Nýjir eigendur Tölvutækni
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 4196
- Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
- Reputation: 1342
- Staða: Ótengdur
Nýjir eigendur Tölvutækni
Sælir félagar, hér er smá tilkynning, fyrir þá sem ekki nenna að lesa hana til enda, þá er TL;DR útgáfa í fyrsta commenti hér að neðan.
Eins og einhverjir hér vita, þá lést eigandi Tölvutækni, Pétur Hannesson, þann 8. febrúar síðastliðin eftir langa baráttu við illvíg veikindi. Ég ætla ekki að fjölyrða um það skarð sem hann skilur eftir í lífi okkar vina og aðstandenda, enda er þetta ekki vettvangurinn til þess.
Eftir Pésa stendur fyrirtækið, Tölvutækni, eitt af fimm starfandi sérvöruverslunum með tölvur og tölvubúnað. Fyrirtækið stofnaði Pési 2004, þá 25 ára gamall. Í upphafi var Tölvutækni einungis netverslun, stuttu síðar leigði Pési skrifstofu fyrir starfsemina, og árið 2007 keypti og opnaði hann verslun í Hamraborg, og nokkrum árum síðar flytur verslunin í Bæjarlind.
Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í þessu með Pésa, en ég var fyrsti starfsmaður utan hans, byrjaði hjá honum vorið 2007. Það sem átti að vera 1 árs pása eftir menntaskóla endaði sem 6 ára ævintýri.
Þegar Pési lést, þá hafði fjölskyldan samband og bað mig um að aðstoða þau við að ganga frá lausum endum, taka stöðuna á rekstrinum, ganga frá pöntunum og sjá til þess að engir viðskiptavinir sætu eftir með sárt ennið. Ég heyrði strax í öðrum fyrrverandi starfsmönnum, vinum mínum, og var fallegt að sjá hvað allir voru tilbúnir til að búa til tíma til þess að aðstoða við verkefnið.
Í kjölfarið, án þess að ég væri að búast við, hugsa út í eða falast eftir á nokkurn hátt, fóru aðstandendur Pésa að spyrja hvort ég hefði áhuga á því að taka við rekstrinum. Fyrsta hugsun var að ég hefði engan tíma fyrir þetta, en eftir því sem ég hugsaði málið betur, þá fann ég að bæði fannst mér áskorunin spennandi, en einnig að það væri ótækt að Tölvutækni myndi endanlega loka.
Ég áttaði mig strax á því að ég myndi ekki ráða við að gera þetta sómasamlega einn. Sama hvernig rekstur það er, þá er í mínum huga nauðsynlegt að hafa einhvern til þess að ræða málin við, til þess að grípa þá bolta sem maður missir, til þess að deila bæði ábyrgðinni og vonandi velgengninni með.
Þannig að þá erum við komin að helsta efni þessarar tilkynningar. Við Hallur Sigurðsson, sem einnig er fyrrum starfsmaður Tölvutækni, höfum ákveðið að kaupa rekstur Tölvutækni. Vaktarar þekkja Hall líklega betur sem vesley, og hann er algjörlega framúrskarandi einstaklingur. Við vorum einungis kunningjar þegar við byrjuðum að ræða málin fyrir nokkrum vikum síðan, en í dag er enginn sem ég myndi frekar vilja fara í þessa vegferð með. Hallur verður framkvæmdastjóri félagsins, ég verð starfsmaður á plani, guð forði mér frá Dr. Gunna.
Tölvutækni mun því starfa áfram, í fyrstu sem netverslun, en vonandi síðar aftur í verslunarhúsnæði. Við munum halda fast í þau gildi sem Pési lagði upp með, vandaðar vörur, á góðu verði, með góðri, heiðarlegri og sanngjarnri þjónustu. Við munum leggja upp með að vera með bestu vörurnar á besta verðinu, og höfum auðvitað samkeppnisforskot þar, verandi einungis netverslun.
Verslunin verður rekin á nýrri kennitölu, en við ætlum að virða allar ábyrgðir fram til þessa. Það verður lögð mikil áhersla á að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings, og að allir afhendingatímar á vörum standist. Við erum í góðum samskiptum við okkar birgja, og komum til með að taka mjög reglulegar hraðsendingar að utan.
Þessa dagana erum við að taka til á síðunni, skoða og ákveða hvaða vöruúrval við viljum bjóða upp á, en vandaðar tölvur og íhlutir í þær verða okkar helsti fókus. Við leggjum alla áherslu á að viðskiptavinir geti treyst því að við veljum einungis vandaða íhluti í samsettu vélarnar okkar. Það er í ýmis horn að líta, og við erum að vinna í því að leysa allt það sem þarf til þess að geta rekið almennilega netverslun. Tölvubransinn er auðvitað þannig að það er mikil ábyrgðarskylda, fólk þarf að geta fengið tölvurnar og tækin sín viðgerð hratt og örugglega ef þau bila.
Við erum ekki komnir með öll svörin, verslunin er ekki komin aftur í full swing, enda er þessi tilkynning til ykkar aðallega hugsuð til að láta ykkur samáhugamenn um tölvur og tækni vita af okkur, láta vita að búðin sé ekki að loka, og vonandi kveikja smá von hjá þeim sem muna eftir björtu dögum Tölvutækni. Von um að það séu enn til vitleysingar eins og Pési, sem nenna að taka slaginn við risana og veita þeim almennilega samkeppni.
Eftir að hafa skoðað tölurnar, þá þarf maður að vera smá klikkaður til að fara inn á markað þar sem álagningin er á bilinu 10-30% á helstu vörum, og ætla að skapa sér þar stöðu sem ódýrasti aðilinn, og með bestu þjónustuna.
En ekkert væl, við tökum meðvitaðir þessa ákvörðun, bara lets go!
Lifi Tölvutækni!
Allra bestu kveðjur,
Klemenz Hrafn
PS. Hægt er að hafa samband við okkur hér á Vaktinni, í sala@tolvutaekni.is eða á Tölvutækni í gegnum Messenger
Eins og einhverjir hér vita, þá lést eigandi Tölvutækni, Pétur Hannesson, þann 8. febrúar síðastliðin eftir langa baráttu við illvíg veikindi. Ég ætla ekki að fjölyrða um það skarð sem hann skilur eftir í lífi okkar vina og aðstandenda, enda er þetta ekki vettvangurinn til þess.
Eftir Pésa stendur fyrirtækið, Tölvutækni, eitt af fimm starfandi sérvöruverslunum með tölvur og tölvubúnað. Fyrirtækið stofnaði Pési 2004, þá 25 ára gamall. Í upphafi var Tölvutækni einungis netverslun, stuttu síðar leigði Pési skrifstofu fyrir starfsemina, og árið 2007 keypti og opnaði hann verslun í Hamraborg, og nokkrum árum síðar flytur verslunin í Bæjarlind.
Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í þessu með Pésa, en ég var fyrsti starfsmaður utan hans, byrjaði hjá honum vorið 2007. Það sem átti að vera 1 árs pása eftir menntaskóla endaði sem 6 ára ævintýri.
Þegar Pési lést, þá hafði fjölskyldan samband og bað mig um að aðstoða þau við að ganga frá lausum endum, taka stöðuna á rekstrinum, ganga frá pöntunum og sjá til þess að engir viðskiptavinir sætu eftir með sárt ennið. Ég heyrði strax í öðrum fyrrverandi starfsmönnum, vinum mínum, og var fallegt að sjá hvað allir voru tilbúnir til að búa til tíma til þess að aðstoða við verkefnið.
Í kjölfarið, án þess að ég væri að búast við, hugsa út í eða falast eftir á nokkurn hátt, fóru aðstandendur Pésa að spyrja hvort ég hefði áhuga á því að taka við rekstrinum. Fyrsta hugsun var að ég hefði engan tíma fyrir þetta, en eftir því sem ég hugsaði málið betur, þá fann ég að bæði fannst mér áskorunin spennandi, en einnig að það væri ótækt að Tölvutækni myndi endanlega loka.
Ég áttaði mig strax á því að ég myndi ekki ráða við að gera þetta sómasamlega einn. Sama hvernig rekstur það er, þá er í mínum huga nauðsynlegt að hafa einhvern til þess að ræða málin við, til þess að grípa þá bolta sem maður missir, til þess að deila bæði ábyrgðinni og vonandi velgengninni með.
Þannig að þá erum við komin að helsta efni þessarar tilkynningar. Við Hallur Sigurðsson, sem einnig er fyrrum starfsmaður Tölvutækni, höfum ákveðið að kaupa rekstur Tölvutækni. Vaktarar þekkja Hall líklega betur sem vesley, og hann er algjörlega framúrskarandi einstaklingur. Við vorum einungis kunningjar þegar við byrjuðum að ræða málin fyrir nokkrum vikum síðan, en í dag er enginn sem ég myndi frekar vilja fara í þessa vegferð með. Hallur verður framkvæmdastjóri félagsins, ég verð starfsmaður á plani, guð forði mér frá Dr. Gunna.
Tölvutækni mun því starfa áfram, í fyrstu sem netverslun, en vonandi síðar aftur í verslunarhúsnæði. Við munum halda fast í þau gildi sem Pési lagði upp með, vandaðar vörur, á góðu verði, með góðri, heiðarlegri og sanngjarnri þjónustu. Við munum leggja upp með að vera með bestu vörurnar á besta verðinu, og höfum auðvitað samkeppnisforskot þar, verandi einungis netverslun.
Verslunin verður rekin á nýrri kennitölu, en við ætlum að virða allar ábyrgðir fram til þessa. Það verður lögð mikil áhersla á að svara öllum fyrirspurnum innan sólarhrings, og að allir afhendingatímar á vörum standist. Við erum í góðum samskiptum við okkar birgja, og komum til með að taka mjög reglulegar hraðsendingar að utan.
Þessa dagana erum við að taka til á síðunni, skoða og ákveða hvaða vöruúrval við viljum bjóða upp á, en vandaðar tölvur og íhlutir í þær verða okkar helsti fókus. Við leggjum alla áherslu á að viðskiptavinir geti treyst því að við veljum einungis vandaða íhluti í samsettu vélarnar okkar. Það er í ýmis horn að líta, og við erum að vinna í því að leysa allt það sem þarf til þess að geta rekið almennilega netverslun. Tölvubransinn er auðvitað þannig að það er mikil ábyrgðarskylda, fólk þarf að geta fengið tölvurnar og tækin sín viðgerð hratt og örugglega ef þau bila.
Við erum ekki komnir með öll svörin, verslunin er ekki komin aftur í full swing, enda er þessi tilkynning til ykkar aðallega hugsuð til að láta ykkur samáhugamenn um tölvur og tækni vita af okkur, láta vita að búðin sé ekki að loka, og vonandi kveikja smá von hjá þeim sem muna eftir björtu dögum Tölvutækni. Von um að það séu enn til vitleysingar eins og Pési, sem nenna að taka slaginn við risana og veita þeim almennilega samkeppni.
Eftir að hafa skoðað tölurnar, þá þarf maður að vera smá klikkaður til að fara inn á markað þar sem álagningin er á bilinu 10-30% á helstu vörum, og ætla að skapa sér þar stöðu sem ódýrasti aðilinn, og með bestu þjónustuna.
En ekkert væl, við tökum meðvitaðir þessa ákvörðun, bara lets go!
Lifi Tölvutækni!
Allra bestu kveðjur,
Klemenz Hrafn
PS. Hægt er að hafa samband við okkur hér á Vaktinni, í sala@tolvutaekni.is eða á Tölvutækni í gegnum Messenger
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 4196
- Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
- Reputation: 1342
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
TL;DR - Pétur Hannesson, fyrrverandi eigandi Tölvutækni, er látinn eftir illvíg veikindi. Við Hallur (vesley) erum að kaupa og taka yfir rekstur Tölvutækni, ætlum okkur að vera ódýrastir og bestir.
Frekari og hefðbundnari tilkynning um enduropnun kemur von bráðar, þar sem við verðum með útsölu ásamt annara spennandi tilboða.
Frekari og hefðbundnari tilkynning um enduropnun kemur von bráðar, þar sem við verðum með útsölu ásamt annara spennandi tilboða.
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Vá hvað það er gaman að vita til þess að Tölvutækni heldur áfram og það í frábærum höndum! Gangi ykkur alveg ótrúlega vel strákar!
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1744
- Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Gaman að sjá að verslunin mun lifa áfram.
Þið þurfið ekki að vera ódýrastir, heldur þurfiði að vera bestir, ég mundi borga meira fyrir góða og þægilega þjónustu og frábærar vörur
Þið þurfið ekki að vera ódýrastir, heldur þurfiði að vera bestir, ég mundi borga meira fyrir góða og þægilega þjónustu og frábærar vörur
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1702
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Leiðinlegt að heyra með Pétur en á sama tíma ánægjulegt að Tölvutækni haldi áfram.
Gangi ykkur vel, á örugglega eftir að versla við ykkur.
Gangi ykkur vel, á örugglega eftir að versla við ykkur.
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Slæmt að heyra hvernig heilsan fór hjá Pétri. Þekkti hann ekki persónulega en orðspor verslunar hans var stórt.
Verður spennandi að sjá ykkur reka Tölvutækni áfram, gæti ekki verið í betri höndum.
Hlakka til að eiga viðskipti við ykkur í framtíðinni.
Verður spennandi að sjá ykkur reka Tölvutækni áfram, gæti ekki verið í betri höndum.
Hlakka til að eiga viðskipti við ykkur í framtíðinni.
-
- Nörd
- Póstar: 114
- Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
- Reputation: 10
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Virkilega leitt að heyra með Pétur.
Ég keypti samsetta borðtölvu frá Tölvutækni 2018, ekkert nema fagleg vinnubrögð og stórkostleg þjónusta sem ég fékk!
Gangi ykkur sem allra best! Það gleður mig virkilega að sjá þetta prýðilega fyrirtæki halda sinni arfleifð gangandi!
Snævar
Ég keypti samsetta borðtölvu frá Tölvutækni 2018, ekkert nema fagleg vinnubrögð og stórkostleg þjónusta sem ég fékk!
Gangi ykkur sem allra best! Það gleður mig virkilega að sjá þetta prýðilega fyrirtæki halda sinni arfleifð gangandi!
Snævar
PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz
Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz
Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)
-
- Kóngur
- Póstar: 6397
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 464
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Hlakka til að sjá þennan nýja kafla í sögu Tölvutækni, ég man vel eftir þér sem starfsmanni þarna og hef ekkert nema gott að segja
Get ekki ímyndað mér fyrirtækið í betri höndum og er ég mjög glaður að búðin fær að halda áfram og forða okkur frá þessari fákeppni sem er að myndast.
Get ekki ímyndað mér fyrirtækið í betri höndum og er ég mjög glaður að búðin fær að halda áfram og forða okkur frá þessari fákeppni sem er að myndast.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Gúrú
- Póstar: 557
- Skráði sig: Lau 21. Sep 2019 22:53
- Reputation: 69
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Gangi ykkur vel! Vona að þetta gengur allt vel
Ryzen 9 3900
RTX 3080 10Gb
32gb ddr4 3600mhz
1440p 180hz
RTX 3080 10Gb
32gb ddr4 3600mhz
1440p 180hz
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Þá er ég kominn með nýja go-to tölvubúð, gangi ykkur vel!
Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Samúðarkveðjur til ykkar, og gangi ykkur sem best með reksturinn.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Samúðarkveðjur, gangi ykkur vel.
Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2350
- Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
- Reputation: 54
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Samúðarkveðjur til aðstandenda Péturs,
Og það er klárt mál hvert ég bendi fólki á að fara með sín viðskipti.
Fyrir þá sem ekki vita, það var einu sinni haldin case-mod keppni á Vaktinni.
Ég hafði samband við allar stóru og litlu tölvubúðirnar.
Ég fékk engin viðbrögð nema frá honum sem var meira en til í að gefa verðlaun.
@Klemmi, Hafðu Quadro/RTX á bakvið eyrað..
Og það er klárt mál hvert ég bendi fólki á að fara með sín viðskipti.
Fyrir þá sem ekki vita, það var einu sinni haldin case-mod keppni á Vaktinni.
Ég hafði samband við allar stóru og litlu tölvubúðirnar.
Ég fékk engin viðbrögð nema frá honum sem var meira en til í að gefa verðlaun.
@Klemmi, Hafðu Quadro/RTX á bakvið eyrað..
Síðast breytt af Klaufi á Mið 13. Mar 2024 20:59, breytt samtals 1 sinni.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Hlýjar mér um hjartarætur að sjá viðbrögð Vaktarmeðlima við að Tölvutækni haldi áfram starfsemi.
Þó vefverslunin er enn í fullu ferli á að fá nýjar vörur og lagfæringum þá er gott að taka fram að búið er að opna fyrir vefpantanir og öll ferli eru komin í réttan farveg.
Ég er gríðarlega spenntur fyrir komandi tímum með Klemenz.
Þó vefverslunin er enn í fullu ferli á að fá nýjar vörur og lagfæringum þá er gott að taka fram að búið er að opna fyrir vefpantanir og öll ferli eru komin í réttan farveg.
Ég er gríðarlega spenntur fyrir komandi tímum með Klemenz.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16573
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2136
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
vesley skrifaði:Hlýjar mér um hjartarætur að sjá viðbrögð Vaktarmeðlima við að Tölvutækni haldi áfram starfsemi.
Þó vefverslunin er enn í fullu ferli á að fá nýjar vörur og lagfæringum þá er gott að taka fram að búið er að opna fyrir vefpantanir og öll ferli eru komin í réttan farveg.
Ég er gríðarlega spenntur fyrir komandi tímum með Klemenz.
Þetta er ljósi punkturinn í þeim hörmungarfréttum sem ég fékk um daginn þegar Pési lést.
Er nokkuð viss um að hann hefði viljað sjá ykkur félagana taka við keflinu hefði hann haft eitthvað um það að segja.
Gangi ykkur sem allra best.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 322
- Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
- Reputation: 8
- Staðsetning: Jörðin
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Þetta eru án vafa bestu fréttir sem ég hef lesið lengi, gangi ykkur alveg rosalega vel með þetta nýja ævintýri.
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Mjög leiðinlegar fréttir um hann Pétur. Samúð með þeim sem standa honum nærri.
Minnist einnig hans urban okkar sem fór einnig ungur einsog Pétur fyrir nokkrum mánuðum. Of mikið um þetta af ungum mönnum.
Óska þess að tölvutækni eigi sér góða framtíð enda hef ég keypt mikið af tölvubúnaði þar síðan verslunin var í Hamraborginni, og þar var mikið fjör þegar ég heimsótti.
Minnist einnig hans urban okkar sem fór einnig ungur einsog Pétur fyrir nokkrum mánuðum. Of mikið um þetta af ungum mönnum.
Óska þess að tölvutækni eigi sér góða framtíð enda hef ég keypt mikið af tölvubúnaði þar síðan verslunin var í Hamraborginni, og þar var mikið fjör þegar ég heimsótti.
*-*
-
- Nörd
- Póstar: 135
- Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
- Reputation: 35
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Leiðinlegt að heyra hvernig fór.
En hvaða vörumerki ætliði að bjóða uppá þegar kemur að tölvu íhlutum?
En hvaða vörumerki ætliði að bjóða uppá þegar kemur að tölvu íhlutum?
-
- Nörd
- Póstar: 137
- Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 02:03
- Reputation: 6
- Staðsetning: 221 hfj
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Samhryggist vegna Péturs, Hann var alltaf tilbúin í að aðstoða og panta fyrir mann.
En gott að heyra að versluninn haldi áfram, hef verslað nánast einungis við tölvutækni síðan hún var í litlu skrifstofuni. Mun halda því áfram.
En gott að heyra að versluninn haldi áfram, hef verslað nánast einungis við tölvutækni síðan hún var í litlu skrifstofuni. Mun halda því áfram.
ASUS PRIME Z490M - Intel Core i5-10600 - 16gb CORSAIR Vengeance LPX 16GB 3600mhz - Kingston Digital 240GB SSDNow V300 - Samsung 840evo 500gb ssd - EVGA 1070gtx FE - 24" ASUS VG248QE 1ms 144Hz Gaming - Evga 750w - Phanteks
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Uncredible skrifaði:Leiðinlegt að heyra hvernig fór.
En hvaða vörumerki ætliði að bjóða uppá þegar kemur að tölvu íhlutum?
Í grunninn verðum við ekki neitt fastir á ákveðnum vörumerkjum. Ég hef alltaf trú á því að gott sé að bjóða upp á það sem er að reynast vel og fá góðar umfjallanir. Svo að ef ákveðinn framleiðandi á aflgjöfum reynist betri en aðrir þá verðir það merki klárlega í boði, ásamt mörgu öðru að sjálfsögðu.
Við getum pantað frá öllum helstu merkjum bæði í íhlutum og jaðarbúnaði.
Mjög fljótlega koma aftur inn fartölvur og stór bæting í skjám, lyklaborðum, mýs og fleira.
Ef ykkur hefur dreymt um ákveðna vöru ekki hika þá við að hafa samband.
-
- Nýliði
- Póstar: 19
- Skráði sig: Lau 23. Ágú 2014 11:21
- Reputation: 9
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Samúðarkveðjur til allra varðandi Pétur.
Góðar fréttir varðandi Tölvutækni!
Alltaf þegar ég hef verslað við Tölvutækni hef ég fengið góða þjónustu, gott verð og góðar upplýsingar
Gangi ykkur sem allra allra best í þessum harða heimi.
Ég mun pottþétt halda áfram að versla við ykkur.
Góðar fréttir varðandi Tölvutækni!
Alltaf þegar ég hef verslað við Tölvutækni hef ég fengið góða þjónustu, gott verð og góðar upplýsingar
Gangi ykkur sem allra allra best í þessum harða heimi.
Ég mun pottþétt halda áfram að versla við ykkur.
-
- Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
- Póstar: 69
- Skráði sig: Mán 12. Jan 2015 18:15
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Samhryggist og samgleðst!
Gangi ykkur vel með þetta nýja verkefni, það verður gaman að sjá Tölvutækni rísa á ný!
Gangi ykkur vel með þetta nýja verkefni, það verður gaman að sjá Tölvutækni rísa á ný!