Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf appel » Sun 07. Apr 2024 18:40

Myglað húsnæði kársnesskóla var rifið og nýtt byggt í staðinn, dýrasta framkvæmd kópavogsbæjar, en nýja húsnæðið hefur reynst svo myglað einnig.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024 ... ola-409525

Þarna var fenginn lægst bjóðandi á EES svæðinu, ítalskur verktaki sem kann ekkert til verka hvað smíði á húsum í íslenskum aðstæðum varðar og auðvitað er verklýsing líklega ófullnægjandi.

En einnig er markmið um "svansvottaða" byggingu að ræða. Markmið smíðinnar hefur snúist um einhverja umhverfispólitík frekar en annað.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020 ... abyggingin

Veit ekki hvað maður þarf að borga aukalega í skatta útaf þessu rugli (er kópavogsbúi).


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf rapport » Sun 07. Apr 2024 20:30

Nokkru eftir að framkvæmdir hófust uppgötvuðust ýmsir gallar í verkinu, til dæmis mygla og raki í burðarvirki nýja skólans. Þá rifti Kópavogsbær samningi við ítalska fyrirtækið og tók yfir framkvæmdina


Þessi frétt er um gerðardóminn en ekki mygluna sem fannst þegar öllu var rift á sínum tíma. Held að bærinn hafi þannig tryggt myglulausan skóla.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 649
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf agnarkb » Sun 07. Apr 2024 20:39

Byggingarefnið sem er notað er líka orðið mikið vandamál. Timbur nú til dags má varla rétt blotna þá er það liggur við ónýtt.
Er í húsi frá 1947, fór í það að gera við hluta af þakinu fyrir um 2 árum, timbrið er að miklu leiti ennþá orginal timbur frá 1947, fyrir utan á nokkrum stöðum þar sem gert hafði verið við áður, á stöðum þar sem vatn gat safnast aðeins saman eða pollast smá í miklu slagviðri eins og við skotrennur og við skorsteina og svo við rennur og þess háttar. Auðvitað var það nýja timbrið sem þurfti að skipta út, orginal 47 timbrið var eins og nýtt.
Timbur nú til dags er allt of ungt, þetta eru úr trjám sem eru svona rétt farin að spíra þannig séð og bara gengur ekki hérna.
Svo auðvitað er margt miður með gluggafráganga og þessi della með flöt þök sem allir vilja nú til dags sem er ekki að hjálpa.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf Klemmi » Sun 07. Apr 2024 22:41

appel skrifaði:En einnig er markmið um "svansvottaða" byggingu að ræða. Markmið smíðinnar hefur snúist um einhverja umhverfispólitík frekar en annað.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020 ... abyggingin


Svansvottun bygginga er mikið meira en bara umhverfispólitík.

Hún tekur til innivistar, svo sem loftgæða, hljóðvistar, birtuskilyrða og fleira.

Eftir að hafa þurft að þola veikindi vegna myglu sem eiga líklega eftir að hafa mikil áhrif á mitt daglega líf það sem eftir er, þá þætti mér mjög gott að vita að þessi atriði væru í lagi í því húsnæði sem barnið mitt ætti að dvelja í löngum stundum hvern dag.

Er hér bara að commenta á að Svansvottun er að mínu mati af hinu góða. Ekki að verja framkvæmdina eða hvernig þessir hlutir hafa þróast að öðru leyti.



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf g0tlife » Sun 07. Apr 2024 23:05

Vann aðeins með þessu ítalska fyrirtæki. Þeir vissu ekkert um þessa Svansvottun og ekkert mátti kosta. Fór 4x á fund með þeim um sama málefnið en aldrei sami maðurinn á fundinum. Fyrst ítali, svo íslendingur sem hætti strax, þriðja skipti Mannvit þegar allt var komið í skrúfuna og svo annar ítali á fjórða fundi.

Þeir reyndar sögðu að það væri svo vel borgað hérna á Íslandi að þeir vildu taka þátt í fleiri útboðum.


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf Henjo » Sun 07. Apr 2024 23:22

Í bý í Kársnessinu og labbaði nánast daglega meðfram byggingarsvæðinu, man vel eftir mörgum palletum af steinull sem kom einn daginn, og var síðan geymd bara útí. í rigningu og öllu. Spurði einn vinnumanninn hvort það þyrfti ekki geyma þetta inni, why? spurði hann. Síðan núna síðasta haust fylgdist í með þegar þeir voru að rífa þetta allt út og það voru opnir ruslagámar fullir af ónýttu einangrunarefni. Síðan tala ég ekki um að öll byggingin var alltaf bara opin, ringndi og snjóaði inn allan sólahringinn. Maður hefði búist við að það væri best að loka sem mest með plasti eða eithv en greinilega ekki.

Maður spyr sig, er ekkert eftirlit? Væri ekki sniðugt af t.d. kópavogsbæ að hafa eftirlitsmann vinnandi á svæðinu sem væri að tryggja að þetta væri svona nokkurnveginn almenilega gert. Kannski reyna útskýra fyrir ítölum að þetta er ekki ítalia, það er rigning og rok hérna nánst alla daga.

Síðan líður varla dagur þar sem maður heyrir ekki um glænýja lekandi glugga um allann bæ. Hvernig er það, ég bý í gömlu húsi byggt 1950. Það eru rúður í húsinu sem eru allavega 30-40 ára gamlar ef ekki bara upprunalegar, með ekkert nema einfalda trélista í kringum sig og það hefur aldrei verið vesen. Er bara alltaf verið að reyna spara pening með þessu nýja dóti, eða hefur þetta alltaf verið svona og við erum bara með svona survival bias?
Síðast breytt af Henjo á Sun 07. Apr 2024 23:22, breytt samtals 1 sinni.




EinnNetturGaur
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf EinnNetturGaur » Sun 07. Apr 2024 23:35

appel skrifaði:Myglað húsnæði kársnesskóla var rifið og nýtt byggt í staðinn, dýrasta framkvæmd kópavogsbæjar, en nýja húsnæðið hefur reynst svo myglað einnig.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024 ... ola-409525

Þarna var fenginn lægst bjóðandi á EES svæðinu, ítalskur verktaki sem kann ekkert til verka hvað smíði á húsum í íslenskum aðstæðum varðar og auðvitað er verklýsing líklega ófullnægjandi.

En einnig er markmið um "svansvottaða" byggingu að ræða. Markmið smíðinnar hefur snúist um einhverja umhverfispólitík frekar en annað.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020 ... abyggingin

Veit ekki hvað maður þarf að borga aukalega í skatta útaf þessu rugli (er kópavogsbúi).


þetta vildi því miður þjóðin þegar ríkið lagði niður sér eftirlits stofnun innan mannvirkjastofnun sem gat svipt leyfi verktaka ef þeir skiluðu ekki nógu góðum húsum af sér!



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf rapport » Mán 08. Apr 2024 06:56

EinnNetturGaur skrifaði:
appel skrifaði:Myglað húsnæði kársnesskóla var rifið og nýtt byggt í staðinn, dýrasta framkvæmd kópavogsbæjar, en nýja húsnæðið hefur reynst svo myglað einnig.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024 ... ola-409525

Þarna var fenginn lægst bjóðandi á EES svæðinu, ítalskur verktaki sem kann ekkert til verka hvað smíði á húsum í íslenskum aðstæðum varðar og auðvitað er verklýsing líklega ófullnægjandi.

En einnig er markmið um "svansvottaða" byggingu að ræða. Markmið smíðinnar hefur snúist um einhverja umhverfispólitík frekar en annað.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020 ... abyggingin

Veit ekki hvað maður þarf að borga aukalega í skatta útaf þessu rugli (er kópavogsbúi).


þetta vildi því miður þjóðin þegar ríkið lagði niður sér eftirlits stofnun innan mannvirkjastofnun sem gat svipt leyfi verktaka ef þeir skiluðu ekki nógu góðum húsum af sér!


Þekki þetta smá, HMS fylgist með að allir iðnmeistarar og byggingarstjórar séu með virkt gæðakerfi með því að safna saman niðurstöðum virkniskoðana frá úttektaraðilum.

Eftrilit með framkvæmdum er svo hjá byggingarfulltrúa sem á að sinna stöðuskoðunum á framkvæmdartíma en einnig framkvæma lokaúttekt.

En það sem klikkar er að byggingarstjórinn sem á að vera sjálfstæður fulltrúi eiganda er nær alltaf starfsmaður verktakans sem er að byggja og jafnvel sá sem á að vera stýra framkvæmdinni.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf appel » Mán 08. Apr 2024 08:29

Áhugaverður punktur með timbur í dag, það er allt annað timbur en var notað fyrir 70+ árum síðan.
Í dag er notað hraðræktað timbur sem er eðlisléttara, vs það sem var notað fyrir kannski 100 árum síðan var frá gömlum trjám:


Svo spyr ég um þessa "svansvottun", hvernig tekur hún á því þegar mikið af byggarefni er hent því það er orðið ónýtt? Ekki umhverfisvænt það. Fær húsið að halda sínum græna stimpli?
Síðast breytt af appel á Mán 08. Apr 2024 08:30, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf Stuffz » Mán 08. Apr 2024 14:11

hmm.. Utanaðkomandi faktorar? :-k


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf Henjo » Mán 08. Apr 2024 16:02

appel skrifaði:Áhugaverður punktur með timbur í dag, það er allt annað timbur en var notað fyrir 70+ árum síðan.
Í dag er notað hraðræktað timbur sem er eðlisléttara, vs það sem var notað fyrir kannski 100 árum síðan var frá gömlum trjám:

Svo spyr ég um þessa "svansvottun", hvernig tekur hún á því þegar mikið af byggarefni er hent því það er orðið ónýtt? Ekki umhverfisvænt það. Fær húsið að halda sínum græna stimpli?


Yeaps og eitthv hlýtur það að aukast mengun, útblástur og allt það þegar byggingartíminn tvöfaldast því það þarf að gera allt tvisvar. Ef ég man rétt þá átti skólinn/leikskólinn sem þeir eru að byggja að opna sumarlok 2022. Eins og er núna, þá er öll byggingin ennþá plöstuð frá A til Ö.
Síðast breytt af Henjo á Mán 08. Apr 2024 16:02, breytt samtals 1 sinni.




EinnNetturGaur
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf EinnNetturGaur » Mán 08. Apr 2024 23:08

rapport skrifaði:
EinnNetturGaur skrifaði:
appel skrifaði:Myglað húsnæði kársnesskóla var rifið og nýtt byggt í staðinn, dýrasta framkvæmd kópavogsbæjar, en nýja húsnæðið hefur reynst svo myglað einnig.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024 ... ola-409525

Þarna var fenginn lægst bjóðandi á EES svæðinu, ítalskur verktaki sem kann ekkert til verka hvað smíði á húsum í íslenskum aðstæðum varðar og auðvitað er verklýsing líklega ófullnægjandi.

En einnig er markmið um "svansvottaða" byggingu að ræða. Markmið smíðinnar hefur snúist um einhverja umhverfispólitík frekar en annað.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2020 ... abyggingin

Veit ekki hvað maður þarf að borga aukalega í skatta útaf þessu rugli (er kópavogsbúi).


þetta vildi því miður þjóðin þegar ríkið lagði niður sér eftirlits stofnun innan mannvirkjastofnun sem gat svipt leyfi verktaka ef þeir skiluðu ekki nógu góðum húsum af sér!


Þekki þetta smá, HMS fylgist með að allir iðnmeistarar og byggingarstjórar séu með virkt gæðakerfi með því að safna saman niðurstöðum virkniskoðana frá úttektaraðilum.

Eftrilit með framkvæmdum er svo hjá byggingarfulltrúa sem á að sinna stöðuskoðunum á framkvæmdartíma en einnig framkvæma lokaúttekt.

En það sem klikkar er að byggingarstjórinn sem á að vera sjálfstæður fulltrúi eiganda er nær alltaf starfsmaður verktakans sem er að byggja og jafnvel sá sem á að vera stýra framkvæmdinni.


Þetta er einmitt orðið svona því miður, gæðastjórinn er alltaf með byggingastjóranum sem vinna saman undir sama verktaka, auðvitað mun gæðastjórinn ekki segja alltof mikið því það kostar að laga eftir sig svona tvíverknað ásamt gæðastjórar frá bæjarfélugunum eru hættir að skoða hús almennilega í dag sérstaklega teikningar samþykkja oft tómar teikningar.

Þegar þessi stofnun undir mannvirkjastofnun var lokað þá sögðu þeir að eftir 10 ár þá mun það gerast æ oftar að hús nýafhend og jafnvel í byggingu munu mynda myglu innan í sér, merkilegt nokk þá höfðu þau rétt fyrir sér.

you get what you pay for, verktakar í dag reyna sem mest að spara eins mikinn pening og þeir eru þess vegna er ekki lengur með 2 ára bið á steypunni svo steypan þorni, prufu þjappað sýnishorn frá steypuframleiðendum og flöt þök útum allt.




EinnNetturGaur
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 21. Maí 2018 12:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf EinnNetturGaur » Mán 08. Apr 2024 23:10

Henjo skrifaði:
appel skrifaði:Áhugaverður punktur með timbur í dag, það er allt annað timbur en var notað fyrir 70+ árum síðan.
Í dag er notað hraðræktað timbur sem er eðlisléttara, vs það sem var notað fyrir kannski 100 árum síðan var frá gömlum trjám:

Svo spyr ég um þessa "svansvottun", hvernig tekur hún á því þegar mikið af byggarefni er hent því það er orðið ónýtt? Ekki umhverfisvænt það. Fær húsið að halda sínum græna stimpli?


Yeaps og eitthv hlýtur það að aukast mengun, útblástur og allt það þegar byggingartíminn tvöfaldast því það þarf að gera allt tvisvar. Ef ég man rétt þá átti skólinn/leikskólinn sem þeir eru að byggja að opna sumarlok 2022. Eins og er núna, þá er öll byggingin ennþá plöstuð frá A til Ö.


Timburhús í dag þurfa að vera með plast eða einhverskonar hlíf yfir sér eins og er venjan í noregi og mig minnir færeyjum.



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf Stuffz » Mið 10. Apr 2024 00:28

Hverjir báru ábyrgð á niðurlagningu Rannsóknarstofnunar Byggingariðnaðarins?


Flokkur

Framsóknarflokkurinn B 1916 Sigurður Ingi Jóhannsson
Sjálfstæðisflokkurinn - hinn síðri D 1929 Bjarni Benediktsson*
Vinstrihreyfingin - grænt framboð V 1999 Katrín Jakobsdóttir
Samfylkingin S 2000 Kristrún Frostadóttir
Píratar P 2012 Formannslaust framboð
Viðreisn C 2016 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Flokkur Fólksins F 2016 Inga Sæland
Miðflokkurinn M 2017 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Húmanistaflokkurinn 1984-
Björt Framtíð 2012-
Alþýðufylkingin 2013-
Íslenska Þjóðfylkingin 2016-
Sósíalistaflokkur Íslands 2017-
Frelsisflokkurinn 2017-
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 2020-
Ábyrg framtíð 2021-

*„Sjálfstæðisflokkurinn“ getur einnig átt við Sjálfstæðisflokkinn stofnaðan 1907.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf rapport » Mið 10. Apr 2024 08:21

Stuffz skrifaði:Hverjir báru ábyrgð á niðurlagningu Rannsóknarstofnunar Byggingariðnaðarins?


Flokkur

Framsóknarflokkurinn B 1916 Sigurður Ingi Jóhannsson
Sjálfstæðisflokkurinn - hinn síðri D 1929 Bjarni Benediktsson*
Vinstrihreyfingin - grænt framboð V 1999 Katrín Jakobsdóttir
Samfylkingin S 2000 Kristrún Frostadóttir
Píratar P 2012 Formannslaust framboð
Viðreisn C 2016 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Flokkur Fólksins F 2016 Inga Sæland
Miðflokkurinn M 2017 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Húmanistaflokkurinn 1984-
Björt Framtíð 2012-
Alþýðufylkingin 2013-
Íslenska Þjóðfylkingin 2016-
Sósíalistaflokkur Íslands 2017-
Frelsisflokkurinn 2017-
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 2020-
Ábyrg framtíð 2021-

*„Sjálfstæðisflokkurinn“ getur einnig átt við Sjálfstæðisflokkinn stofnaðan 1907.


RB blöðin sem komu frá þeirri stofnun voru mörg en sárasjaldan uppfærð. Sannarlega merkileg vinna en það er eins og stofnunin hafi aflagt sjálfa sig löngu áður en það var gert formlega með því að hætta að framleiða virði fyrir markaðinn.

Framleiðslugeta RB sést best á ártölunum hér - https://hms.is/mannvirki/fr%C3%A6%C3%B0 ... al/rb-blod

Ég vann örstutt hjá HMS og upplifði sterkt hversu mikill metnaður er í þessum málefnum og man eftir vinnu sem vonandi er komin af stað um að kaupa þessa vinnu af einkaaðilum í gegnum gagnvirkt innkaupakerfi (það var ein hugmyndin).

Þá er Askur - mannvirkjarannsóknasjóður búinn að styðja beint við frumkvöðla og rannsóknir einkaaðila í stað þess að loka þessi verkefni inná ríkisstofnun - https://hms.is/mannvirki/askur

Gömlu RB blöðin á að yfirfæra og uppfæra í sérstöku verkefni en einnig er verið að endurskoða byggingareglugerðina og draga úr þessari gullhúðun sem er á EU regluverkinu. Man að hugmyndin var að styðjast sem mest við evrópustaðla en tiltaka betur og skýrar kröfur Íslands í "landsviðauka".

Þá er https://www.graennibyggd.is/ í mikilli samvinnu við HMS og deila aðstöðu.

Þessa stuttu stund sem ég var hjá HMS var ég að vinna að því að auka veg og vanda Mannvirkjaskrár á landsvísu og auðvitað reyna bæta tólin og gæða gagna líka. Mannvirkjaskráin sem verið er að þróa mun heldur betur styðja við aukin gæði og rekjanleika í mannvirkjagerð þar sem ábyrgð fagaðila verður mun skýrari og geta til raunverulegs eftirlits mun betri.

https://hms.is/frettir/hms-og-sveitarfe ... ingarmalum

Ein fyrsta afurð Mannvirkjaskrár er https://hms.is/maelabord-ibuda-i-byggingu

Ef ég væri t.d. að reyna að eignast mína fyrstu íbúð í dag þá mundi ég skoða þetta mælaborð, finna góða blokk í byggingu og fara tala við verktakann um að kaupa hana sem allra fyrst. Það er ákveðin áhætta en oft vantar smærri verktaka að sýna bankanum að þeir séu komnir með örugga kaupendur, jafnvel búnir að gera kaupsamninga.

En þó að það sé margt hægt að segja um HMS þá er mikið af virkilega góðu fólki þar, hugsjónarfólki sem ég vildi óska að gæti fengið örlítið meiri stuðning frá stjórnvöldum til að hrinda miklum samfélagsumbótum í framkvæmd.



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf Lexxinn » Mið 10. Apr 2024 12:36

Burt séð frá mörgum góðum punktum sem hafa komið fram hérna skilst mér að húsgögnin með mygluðum gróum hafi verið geymd í gámum og sett svo beint aftur inn í skólann. Þannig mygla sem hafði sest í húsgögn var bara tekin út og sett aftur inn. Í svona tilfellum þarf að brenna eða farga húsgögnum og kaupa allt nýtt. Eins og ofar hefur verið minst á var ódýrasta tilboði tekið og allt komið í skrúfuna. Uppihald hins almenna + sveitastjórnar á innviðum sem skipta almenning máli (skólar, leikskólar, sundlaugar, bókasöfn ofl) er allt niður rotið og aldrei fengið almennilegt viðhald. Hvaða sundlagarklefi hefur verið gerður upp?




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf Mossi__ » Mið 10. Apr 2024 12:54

Lexxinn skrifaði:Hvaða sundlagarklefi hefur verið gerður upp?


Kópavogslaug, grínlaust.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf Henjo » Mið 10. Apr 2024 13:58

Mossi__ skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Hvaða sundlagarklefi hefur verið gerður upp?


Kópavogslaug, grínlaust.


Hvaða klefar eru það? Það var gerð ný viðbygging kringum 2008 þar sem nýir klefar voru byggðir frá grunni.



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf Stuffz » Fim 11. Apr 2024 01:25

Svo hefur maður oft heyrt að ný hús "Andi Ekki" séu of þétt ólíkt eldri húsum, svo eitthverjir að þurrka þvott innandyra eða fara í sturtu eða sulla með vökva með lokaða glugga og rakinn fær ekki að sleppa út.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 11. Apr 2024 04:14

Stuffz skrifaði:Svo hefur maður oft heyrt að ný hús "Andi Ekki" séu of þétt ólíkt eldri húsum, svo eitthverjir að þurrka þvott innandyra eða fara í sturtu eða sulla með vökva með lokaða glugga og rakinn fær ekki að sleppa út.


Danir nota loftop (engar viftur í flestum tilfellum, oft samt vifta inn á baði fyrir sturtuna og rakan sem kemur af slíku) í húsum og blokkum hjá sér. Þetta er ekki gert á Íslandi ef einhverjum ástæðum. Það væri alveg hægt að hanna slíkt til þess að standast íslenskt rok en það er bara ekki gert.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf rapport » Fim 11. Apr 2024 09:18

jonfr1900 skrifaði:
Stuffz skrifaði:Svo hefur maður oft heyrt að ný hús "Andi Ekki" séu of þétt ólíkt eldri húsum, svo eitthverjir að þurrka þvott innandyra eða fara í sturtu eða sulla með vökva með lokaða glugga og rakinn fær ekki að sleppa út.


Danir nota loftop (engar viftur í flestum tilfellum, oft samt vifta inn á baði fyrir sturtuna og rakan sem kemur af slíku) í húsum og blokkum hjá sér. Þetta er ekki gert á Íslandi ef einhverjum ástæðum. Það væri alveg hægt að hanna slíkt til þess að standast íslenskt rok en það er bara ekki gert.


Það er sko til RB blað :-) - https://gamli.hms.is/media/9520/loftun- ... krofur.pdf

Vann þarna þegar þetta var: https://hms.is/frettir/askoranir-og-nyj ... ftraesingu

Þetta er eiginlega satt að einhverju leiti, á Íslandi er í byggingareglugerð að lfotun þurfi að vera næg en Íslendingar eru bara svo lítið í loftræsingu, nota ekki loftræstinguna tengda hitun, hitunin er sér element og svo loftræsingin annað = ef loftræsing er alltaf opin eða í botni þá er öllum hitanum mokað út og ofnanri fara á fullt til að halda í við orkutapið o.s.frv. o.s.frv.



Skjámynd

Stuffz
/dev/null
Póstar: 1339
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf Stuffz » Fim 18. Apr 2024 02:12

rapport skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Stuffz skrifaði:Svo hefur maður oft heyrt að ný hús "Andi Ekki" séu of þétt ólíkt eldri húsum, svo eitthverjir að þurrka þvott innandyra eða fara í sturtu eða sulla með vökva með lokaða glugga og rakinn fær ekki að sleppa út.


Danir nota loftop (engar viftur í flestum tilfellum, oft samt vifta inn á baði fyrir sturtuna og rakan sem kemur af slíku) í húsum og blokkum hjá sér. Þetta er ekki gert á Íslandi ef einhverjum ástæðum. Það væri alveg hægt að hanna slíkt til þess að standast íslenskt rok en það er bara ekki gert.


Það er sko til RB blað :-) - https://gamli.hms.is/media/9520/loftun- ... krofur.pdf

Vann þarna þegar þetta var: https://hms.is/frettir/askoranir-og-nyj ... ftraesingu

Þetta er eiginlega satt að einhverju leiti, á Íslandi er í byggingareglugerð að lfotun þurfi að vera næg en Íslendingar eru bara svo lítið í loftræsingu, nota ekki loftræstinguna tengda hitun, hitunin er sér element og svo loftræsingin annað = ef loftræsing er alltaf opin eða í botni þá er öllum hitanum mokað út og ofnanri fara á fullt til að halda í við orkutapið o.s.frv. o.s.frv.


Talandi um Dani o.s.f. ég fór á námskeið "Vernd og viðhald fasteigna" og m.a. kom fram að þegar fólk kaupir fasteiginir á hinum norðurlöndunum t.d. svíþjóð þá láta kaupandi og seljandi báðir framkvæma ástandsskoðun á eign, eitthvað sem er ekki gert nógu mikið hérlendis, þetta ætti nú bara að vera sett í lög hérna, þeir eru meira að segja með tryggingar til sölu þar en tryggingafélögin hérna heima eru víst of miklir aumingjar til að bjóða slíkt lol

tja nema hægt væri að láta TM gera það áður en það yfirgefur ríkiseigu.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 18. Apr 2024 02:41

Í Danmörku þarf einnig að kaupa tryggingu fyrir íbúðum eða húsum sem eru keypt ef einhverjir leyndir gallar leynast eftir kaupin. Þá hvort sem er innanhúss eða í lögnum utanhúss.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Úr myglu í myglu - kársnesskóli

Pósturaf rapport » Fim 18. Apr 2024 07:54

Trygging byggingaraðila, hönnuða og byggingarstjóra ætti líka að vera ótakmörkuð, ekki hámark 15 milljónir (eða hvað sem það er komið í í dag) og fólk ætti ekki að þurfa að standaí þessum endalausu kærum, bara tilkynna til tryggingafélagsins og fá tjónskoðun og svo bætur.

Þeir sem fúska þurfa þá að borga meira fyrir tryggingar og það er því þeirra að bæta sig svo að þetta kroppi ekki í hagnaðinn þeirra. Eins og þetta er í dag þá er þetta 100% aukakostnaður sem lendir á kaupendum en hefur allt of lítil áhrif á "gróðamaskínuna".