Efnahagskreppa á Íslandi 2024
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Þetta eru ekkert góðar fréttir sem koma í dag. Þessi breyting á sölu bíla bendir sterklega til þess að efnahagskreppa sé hafin á Íslandi.
Hrun í öllum tölum varðandi skráningu nýrra bíla (Rúv.is)
Það er bara spurning hvaða hluti af efnahagnum fer næst.
Hrun í öllum tölum varðandi skráningu nýrra bíla (Rúv.is)
Það er bara spurning hvaða hluti af efnahagnum fer næst.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1177
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Er hægt að taka mark á þessu þegar vextir eru svona háir og voru svona lágir fyrir ? Ég þarf að skipta um einn bíl en geri það ekki fyrr en vextir lækka. Flest allir í kringum mig eru að halda að sér og bíða. Sama saga er í vinnunni hjá mér. Okkur vantar þrjá nýja bíla en erum bara að bíða. Ég held að stór hluti íslendinga sé ekki í mjög slæmum málum heldur sé að spara.
Ef vestir lækka t.d. um 2%-3% þá munum við sjá mikla breytingu á eyðslu innanlands. Þá hættir vöruverð að hækka því öll þessi fyrirtæki eru líka með lán og með hverri hækkun færa þeir það út í verðlagið (mín skoðun).
Ef vestir lækka t.d. um 2%-3% þá munum við sjá mikla breytingu á eyðslu innanlands. Þá hættir vöruverð að hækka því öll þessi fyrirtæki eru líka með lán og með hverri hækkun færa þeir það út í verðlagið (mín skoðun).
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Er þetta ekki bara þessi vegferð gegn einkabílnum sem hefur staðið yfir í tugi ára farin að bíta ?
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Eða...það var hætt að niðurgreiða rafbíla um áramótin og allir búnir að kaupa sem ætluðu sér. Allar bílasölur eru troðnar af bílum.
En auðvitað er kreppa að koma. Heilt þorp fór í eiði, það er styrjöld í gangi og á Íslandi er engin fyrirhyggja og ekkert plan.
Það er meira að segja verið að reyna að ríkisvæða tryggingarfélög s.s. einkavinavæða arð af ríkisbankanum í stað þess að greiða ríkinu arðinn.
Ítrekaðir samrunar í stað beinnar samkeppni, uppsagnir og óákveðni... sbr. að ríkið ætli ekki að fjármagna byggingu 10.000 íbúða til að mæta þörf, þó ekki væri nema vegna Grindavíkur.
Ákvarðabafælni og þögn... enginn dugur eða þor í pólitíkinni eða efnahagslífinu. Kreppa er yfirvofandi ef ekkert verður gert.
En auðvitað er kreppa að koma. Heilt þorp fór í eiði, það er styrjöld í gangi og á Íslandi er engin fyrirhyggja og ekkert plan.
Það er meira að segja verið að reyna að ríkisvæða tryggingarfélög s.s. einkavinavæða arð af ríkisbankanum í stað þess að greiða ríkinu arðinn.
Ítrekaðir samrunar í stað beinnar samkeppni, uppsagnir og óákveðni... sbr. að ríkið ætli ekki að fjármagna byggingu 10.000 íbúða til að mæta þörf, þó ekki væri nema vegna Grindavíkur.
Ákvarðabafælni og þögn... enginn dugur eða þor í pólitíkinni eða efnahagslífinu. Kreppa er yfirvofandi ef ekkert verður gert.
Síðast breytt af rapport á Mán 01. Apr 2024 19:55, breytt samtals 1 sinni.
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
jonsig skrifaði:Er þetta ekki bara þessi vegferð gegn einkabílnum sem hefur staðið yfir í tugi ára farin að bíta ?
Einkabílinn að tapa fyrir lélegasta strætókerfi evrópu og íslenska veðurfarinu. Vel gert bíllaus lífstíll!
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
-
- Besserwisser
- Póstar: 3168
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
jonfr1900 skrifaði:Þetta eru ekkert góðar fréttir sem koma í dag. Þessi breyting á sölu bíla bendir sterklega til þess að efnahagskreppa sé hafin á Íslandi.
Hrun í öllum tölum varðandi skráningu nýrra bíla (Rúv.is)
Það er bara spurning hvaða hluti af efnahagnum fer næst.
Ég held að þú hefðir gott af því að létta hugann.
Það var gífurleg pressa að kaupa bíl í fyrra, sérstaklega rafmangsbíl, því "afslátturinn hættir um áramótin!!!". Nánast önnur hver auglýsing síðasta hálfa árið var frá bílasölum. Þekki nokkra sem létu undan pressu og keyptu glænýja bíla á bílaláni.
Staðan í dag er sú að þú færð Teslu á sama verði og KIA bíla jafnvel ódýrari en fyrir áramót Ég hugsaði að maður gæti kannski gert góð kaup í ár eða á næsta ári á notuðum bílum, og einmitt það sem sé kannski frekar að seljast en nýjir.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
GullMoli skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Þetta eru ekkert góðar fréttir sem koma í dag. Þessi breyting á sölu bíla bendir sterklega til þess að efnahagskreppa sé hafin á Íslandi.
Hrun í öllum tölum varðandi skráningu nýrra bíla (Rúv.is)
Það er bara spurning hvaða hluti af efnahagnum fer næst.
Ég held að þú hefðir gott af því að létta hugann.
Það var gífurleg pressa að kaupa bíl í fyrra, sérstaklega rafmangsbíl, því "afslátturinn hættir um áramótin!!!". Nánast önnur hver auglýsing síðasta hálfa árið var frá bílasölum. Þekki nokkra sem létu undan pressu og keyptu glænýja bíla á bílaláni.
Staðan í dag er sú að þú færð Teslu á sama verði og KIA bíla jafnvel ódýrari en fyrir áramót Ég hugsaði að maður gæti kannski gert góð kaup í ár eða á næsta ári á notuðum bílum, og einmitt það sem sé kannski frekar að seljast en nýjir.
Raunveruleikinn er að svona efnahagskreppur sjást fyrst í hlutum efnahagsins sem bregðast hratt við. Þar að auki, þá hafa stjórnlausar hækkanir á öllu ekki lagað stöðu mála á Íslandi, ásamt háum vöxtum og verðtryggingu í hagkerfinu sem er gjörsamlega að senda allt í tómt rugl.
Það er einnig farið að draga úr fjölda ferðmanna á Íslandi og eftir efnahagshrunið árið 2008. Þá var efnahagur Íslands allur byggður upp í kringum það að fá ferðmenn til Íslands með tilheyrandi gjaldeyri. Gallinn er að það virkar ekki endalaust og sum ár verða alltaf verri en önnur.
-
- Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 474
- Staða: Ótengdur
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Er sammála öðrum sem hafa tjáð sig, fólk keypti mikið rafbíla áður en þessi ívilnun datt út, svo eru aðrir sem halda aftur að sér útaf óhagstæðum lánskjörum. Það sé aðallega sem er að valda þessum samdrætti, frekar en efnahagskreppa.
Við erum að glíma við verðbólgu, og þess vegna vildi seðlabankinn halda óbreyttum stýrivöxtum, til að láta fólk halda áfram að halda aftur af sér.
Koma verðbólgunni niður og þá verður partý aftur.
Við erum að glíma við verðbólgu, og þess vegna vildi seðlabankinn halda óbreyttum stýrivöxtum, til að láta fólk halda áfram að halda aftur af sér.
Koma verðbólgunni niður og þá verður partý aftur.
-
- Kóngur
- Póstar: 6376
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 459
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
mér finnst kaup nýrra bíla vera lélegur mælikvarði fyrir kreppu, frekar ætti að skoða aðra hluti eins og ferðir erlendis og aðra einkaneyslu.
Þetta með bílana er mjög skyljanlegt þegar það nánast meikar ekki sense að kaupa neitt nýtt núna nema rafmagnsbíla og það er nógu dýrt nú þegar ef þú vilt góðann bíl og er ekki gerlegt fyrir alla, sérstaklega þegar þarf að huga að uppseettningu hleðslustöðva.
Allir þeir sem eiga efni á nýjum bílum eru svo gott sem búnir að kaupa þá og gerðu fyrir áramót þegar afslátturinn var.
núna er max 900k styrkur.
Þetta með bílana er mjög skyljanlegt þegar það nánast meikar ekki sense að kaupa neitt nýtt núna nema rafmagnsbíla og það er nógu dýrt nú þegar ef þú vilt góðann bíl og er ekki gerlegt fyrir alla, sérstaklega þegar þarf að huga að uppseettningu hleðslustöðva.
Allir þeir sem eiga efni á nýjum bílum eru svo gott sem búnir að kaupa þá og gerðu fyrir áramót þegar afslátturinn var.
núna er max 900k styrkur.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Frekar lélegt minnið hjá mönnum hérna. Skattaívilnanir á rafbílum voru afnumdar um áramótin, margir höfðu keypt sér nýjan bíl áður en það gerðist, enda sést það á tölunum í fréttinni að bílasala 2023 var mikil. Það er ekki nein undrun að bílasala dragist saman eftir að skattaívilnanir falla niður. Ekkert efnahagshrun eða kreppa eða neitt slíkt, bara dæmigert íslenskt örhagkerfi.
*-*
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1700
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 37
- Staða: Ótengdur
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Miðað við þessa frétt þá virðist vera bullandi uppgangur í mörgum fyrirtækjum þannig að þrátt fyrir verðbólgu og minnkandi bílasölu (sem hefur eðlilegar skýringar eins og minnst hefur verið á) er varla hægt að tala um efnahagskreppu, en þá. Gefum þessari bólu nokkur ár í viðbót.
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Ástandið er þannig að það er blússandi gangur hjá þeim sum þurfa ekki að taka lán, amk íslensk lán. Kranavísitalan virðist ver í hæstu hæðum, varla eru þeir aðiliar að taka lán á 10-20%+ vöxtum. Kannski einhver af 250 fyrirtækjunum sem gera upp í evrum eða dollurum. Handstýrð aðför að almenningi í gangi.
Síðast breytt af Hauxon á Mið 03. Apr 2024 15:35, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Hauxon skrifaði:Ástandið er þannig að það er blússandi gangur hjá þeim sum þurfa ekki að taka lán, amk íslensk lán. Kranavísitalan virðist ver í hæstu hæðum, varla eru þeir aðiliar að taka lán á 10-20%+ vöxtum. Kannski einhver af 250 fyrirtækjunum sem gera upp í evrum eða dollurum. Handstýrð aðför að almenningi í gangi.
Kranavísitalan hefur heldur betur dregist saman.
Skoðaðu mælaborð íbúða í byggingu hjá HMS, það fækkar og fækkar íbúðum í byggingu, þær voru vel yfir 8.000 fyrir skemmstu.
https://hms.is/maelabord-ibuda-i-byggingu
-
- Besserwisser
- Póstar: 3168
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Það verður pottþétt hrun á markaðnum einn daginn það er alveg vitað. Hins vegar getur enginn spáð fyrir það með vissu hvenær það verður.
Kóngurinn þinn Michael Burry í myndinni the Big short sem þú ert greinilega undir miklum áhrifum frá hefur verið að spá fyrir markaðs hruni á mörgum vígstöðum og haft rangt fyrir sér nokkrum sinnum. Á endanum gæti hann haft aftur rétt fyrir sér því hann hefur giskað nógu oft að hrun eigi eftir að eiga sér stað.
https://www.dailymail.co.uk/news/article-12413533/michael-burry-predictions-crash.html
Kóngurinn þinn Michael Burry í myndinni the Big short sem þú ert greinilega undir miklum áhrifum frá hefur verið að spá fyrir markaðs hruni á mörgum vígstöðum og haft rangt fyrir sér nokkrum sinnum. Á endanum gæti hann haft aftur rétt fyrir sér því hann hefur giskað nógu oft að hrun eigi eftir að eiga sér stað.
https://www.dailymail.co.uk/news/article-12413533/michael-burry-predictions-crash.html
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 07. Apr 2024 09:31, breytt samtals 1 sinni.
Just do IT
√
√
Re: Efnahagskreppa á Íslandi 2024
Hjaltiatla skrifaði:Það verður pottþétt hrun á markaðnum einn daginn það er alveg vitað. Hins vegar getur enginn spáð fyrir það með vissu hvenær það verður.
Kóngurinn þinn Michael Burry í myndinni the Big short sem þú ert greinilega undir miklum áhrifum frá hefur verið að spá fyrir markaðs hruni á mörgum vígstöðum og haft rangt fyrir sér nokkrum sinnum. Á endanum gæti hann haft aftur rétt fyrir sér því hann hefur giskað nógu oft að hrun eigi eftir að eiga sér stað.
https://www.dailymail.co.uk/news/article-12413533/michael-burry-predictions-crash.html
Frá c.a. 2004 þegar 90% lánin voru leyfð og gamla húsbréfakerfið var afnumið og bankarnir fóru að lána til húsnæðiskaupa þá hefur það gerst að fólk með mikið af peningum er búið að kaupa upp markaðinn og skapa skort.
Ef markmiðið er að sem flestir geti átt húsnæði þá þarf að hvetja leigusala til að selja, það má ekki vera óheft gróðamaskína að leigja út íbúðarhúsnæði. Það þarf að setja markaðinum skorður og það þarf að gerast hægt og ákveðið á c.a. 10-20 árum.
Af hverju á svona löngum tíma?
Af því að í 20 ár hefur verð verið að hækka og það hefur hækkað nokkuð hratt. Til að lækkunin stuði ekki almenning í landinu þá þarf lækkunin að vera öðruvísi en "bóla að springa".
Einfaldasta leiðin til að tryggja þetta er að gera kröfu á leigusala um að eiga a.m.k. 25% eða 20 milljónir í eigninni (hvort sem er lægra) sem hann er að leigja út, en að lágmarki 10 miljónir.
Ástæðan á bakvið slíka kröfu er einfaldlega til að skapa öryggi fyrir leigjandann, að hann sé ekki að fara flytja inn í íbúð sem fer svo á sölu eftir fjóra mánuði. Líka að eigandinn hafi sannarlega burði til að standa í viðhaldi og endurbótum á eigninni og geti fjármagnað það og dreift inn í leiguna t.d. næstu þrjú árin... og aftur = skapað öryggi og þægindi fyrir leigjandann.
Þetta kæmi líka í veg fyrir að einhverjar holur væru í útleigu.
EDIT: Það væri í raun stórsniðugt að bæði leigusali og leigjandi legðu fram tryggingu. Ef leigusali stendur sig ekki og það þarf að tæma íbúðina eða það þarf að ráðast í neyðarframkvæmdir svo að íbúðin sé íbúðahæf, þá geti leigjandi gengið á trygginguna (eða farið í slíkar framkvæmdir og haldið eftir leigunni) OG það yrði tryggt að leigusalinn geti ekki refsað honum fyrir það.
Síðast breytt af rapport á Mið 10. Apr 2024 08:00, breytt samtals 1 sinni.