HDR á Linux
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 553
- Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
- Reputation: 113
- Staða: Ótengdur
HDR á Linux
High dynamic range (HDR) á Linux er loksins að líta dagsins ljós.
Android, MacOS, TizenOS (Samsung), WebOS (LG) og Windows hafa verið með stuðning við HDR í all mörg ár en ekki Linux.
Nokkrar ástæður eru þar fyrir svo sem leyfismál, (gamall X11 Xorg) o.fl. En svo kom KDE með Plasma 6 og þá breyttist allt, Valve SteamOS hafa einnig verið duglegir.
Top 5 Linux Distributions to Try the KDE Plasma 6 Desktop
https://9to5linux.com/top-5-linux-distr ... -right-now
Vandamálið við allar þessar útgáfur er að það er allt of mikil command line vinna við að fá þetta til að virka.
En þá datt mér í hug að prufa Fedora 41 sem er í algjörri Dev/Beta keyrslu og viti menn, þetta bara virkar (eða þannig) með tveimur músasmellum
Enn sem komið er, er þetta mjög buggy og ég mæli engan veginn með því að stökkva á þetta strax nema að menn séu með sér disk í þetta til að fikta nógu mikið.
Við endurræsingu detta út HDR stillingar og þarf að setja upp aftur svo dæmi sé tekið.
Og að sjálfsögðu þarf skjárinn þinn að vera með HDR stuðning.
En semsagt það var gleði að sjá LG C1 TV'ið mitt melda HDR upp í hægra horni við tveimur músarsmellum.
Er þetta kannski árið fyrir Linux Desktop?
K.
Android, MacOS, TizenOS (Samsung), WebOS (LG) og Windows hafa verið með stuðning við HDR í all mörg ár en ekki Linux.
Nokkrar ástæður eru þar fyrir svo sem leyfismál, (gamall X11 Xorg) o.fl. En svo kom KDE með Plasma 6 og þá breyttist allt, Valve SteamOS hafa einnig verið duglegir.
Top 5 Linux Distributions to Try the KDE Plasma 6 Desktop
https://9to5linux.com/top-5-linux-distr ... -right-now
Vandamálið við allar þessar útgáfur er að það er allt of mikil command line vinna við að fá þetta til að virka.
En þá datt mér í hug að prufa Fedora 41 sem er í algjörri Dev/Beta keyrslu og viti menn, þetta bara virkar (eða þannig) með tveimur músasmellum
Enn sem komið er, er þetta mjög buggy og ég mæli engan veginn með því að stökkva á þetta strax nema að menn séu með sér disk í þetta til að fikta nógu mikið.
Við endurræsingu detta út HDR stillingar og þarf að setja upp aftur svo dæmi sé tekið.
Og að sjálfsögðu þarf skjárinn þinn að vera með HDR stuðning.
En semsagt það var gleði að sjá LG C1 TV'ið mitt melda HDR upp í hægra horni við tveimur músarsmellum.
Er þetta kannski árið fyrir Linux Desktop?
K.
- Viðhengi
-
- Screenshot_20240321_123055.png (171.97 KiB) Skoðað 5844 sinnum
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: HDR á Linux
Það þarf nú að laga þetta með að stillingar haldist inni ef að slökkt er á tölvunni. Finnst það vera lágmark.
Re: HDR á Linux
Ekkert ár er ár Linux því það er alltaf eithv nýtt sem krakkarnir eru að slefa yfir sem Linux fær ekki fyrr en 2-3 árum seinna. T.d. HDR.
Kv einstaklingur sem er búin að daily driva linux í áratug.
Kv einstaklingur sem er búin að daily driva linux í áratug.
Re: HDR á Linux
Er ekki Dolby Vision aðal málið í dag?
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
Re: HDR á Linux
Variable Refresh Rate virkar líka
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
-
- FanBoy
- Póstar: 756
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
- Reputation: 12
- Staðsetning: 104
- Staða: Ótengdur
Re: HDR á Linux
Fyrir nokkrum árum virkaði HDR mjög illa á Windows. Er það búið að lagast?
Intel Core i5 4690K @ ? GHz ♠ Custom water cooling ♠ Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
Re: HDR á Linux
Horfa á bíómyndir er alltaf best í UHD bluray disk, HDR10 eða dolby vision, en streaming eins og netflix og disney+ er ekki langt frá því í dag að vera eins og disk.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
Re: HDR á Linux
Saber skrifaði:Fyrir nokkrum árum virkaði HDR mjög illa á Windows. Er það búið að lagast?
Já og nei. Windows 11 er með mun betri stuðning fyrir HDR en áður og Auto-HDR er mjög nett, en hins vegar er contrast ennþá fökked í sjálfu Windows, enda hef ég alltaf slökkt á HDR þegar ég er ekki í leikjum.
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 553
- Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
- Reputation: 113
- Staða: Ótengdur
Re: HDR á Linux
svanur08 skrifaði:Horfa á bíómyndir er alltaf best í UHD bluray disk, HDR10 eða dolby vision, en streaming eins og netflix og disney+ er ekki langt frá því í dag að vera eins og disk.
Sem betur fer getur LG tækið mælt hvernig HDR er um að ræða og í þessu tilfelli er það HDR10
K.
- Viðhengi
-
- 20240322_120515.jpg (384.89 KiB) Skoðað 5484 sinnum
Re: HDR á Linux
kornelius skrifaði:svanur08 skrifaði:Horfa á bíómyndir er alltaf best í UHD bluray disk, HDR10 eða dolby vision, en streaming eins og netflix og disney+ er ekki langt frá því í dag að vera eins og disk.
Sem betur fer getur LG tækið mælt hvernig HDR er um að ræða og í þessu tilfelli er það HDR10
K.
Forvitni, hvað ertu með stórt LG C1 tæki?
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 553
- Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
- Reputation: 113
- Staða: Ótengdur
Re: HDR á Linux
svanur08 skrifaði:kornelius skrifaði:svanur08 skrifaði:Horfa á bíómyndir er alltaf best í UHD bluray disk, HDR10 eða dolby vision, en streaming eins og netflix og disney+ er ekki langt frá því í dag að vera eins og disk.
Sem betur fer getur LG tækið mælt hvernig HDR er um að ræða og í þessu tilfelli er það HDR10
K.
Forvitni, hvað ertu með stórt LG C1 tæki?
48" - enda þurfti ég að kaupa extra djúpt skrifborð
K.
Re: HDR á Linux
kornelius skrifaði:svanur08 skrifaði:kornelius skrifaði:svanur08 skrifaði:Horfa á bíómyndir er alltaf best í UHD bluray disk, HDR10 eða dolby vision, en streaming eins og netflix og disney+ er ekki langt frá því í dag að vera eins og disk.
Sem betur fer getur LG tækið mælt hvernig HDR er um að ræða og í þessu tilfelli er það HDR10
K.
Forvitni, hvað ertu með stórt LG C1 tæki?
48" - enda þurfti ég að kaupa extra djúpt skrifborð
K.
Sama hér 48 nema C3, enda í herbergi með tækið, ef væri stofu væri ég með 65 tommu.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
Re: HDR á Linux
Hef alltaf haft mest concern um textalæsi á OLED skjáum vegna þess að sub-pixel arrangement er allt öðruvísi heldur en á RGB-strip Led skjám.
Þá meina ég um svona fíntexta einsog á þessu ágæta spjalli og vefsíðum, ekki texta sem birtist í tölvuleikjum eða vídeó efni, heldur hefðbundinn texta. Er hægt að notast við þannig skjái við forritun? Venjulega desktop vinnslu? Eins best og mín þekking nær þá er svona blæðing í kringum letur.
48" skjár er orðinn doldið stór fyrir þannig notkun í 4K upplausn að þú ferð að taka meira eftir þessari texta-bjögun. En líklega þolanlegt ef þú notar hann ekki aðallega fyrir venjulega desktop notkun.
Þá meina ég um svona fíntexta einsog á þessu ágæta spjalli og vefsíðum, ekki texta sem birtist í tölvuleikjum eða vídeó efni, heldur hefðbundinn texta. Er hægt að notast við þannig skjái við forritun? Venjulega desktop vinnslu? Eins best og mín þekking nær þá er svona blæðing í kringum letur.
48" skjár er orðinn doldið stór fyrir þannig notkun í 4K upplausn að þú ferð að taka meira eftir þessari texta-bjögun. En líklega þolanlegt ef þú notar hann ekki aðallega fyrir venjulega desktop notkun.
*-*
Re: HDR á Linux
Hvorki Gnome né KDE Plasma notar subpixel anti-aliasing by default þannig að það er ekkert vesen með texta á skjá sem nota ekki RGB pixel layout.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 553
- Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
- Reputation: 113
- Staða: Ótengdur
Re: HDR á Linux
Smá uppfærsla á stöðu HDR mála:
LG TV skjárinn minn styður bæði Nvidia G-Sync og AMD FreeSync Pro
Þannig að ég prufaði að skipta út GPU hjá mér, fór úr Nvidia RTX 3060 Ti í AMD Radeon RX 6700 XT 12GB og þá bara virkaði allt eins og það á að gera, enda um opensource driver'a að ræða, HDR helst inn við endurræsingu og allt display flickering er horfið og allir mjög ánægðir
K.
LG TV skjárinn minn styður bæði Nvidia G-Sync og AMD FreeSync Pro
Þannig að ég prufaði að skipta út GPU hjá mér, fór úr Nvidia RTX 3060 Ti í AMD Radeon RX 6700 XT 12GB og þá bara virkaði allt eins og það á að gera, enda um opensource driver'a að ræða, HDR helst inn við endurræsingu og allt display flickering er horfið og allir mjög ánægðir
K.
Re: HDR á Linux
Smá uppfærsla á stöðu HDR mála:
LG TV skjárinn minn styður bæði Nvidia G-Sync og AMD FreeSync Pro
Þannig að ég prufaði að skipta út GPU hjá mér, fór úr Nvidia RTX 3060 Ti í AMD Radeon RX 6700 XT 12GB og þá bara virkaði allt eins og það á að gera, enda um opensource driver'a að ræða, HDR helst inn við endurræsingu og allt display flickering er horfið og allir mjög ánægðir
K.
Þetta rímar vel við mína reynslu af nvidia vs amd radeon. Var áður fyrr alltaf með nvidia kort (1070) og var alltaf í stöðugu stríði við screen flicker í linux. Skipti svo í haust yfir í amd (Hellhound 7900xt) og það bara virkar allt eðlilega og spila leiki með fínu performance-i á Fedora