sama á við um rafhlöðurnar ódýrara að framleiða færri tegundir og software læsa bara því sem er ekki notað, þetta hefur verið gert hjá Tesla síðan fyrstu Model S bílarnir komu, Model S 60Kw bíllinn var tildæmis með 90kw rafhlöðu ef mig minnir rétt, þar var hægt að kaupa aðgang að restinni en þetta minnkaði líka degradation á rafhlöðunni



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Tesla Model Y með stærri rafhlöðu, þarft bara að borga 350.000 kr.?

Pósturaf rapport » Sun 05. Maí 2024 22:39

Keypti fólk ekki örgjörva með óvirkjuðum kjörnum hér um árið og krakkaði þá?

Teslur verða ĺælíklega fljótlega krakkaða og moddaðar í drasl af einhverjum official fyrirtækjum.