Uppfæra skjá


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Uppfæra skjá

Pósturaf falcon1 » Mið 20. Mar 2024 11:03

Ég er með ASUS ProArt (Asus PA246) sem er frá 2011-2012 þannig að komin til ára sinna en hefur virkað vel hingað til. Hann er með IPS tækninni sem var talinn best fyrir myndvinnslu á þeim tíma sem ég keypti skjáinn.

Mig langar til þess að vita hvort hann sé ekki orðin frekar úreltur og kannski kominn tími á að nota hann sem skjá nr. 2 en ekki aðalskjá fyrir myndvinnsluna. Hvað er eiginlega best í dag ef maður er mikið í ljósmyndun og að færa sig í 4k og jafnvel 8k vídeóvinnslu?




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf falcon1 » Mán 25. Mar 2024 16:38

Er engin sem hefur eitthvað að segja? :)



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf appel » Mán 25. Mar 2024 17:43

Það eru þrjár panel-tegundir í boði fyrir tölvuskjái, IPS, VA-LED, TN.
Ég myndi alltaf velja IPS skjá, lang þægilegast fyrir vinnu við tölvu.
VA LED er ásættanlegt fyrir einhvern sem er eiginlega eingöngu í afþreyingu, leikjum og vídjó.
TN eiginlega bara fyrir CSGO nördinn sem vill 500 fps.
Svo eru náttúrulega komnir tölvuskjáir með HDR supporti, þannig að ég myndi skoða það þar sem þú ert í vídjó vinnslu. Veit ekki með 8K, held það sé ekki mikið um framboð á þannig tölvuskjám.


Fjórði valmöguleikinn er að kaupa þér OLED sjónvarp (t.d. LG OLED 42"). En myndi reyna fá að prófa þannig fyrst (reyndar skilaréttur rúmur hjá verslunum). Ég hata svona glossy panel einsog á OLED sjónvörpum og gæti ekki notað sem tölvuskjá þessvegna, en sumir hafa framleitt OLED tæki með matte anti-glare filmu. Svo þarftu að lifa við burn-in risk.


Ef ég væri að taka ákvörðun í dag fyrir sjálfan mig þá væri ég doldið að skoða bara að nota 42" OLED tv, það er 10bita panell, HDR, 120hz, 4K... líklega er hægt að kaupa anti-glare filmu sérstaklega. Reyndar til þannig OLED skjáir, einsog:
https://rog.asus.com/monitors/above-34- ... 2uq-model/


Er persónulega með 43" Dell IPS skjá (16:9) og myndi ekki vilja fara niður í eitthvað einsog 34-32" hvað þá 27".


*-*

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf Gunnar » Mán 25. Mar 2024 17:46

nú veit ég lítið um myndvinnslu en myndi ekki stærri skjár vera betra?
32 eða 34" ultrawidescreen?

annars er þessi skráður sem myndvinnsluskjár :wtf

https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/To ... 521.action



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf appel » Mán 25. Mar 2024 17:57

kannski nefna budget og lágmarksskröfur.


*-*


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf falcon1 » Mán 25. Mar 2024 18:32

Budget: Helst ekki meira en 100k
Kröfur: Góð og nákvæm litaupplausn og sem best gæði á 4k myndböndum

Ég sit frekar nálægt skjánum þannig að líklega borgar sig ekki að fara í stærra en max 30 tommur.
Síðast breytt af falcon1 á Mán 25. Mar 2024 18:34, breytt samtals 1 sinni.




Zensi
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mán 10. Apr 2023 00:22
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf Zensi » Mán 25. Mar 2024 19:48

Get eindregið mælt með þessum IPS skjá:

https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... zx_34.html

Var með svona á borðinu hjá mér í tæp 2 ár og litirnir, skerpan og birtan í honum er 100% (LG Nano panell)
Þurfti ekkert calibration og sé enn mikið eftir því að hafa selt hann þar sem þetta var besti all-rounder skjár sem ég hef átt :/

Fékk hann notaðann (Grade-A return) hjá Bhphoto hingað kominn á 108 þúsund á sínum tíma, veit að Acer Europe eru oft með hann á lager í refurb á kannski 500-550 USD



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf appel » Mán 25. Mar 2024 20:02

Curved eða Flat?

Sé að margir IPS skjáir eru orðnir helvíti hraðir í uppfærlustíðni, mörg hundruð hz. Átta mig ekki á hvort það komi eitthvað niður á öðrum eiginleikum einsog myndgæðum.

Hvað tölvuskjái varðar þá er ég persónulega tilbúinn að borga meira fyrir tölvuskjáinn heldur en fyrir tölvuna sjálfa. Hef aldrei skilið menn sem eru með kannski PC vél upp á 500 þús kr og kaupa sér tölvuskjá fyrir 50-60 þús. Í mínum huga meikar sense að eyða svona 200-250 þús í skjá og 150-200 þús í tölvu, góður og stór skjár gjörbreytir upplifun og notkun á tölvunni. En þetta er persónubundin skoðun.

Þú ættir að geta fundið fínan IPS skjá fyrir 100 þús.

https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/To ... 430.action
https://tolvutek.is/Leikjadeild-Tolvute ... 413.action

Svo er alltaf hægt að gera góð kaupa á notuðum skjá. Ég keypti notaðan fyrir 4 árum síðan og get ekki verið ánægðari.
Síðast breytt af appel á Mán 25. Mar 2024 20:04, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf falcon1 » Mán 25. Mar 2024 21:41

Ég myndi vilja flatan skjá, ég er ekki alveg að fatta þessa sveigju-skjái. :)

Það er alveg satt að skjárinn skiptir miklu varðandi upplifun og slíkt af tölvunotkuninni, þessi skjár sem ég er með núna var t.d. rándýr á sínum tíma en er "einungis" full hd og maður nær auðvitað ekki að upplifa 4k efni eins vel og ef maður væri með skjá sem væri hannaður fyrir 4k.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf appel » Mán 25. Mar 2024 22:48

falcon1 skrifaði:Ég myndi vilja flatan skjá, ég er ekki alveg að fatta þessa sveigju-skjái. :)

Það er alveg satt að skjárinn skiptir miklu varðandi upplifun og slíkt af tölvunotkuninni, þessi skjár sem ég er með núna var t.d. rándýr á sínum tíma en er "einungis" full hd og maður nær auðvitað ekki að upplifa 4k efni eins vel og ef maður væri með skjá sem væri hannaður fyrir 4k.

Seeing is believing. Best að sjá þetta með eigin augum, fara og skoða auðvitað.
Svolítil brögð samt á því hve auðvelt er að prófa í Windows viðmóti því margir tölvuskjáir í verslunum eru samtengdir einhverju vídjó demoi einsog um sjónvörp sé að ræða, ..... einsog það sé nóg til að taka ákvörðun um kaup á tölvuskjá fyrir tölvuvinnslu.
Síðast breytt af appel á Mán 25. Mar 2024 22:49, breytt samtals 1 sinni.


*-*


fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf fhrafnsson » Sun 07. Apr 2024 10:04

Hefur einhver reynslu af þessum OLED skjám? Er að skoða þennan t.d.: https://www.computer.is/is/product/skjar-samsung-34-3440x1440-175hz-0-1ms-oled en er hræddur við burn-in.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf rapport » Sun 07. Apr 2024 14:48

Bara ekkert minna en 27" og 2560*1440...

Er að upplifa það núna að ég mundi græða mest á að uppfæra gardínurnar mínar en ekki skjáina.. fokking sól endalaust.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf falcon1 » Fös 12. Apr 2024 21:37

rapport skrifaði:Er að upplifa það núna að ég mundi græða mest á að uppfæra gardínurnar mínar en ekki skjáina.. fokking sól endalaust.

Elska myrkvunargardínurnar mínar. ;) :D



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Uppfæra skjá

Pósturaf Hauxon » Mán 15. Apr 2024 13:07

Ég er búinn að vera með 32" AOC 4k skjá heima í nokkur ár við myndvinnsluvélina mína og hann er enn bara nokkuð góður. Í vinnunni er ég með 38" Dell UltraSharp skjá sem er besti skjár sem ég notað. Hann er dýr en ég myndi reyna að koma honum inn í "budgettið" ef ég þyrfti að skipta um skjá núna.