Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf jonfr1900 » Fös 03. Maí 2024 02:20

Þegar þetta er skrifað. Þá eru rafræn skilríki (sms gerðin) búin að vera biluð hjá Auðkenni og Landsbankanum í núna 11 klukkutíma rúmlega. Það er engin tilkynning um þessa bilun. Hvorki hjá Landsbankanum eða Auðkenni. Ég veit ekki hverjir reka Auðkenni en þeir eru allir vanhæfir í þetta starf og ættu að finna sér aðra vinnu.

Auðkennis Appið virkar, ennþá.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf mikkimás » Fös 03. Maí 2024 08:18

Þau virka hjá mér, ég kemst inn í Landsbankann og komst m.a.s. inn eftir 13:20 í gær.




TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Tengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf TheAdder » Fös 03. Maí 2024 08:22

Er þetta ekki vandamál í símanum hjá þér frekar en kerfinu?
Félagi minn lenti í því að skilríkin virkuðu ekki hjá honum nema stuttu eftir endurræsingu símans, hann endaði á að færa sig yfir í appið út af þessu.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6376
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf worghal » Fös 03. Maí 2024 09:04

ég lennti líka í því um daginn að rafrænu skilríkin runnu út án nokkura tilkynninga, ekkert sms eða email, og ég þurfti bara að komast að því sjálfur hvað hafi gerst, hélt fyrst að það væri búið að hakka þetta af því að þegar ég reyndi að skrá mig inn þá kom ekki villa "útrunnin skilríki" heldur "vitlaust símanúmer" og þetta var nýlega eftir fréttina að það var brotist inn í bíl hjá einhverjum, stolið ökuskírteini og auðkenni úthlutaði nýtt rafrænt skilríki til þjófsins með stolna ökuskírteininu.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf jonfr1900 » Fös 03. Maí 2024 13:55

TheAdder skrifaði:Er þetta ekki vandamál í símanum hjá þér frekar en kerfinu?
Félagi minn lenti í því að skilríkin virkuðu ekki hjá honum nema stuttu eftir endurræsingu símans, hann endaði á að færa sig yfir í appið út af þessu.


Ég hafði spurt hjá Landsbankanum hérna og hún talaði um bilun hjá Auðkenni.

Edit: Það virkaði að endurræsa símann. Þetta er stórfurðuleg bilun.
Síðast breytt af jonfr1900 á Fös 03. Maí 2024 14:04, breytt samtals 1 sinni.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf mikkimás » Fös 03. Maí 2024 15:05

jonfr1900 skrifaði:
TheAdder skrifaði:Er þetta ekki vandamál í símanum hjá þér frekar en kerfinu?
Félagi minn lenti í því að skilríkin virkuðu ekki hjá honum nema stuttu eftir endurræsingu símans, hann endaði á að færa sig yfir í appið út af þessu.


Ég hafði spurt hjá Landsbankanum hérna og hún talaði um bilun hjá Auðkenni.

Edit: Það virkaði að endurræsa símann. Þetta er stórfurðuleg bilun.


Held að þetta sé ekki bilun hjá Auðkenni.

Það er bara hollt að endurræsa símann öðru hvoru.

Ég þarf sjálfur að gera þetta öðru hvoru til að skilríkin virki.
Síðast breytt af mikkimás á Fös 03. Maí 2024 15:05, breytt samtals 1 sinni.




TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Tengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf TheAdder » Fös 03. Maí 2024 15:38

jonfr1900 skrifaði:
TheAdder skrifaði:Er þetta ekki vandamál í símanum hjá þér frekar en kerfinu?
Félagi minn lenti í því að skilríkin virkuðu ekki hjá honum nema stuttu eftir endurræsingu símans, hann endaði á að færa sig yfir í appið út af þessu.


Ég hafði spurt hjá Landsbankanum hérna og hún talaði um bilun hjá Auðkenni.

Edit: Það virkaði að endurræsa símann. Þetta er stórfurðuleg bilun.


Virkaði einmitt hjá félaga mínum eftir endurrræsingu, en hætti að virka einhverjum 15-20 mín eftir endurræsingu minnir mig, man ekki alveg hvað endurræsing gaf langan tíma í virkni.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf jonfr1900 » Fös 03. Maí 2024 16:02

Samkvæmt þjónustufulltrúa í Landsbankanum. Þá var stór bilun hjá Auðkenni í gær (2. Maí 2024). Það er samt stórkostlegur hönnunargalli að skipun í farsímakerfinu skuli geta tekið rafræn skilríki út.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf JReykdal » Fös 03. Maí 2024 16:34

jonfr1900 skrifaði:Samkvæmt þjónustufulltrúa í Landsbankanum. Þá var stór bilun hjá Auðkenni í gær (2. Maí 2024). Það er samt stórkostlegur hönnunargalli að skipun í farsímakerfinu skuli geta tekið rafræn skilríki út.


Ööö...þau keyra á SIM kortum.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf jonfr1900 » Fös 03. Maí 2024 18:14

JReykdal skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Samkvæmt þjónustufulltrúa í Landsbankanum. Þá var stór bilun hjá Auðkenni í gær (2. Maí 2024). Það er samt stórkostlegur hönnunargalli að skipun í farsímakerfinu skuli geta tekið rafræn skilríki út.


Ööö...þau keyra á SIM kortum.


Ég hélt að rafræn skilríki væru vernduð á sim kortunum fyrir svona. Þar sem þetta væri sér örgjörvi á sim kortinu eða einhver önnur svona öryggislausn.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2572
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 125
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf svanur08 » Fös 03. Maí 2024 19:00

Oft lent í þessu, virkar alltaf að endurræsa símann.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf Hizzman » Fös 03. Maí 2024 19:07

það er einnig mögulegt að nota app frá auðkenni skilst mér (er ekki að nota það). Held að það noti bara ip samskipti, þannig að það er ekki háð því að einhver rás sé opin í farsímatengingunni. Hef reyndar lent í að geta ekki auðkennt vegna þess að ég hafði ekkert farsímasamband þó ég væri með net á símanum. Í því tilviki hefði appið væntanlega virkað.?




halipuz1
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf halipuz1 » Fös 03. Maí 2024 19:37

Pældu í því, 11 klukkutíma. Fólk fór einu sinni út í banka á milli 8-16 og svo gat það ekkert nýtt sér millifærslur eða neitt. Ég bara segi svona.




beggi83
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf beggi83 » Fös 03. Maí 2024 20:12

halipuz1 skrifaði:Pældu í því, 11 klukkutíma. Fólk fór einu sinni út í banka á milli 8-16 og svo gat það ekkert nýtt sér millifærslur eða neitt. Ég bara segi svona.


Gamli tíminn var bestur bensín dælan bara opinn þegar sjoppan var opin... Dvd leigur troðfullnar af fólki og maður gat séð þessi 2 að deita...best var þegar afgreiðslumaðurinn sagði HA smokka þegar feimna stelpan í hverfinu var að versla sér smokka fyrir kvöldið...




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf JReykdal » Lau 04. Maí 2024 19:15

beggi83 skrifaði:
halipuz1 skrifaði:Pældu í því, 11 klukkutíma. Fólk fór einu sinni út í banka á milli 8-16 og svo gat það ekkert nýtt sér millifærslur eða neitt. Ég bara segi svona.


Gamli tíminn var bestur bensín dælan bara opinn þegar sjoppan var opin... Dvd leigur troðfullnar af fólki og maður gat séð þessi 2 að deita...best var þegar afgreiðslumaðurinn sagði HA smokka þegar feimna stelpan í hverfinu var að versla sér smokka fyrir kvöldið...


Já eiginlega. Þetta reddaðist oftast.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki

vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafræn skilríki biluð (núna í um 11 klukkutíma)

Pósturaf Stuffz » Sun 05. Maí 2024 00:11

Ég lenti í eitthverju svipuðu fyrir nokkrum mánuðum síðan, man að mér fannst ég koma að tómum kofanum hjá aðilunum sem ég hringdi í landsbankinn og/eða auðkenni, var mjög hissa á þekkingarleysinu varðandi svona alvarlegar bilanir.

..og nei held enginn hafi minnst á að endurræsa símann heldur, þeir þyrftu að sína þessu meiri áhuga og rannsaka/bilanagreina til að geta veitt notendum sem treysta á að þetta kerfi virki vitibornar upplýsingar.
Síðast breytt af Stuffz á Sun 05. Maí 2024 00:14, breytt samtals 2 sinnum.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack