Home Server / SelfHosted

Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Home Server / SelfHosted

Pósturaf Kongurinn » Fös 15. Mar 2024 13:00

Jæja gleðilegan föstudag, langaði að starta þræði sem væri eitthvað annað en pólitík og eldgos.

Vil forvitnast hvað menn eru að keyra heima hjá sér sem eru með server, bæði set up , hvaða forrit og jafnvel myndir af þessu tryllitæki! Einnig allt sem tengist Home Assistant og öllu því, bara það sem ykkur dettur í hug!

Sjálfur er ég nýbyrjaður að fikta í þessu og nánast kann ekki neitt á þetta (starta þræði til að fá fleiri hugmyndir)

Það sem ég er með so far
-Plex Server
-Sonarr/Radarr/Overseerr
-Prolouge í gegnum plex fyrir hljóðbækur
-Er að setja upp Kavita fyrir bækur
-Vantar fleiri hugmyndir ;)

Er að keyra þetta á gamalli windows vél með þessi specs, ekkert spes.
Intel(R) Core(TM) i5-8600 CPU @ 3.10GHz
32GB RAM
2x4TB 1x12TB HDD
NVIDIA GeForce GTX 650 Ti

Einnig með vél sem ég fann á nytjamarkaði sem er að keyra debian server og hostar overseerr fyrir mig:
-Intel Pentium CPU g3220
-4GB RAM
-1TB HDD

Markmið síðan að læra meira a linux og beila windows á endanum.

Jæja go wild, kickstarta eitthverri umræðu um þetta!




oskarom
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf oskarom » Fös 15. Mar 2024 13:07

Skoðaðu Unraid, mjög skemmtilegt project, ágætis balance af þægindum og sveigjanleika.

Það sem seldi mér þetta var mjög næs storage lausn, getur poolað allskonar mismunandi disku og docker útfærslan þeirra er ansi þægileg, ég keyri allskonar þjónustur þarna t.d. home assistant, zigbee2mqtt, backup þjónustu fyrir iCloud myndirnar, er líka með nokkrar virtual vélar sem ég nota í hitt og þetta. En það er hægt að gera magnaða hluti með þessu.



Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Kongurinn » Fös 15. Mar 2024 13:12

oskarom skrifaði:Skoðaðu Unraid, mjög skemmtilegt project, ágætis balance af þægindum og sveigjanleika.

Það sem seldi mér þetta var mjög næs storage lausn, getur poolað allskonar mismunandi disku og docker útfærslan þeirra er ansi þægileg, ég keyri allskonar þjónustur þarna t.d. home assistant, zigbee2mqtt, backup þjónustu fyrir iCloud myndirnar, er líka með nokkrar virtual vélar sem ég nota í hitt og þetta. En það er hægt að gera magnaða hluti með þessu.


Satt er það, hellingur í boði einnig eitthverjir búnir mæla með TrueNAS Scale og einmitt Unraid. Þyrfti bara að gefa mér tíma í að kynna mér þetta allt og taka loka ákvörðun einn daginn.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf nidur » Fös 15. Mar 2024 14:04

Ég hef oft velt fyrir mér að fara úr truenas yfir í unraid, en ég hætti alltaf við út af snapshot stuðningnum í truenas.

Líka það að hafa verið með nokkra freenas/truenas fileservera í 15 ár, án þess að lenda í veseni þegar diskar og vélar bila.




Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 71
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Diddmaster » Fös 15. Mar 2024 14:57

Ég er með unraid server mest bara fyrir gemslu og plex server og það er komið með stuðning fyrir zfs og þá er hægt að setja upp snapshot er bara ekki með tómt pláss til að færa allt af diskum til að breita öllu yfir í zfs

Specs
I9 7900x
32gb ram
2,5 gb kort
Nvidia gt710


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum

Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Kongurinn » Fös 15. Mar 2024 16:06

Diddmaster skrifaði:Ég er með unraid server mest bara fyrir gemslu og plex server og það er komið með stuðning fyrir zfs og þá er hægt að setja upp snapshot er bara ekki með tómt pláss til að færa allt af diskum til að breita öllu yfir í zfs

Specs
I9 7900x
32gb ram
2,5 gb kort
Nvidia gt710


Það er einmitt það sem mér langar að gera, breyta diskunum í annað format, byrja á því mögulega þegar ég kaupi næst 16/20TB Disk, gríðalegur verðmunur t.d Amazon vs Ísland í þessum HDD. (ef maður er með manneskju til að sækja í USA)



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf russi » Fös 15. Mar 2024 16:44

Kongurinn skrifaði:Það er einmitt það sem mér langar að gera, breyta diskunum í annað format, byrja á því mögulega þegar ég kaupi næst 16/20TB Disk, gríðalegur verðmunur t.d Amazon vs Ísland í þessum HDD. (ef maður er með manneskju til að sækja í USA)


Lykilatriði er einhver sem pikkar þetta upp, en ég ætlaði að panta nokkra EXOS 20TB diska að utan og hafði svo samband við aðila hér heima og náði aðeins tala verðið niður. Fékk stk á rúm 60k, sem er svipað verð og nýr úti, eru vanalega í kringum 450$




Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 357
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 71
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Diddmaster » Fös 15. Mar 2024 17:00

Kongurinn skrifaði:
Diddmaster skrifaði:Ég er með unraid server mest bara fyrir gemslu og plex server og það er komið með stuðning fyrir zfs og þá er hægt að setja upp snapshot er bara ekki með tómt pláss til að færa allt af diskum til að breita öllu yfir í zfs

Specs
I9 7900x
32gb ram
2,5 gb kort
Nvidia gt710


Það er einmitt það sem mér langar að gera, breyta diskunum í annað format, byrja á því mögulega þegar ég kaupi næst 16/20TB Disk, gríðalegur verðmunur t.d Amazon vs Ísland í þessum HDD. (ef maður er með manneskju til að sækja í USA)


Einmitt sama plan, enn annað gengur fyrir eins og er peningalega séð


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum


TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf TheAdder » Fös 15. Mar 2024 17:06

Ég er að keyra TrueNAS Scale hjá mér, keyri Plex sem app (k8s held ég), og svo ubuntu vm vélar til að leika mér með, eins og Sonarr/Radarr/Overseerr vél, einhverja leikjaþjóna reglulega, PiHole DNS vél, Apache vél með letsencrypt certbot, og byrja af og til með nýjar vm til að fikta. Var með Home Assistant lengi vel, en búinn að færa það yfir á Home Assisstant Yellow vélbúnað.
Mæli með að þú setjir upp PiHole fyrir adblocking og WireGuard fyrir símana á heimilinu.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Kongurinn » Fös 15. Mar 2024 17:19

TheAdder skrifaði:Ég er að keyra TrueNAS Scale hjá mér, keyri Plex sem app (k8s held ég), og svo ubuntu vm vélar til að leika mér með, eins og Sonarr/Radarr/Overseerr vél, einhverja leikjaþjóna reglulega, PiHole DNS vél, Apache vél með letsencrypt certbot, og byrja af og til með nýjar vm til að fikta. Var með Home Assistant lengi vel, en búinn að færa það yfir á Home Assisstant Yellow vélbúnað.
Mæli með að þú setjir upp PiHole fyrir adblocking og WireGuard fyrir símana á heimilinu.


Einmitt verið að sjá PiHole nefnt oft , er það ekki svipað og adguardhome? Ekki heyrt um WireGuard áður skoða það! Vantar einmitt eitthvað security giska ég :-k




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf TheAdder » Fös 15. Mar 2024 17:22

Kongurinn skrifaði:
TheAdder skrifaði:Ég er að keyra TrueNAS Scale hjá mér, keyri Plex sem app (k8s held ég), og svo ubuntu vm vélar til að leika mér með, eins og Sonarr/Radarr/Overseerr vél, einhverja leikjaþjóna reglulega, PiHole DNS vél, Apache vél með letsencrypt certbot, og byrja af og til með nýjar vm til að fikta. Var með Home Assistant lengi vel, en búinn að færa það yfir á Home Assisstant Yellow vélbúnað.
Mæli með að þú setjir upp PiHole fyrir adblocking og WireGuard fyrir símana á heimilinu.


Einmitt verið að sjá PiHole nefnt oft , er það ekki svipað og adguardhome? Ekki heyrt um WireGuard áður skoða það! Vantar einmitt eitthvað security giska ég :-k


WireGuard er self hosted VPN, síminn hjá mér er t.d. VPN tengdur inn á heimanetið hjá mér, sama hvar ég er, og því með adblocking í gegnum PiHole.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Kongurinn » Fös 15. Mar 2024 17:46

TheAdder skrifaði:
Kongurinn skrifaði:
TheAdder skrifaði:Ég er að keyra TrueNAS Scale hjá mér, keyri Plex sem app (k8s held ég), og svo ubuntu vm vélar til að leika mér með, eins og Sonarr/Radarr/Overseerr vél, einhverja leikjaþjóna reglulega, PiHole DNS vél, Apache vél með letsencrypt certbot, og byrja af og til með nýjar vm til að fikta. Var með Home Assistant lengi vel, en búinn að færa það yfir á Home Assisstant Yellow vélbúnað.
Mæli með að þú setjir upp PiHole fyrir adblocking og WireGuard fyrir símana á heimilinu.


Einmitt verið að sjá PiHole nefnt oft , er það ekki svipað og adguardhome? Ekki heyrt um WireGuard áður skoða það! Vantar einmitt eitthvað security giska ég :-k


WireGuard er self hosted VPN, síminn hjá mér er t.d. VPN tengdur inn á heimanetið hjá mér, sama hvar ég er, og því með adblocking í gegnum PiHole.


Geggjað! Þarf að kíkja á þetta betur



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3174
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 15. Mar 2024 20:20

Nota Intel nuc vél sem sem er með uppsett VMware vSphere 8 (ESXi) og keyri VMware vCenter Server 8 sem appliance og er með USB-C 16 TB flakkara tengdan við vélina (Plex data). 8 VM vélar og afrita umhverfi með Veeam Backup and replication 12 keyrandi á fartölvu með utanáliggjandi flakkara.

Borga 200$ fyrir VMUG advantage aðgang til að fá Vmware leyfi : https://www.vmug.com/membership/membership-benefits/ og er með frítt Veeam NFR leyfi fyrir afritunina : https://go.veeam.com/free-nfr-veeam-data-platform

Windows Server netþjónar til að fikta með (DC ,Application Server og SQL ).

Linux netþjónar - Reverse proxy sem sér um að endurnýja Lets encrypt SSL skilríki fyrir mig og leyfir mér að tengjast án pirrandi self signed Cert warning og Docker Server þar sem ég keyri nokkrar vel valdar þjónstur.

Hardware:
Intel NUC 12 NUC12WSHi7 - Intel Core i7-1260P 12-Core, 64GB (2 x 32GB) SO-DIMM DDR4 Ram , SAMSUNG 980 PRO SSD 1TB NVMe

Pfsense (Router firewall) keyrir á mini-pc 4x Intel i225/i226 2.5G LAN

Switch - UniFi Sviss 8 x 1 GbE (Poe) og UniFi 6 Lite aðgangspunktur.

Síðan er maður að fikta að tengjast Home server umhverfi með Global Secure Access og fikta með Azure logic apps.
https://learn.microsoft.com/en-us/entra/global-secure-access/overview-what-is-global-secure-access
https://learn.microsoft.com/en-us/azure/logic-apps/logic-apps-overview


Just do IT
  √

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf GullMoli » Lau 16. Mar 2024 09:42

Er með medium sized HP turn sem tekur lítið pláss og rúmar 2x 3.5 diska, 1x 2.5 og svo 2x NVME slot á móðurborðinu. Fullkomnlega passlegt fyrir heimaserver.

  • Truenas Scale
  • i7-8700 4.6Ghz 6 kjarnar og 12 þræðir
  • 64GB 2666Mhz DDR4
  • 2.5Gb netkort
  • 256GB NVME fyrir stýrikerfið, VM og apps
  • 2x 12TB EXOS diskar í RAID 0 (samtals tæp 22TB nýtanleg) fyrir meiri skrif- og leshraða, geymir hvort sem er eingöngu hluti fyrir Plex svo það verður enginn missir.

Þessi vél keyrir

  • Plex
  • Radarr
  • Readarr
  • Prowlarr
  • Ombi
  • qBittorrent
  • Cloudflare tunnel
  • Palworld Server

Svo er ég með smátölvu sem keyrir Home Assistant, hún er alltof mikið overkill svo ég ætla að færa það yfir á stærri vélina í VM.

Svo er ég með Unifi Dream Machine SE sem tekur inn 10G internet, þaðan í 10G SFP+ tengi á Aliexpress Switch sem deilir internetinu svo áfram í gegnum hitt SFP tengið + 2.5G tengin.

Leikjatölvan (2.5G), serverinn (2.5G) og svo þráðlausa netið getur allt maxað án þess að það hafi áhrif á hvort annað vegna 10G tengingar.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Kongurinn » Lau 16. Mar 2024 11:16

Geggjað hjá ykkur báðum! Þarf greinilega að fara skoða networking aðeins betur og læra á það.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf GullMoli » Sun 17. Mar 2024 08:51

Ég pantaði mína 12TB Exos diska héða.

https://www.bargainhardware.co.uk/emc-s ... -118000936

Fékk þá á 95 pund stk, forvitinn að vita hvað þeir endast. Vona bara að Truenas sjái ef þeir byrja að klikka og þá get ég sett annan 12TB disk inn og látið stýrikerfið færa allt af þeim sem er að klikka.

Mæli með að virkja email sendingar í kerfinu, þið getið sett það upp þannig að það noti gmailið ykkar. Þannig sendir það ykkur meldingar ef einhverjar eru, eða status eftir cron jons.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf slapi » Sun 17. Mar 2024 09:16

Er með Dell Optiplex 5070 sem keyrir allt mediatengt.
Sá server er beintengdur í ljósleiðaraboxið ótengdur heimanetinu.
Þar nota ég Saltbox https://docs.saltbox.dev/saltbox/basics/basics/#custom-domains til að setja upp Docker umhverfið og custom set upp allt aem þarf tengingu út á netið.
Mediasafnið mitt er rclone encryptað á Google drive.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Stutturdreki » Mán 18. Mar 2024 12:21

Hugmyndir:
- Pihole, eins og margir hafa bent á. Hef ekki kynnt mér hvernig það er í samanburði við AdGuard sem gæti verið önnur pæling.
- Vaultwarden, þinn eigin prívate pwd-manager
- Immich, fyrir fjölskyldumyndirnar
- Pfsense, ef þú ert nörd og vilt byggja þinn eigin router (gætir þurft auka hardware)
- fail2ban / crowdsec, ef þú opnar á einhverjar þjónustur út á netið

Gætir rent yfir listann hjá https://www.linuxserver.io/ til að fá fleirri hugmyndir, kannski langar þig í uppskriftakerfi, heimilisbókhald eða routa allri nettraffík úr símanum þínum í gegnum vpn -> heimanetið meðan þú ferðast erlendis. Allskonar til.



Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Kongurinn » Mán 18. Mar 2024 12:32

Stutturdreki skrifaði:Hugmyndir:
- Pihole, eins og margir hafa bent á. Hef ekki kynnt mér hvernig það er í samanburði við AdGuard sem gæti verið önnur pæling.
- Vaultwarden, þinn eigin prívate pwd-manager
- Immich, fyrir fjölskyldumyndirnar
- Pfsense, ef þú ert nörd og vilt byggja þinn eigin router (gætir þurft auka hardware)
- fail2ban / crowdsec, ef þú opnar á einhverjar þjónustur út á netið

Gætir rent yfir listann hjá https://www.linuxserver.io/ til að fá fleirri hugmyndir, kannski langar þig í uppskriftakerfi, heimilisbókhald eða routa allri nettraffík úr símanum þínum í gegnum vpn -> heimanetið meðan þú ferðast erlendis. Allskonar til.


routa allri nettraffík úr símanum þínum í gegnum vpn -> heimanetið meðan þú ferðast erlendis

Þetta er áhugavert, ef ég skil rétt þá væri maður ekkert að lenda í eitthverju gagnamagn veseni erlendis? Ef þú gætir bent á eitthvað til að fræða mig betur um þetta væri það veel þegið!




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf TheAdder » Mán 18. Mar 2024 12:44

Kongurinn skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:Hugmyndir:
- Pihole, eins og margir hafa bent á. Hef ekki kynnt mér hvernig það er í samanburði við AdGuard sem gæti verið önnur pæling.
- Vaultwarden, þinn eigin prívate pwd-manager
- Immich, fyrir fjölskyldumyndirnar
- Pfsense, ef þú ert nörd og vilt byggja þinn eigin router (gætir þurft auka hardware)
- fail2ban / crowdsec, ef þú opnar á einhverjar þjónustur út á netið

Gætir rent yfir listann hjá https://www.linuxserver.io/ til að fá fleirri hugmyndir, kannski langar þig í uppskriftakerfi, heimilisbókhald eða routa allri nettraffík úr símanum þínum í gegnum vpn -> heimanetið meðan þú ferðast erlendis. Allskonar til.


routa allri nettraffík úr símanum þínum í gegnum vpn -> heimanetið meðan þú ferðast erlendis

Þetta er áhugavert, ef ég skil rétt þá væri maður ekkert að lenda í eitthverju gagnamagn veseni erlendis? Ef þú gætir bent á eitthvað til að fræða mig betur um þetta væri það veel þegið!

Þetta er það sem ég geri með WireGuard, en gagnanotkun breytist ekkert, það er bara öll umferð hjá þér "sett í dulkóðaðann stokk" sem liggur inn á heimanetið. Þannig ef þú ert staddur í Berlín, og sækir 10Mb á Netflix, þá fara þau frá Netflix, til íslands, í gegnum heimilið, og svo í "stokknum" til þín í Berlín. Þú ert samt sem áður að sækja 10MB í Berlín. Þjóðverjarnir sjá bara ekki hvað þú ert að sækja, eða hvaðan.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf oliuntitled » Mán 18. Mar 2024 13:09

Er með eina vél með eldra hardware (6th gen intel, 32gb ram) og um 44TB í samansafni af 3,4 og 8TB diskum.
Er að keyra:
Plex
Radarr/Sonarr
Request kerfi ofaná radarr/sonarr
pihole
bitwarden - selfhosted
home assistant
og eitthvað meira af minor dóti.

Hef ekki farið útí pfsense enda alger óþarfi í mínu tilfelli þar sem ég er með gróft overkill í netbúnaði :)




Knud
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Sun 28. Mar 2010 23:31
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Knud » Mán 18. Mar 2024 20:08

Ég er með mitt eigið ský fyrir myndir í nextcloud á Lenovo Mini, 2tb NVME.
Mjög þægilegt, syncar inn á það þegar ég er heima á WFI.

Langar að bæta við fleira inn í hana eins og VPN



Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Kongurinn » Mán 18. Mar 2024 20:56

TheAdder skrifaði:
Kongurinn skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:Hugmyndir:
- Pihole, eins og margir hafa bent á. Hef ekki kynnt mér hvernig það er í samanburði við AdGuard sem gæti verið önnur pæling.
- Vaultwarden, þinn eigin prívate pwd-manager
- Immich, fyrir fjölskyldumyndirnar
- Pfsense, ef þú ert nörd og vilt byggja þinn eigin router (gætir þurft auka hardware)
- fail2ban / crowdsec, ef þú opnar á einhverjar þjónustur út á netið

Gætir rent yfir listann hjá https://www.linuxserver.io/ til að fá fleirri hugmyndir, kannski langar þig í uppskriftakerfi, heimilisbókhald eða routa allri nettraffík úr símanum þínum í gegnum vpn -> heimanetið meðan þú ferðast erlendis. Allskonar til.


routa allri nettraffík úr símanum þínum í gegnum vpn -> heimanetið meðan þú ferðast erlendis

Þetta er áhugavert, ef ég skil rétt þá væri maður ekkert að lenda í eitthverju gagnamagn veseni erlendis? Ef þú gætir bent á eitthvað til að fræða mig betur um þetta væri það veel þegið!

Þetta er það sem ég geri með WireGuard, en gagnanotkun breytist ekkert, það er bara öll umferð hjá þér "sett í dulkóðaðann stokk" sem liggur inn á heimanetið. Þannig ef þú ert staddur í Berlín, og sækir 10Mb á Netflix, þá fara þau frá Netflix, til íslands, í gegnum heimilið, og svo í "stokknum" til þín í Berlín. Þú ert samt sem áður að sækja 10MB í Berlín. Þjóðverjarnir sjá bara ekki hvað þú ert að sækja, eða hvaðan.


aaa skil skil!

oliuntitled skrifaði:Er með eina vél með eldra hardware (6th gen intel, 32gb ram) og um 44TB í samansafni af 3,4 og 8TB diskum.
Er að keyra:
Plex
Radarr/Sonarr
Request kerfi ofaná radarr/sonarr
pihole
bitwarden - selfhosted
home assistant
og eitthvað meira af minor dóti.

Hef ekki farið útí pfsense enda alger óþarfi í mínu tilfelli þar sem ég er með gróft overkill í netbúnaði :)


Solid set up! Þarf að fara ná þér í TB fjölda

Knud skrifaði:Ég er með mitt eigið ský fyrir myndir í nextcloud á Lenovo Mini, 2tb NVME.
Mjög þægilegt, syncar inn á það þegar ég er heima á WFI.

Langar að bæta við fleira inn í hana eins og VPN


Þyrfti einmitt að henda í eitthvað svoleiðis, annaðhvort fyrir allar myndir eða bara þær sem maður vill virkilega að glatist ekki



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf Stutturdreki » Þri 19. Mar 2024 10:39

Kongurinn skrifaði:
TheAdder skrifaði:
Kongurinn skrifaði:
Stutturdreki skrifaði:Hugmyndir:
- Pihole, eins og margir hafa bent á. Hef ekki kynnt mér hvernig það er í samanburði við AdGuard sem gæti verið önnur pæling.
- Vaultwarden, þinn eigin prívate pwd-manager
- Immich, fyrir fjölskyldumyndirnar
- Pfsense, ef þú ert nörd og vilt byggja þinn eigin router (gætir þurft auka hardware)
- fail2ban / crowdsec, ef þú opnar á einhverjar þjónustur út á netið

Gætir rent yfir listann hjá https://www.linuxserver.io/ til að fá fleirri hugmyndir, kannski langar þig í uppskriftakerfi, heimilisbókhald eða routa allri nettraffík úr símanum þínum í gegnum vpn -> heimanetið meðan þú ferðast erlendis. Allskonar til.


routa allri nettraffík úr símanum þínum í gegnum vpn -> heimanetið meðan þú ferðast erlendis

Þetta er áhugavert, ef ég skil rétt þá væri maður ekkert að lenda í eitthverju gagnamagn veseni erlendis? Ef þú gætir bent á eitthvað til að fræða mig betur um þetta væri það veel þegið!

Þetta er það sem ég geri með WireGuard, en gagnanotkun breytist ekkert, það er bara öll umferð hjá þér "sett í dulkóðaðann stokk" sem liggur inn á heimanetið. Þannig ef þú ert staddur í Berlín, og sækir 10Mb á Netflix, þá fara þau frá Netflix, til íslands, í gegnum heimilið, og svo í "stokknum" til þín í Berlín. Þú ert samt sem áður að sækja 10MB í Berlín. Þjóðverjarnir sjá bara ekki hvað þú ert að sækja, eða hvaðan.


aaa skil skil!

Ef þú ert á wifi erlendis, td. á hóteli, á flugvelli, í lest eða eitthvað, er það bara internet traffík og þú borgar ekkert auka. Á 5G ertu náttúrulega að éta upp gagnamagn en innan EU er það ekkert slæmt eftir að (helvítis) EU (sem er alltaf að setja einhverjar reglur sem við viljum ekki fara eftir) stoppaði roaming gjöldin sem símafyrirtækin voru að klína ofan á.

Kongurinn skrifaði:
Knud skrifaði:Ég er með mitt eigið ský fyrir myndir í nextcloud á Lenovo Mini, 2tb NVME.
Mjög þægilegt, syncar inn á það þegar ég er heima á WFI.

Langar að bæta við fleira inn í hana eins og VPN


Þyrfti einmitt að henda í eitthvað svoleiðis, annaðhvort fyrir allar myndir eða bara þær sem maður vill virkilega að glatist ekki

Ef þú ert bara að hugsa um myndir myndi ég frekar mæla með Immich, Nextcloud er snilld en það er bara svo mikið meira og mynda supportið er ekki frábært (memories plugginið fer langt samt). Mundu bara að hvorki Nextcloud, Immich, eða önnur sambærileg kerfi eru ekki backup. Ef þú ert með einhver gögn sem þú vilt virkilega ekki glatast þá þarftu að eiga 2-3 afrit og amk. 1 einhverstaðar annarstaðar en heima hjá þér.




ecoblaster
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mið 19. Maí 2010 17:58
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Home Server / SelfHosted

Pósturaf ecoblaster » Þri 19. Mar 2024 23:20

Ég er með Unraid þjónn keyrandi á eftirfarandi specum:
Intel 9900K á AIO vatnskælingu
80GB RAM
40TB í JBOD diskastæðu sett upp í ZFS
3TB í cache
RTX 3080 á AIO vatnskælingu
10gbps netkort
er með PiKVM tengda við þjóninn til að remotly tengjast inn á ef ég þarf að komast í BIOS
tengt við Unraid þjóninn er líka gamalt Synology diskabox sem ég er að nota til að safna saman syslog upplýsingum ef Unraid þjóninn crashar

í Unraid er ég með Plex, Sonarr, Radarr, Prowlar, qBittorrent, pihole, Lancache, Grafana dashboard til að skoða loga frá Unifi netinu ásamt Unraid og UPS
Windows 11 VM keyrandi Parsec fyrir remote leikjatölvu og Windows server sem keyrir Radius auðkenningu fyrir WiFi

er síðan með Raspberry Pi tölvu fyrir Home Assistant en það og Plex er opið út á netið í gegnum Unraid cloudflare tunnel sem tengist inn á sér VLAN frá router og fer síðan í NginxProxyManager sem er varið af Crowdsec

Unraid þjóninn tengist í 10gbps Unifi Aggregation switch sem fer í UDM PRO SE sem er síðan með LTE Failover ef svo ólíklega skildi gerast að ljósleiðarinn dettur út
nota siðan bara innbygða OpenVPN server þjónustuna á UDM PRO SE routernum til að geta VPN heim

Leikjatölvan 10Gbps fer í gegnum sama Aggregation switch en önnur tæki fara í gegnum Unifi Switch Enterprise 8 PoE ásamt WiFi 6E U6 Enterprise AP
Allt þetta er siðan tengt í UPS sem getur keyrt í 15min til að initiate safe shutdown

Mynd