Eniak


Höfundur
halipuz1
spjallið.is
Póstar: 430
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Eniak

Pósturaf halipuz1 » Fim 21. Mar 2024 03:38

sælir, var að skoða eniak.is og þeir eru með drullu gott úrval! væri gaman að sjá þá á vaktinni líka.

Veit þeir eru á AK en why not? :D


mbk Halipuz1



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2593
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 486
Staða: Ótengdur

Re: Eniak

Pósturaf Moldvarpan » Fim 21. Mar 2024 08:30

Vaktin er orðin verulega out dated :(

Ég skil ekki afhverju það sé ekki hægt að uppfæra hana... það er fullt af notendum hérna, margir sem hafa tíma í þetta, en þeim ekki treyst til þess?



Skjámynd

rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Eniak

Pósturaf rostungurinn77 » Fim 21. Mar 2024 08:52

Er það alveg staðfest að þetta fyrirtæki sé ennþá að afhenda vörur ?

Það er hurð einhversstaðar á Akureyri merkt Eniak.

Hvað er bakvið þær dyr og hversu oft þær eru opnaðar er svo önnur saga.



Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 675
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Eniak

Pósturaf Oddy » Fim 21. Mar 2024 09:13

rostungurinn77 skrifaði:Er það alveg staðfest að þetta fyrirtæki sé ennþá að afhenda vörur ?

Það er hurð einhversstaðar á Akureyri merkt Eniak.

Hvað er bakvið þær dyr og hversu oft þær eru opnaðar er svo önnur saga.


Já þetta er staðfest, ég hef verslað við þá nýlega



Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 675
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Eniak

Pósturaf Oddy » Fim 21. Mar 2024 10:38

En kannski er þetta meiri netverslun heldur en hinsegin.




TheAdder
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 228
Staða: Ótengdur

Re: Eniak

Pósturaf TheAdder » Fim 21. Mar 2024 10:46

Moldvarpan skrifaði:Vaktin er orðin verulega out dated :(

Ég skil ekki afhverju það sé ekki hægt að uppfæra hana... það er fullt af notendum hérna, margir sem hafa tíma í þetta, en þeim ekki treyst til þess?

Hefur ekki verið kallað eftir mönnum í þetta nokkrum sinnum en fáir/engir boðið sig fram?


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
halipuz1
spjallið.is
Póstar: 430
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 44
Staða: Ótengdur

Re: Eniak

Pósturaf halipuz1 » Fim 21. Mar 2024 13:06

Finnst þessi búð bjoða uppa heilmikið og eina búðin sem er að bjóða mikið af custom dæmi fra EK! Eniak á listann!



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7631
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Eniak

Pósturaf rapport » Fim 21. Mar 2024 14:24

Eniak yrði góð viðbót en þeir verða að vilja vera hérna inni.



Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 675
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Eniak

Pósturaf Oddy » Fös 22. Mar 2024 09:48

TheAdder skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Vaktin er orðin verulega out dated :(

Ég skil ekki afhverju það sé ekki hægt að uppfæra hana... það er fullt af notendum hérna, margir sem hafa tíma í þetta, en þeim ekki treyst til þess?

Hefur ekki verið kallað eftir mönnum í þetta nokkrum sinnum en fáir/engir boðið sig fram?


Ég hef alveg tíma fyrir þetta en veit ekki með kunnáttuna, ég kann ekki forritun né neitt slíkt



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Eniak

Pósturaf Stutturdreki » Fös 22. Mar 2024 11:07

Oddy skrifaði:
TheAdder skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Vaktin er orðin verulega out dated :(

Ég skil ekki afhverju það sé ekki hægt að uppfæra hana... það er fullt af notendum hérna, margir sem hafa tíma í þetta, en þeim ekki treyst til þess?

Hefur ekki verið kallað eftir mönnum í þetta nokkrum sinnum en fáir/engir boðið sig fram?


Ég hef alveg tíma fyrir þetta en veit ekki með kunnáttuna, ég kann ekki forritun né neitt slíkt

Engin forritun nauðsynleg (nema eitthvað hafi breyst á síðasta áratug), í minningunni var þetta svona svipað og að fylla út exel skjal.

Mig langaði alltaf að gera eitthvað sem púllaði þessar upplýsingar beint út úr htmlinu á heimasíðunum en framkvæmdagleðin er/var slík að ég kom mér aldrei af stað í það. Spurning hvort eitthvað mll gæti ekki gert þetta fyrir mann í dag.



Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 675
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Eniak

Pósturaf Oddy » Fös 22. Mar 2024 12:01

Stutturdreki skrifaði:
Oddy skrifaði:
TheAdder skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Vaktin er orðin verulega out dated :(

Ég skil ekki afhverju það sé ekki hægt að uppfæra hana... það er fullt af notendum hérna, margir sem hafa tíma í þetta, en þeim ekki treyst til þess?

Hefur ekki verið kallað eftir mönnum í þetta nokkrum sinnum en fáir/engir boðið sig fram?


Ég hef alveg tíma fyrir þetta en veit ekki með kunnáttuna, ég kann ekki forritun né neitt slíkt

Engin forritun nauðsynleg (nema eitthvað hafi breyst á síðasta áratug), í minningunni var þetta svona svipað og að fylla út exel skjal.


Mig langaði alltaf að gera eitthvað sem púllaði þessar upplýsingar beint út úr htmlinu á heimasíðunum en framkvæmdagleðin er/var slík að ég kom mér aldrei af stað í það. Spurning hvort eitthvað mll gæti ekki gert þetta fyrir mann í dag.


Þá er ekkert mál að prófa þetta ef leiðbeiningar fylgja
Örn Th



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7631
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Eniak

Pósturaf rapport » Fös 22. Mar 2024 12:10

Hugsanlega hægt að gera bara scaper í power automate yfir í excel...



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2593
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 486
Staða: Ótengdur

Re: Eniak

Pósturaf Moldvarpan » Fös 22. Mar 2024 14:58

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=46&t=93121

Hvernig er staðan? Varð ekkert úr þessum sjálfvirka scraper?

Ef það þarf engin spes forritunar skills, og hægt er að læra þetta með stuttum leiðbeiningum, þá erum við klárlega með notendur sem myndu vilja gera þetta. Hjálpa til við að halda vaktinni up to date.

Ekki bara builderinn heldur vantar líka að setja inn fleiri vörur á vaktina. Margar tegundir sem eru ekki inni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16586
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2140
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eniak

Pósturaf GuðjónR » Fös 22. Mar 2024 18:38

Moldvarpan skrifaði:https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=46&t=93121

Hvernig er staðan? Varð ekkert úr þessum sjálfvirka scraper?

Ef það þarf engin spes forritunar skills, og hægt er að læra þetta með stuttum leiðbeiningum, þá erum við klárlega með notendur sem myndu vilja gera þetta. Hjálpa til við að halda vaktinni up to date.

Ekki bara builderinn heldur vantar líka að setja inn fleiri vörur á vaktina. Margar tegundir sem eru ekki inni.


Sko...
Staðan í dag er þannig að við höfum scraper sem appel gerði og eru búnir að vera með hann í langan tíma. Það sem hann gerir er að fara eftir fyrirfram ákveðnum linkum og uppfæra verð. Gallinn er sá að í dag nær hann bara tveim búðum Computer og Tölvulistanum. Tölvutek og Kísildalur eru með lokuð kerfi sem hann nær ekki til og Tölvutækni skipti um hýsingu fyrir ekki svo löngu síðan sem blockar hann.

Scarperinn sem klemmi gerði fyrir "Smíða tölvu" hlutann er miklu fullkomnari, hann finnur nýjar vörur og slóðir á þær, þrátt fyrir það er slatta vinna að setja þær upp í fyrsta sinn en svo er framhaldið auðvelt, hann nær líka lokuðu síðunum sem gamli scarperinn nær ekki.

En þetta kostar allt tíma og fyrirhöfn og þó að margir hafi áhuga þá er þetta kannski meiri vinna og flóknari en menn átta sig á og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta er ekki lengra komið, skiljanlega. En vonandi náum við þessu á strik.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5613
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1057
Staða: Ótengdur

Re: Eniak

Pósturaf appel » Fös 22. Mar 2024 19:04

Það þyrfti að búa til scraper sem keyrir í hýsingarþjónustunni sem vaktin notar, gat ekki séð í fljótu bragði að hann styðji t.d. nodejs. Þannig að þó auðvelt sé að screipa með núverandi tækni þá þarf að koma þessu öllu inn í gagnagrunna og þvíumlíkt. Að mörgu að huga að.
Svo hefur það alveg verið concern hve fáar verslanir eru, öldin önnur í dag en fyrir 20 árum þegar það voru 15 verslanir. Vöruframboð líka orðið ólíkt, og mikil samkeppni við erlendar netverslanir. Þannig að spurning hvernig þetta á að þróast. Ágætt að menn viðri sínar hugmyndir og sýn á þetta.
Síðast breytt af appel á Fös 22. Mar 2024 19:04, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 675
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Eniak

Pósturaf Oddy » Fös 22. Mar 2024 19:13

GuðjónR skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=46&t=93121

Hvernig er staðan? Varð ekkert úr þessum sjálfvirka scraper?

Ef það þarf engin spes forritunar skills, og hægt er að læra þetta með stuttum leiðbeiningum, þá erum við klárlega með notendur sem myndu vilja gera þetta. Hjálpa til við að halda vaktinni up to date.

Ekki bara builderinn heldur vantar líka að setja inn fleiri vörur á vaktina. Margar tegundir sem eru ekki inni.


Sko...
Staðan í dag er þannig að við höfum scraper sem appel gerði og eru búnir að vera með hann í langan tíma. Það sem hann gerir er að fara eftir fyrirfram ákveðnum linkum og uppfæra verð. Gallinn er sá að í dag nær hann bara tveim búðum Computer og Tölvulistanum. Tölvutek og Kísildalur eru með lokuð kerfi sem hann nær ekki til og Tölvutækni skipti um hýsingu fyrir ekki svo löngu síðan sem blockar hann.

Scarperinn sem klemmi gerði fyrir "Smíða tölvu" hlutann er miklu fullkomnari, hann finnur nýjar vörur og slóðir á þær, þrátt fyrir það er slatta vinna að setja þær upp í fyrsta sinn en svo er framhaldið auðvelt, hann nær líka lokuðu síðunum sem gamli scarperinn nær ekki.

En þetta kostar allt tíma og fyrirhöfn og þó að margir hafi áhuga þá er þetta kannski meiri vinna og flóknari en menn átta sig á og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta er ekki lengra komið, skiljanlega. En vonandi náum við þessu á strik.


En eins og hefur komið fram þá er ég til í að aðstoða ef það er eitthvað sem ég get gert.