Virka íblöndunarefni eldsneytis?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Virka íblöndunarefni eldsneytis?

Pósturaf GuðjónR » Þri 16. Apr 2024 11:21

Ég keypti þennan pakka í Costco um daginn, er ekki búinn að nota þetta ennþá og með smá bakþanka.
Þið sem hafið vit á þessum hlutum, gerir þetta gagn? Eða getur þetta gert ógagn?
Hafði hugsað mér þetta á dísel vél keyrða tæpa 240k
Spyr þar sem þetta er ónotað og ég get alltaf skilað ef þetta er snákaolía.
Viðhengi
IMG_6625.jpeg
IMG_6625.jpeg (3.2 MiB) Skoðað 5932 sinnum




gorkur
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Mið 27. Feb 2013 21:35
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Virka íblöndunarefni eldsneytis?

Pósturaf gorkur » Þri 16. Apr 2024 15:40

Tjah, ég átti einu sinni gamla Benz druslu sem gekk ekki nema hún fengi smá redex á tankinn. Það var samt '83 bensín bíll, veit ekkert hvernig þetta virkar í modern bíla.



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 226
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Virka íblöndunarefni eldsneytis?

Pósturaf KaldiBoi » Þri 16. Apr 2024 15:57

Bara þrykkja þessu á. Skodinn hjá þér gæti gengið glimrandi á steikingarolíu og afgangs hrogni.

Að öllu gamni slepptu þá sett ég alltaf einn svona brúsa á minn eftir hverja smurningu ásamt flestum bifvélavirkjum sem ég þekki.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Virka íblöndunarefni eldsneytis?

Pósturaf jonsig » Þri 16. Apr 2024 18:25

Hugsa að margir stressi sig á því að nota þetta, en voða fáir að pæla hvort þeir séu að keyra með stíflaðan hráolíufilter og reyna að laga einkennin án þess að gera sér grein fyrir því með hreinsi efnum.




T-bone
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Virka íblöndunarefni eldsneytis?

Pósturaf T-bone » Þri 16. Apr 2024 19:19

Ég vann lokaverkefni við Vélskóla Íslands og tók fyrir íblöndunarefni í eldsneyti og smurolíur.

Stutta svarið er: Já, þetta virkar. En ef þú tekur olíu í Costco þá gerir þetta aðeins minna, því að í eldsneytinu hjá Costco eru viss íblöndunarefni, svosem spíssahreinsir og fleira, til þess að þeir geti brandað þetta sem Kirkland Signature eldsneyti.

En þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir viðhald, bara svo það sé á hreinu :)

Langa svarið er getur verið rosalega langt. Lokaverkefnið var eitthvað um eða yfir 100 blaðsíður, svo þið getið ímyndað ykkur.


Mynd

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virka íblöndunarefni eldsneytis?

Pósturaf GuðjónR » Þri 16. Apr 2024 19:51

Takk fyrir svörin!!
KaldiBoi skrifaði:...Að öllu gamni slepptu þá sett ég alltaf einn svona brúsa á minn eftir hverja smurningu ásamt flestum bifvélavirkjum sem ég þekki.

Er ekki frekar mikið að setja heilan brúsa í einu? Það stendur á þessu að hver brúsi sé á fjóra tanka. Þetta eru þá 16 tankar.

T-bone skrifaði:Ég vann lokaverkefni við Vélskóla Íslands og tók fyrir íblöndunarefni í eldsneyti og smurolíur.
Stutta svarið er: Já, þetta virkar. En ef þú tekur olíu í Costco þá gerir þetta aðeins minna, því að í eldsneytinu hjá Costco eru viss íblöndunarefni, svosem spíssahreinsir og fleira, til þess að þeir geti brandað þetta sem Kirkland Signature eldsneyti.
En þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir viðhald, bara svo það sé á hreinu :)
Langa svarið er getur verið rosalega langt. Lokaverkefnið var eitthvað um eða yfir 100 blaðsíður, svo þið getið ímyndað ykkur.


Okay, ég nota þetta þá. Reyndi sem oftast að taka dísel hjá Coscto bæði þar sem það er ódýara og líka þar sem mér fannst ég finna mun á eyðslunni (kannski plasebo veit ekki)...
En nú er dóttir mín aðalega að keyra bílinn og tekur oftast olíu hjá Orkunni í Suðurfelli, þannig að ég ætti þá bara að láta vaða og skella 1/4 af flösku eftir hverja áfyllingu.
Veit að þetta kemur ekki veg fyrir viðhald en ég skipti um smurolíusíu og olíu á svona 12k -15k fresti og dísel síu á svona 30k - 45k fresti.

Gott að fá þessi svör, fór að hugsa eftirá hvað ef þetta losar um sót eða annan skít sem safnast svo annarsstaðar og veldur vandræðum.
Ef eftir svörin frá ykkur þá læt ég vaða!



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Virka íblöndunarefni eldsneytis?

Pósturaf jonsig » Þri 16. Apr 2024 21:05

Þú ert helvíti kaldur með hráolíuskiptin. Finnst þær alltaf stútfullar af vaxi hjá mér eftir 15-20þ.km

þetta tekur klst hjá mér að skipta um þessa síu.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virka íblöndunarefni eldsneytis?

Pósturaf GuðjónR » Mið 17. Apr 2024 14:53

jonsig skrifaði:Þú ert helvíti kaldur með hráolíuskiptin. Finnst þær alltaf stútfullar af vaxi hjá mér eftir 15-20þ.km

þetta tekur klst hjá mér að skipta um þessa síu.

Ég er svona 15-20 mínútur að skipta. Opna lokið, tek síuna úr, soga alla olíu úr boxinu með rafmagnsdælu, set nýja síu í og fylli upp með nýrri disel olíu, ca.400ml. loka boxinu. Svissa svo af og á 15-20 sinnum án þess að starta til að koma í veg fyrir að loft stöðvi flæðið og starta síðan.

Gömlu síurnar eru aldrei grunsamlega skítugar, en þær eru orðnar dökkar á litinn.

Minnir að Skóda mæli með að skipta á 50k km. fresti en sölumaðurinn sagði góða reglu að skipa um í annað hvert skipti sem skipt er um olíu og síu (30k km fresti).



Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 226
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Virka íblöndunarefni eldsneytis?

Pósturaf KaldiBoi » Mið 17. Apr 2024 15:32

GuðjónR skrifaði:Takk fyrir svörin!!
KaldiBoi skrifaði:...Að öllu gamni slepptu þá sett ég alltaf einn svona brúsa á minn eftir hverja smurningu ásamt flestum bifvélavirkjum sem ég þekki.

Er ekki frekar mikið að setja heilan brúsa í einu? Það stendur á þessu að hver brúsi sé á fjóra tanka. Þetta eru þá 16 tankar.


Jú, alltaf að fylgja leiðbeiningum ;)

Hvernig annars með skódann hjá þér? Komst hann í lag?