Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Skjámynd

Höfundur
litli_b
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf litli_b » Fim 04. Apr 2024 21:09

Ég hef verið að setja saman turn fyrir litla broðir minn. Ég var áður fyrr með i3-2100 í vélini, og þá virkaði allt fínt, en ég uppfærði það í 2500k. Þá hættir skjákortið að virka, eða allavega hættir að vera recognised af tölvuni. Kemur ekki upp í device manager eða neitt. Er búinn að skipta um pcie lanes biosið er nú þegar á nýjustu tegundini.
Speccar:
i5 2500k
r9 390x
16 gb ddr3
Asus Maximus IV gene-z
850w coolermaster psu
2x 240 gig ssd.
Ef einhver hefur einhverja hugmyndir yfir hvað gæti verið að valda þessu má endilega svara þessu, þar sem hvaða hjálp sem er hjálpar.



Skjámynd

beggi702
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mán 31. Maí 2010 01:31
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf beggi702 » Fim 04. Apr 2024 21:29

ertu búinn að athuga hvort kortið virki í annari vél ?




agust1337
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf agust1337 » Fim 04. Apr 2024 21:52

Tókstu gpu úr þegar þú uppfærðir cpu?
Ef svo:
1. Ertu viss um að það sé alveg 100% í pcie raufinni? Getur verið smá hnjask stundum
2. Tengdir þú kaplana aftur í gpu?

Stundum þarf að endurinstalla drivera fyrir gpu eftir að skipta um cpu, windows nær ekkert alltaf að gera það sjálfkrafa, prufaðu að gera clean install á driver og hentu út gömlum driverum með DDU
Síðast breytt af agust1337 á Fim 04. Apr 2024 21:52, breytt samtals 1 sinni.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

Höfundur
litli_b
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf litli_b » Fim 04. Apr 2024 22:07

agust1337 skrifaði:Tókstu gpu úr þegar þú uppfærðir cpu?
Ef svo:
1. Ertu viss um að það sé alveg 100% í pcie raufinni? Getur verið smá hnjask stundum
2. Tengdir þú kaplana aftur í gpu?

Stundum þarf að endurinstalla drivera fyrir gpu eftir að skipta um cpu, windows nær ekkert alltaf að gera það sjálfkrafa, prufaðu að gera clean install á driver og hentu út gömlum driverum með DDU


Gpu'ið var í raufinni á meðan ég skipti um cpu, og ég er búinn að endursetja það og fikta í snúrunum. Er búinn að setja þær í bæði pcie 16x og 8x slot. Reyndar má nefna að áður en ég skipti um cpu virkaði gpu'ið bara í 8x slottinu, en núna virkar það í hvorugu.

En hvernig myndi ég gera þetta með driverana? Ég var búinn að downloada drivers beint frá amd, hvar get ég eytt þeim?
Síðast breytt af litli_b á Fim 04. Apr 2024 22:10, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
litli_b
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf litli_b » Fim 04. Apr 2024 22:09

beggi702 skrifaði:ertu búinn að athuga hvort kortið virki í annari vél ?

Get ekki gert það, en ég er alveg handviss um að kortið virki ennþá. Ekkert hefur gerst sem ætti að hafa drepið það. Annars get ég prófað annað kort í tölvuni, væri það gott að prófa?




gunni91
Vaktari
Póstar: 2990
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf gunni91 » Fim 04. Apr 2024 22:54

Ertu búinn að prufa resetta bios?

Kannski er bara kveikt á Integrated gpu á örgjörvanum í bios og því detectar móðurborðið ekki skjákortið.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2556
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf Moldvarpan » Fös 05. Apr 2024 07:02

Ef kortið er í lagi, þá getur þetta bara í raun verið tvennt.

BIOS stillingar eða fær ekki nægt rafmagn(situr illa í slotinu eða kaplar illa/rangt tengdir).




TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf TheAdder » Fös 05. Apr 2024 08:46

Ef kortið virkaði bara í x8 raufinni áður, og aftur vandamál með nýjan cpu, þá myndi ég athuga hvort það eru skemmdir pinnar á móðurborðinu.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
litli_b
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf litli_b » Fös 05. Apr 2024 11:52

gunni91 skrifaði:Ertu búinn að prufa resetta bios?

Kannski er bara kveikt á Integrated gpu á örgjörvanum í bios og því detectar móðurborðið ekki skjákortið.

Meinaru þá að cleara cmos? Ég hef reynt það nokkrum sinnum, þar sem það er clear cmos takki á móðurborðinu.



Skjámynd

Höfundur
litli_b
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf litli_b » Fös 05. Apr 2024 11:52

Moldvarpan skrifaði:Ef kortið er í lagi, þá getur þetta bara í raun verið tvennt.

BIOS stillingar eða fær ekki nægt rafmagn(situr illa í slotinu eða kaplar illa/rangt tengdir).

Ég get skoðað þessar stillingar eitthvað, en annars er ég ekki alveg viss hvaða stillingar það myndu vera



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf worghal » Fös 05. Apr 2024 12:13

litli_b skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Ef kortið er í lagi, þá getur þetta bara í raun verið tvennt.

BIOS stillingar eða fær ekki nægt rafmagn(situr illa í slotinu eða kaplar illa/rangt tengdir).

Ég get skoðað þessar stillingar eitthvað, en annars er ég ekki alveg viss hvaða stillingar það myndu vera

mundi skoða hvort bios sé stilltur á að gefa innbyggða skjákortinu priority og jafnvel hvort það sé slökkt á pci-e rásum.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2556
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf Moldvarpan » Fös 05. Apr 2024 12:37

Jamm. Svo tekur 2500k örgjörvinn meira rafmagn en hinn. Er ekki örugglega bæði power plugin í móðurborðinu frá aflgjafa?

Og rétt tengt skjákortið?, Power kaplar eiga til að svissast, misjafnt eftir framleiðendum hversu vel merkt það er.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf gnarr » Fös 05. Apr 2024 12:49

Það er mjög líklegt að örgjörvinn sé ekki að ná réttu contacti.
Mögulega beygluðust pinnar í socket'inu þegar þú varst að skipta eða þá að þú þurfir bara að reseat'a örgjörvann til þess að hann nái betra contacti.

Taktu örgjörvan úr tölvunni og athugaðu hvort þú sjáir beyglaðan pinna í socket'inu. Ef þú sérð beyglaðan pinna, ekki fara beint í að reyna að rétta hann, heldur taktu mynd og settu hingað inn. Við getum svo hjálpað þér að finna guide til þess að reyna að laga það.

Ef þú sérð engann beyglaðan pinna, settu þá örgjörvan aftur í og vonandi dugar það til þess að leysa vandamálið.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
litli_b
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf litli_b » Lau 06. Apr 2024 18:57

Update
Örgjörvinn er í lagi, psu'ið er í lagi, gpu'ið er í lagi og pcie slotin eru í lagi. Ég henti gt 1030 korti inn í og það virkaði, henti inn Hd 6870 korti sem hefur virkað áður en það virkaði ekki núna. Ég held að þetta hefur eitthvað að gera með power tenginn, en ég hef látið einmitt þessa tölvu virka á 650 watta psu (Sem ég hef ekki lengur). Ég barasta skil ekki hvernig þetta er að gerast



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2556
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf Moldvarpan » Lau 06. Apr 2024 20:59

Geturu prufað annan psu við tölvuna?

Grunar að hann sé kaput. Þótt hann nái að ræsa tölvuna með lámarks íhluti, þá getur hann verið orðinn slappur og hættur að virka rétt.




Zensi
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Mán 10. Apr 2023 00:22
Reputation: 1
Staða: Tengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf Zensi » Lau 06. Apr 2024 21:20

Þetta virðist vera þekkt vandamál með þessi móðurborð og ákveðin skjákort, sjá t.d.:

https://rog-forum.asus.com/t5/other-motherboards/maximus-iv-gene-z-video-card-problem/td-p/195521

Líklega eitthvað conflict við chipset og ekki nægilega vel forritaður BIOS af Asus.

Það er talað um að setja ekki upp driver fyrir Intel iGPU og setja upp eitthvað app sem kemur í veg fyrir að PCI-e skjákortið fari í Idle/low power mode sem eitthvað workaround.

En þetta er líklega eitthvað sem verður aldrei til friðs. Gömlu chipsettin með SLI/Crossfire support gátu verið hrikalega tempermental útaf furðulegustu ástæðum




Bioeight
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt cpu Install og gpu neitar að virka

Pósturaf Bioeight » Lau 06. Apr 2024 21:55

litli_b skrifaði:
agust1337 skrifaði:Tókstu gpu úr þegar þú uppfærðir cpu?
Ef svo:
1. Ertu viss um að það sé alveg 100% í pcie raufinni? Getur verið smá hnjask stundum
2. Tengdir þú kaplana aftur í gpu?

Stundum þarf að endurinstalla drivera fyrir gpu eftir að skipta um cpu, windows nær ekkert alltaf að gera það sjálfkrafa, prufaðu að gera clean install á driver og hentu út gömlum driverum með DDU


Gpu'ið var í raufinni á meðan ég skipti um cpu, og ég er búinn að endursetja það og fikta í snúrunum. Er búinn að setja þær í bæði pcie 16x og 8x slot. Reyndar má nefna að áður en ég skipti um cpu virkaði gpu'ið bara í 8x slottinu, en núna virkar það í hvorugu.

En hvernig myndi ég gera þetta með driverana? Ég var búinn að downloada drivers beint frá amd, hvar get ég eytt þeim?


DDU er Display Driver Uninstaller - https://www.guru3d.com/download/display ... -download/ - prófaðu að nota það

Annars er það sem mér dettur í hug:
1. Psu vandamál
2. BIOS setting vandamál
3. Windows eða driver vandamál
4. Eitthvað vitlaust gert
5. Eitthvað bilað
6. Lucid virtu?

Hjálplegt? Ég veit það ekki.


Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3