Vantar álit á uppfærslu pælingum

Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf Silly » Mán 08. Apr 2024 09:42

Sæl/ir

Ég er að skoða að uppfæra hjá mér vélina, fyrrir rétt um 2 árum fékk ég mér nýjan kassa, 850w psu, kælingu og 3080Ti skjákort. Ég leit á þetta sem part 1 af 2 að uppfæra tölvu dæmið mitt. Núna er mér farið að langa að taka part 2 af þessu.

    MSI Tomahawk Z930 móðurborð
    Intel i7 9700K örgjafi
    4x8GB=32GB DDR4 minni
    Palit RTX 3080Ti 12GB Skjákort
    Deepcool 850w DQ850-M-V2L aflgjafi
    Deepcool tölvukassi og viftur

Er núverandi með þetta setup fyrir ofan, mér langar að nota kassann og skjákortið og Samsung 990 ssd sem ég á sem beinagrind fyrir nýtt móðurborð. Semsagt kaupa, örgjörva, minni og móðurborð. Er síðan að skoða að kaupa auka kassa og ódýra psu og nota gamla dæmið sem plex server og gagnageymslu og kannski stream pc vél. Get keypt PSU ef það telst betra með nýju setup.

Mér langar að halda mig innan Intel línunnar, ég veit að margir eru á að AMD er betri pakki, en ég er pínu vanafastur :)

Var að skoða þetta tvennt hérna fyrir neðan frá Kísildal sem ég notaði sem grunn, verðin eru síðan um páskana gróflega. Ég hef góða reynslu af þeim svo ég byrja vanalega alltaf að skoða þar fyrst, ég er alveg tilbúin að borga aðeins meira fyrir gæði og góða þjónustu.

    Nr.1

    Gamemax GX-1250 Pro 1250W BK ATX3.0 aflgjafi - 34.500
    ASRock Z790 Steel Legend WiFi ATX Intel LGA1700 móðurborð - 59.500
    Intel i7-14700KF Raptor lake LGA1700 8P+12E kjarna örgjörvi - 69.500
    G.Skill 64GB (2x32GB) Ripjaws S5 6000MHz DDR5 - 49.500
    Deepcool LT720 vatnskæling - 32.500

    205.500
    234.000 með 14900K örranum

    Nr.2

    ASRock Z790 Taichi Lite ATX LGA1700 móðurborð - 82.500
    G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 RGB Black 6400MHz DDR5 - 54.500
    EK-Nucleus AIO CR360 Lux D-RGB vökvakæling - 42.500
    Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W - 64.500
    Intel i9-14900K Raptor lake LGA1700 8P+16E kjarna örgjörvi - 98.500

    342.500

Ég er týpan sem uppfæri að einhverju leiti, en oft 100% á 5+ ára fresti síðustu árin, ég hef verið að færa mig aðeins meira aftur í pc heiminn og þess vegna langar mér í betri hardware og fleiri cpu kjarna fyrir leiki, video vinnslu og allt mögulega bara.

Langar að halda mig ef ég get undir 350k, ódýrara er betra of course. Verðin þarna er hægt að laga ef aflgjafarnir sem ég valdi með þessu eru ekki þarfir.

Ég er líka vel opin fyrir ábendingum og hugmyndum frá ykkur, vaktin hefur alltaf reynt mér vel í gegnum árin.

Kv.
Síðast breytt af Silly á Mán 08. Apr 2024 09:43, breytt samtals 1 sinni.




TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf TheAdder » Mán 08. Apr 2024 09:49

Mig minnir að 14. kynslóðin hafi fengið sleggjudóma fyrir að vera marginal improvement á 13., þannig það gæti borgað sig að taka 13700KF í stað 14700KF, ef ég man rétt. Ég held að 850W aflgjafi eigi annars alveg að kljúfa þetta hjá þér, ættir ekki að þurfa stærri nema þér langi virkilega í stærri.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Langeygður
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 32
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf Langeygður » Mán 08. Apr 2024 16:25

Undantekningin á 13x00 línunni er 14700, fleyri kjarnar.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD


TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf TheAdder » Mán 08. Apr 2024 19:55

Langeygður skrifaði:Undantekningin á 13x00 línunni er 14700, fleyri kjarnar.

Nýtast þessir 4 auka e-kjarnar eitthvað í leikjum svona almennt?


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf Silly » Mán 08. Apr 2024 21:31

TheAdder skrifaði:Mig minnir að 14. kynslóðin hafi fengið sleggjudóma fyrir að vera marginal improvement á 13., þannig það gæti borgað sig að taka 13700KF í stað 14700KF, ef ég man rétt. Ég held að 850W aflgjafi eigi annars alveg að kljúfa þetta hjá þér, ættir ekki að þurfa stærri nema þér langi virkilega í stærri.


Já mér skildist að það væri þannig, en ef maður er annað borð að uppfæra þá vill maður oftast kaupa það nýjasta :-"



Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf Templar » Mán 08. Apr 2024 21:42

Nr. 2 flottur pakki, á eftir að endast lengi.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf Silly » Þri 09. Apr 2024 04:44

Templar skrifaði:Nr. 2 flottur pakki, á eftir að endast lengi.


Ég er frekar skotinn í honum, er að hugsa til nokkura ára eimmit.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 621
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf Dr3dinn » Þri 09. Apr 2024 09:11

Þarftu svona marga kjarna - grunar að pakki nr 1 sé alveg meira en nóg.

Eyða auka 60þ í móðurborð + psu, ég skil þessa pælingu en ég er ekki sannfærður um endurspeglun á eyðslu í framistöðu, meira næs to have en þörf.

Varðandi kælingar, ég hef farið þessar leiðir, ég get ekki mælt með "high end kæling" ef áætlunin er ekki að yfirklukka en spila eitthvað virkilega heavy.

Ef þetta er bara lausafé sem þarf að eyða þá gó wild, en ef þetta er sensitive eyðsla þá myndi ég cuta aðeins af þessu.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf Moldvarpan » Þri 09. Apr 2024 09:46

Ef þú átt hálfa milljón til að leika þér með, þá bara go for it.

En þetta er algjört overkill fyrir venjulega leikjaspilun eða myndvinnslu.

14700k setup er alveg nóg fyrir alla notkun.



Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf Silly » Þri 09. Apr 2024 11:56

Dr3dinn skrifaði:Þarftu svona marga kjarna - grunar að pakki nr 1 sé alveg meira en nóg.

Eyða auka 60þ í móðurborð + psu, ég skil þessa pælingu en ég er ekki sannfærður um endurspeglun á eyðslu í framistöðu, meira næs to have en þörf.

Varðandi kælingar, ég hef farið þessar leiðir, ég get ekki mælt með "high end kæling" ef áætlunin er ekki að yfirklukka en spila eitthvað virkilega heavy.

Ef þetta er bara lausafé sem þarf að eyða þá gó wild, en ef þetta er sensitive eyðsla þá myndi ég cuta aðeins af þessu.


Móðurborðið og psu er eitthvað sem ég greip bara á síðunni hjá Kísildal, en var ekki að velja. Væri fínt að fá t.d hugmyndir um ódýrari borð sem hentar sem fínt uppá nvme slots og pci-xpress tækni. Er aftur á móti alveg til að vera pínu overkill á cpu uppá hve lengi ég mun líklega nota hana. En annað er allt sveiganlegt, er ekki að reyna að eyða sem mestu eða slíkt. Alls enginn budget í slíkt. Er með 850w psu sem ég get notað svo þá sparast sá peningur sjálfkrafa.

Í sambandi við kælingu, þá hef ég aldrei verið með AIO eða aðra vatnskælingu, en mér langar í meira silent dæmi ef ég get. Konan yrði líklega sáttari þar sem tölvan er staðsett á heimilinu.



Skjámynd

Templar
Kerfisstjóri
Póstar: 1221
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 414
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf Templar » Þri 09. Apr 2024 12:25

Finn ekkert pro review á Gamermax PSU og myndi því klárlega halda mig við BeQuiet brandið, sá líka menn kvarta yfir hávaða frá GamerMax, viftan alltaf í gangi þeas.
CPUið er overkill en það er líka bara allt í lagi, held að það sé til einn 14900K notaður hérna á vaktinni.

Varðandi DeepCool vs. BeQuet AIO þá er ekki hægt að stýra hraðanum á pumpunni á DeepCool en það er hægt á BeQuiet, DeepCool kælir að því sögðu mjög vel en hljóð skpitir máli þá er BeQuet málið en þessar pumpur eru smáar og með háa tíðni sem getur alveg heyrst í.

Því meira sem maður eyðir því minna fær maður í value til baka en svoleiðis er það með öll innkaup og hvar menn setja mörkin vs. value/worth er einstaklingsbundið.
Myndi allan daginn fara í pakka 2 ef ég væri að kaupa til nokkurra ára, í það minnsta myndi ég setja BeQuet PSU í pakka nr.1 alltaf. Gætir skoðað með 1100W frá BeQuiet, dugar fínt í allt.
Síðast breytt af Templar á Þri 09. Apr 2024 12:58, breytt samtals 1 sinni.


--
|| Core Ultra 9 - Z890 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

Höfundur
Silly
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Sun 22. Jún 2003 12:18
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á uppfærslu pælingum

Pósturaf Silly » Þri 09. Apr 2024 13:39

Ef ég væri að hugsa til skemmri tíma og uppfærðri oftar þá myndi ég pottþétt hugsa öðruvísi, en ég fór úr 3770k í 9700k örgjörva og fór úr 1060 6gb korti í 3080Ti 12gb korti. Svo stökkin hjá mér eru aðeins til lengri tíma. Þess vegna er cpu ok að vera smá overkill ef það endist aðeins lengur.

Þannig er svona mínar pælingar, er sveigjanlegur á flest sem slíkt, bara að hugsa um eitthvað sem mun endast í nokkur ár í senn.