Skiptir máli hvaða ljósleiðaratengingu maður velur?


Höfundur
hendrixx
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 10. Maí 2009 22:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Skiptir máli hvaða ljósleiðaratengingu maður velur?

Pósturaf hendrixx » Fim 11. Apr 2024 12:20

Eh hafði á orði við mig að Míla notaði svokallaðan GPON staðal sem hefur þær afleiðingar fyrir notendur að það hægist á netinu á álagstímum.

Hvað segið þið?




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Skiptir máli hvaða ljósleiðaratengingu maður velur?

Pósturaf JReykdal » Fim 11. Apr 2024 13:03

Það er satt.

En svo heyrði ég að Ljósleiðarinn væri á leið í annan GPON staðal líka (XGPON eða eitthvað). Hvað það þýðir í framtíðinni veit ég ekki.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skiptir máli hvaða ljósleiðaratengingu maður velur?

Pósturaf Hlynzi » Fim 11. Apr 2024 21:16

Ég er á 2 stöðum með net frá símanum, á þessu eldra GPON kerfi...ég finn aldrei fyrir því að það hægist á netinu hjá mér, svona almennt er það orðið svo yfirdrifið öflugt að fyrir flesta venjulega notkun hefur það svínvirkað.


Hlynur


ragnarok
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Lau 12. Mar 2022 10:09
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Skiptir máli hvaða ljósleiðaratengingu maður velur?

Pósturaf ragnarok » Fim 11. Apr 2024 23:31

JReykdal skrifaði:En svo heyrði ég að Ljósleiðarinn væri á leið í annan GPON staðal líka (XGPON eða eitthvað). Hvað það þýðir í framtíðinni veit ég ekki.


Það gæti verið fyrir nýjar framkvæmdir en varla þar sem búið er að draga alla leið. Annars heyrði ég að tæknimálin þarna séu að fara í hendurnar á manni sem mun draga þau í ógöngur svo ekkert kæmi mér á óvart.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 618
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skiptir máli hvaða ljósleiðaratengingu maður velur?

Pósturaf Dr3dinn » Fös 12. Apr 2024 15:13

Ég náði aldrei meira en 200mb í Mosó hjá Mílu, sama hvað þeir reyndu að laga og afsaka sig.
(álag og margir á kerfinu var m.a. notað)

Fór í 1000 um leið hjá gagnaveitunni og hef verið þar síðan og verið 100% stabílt.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


EinnNetturGaur
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Skiptir máli hvaða ljósleiðaratengingu maður velur?

Pósturaf EinnNetturGaur » Fös 12. Apr 2024 20:45

hendrixx skrifaði:Eh hafði á orði við mig að Míla notaði svokallaðan GPON staðal sem hefur þær afleiðingar fyrir notendur að það hægist á netinu á álagstímum.

Hvað segið þið?


Míla nota GPON kerfi sem þýðir þú ert með ljósleiðara sem splittar tengingu á milli aðila s.s. deila ljósleiðarateningu og vodafone skilst mér séu að hringja í viðskiptavini sína sem eru með mílu tengingu og bjóða þeim uppá teningu hjá ljósleiðaranum þar sem svo margir hafa kvartað yfir mílu og komist í ljós að ekkert sé að þeirra meginn nema hversu sorglega lélegt það er, ljósleiðarinn (gagnaveita rvk) nota peer2peer tengingu sem þýðir þú ert með þína eiginn ljósleiðarateningu alla leið útí stöð óháð hinum, sést líka auglýsing á bílunum hjá mílu "allt að 1 gíg tenging" vs ljósleiðaranum viltu "kemstu í gíg?"




subgolf
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 02. Maí 2009 10:40
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Skiptir máli hvaða ljósleiðaratengingu maður velur?

Pósturaf subgolf » Lau 13. Apr 2024 17:16

Sælir.
Skrítið alltaf hérna inni þar sem að við erum flestir "tækninjérðir" að það sé svona mikið um "mér finnst" og "held þetta og hitt"...

Stutt googl gefur manni allt sem að maður þarf..

Míla er með GPON og XGSPON en Ljósleiðarinn með point to point..

PON gengur útá að deila einum leiðara á nokkra notendur (GPON 1.25Gbps upp 2.5Gbps niður og XGSPON 10Gbps upp 10Gbps niður).

https://community.fs.com/article/gpon-v ... twork.html

Í raun bara svokallað overbooking sem öll kerfi nota, spurning hvar í kerfinu það er overbookað, í fíbernum eða á uplink portinu.

Hvað hraða varðar að þá hef ég lent í veseni hjá Mílu og hjá Ljósleiðaranum, Míla leysti vandamálið hjá sér sem var á GPON tengingu og fékk ég þá fullan hraða, en er með 10Gbps hjá Ljósleiðaranum núna en fæ ekki fullan hraða þar sem að búnaðurinn hjá þeim er bara með 10Gbps tengingu við umheiminn sem deilist á heilt sveitafélag og fæ ég því aldrei fullan hraða fyr en þeir uppfæra hjá sér...

En fæ samt alveg milli 8 og 9 Gbps nema á álagstímum þegar að ég hef verið að detta niður í 6Gbps...

Mér sýnist að PON kerfi séu framtíðin sama hvort mönnum líkar betur eða verr, mikið ódýrara og auðveldara kerfi sem dæmi að þá eru nýja ofurhraða 25Gíg netið hjá Google XGSPON...