Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Allt utan efnis

Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Manager1 » Sun 17. Mar 2024 19:11

Það er hægt að skoða lánamöguleika fram og aftur á alla vegu en alveg sama hversu vel er skoðað þá eru allir lánamöguleikar í dag vondir. Það er bara spurning hverning sársauka þú vilt.

Óverðtryggt - sársaukafullar greiðslur í hverjum mánuði.
Verðtryggt - sársaukafullar verðbætur í hverjum mánuði.

Þetta lagast ekki fyrr en verðbólgan hjaðnar verulega.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Klemmi » Sun 17. Mar 2024 20:12

Hjaltiatla skrifaði:Ég er allavegana búinn að hanga inná https://fastinn.is/ alla helgina að skoða möguleikana í stöðunni, t.d að kaupa ódýrari fasteign á höfuðborgasvæðinu svo ég skuldi nánast ekkert í fasteignarlánum. Ég held öllum möguleikum opnum , er t.d búinn að fá verðmat á minni eign frá fasteignasala hvað hann myndi ráðleggja mér að auglýsa mína eign á. Maður á erfitt með að sætta sig við svona djók lánáprósentur.


Mitt mat er að þeir sem geta hangið á eigninni sinni, þeir koma til með að græða vel á því.
Tel að það sé ekki hagkvæmt að minnka við sig, þó svo það geti auðvitað verið skynsamlegt að öðru leyti.

Það er heil kynslóð af fólki sem býr hjá foreldrum sínum en kemst ekki inn á markaðinn vegna hárra vaxta og lánaskilyrða.
Svo er stór hópur fólks sem "þarf" að stækka við sig, COVID árgangarnir í barneignum voru þeir stærstu held ég frá upphafi.
Við erum að fá svo í fangið heilt bæjarfélag (Grindavík) inn á fasteignamarkaðinn. Spurning hvað gerist svo með svæðin þar í kring.
Það er lítið verið að byggja, framkvæmdaaðilar hafa þurft að draga saman seglin. Iðnaðarmenn eru ekki bara tölur á blaði, við höfum fengið mikið af fólki erlendis frá til að aðstoða okkur við að byggja hér húsnæði, hætt er við að hluti af þeim yfirgefi landið og leiti á betri mið.
Það þýðir að það verður minna framboð af iðnaðarmönnum, sem hækkar byggingarkostnað þegar gefa þarf í.

Þannig að já, aaaallt of lítið framboð af eignum, mikil aukning af íbúum, uppsöfnuð þörf á húsnæði... þegar vextir lækka, þá mun húsnæðisverð rjúka upp.

Þetta er meira ruglið, og skammsýni í hæsta gæðaflokki. Það vantar alla heildarsýn og samstarf milli hagsmunaaðila. Seðlabankinn bara gerir það sem hann telur sig þurfa að gera. Sveitafélögin gera bara það sem þau þurfa að gera. Ríkisstjórnin gerir ekki neitt.

Fínt að hafa Eurovision til að hafa eitthvað til að éta upp fjölmiðla, hafa skoðun á og áhyggjur af.

Guð blessi Ísland.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf jonsig » Sun 17. Mar 2024 21:03

En ef t.d einhver ætti fínt húsnæði nær skuldlaust og ætti einhvern pening ,en langaði að kaupa aðra fasteign til að leigja út eða kaupa bústað ? Er það alveg glatað í þessu árferði?




gunni91
Vaktari
Póstar: 2998
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf gunni91 » Sun 17. Mar 2024 22:42

jonsig skrifaði:En ef t.d einhver ætti fínt húsnæði nær skuldlaust og ætti einhvern pening ,en langaði að kaupa aðra fasteign til að leigja út eða kaupa bústað ? Er það alveg glatað í þessu árferði?


Leigumarkaðurinn er í ruglinu.

Gefum okkur það að þú eigir 80fm, 60.000.000 kr eign skuldlaust og ætlar að leigja hana út.

Fasteignargjöld, husssjoður, hiti og rafmagn, eignaskattur og annar fastur kostnaður aldrei undir 50k á mánuði.

Leiga á 80 fm 3 herbergja eflaust 250+? Segjum 300þ

Leigusalinn endar með að fá kannski 180-190k eftir skatt og kostnað?

Það er hægt að fá 8.75% vexti hjá auði, vextir greiddir út mánaðarlega. Vextir af 60 mill eftir fjármagnstekjuskatt er 340.000 kr á mánuði. Dæmið gengur ekki upp fyrir leigusalann ef hann vill reyna ávaxta almennilega í þessu vaxtarumhverfi.


Auðvitað má taka inní dæmið að fasteignarverð mun hækka og þá er alltaf gott að eiga fasteign.. En þetta dæmi skýrir að hluta af hverju leiguverð er svona hátt..

Annað dæmi..

Þú kaupir 60 mill eign, 50% lán á 9.5% vöxtum ( óverðtryggt).. Bara vextirnir per month á því láni er um 240.000 kr + höfuðstóll. Leigusali vill ekki leigja út í tapi svo leigan er eflaust 300+
Síðast breytt af gunni91 á Sun 17. Mar 2024 22:52, breytt samtals 5 sinnum.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Danni V8 » Sun 17. Mar 2024 23:19

gunni91 skrifaði:
jonsig skrifaði:En ef t.d einhver ætti fínt húsnæði nær skuldlaust og ætti einhvern pening ,en langaði að kaupa aðra fasteign til að leigja út eða kaupa bústað ? Er það alveg glatað í þessu árferði?


Leigumarkaðurinn er í ruglinu.

Gefum okkur það að þú eigir 80fm, 60.000.000 kr eign skuldlaust og ætlar að leigja hana út.

Fasteignargjöld, husssjoður, hiti og rafmagn, eignaskattur og annar fastur kostnaður aldrei undir 50k á mánuði.

Leiga á 80 fm 3 herbergja eflaust 250+? Segjum 300þ

Leigusalinn endar með að fá kannski 180-190k eftir skatt og kostnað?

Það er hægt að fá 8.75% vexti hjá auði, vextir greiddir út mánaðarlega. Vextir af 60 mill eftir fjármagnstekjuskatt er 340.000 kr á mánuði. Dæmið gengur ekki upp fyrir leigusalann ef hann vill reyna ávaxta almennilega í þessu vaxtarumhverfi.


Auðvitað má taka inní dæmið að fasteignarverð mun hækka og þá er alltaf gott að eiga fasteign.. En þetta dæmi skýrir að hluta af hverju leiguverð er svona hátt..

Annað dæmi..

Þú kaupir 60 mill eign, 50% lán á 9.5% vöxtum ( óverðtryggt).. Bara vextirnir per month á því láni er um 240.000 kr + höfuðstóll. Leigusali vill ekki leigja út í tapi svo leigan er eflaust 300+


Hugsa að það sé bara best að panta flug aðra leið eitthvert annað og kíkja svo í heimsókn á ca 2 ára fresti


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 81
Staða: Tengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf rostungurinn77 » Mán 18. Mar 2024 00:45

Klemmi skrifaði:
Þannig að já, aaaallt of lítið framboð af eignum, mikil aukning af íbúum, uppsöfnuð þörf á húsnæði... þegar vextir lækka, þá mun húsnæðisverð rjúka upp.


Hjálpar ekki til að við erum að gera út sérstaka atvinnugrein sem gerir út á það að flytja inn aukna eftirspurn eftir húsnæði á hærra verði þeas ferðamenn.

Get alveg ímyndað mér að margir hérna séu að borga tugi þúsunda í hverjum mánuði í afborganir sem megi rekja beint til þess þrýstings sem ferðamannaiðnaðurinn setur á markaðinn.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6397
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf worghal » Mán 18. Mar 2024 10:50

rostungurinn77 skrifaði:
Klemmi skrifaði:
Þannig að já, aaaallt of lítið framboð af eignum, mikil aukning af íbúum, uppsöfnuð þörf á húsnæði... þegar vextir lækka, þá mun húsnæðisverð rjúka upp.


Hjálpar ekki til að við erum að gera út sérstaka atvinnugrein sem gerir út á það að flytja inn aukna eftirspurn eftir húsnæði á hærra verði þeas ferðamenn.

Get alveg ímyndað mér að margir hérna séu að borga tugi þúsunda í hverjum mánuði í afborganir sem megi rekja beint til þess þrýstings sem ferðamannaiðnaðurinn setur á markaðinn.

það má náttúrulega rekja hækkun verða í fasteignum beint til þess þegar fólk var að kaupa upp allar eignir í 101 til að leigja út á abnb, það setti trendið á fermetra verðið og sprengdi restina. Það var svo svakaleg samkeppni í 101 og fólk að yfirbjóða allt of mikið og það endaði með að hækka verðið allstaðar annarstaðar á met hraða.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 18. Mar 2024 12:15

Ég var að breyta um lán hjá mér, fór úr 4.5% Föstum óverðtryggt í verðtryggt.

Var búinn að borga niður um 4milljónir síðan ég tók lánið mitt.

Mjög þungt að þurfa að breyta svona en þegar sjálfur seðlabankaastjóri mælir með að koma sér í var svona þá þarf maður að éta þann skít.

Sem betur fer er hlutfall skuldar / láns virkllega hagstætt ennþá :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Hausinn
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Tengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Hausinn » Mán 18. Mar 2024 12:55

Eru ekki allir hérna nokkurnveginn sammála því að það er engin ástæða til þess að vera að festa vexti núna þegar prósentan er svona há? Er að íhuga valmöguleikana.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf mikkimás » Mán 18. Mar 2024 13:12

Hausinn skrifaði:Eru ekki allir hérna nokkurnveginn sammála því að það er engin ástæða til þess að vera að festa vexti núna þegar prósentan er svona há? Er að íhuga valmöguleikana.

Ekki festa vexti í hávaxtaumhverfi, rétt.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf chaplin » Mán 18. Mar 2024 13:25

Jón Ragnar skrifaði:Ég var að breyta um lán hjá mér, fór úr 4.5% Föstum óverðtryggt í verðtryggt.


Ég er með sömu kjör á mínum lánum, 3 ár eftir á þeim vöxtum. Ég er alveg grænn þegar það kemur að þessu, var þetta lán hjá þér ekki lengur með föstum vöxtum eða voru ennþá fastir vextir og þú fórst úr því í verðtryggt?



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Lexxinn » Mán 18. Mar 2024 13:48

Hausinn skrifaði:Eru ekki allir hérna nokkurnveginn sammála því að það er engin ástæða til þess að vera að festa vexti núna þegar prósentan er svona há? Er að íhuga valmöguleikana.


Fer allt eftir því hve há greiðslan er fyrir að breyta forsendum lánsins. Ef þú sparar +50þ á mánuði í vexti með að festa vexti er það fljótt að borga sig ef uppgreiðslugjaldið er 500þ eða undir, sem dæmi sparast 70þ/mán hjá LSB ef 50m lán óverðtryggt er tekið á fasta vexti í 60mán sbr breytilega. Þekki einn sem gerði þetta reglulega og var þá bara með 300þ sem uppgreiðslugjald, greiddi gjaldið upp 3x til að fara í lægri vexti og festi í 5ár á 4,0% í lok covid tímabilsins.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 18. Mar 2024 14:13

chaplin skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:Ég var að breyta um lán hjá mér, fór úr 4.5% Föstum óverðtryggt í verðtryggt.


Ég er með sömu kjör á mínum lánum, 3 ár eftir á þeim vöxtum. Ég er alveg grænn þegar það kemur að þessu, var þetta lán hjá þér ekki lengur með föstum vöxtum eða voru ennþá fastir vextir og þú fórst úr því í verðtryggt?



Fór úr 4.5 í næstum 10% vexti

Það er bara ekki gerlegt, greiðslan 2x og 4/5 af greiðslunni voru BARA vextir og ekkert inná höfuðstól



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Hausinn
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Tengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Hausinn » Mán 18. Mar 2024 14:26

Lexxinn skrifaði:
Hausinn skrifaði:Eru ekki allir hérna nokkurnveginn sammála því að það er engin ástæða til þess að vera að festa vexti núna þegar prósentan er svona há? Er að íhuga valmöguleikana.


Fer allt eftir því hve há greiðslan er fyrir að breyta forsendum lánsins. Ef þú sparar +50þ á mánuði í vexti með að festa vexti er það fljótt að borga sig ef uppgreiðslugjaldið er 500þ eða undir, sem dæmi sparast 70þ/mán hjá LSB ef 50m lán óverðtryggt er tekið á fasta vexti í 60mán sbr breytilega. Þekki einn sem gerði þetta reglulega og var þá bara með 300þ sem uppgreiðslugjald, greiddi gjaldið upp 3x til að fara í lægri vexti og festi í 5ár á 4,0% í lok covid tímabilsins.

Pælingin mín er svo: ég er núna með óverðtryggt lán á 10,75%, jafnar greiðslur með ca. 197þús í mánaðargreiðslum. Vandamálið er að afborgunin af láninu er alveg hræðilega lítil eins og stendur. Við erum að tala um svona 3800kr afborgun á mánuði. Ef að ég festi vexti í 8,95% í 60 mánuði og breyti láninu yfir í jafnar afborganir mun mánaðargreiðslan hækka í ca. 206þús, en afborgunin af láninu mun hækka upp í 45þús á mánuði, sem er miklu betra. Ég er aðalega bara hræddur um það að vextir munu lækka töluvert á fimm árum og þá er ég í glataðri stöðu. Hmm. :-k



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf GullMoli » Mán 18. Mar 2024 14:27

mikkimás skrifaði:
Hausinn skrifaði:Eru ekki allir hérna nokkurnveginn sammála því að það er engin ástæða til þess að vera að festa vexti núna þegar prósentan er svona há? Er að íhuga valmöguleikana.

Ekki festa vexti í hávaxtaumhverfi, rétt.


Fer bara algjörlega eftir aðstæðum, fastir vextir eru ennþá töluvert lægri en breytilegir vextir og ekkert víst að vextirnir séu að fara snarlækka á næstunni.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf jericho » Mán 18. Mar 2024 14:50

Er í sömu stöðu og nokkrir hérna, þ.e. óverðtryggt lán með föstum 4,35% vöxtum sem losnar í núna í sept 2024. Það fer alveg eftir hvernig verðbólgan þróast og stýrivextirnir sömuleiðis. Maður tekur ekki ákvörðun fyrr en í ágúst og velur þá þann kost sem manni finnst bestur. Ég er samt í þeirri stöðu að geta leyft mér háar afborganir til að greiða lánið hraðar niður. En mér finnst einfaldlega sniðugra að stilla láninu þannig að afborganirnar séu lágar og svo greiði ég inn á lánið í hverjum mánuði eins og ég get. Það sem skiptir mig persónulega mestu máli, er hversu mikið er ég búinn að borga in the end og þar hafa óverðtryggð lán haft vinninginn hingað til.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 18. Mar 2024 15:03

jericho skrifaði:Ég er samt í þeirri stöðu að geta leyft mér háar afborganir til að greiða lánið hraðar niður.



Málið er að afborgun af láninu lækkar og allt fer í vexti, galið dæmi



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf hagur » Mán 18. Mar 2024 15:29

mikkimás skrifaði:
Hausinn skrifaði:Eru ekki allir hérna nokkurnveginn sammála því að það er engin ástæða til þess að vera að festa vexti núna þegar prósentan er svona há? Er að íhuga valmöguleikana.

Ekki festa vexti í hávaxtaumhverfi, rétt.


Þetta er ekki svona svart-hvítt.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf mikkimás » Mán 18. Mar 2024 15:37

Jón Ragnar skrifaði:
jericho skrifaði:Ég er samt í þeirri stöðu að geta leyft mér háar afborganir til að greiða lánið hraðar niður.



Málið er að afborgun af láninu lækkar og allt fer í vexti, galið dæmi


Ekki ef þú tekur jafna afborgun.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf mikkimás » Mán 18. Mar 2024 15:42

hagur skrifaði:
mikkimás skrifaði:
Hausinn skrifaði:Eru ekki allir hérna nokkurnveginn sammála því að það er engin ástæða til þess að vera að festa vexti núna þegar prósentan er svona há? Er að íhuga valmöguleikana.

Ekki festa vexti í hávaxtaumhverfi, rétt.


Þetta er ekki svona svart-hvítt.

Ekkert er svart-hvítt í svona flóknum málaflokki.

En þetta er spjallborð þar sem við einföldum hlutina bara til þess að koma þeim frá okkur og gera okkur skiljanlega gagnvart hvor öðrum.

Pointið var bara að festa ekki vexti mikið lengur en hávaxtatímabilið gildir.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf falcon1 » Mán 18. Mar 2024 17:13

Ég myndi vera með óverðtryggt og festa vextina í vaxtaprósentu dagsins í dag í staðinn fyrir að fara í verðtryggt. Það er svo hægt að endurfjármagna ef vextirnir verða hagstæðari en þú ert þá allavega tryggður fyrir því ef verðbólgan og vextirnir fara aftur á flug.




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf nonesenze » Mán 18. Mar 2024 17:31

ég hugsa alltaf að það sé ekki rétti tíminn í að breyta neitt núna, ég er bara með óverðtryggt með breytilegum vöxtum með 10.75%, sem er orðið soldið þreytt, en maður borgar bara og brosir, ég tók þetta lán reyndar í verðbólgu líka fyrir svona 17 mánuðum síðan


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf jonfr1900 » Mán 18. Mar 2024 18:25

Verðtryggð lán eru látin bera lægri vexti heldur en óverðtryggð lán. Þetta er viljandi gert til þess að skap þörfina á því að fólk taki verðtryggð lán. Í raun, þá ættu verðtryggð lán að vera með sömu vexti og óverðtryggð lán auk verðbólguhlutans. Þegar svona stór hluti hagkerfisins er kominn í verðtryggt kerfi þá skapar það grunn að efnahagskreppu, yfirleitt tíu til tuttugu árum eftir að allir fóru í verðtryggð lán. Þar sem verðtryggð lán búa til fjármagn inn í hagkerfið sem enginn grundvöllur er fyrir. Jöfnunin á því er brennsla á eignum í formi gjaldþrota einstaklinga, fyrirtækja og stöku sveitarfélaga (sem tæknilega geta ekki orðið gjaldþrota en þá er það tekið í gengum afskriftir verðtryggðra skulda).

Íslenska hagkerfið verður aldrei stöðugt á meðan það er verið að ýta fólki út í verðtryggð lán. Almenningur borgar fyrir þetta í formi gjaldþrota og tap á eignum þegar heima tilbúnar efnahagskreppur skella yfir.

Verðtryggð lán eru einnig ástæðan fyrir því að Seðlabankinn þarf að hafa vaxtastigið svona rosalega hátt á Íslandi.




Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Semboy » Mán 18. Mar 2024 18:36

Hjaltiatla skrifaði:Ég er allavegana búinn að hanga inná https://fastinn.is/ alla helgina að skoða möguleikana í stöðunni, t.d að kaupa ódýrari fasteign á höfuðborgasvæðinu svo ég skuldi nánast ekkert í fasteignarlánum. Ég held öllum möguleikum opnum , er t.d búinn að fá verðmat á minni eign frá fasteignasala hvað hann myndi ráðleggja mér að auglýsa mína eign á. Maður á erfitt með að sætta sig við svona djók lánáprósentur.


Ef ég væri þú, ég mundi bara þrauka þessu út. Ég meina þú virðist geta höndlað það, fyrst þú getur fengið þér minni íbúð skuldlaust.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum

Pósturaf Lexxinn » Mið 20. Mar 2024 23:15

Hausinn skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
Hausinn skrifaði:Eru ekki allir hérna nokkurnveginn sammála því að það er engin ástæða til þess að vera að festa vexti núna þegar prósentan er svona há? Er að íhuga valmöguleikana.


Fer allt eftir því hve há greiðslan er fyrir að breyta forsendum lánsins. Ef þú sparar +50þ á mánuði í vexti með að festa vexti er það fljótt að borga sig ef uppgreiðslugjaldið er 500þ eða undir, sem dæmi sparast 70þ/mán hjá LSB ef 50m lán óverðtryggt er tekið á fasta vexti í 60mán sbr breytilega. Þekki einn sem gerði þetta reglulega og var þá bara með 300þ sem uppgreiðslugjald, greiddi gjaldið upp 3x til að fara í lægri vexti og festi í 5ár á 4,0% í lok covid tímabilsins.

Pælingin mín er svo: ég er núna með óverðtryggt lán á 10,75%, jafnar greiðslur með ca. 197þús í mánaðargreiðslum. Vandamálið er að afborgunin af láninu er alveg hræðilega lítil eins og stendur. Við erum að tala um svona 3800kr afborgun á mánuði. Ef að ég festi vexti í 8,95% í 60 mánuði og breyti láninu yfir í jafnar afborganir mun mánaðargreiðslan hækka í ca. 206þús, en afborgunin af láninu mun hækka upp í 45þús á mánuði, sem er miklu betra. Ég er aðalega bara hræddur um það að vextir munu lækka töluvert á fimm árum og þá er ég í glataðri stöðu. Hmm. :-k


Ef vextir myndu lækka það mikið greiðir þú uppgreiðslugjald hjá bönkum ( ekkert slíkt hjá lífeyrissjóðum) og endurfjármagnar með nýjum lægri vöxtum.