Sælir vaktarar,
vona ég geti fengið ráð frá ykkur áður en ég fer að klára bókun.
En ég er að fara til Asiu í sumar, Filippseyja , og ætla einungis að bóka ferðina út þar sem ég ætla annað áður en ég fer heim.
Málið er að ég fékk upp verð á flugleið hjá ferðaskrifstofu en fann sömu leið á booking fyrir 15-20þús óýrara. Langar að taka það upp á verðið að gera, því þetter bara leiðin út, en er bara að spá með farangurinn að gera. Yrði hann sendur alla leið ef ég bóka á booking? Stendur ekkert um Self transfer dæmi á síðunni þegar ég skoða flugið.
Er samt að hallast að ferðaskrifstofunni upp á tryggingar að gera og flr.
En hvað er ykkar take? Hvað mynduð þið gera?
Bóka flug á netinu til Asíu
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 328
- Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Bóka flug á netinu til Asíu
Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz
Re: Bóka flug á netinu til Asíu
Ferðaskrifstofur ráða þessu ekki, þetta fer eftir samningum milli flugfélaga og flugvöllum.
Re: Bóka flug á netinu til Asíu
Aldrei, aldrei að kaupa flug hjá 3ja aðila, t.d. Booking. Ef eitthvað gerist þá ertu í djúpum skít. Bókunarsíðan "á" bókunina og flugfélagið getur ekkert átt við bókunina. Fyrir langar og dýrar leiðir mæli ég með að tala við t.d. Icelandair eða Vita og fá flugið útgefið á einum miða. Ef eitthvað klikkar í einum legg er ábyrgðin hjá viðkomandi flugfélagi að koma þér á leiðarenda án aukakostnaðar. Einnig bókast farangurinn oft alla leið. Bæði Icelandair og Vita eru svo með neyðarnúmer svo best ég viti. Amk Icelandair þar sem ég er í föstum viðskiptum.