Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Á næsta ári (2022) þá ætlar Nova að fara að loka 3G kerfinu hjá sér og setja upp 4G og 5G senda í staðinn þar sem það er framkvæmt. Ég veit ekki hvað Síminn og Vodafone ætla að gera í þessu. Ég reikna með að farið verði að slökkva á 2G kerfum frá og með árinu 2025 á Íslandi eins og annarstaðar í Evrópu og Norðurlöndunum sem undanfari að stækkun 5G og undirbúningi fyrir komu 6G farsímakerfis sem er væntanlegt í kringum árið 2029 til 2031.
Nova hefur notað Band 8 (900Mhz) og Band 1 (2100Mhz) fyrir 3G og það mun væntanlega fara allt í notkun á 4G og 5G sem mun bæta samband á stórum svæðum í Reykjavík og annarstaðar á Íslandi á sama tíma. Nova er einnig með tíðnileyfi á Bandi 20 (800Mhz) en það styðja ekkert allir 5G farsímar það tíðnisvið ennþá þannig að það má reikna með að næstu árin verður bara 4G á því tíðnisviði.
Nova hefur notað Band 8 (900Mhz) og Band 1 (2100Mhz) fyrir 3G og það mun væntanlega fara allt í notkun á 4G og 5G sem mun bæta samband á stórum svæðum í Reykjavík og annarstaðar á Íslandi á sama tíma. Nova er einnig með tíðnileyfi á Bandi 20 (800Mhz) en það styðja ekkert allir 5G farsímar það tíðnisvið ennþá þannig að það má reikna með að næstu árin verður bara 4G á því tíðnisviði.
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
https://www.bbc.com/news/technology-68426263
Bump
Bretland er að slökkva á 2G og við það hættir appið fyrir eldri Nissan Leaf bíla að virka.
Þetta fellur ekki vel í kramið
Bump
Bretland er að slökkva á 2G og við það hættir appið fyrir eldri Nissan Leaf bíla að virka.
Þetta fellur ekki vel í kramið
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Black skrifaði:https://www.bbc.com/news/technology-68426263
Bump
Bretland er að slökkva á 2G og við það hættir appið fyrir eldri Nissan Leaf bíla að virka.
Þetta fellur ekki vel í kramið
Þetta verður einnig svona á Íslandi þegar byrjað verður að slökkva á 2G og 3G.
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
jonfr1900 skrifaði: Ég reikna með að farið verði að slökkva á 2G kerfum frá og með árinu 2025 á Íslandi
Hér er linkur á frétt á heimasíðu Fjarskiptastofu um lokun GSM og 3G þjónustu, en þar segir "Ákvörðun tímasetningar lokunar GSM og 3G þjónustu er alfarið fjarskiptafélaganna. Það er því þeirra ákvörðun að loka bæði GSM og 3G þjónustu í lok árs 2025":
https://www.fjarskiptastofa.is/fjarskip ... -thjonustu
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- FanBoy
- Póstar: 760
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Black skrifaði:https://www.bbc.com/news/technology-68426263
Bump
Bretland er að slökkva á 2G og við það hættir appið fyrir eldri Nissan Leaf bíla að virka.
Þetta fellur ekki vel í kramið
Þetta er smátt, hugsaðu bara um öll hlið að lokuðum sumarbústaðasvæðum sem munu hætta að virka
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Vandamálin eru alltaf í þessum tækniheimi að gamla tæknin er ekki lengur framleidd og varahlutir verða fokkdýrir, ef þeir eru á annað borð til, þannig að það þarf að taka það úr rekstri.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
JReykdal skrifaði:Vandamálin eru alltaf í þessum tækniheimi að gamla tæknin er ekki lengur framleidd og varahlutir verða fokkdýrir, ef þeir eru á annað borð til, þannig að það þarf að taka það úr rekstri.
Kallast planned planned obsolescence.
Þessir dual band 2G turnar hafa verið að týnast út sl. 2árin. Þetta hefur kostað jarðvertaka þvílíkar summur. Mikið af þessum GPS leiðréttingabúnaði hefur reitt sig á 2G og haldið sig við 2G því þetta er nánast enginn gagnastraumur.
Auðvitað eru framleiðendurnir ekki að bjóða mönnum að skipa um módemið sjálft í apparötunum. Heldur selja þér komplett nýtt unit sem er að öllu leiti eins nema með uppfærðu 2000kr módeminu.
Síðan hafa trillur og smábátar stólað á þéttleika 2G/3G netsins.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 254
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
jonsig skrifaði:JReykdal skrifaði:Vandamálin eru alltaf í þessum tækniheimi að gamla tæknin er ekki lengur framleidd og varahlutir verða fokkdýrir, ef þeir eru á annað borð til, þannig að það þarf að taka það úr rekstri.
Kallast planned planned obsolescence.
Þessir dual band 2G turnar hafa verið að týnast út sl. 2árin. Þetta hefur kostað jarðvertaka þvílíkar summur. Mikið af þessum GPS leiðréttingabúnaði hefur reitt sig á 2G og haldið sig við 2G því þetta er nánast enginn gagnastraumur.
Auðvitað eru framleiðendurnir ekki að bjóða mönnum að skipa um módemið sjálft í apparötunum. Heldur selja þér komplett nýtt unit sem er að öllu leiti eins nema með uppfærðu 2000kr módeminu.
Síðan hafa trillur og smábátar stólað á þéttleika 2G/3G netsins.
Planned obsolescence er samt annað, þar sem þetta er hannað til að detta út. Fjarskiptabúnaður þarf bara uppfærslur reglulega, bara eins og svipað og með tölvurnar okkar verður þetta betra.
Þó það sé kalt að þá eru bara engar tekjur fyrir fjarskiptafyrirtækin að halda úti 2G/3G netsins. Aðaltekjurnar eru í gagnahraða og gagnamagni sem 2G/3G er ekki að hjálpa við. Vandamálið liggur líka í því að fyrirtækin sem vilja halda úti 2G/3G áfram vegna gamals búnaðar, vilja ekki borga fjarskiptafyrirtækjunum háar upphæðir fyrir að halda útí 2G/3G og þá fellur þetta um sjálft sig. Alveg eins og POTS netið sem er núna bara dáið.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Það er hægt að slökkva á 2G í nýjasta Samsung Galaxy S24 símunum. Það er ekki ennþá hægt að slökkva á 3G en væntanlega verður það komið í Samsung Galaxy S25 á næsta ári (eða símanum sem kemur út árið 2026).
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Skjáskot úr Samsung Galaxy S21 5g
Þarna er valið að nota bara 5G/4G/3G
K.
Þarna er valið að nota bara 5G/4G/3G
K.
- Viðhengi
-
- Screenshot_20240309_074407_Call settings.jpg (233.15 KiB) Skoðað 6949 sinnum
Síðast breytt af kornelius á Lau 09. Mar 2024 07:54, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Þetta er ekki svona í Samsung Galaxy S20 Ultra 5G hjá mér. Ég hélt að þetta væri ekki komið í eldri týpur af símum en greinilegt að Samsung hefur breytt því í einhverri uppfærslunni.
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
jonfr1900 skrifaði:Þetta er ekki svona í Samsung Galaxy S20 Ultra 5G hjá mér. Ég hélt að þetta væri ekki komið í eldri týpur af símum en greinilegt að Samsung hefur breytt því í einhverri uppfærslunni.
Gæti verið já, þessi S21 er með Android 14 kannski segir það eitthvað?
K.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
kornelius skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Þetta er ekki svona í Samsung Galaxy S20 Ultra 5G hjá mér. Ég hélt að þetta væri ekki komið í eldri týpur af símum en greinilegt að Samsung hefur breytt því í einhverri uppfærslunni.
Gæti verið já, þessi S21 er með Android 14 kannski segir það eitthvað?
K.
Ég er með Android 13 og mun ekki fá uppfærslu upp í Android 14. Þannig að þegar ég uppfæri næst þá fer ég beint í Android 15 eða Android 16.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Black skrifaði:https://www.bbc.com/news/technology-68426263
Bretland er að slökkva á 2G og við það hættir appið fyrir eldri Nissan Leaf bíla að virka.
Þetta fellur ekki vel í kramið
...
russi skrifaði:Þetta er smátt, hugsaðu bara um öll hlið að lokuðum sumarbústaðasvæðum sem munu hætta að virka
Hvað finnst ykkur eðlilegur tími á að taka svona þjónustu úr notkun?
Það virðist einhvernveginn ekki skipta máli hversu langur fyrirvari er gefinn, sama hvers eðlis kerfið er eða hvað það heitir, það er alltaf einhver sem annaðhvort vill halda einhverjum forngrip gangandi, eða að framleiðandi var áfram að nýta gamalt dót eins lengi og hægt var.
Í tilfelli Nissan er um að ræða 8-14 ára gamla bíla, og það mætti jafnvel deila um afhverju módemið í þeim var bara 2G.
En óháð akkurat þessu atriði, þá kemur þetta upp af og til, það á að leggja niður legacy þjónustu/vöru sem jafnvel stendur ekki undir kostnaði, hvaða forsendur er eðlilegt að taka tillit til og hvað væri sanngjarn fyrirvari?
Mkay.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
depill skrifaði:Planned obsolescence er samt annað, þar sem þetta er hannað til að detta út. Fjarskiptabúnaður þarf bara uppfærslur reglulega, bara eins og svipað og með tölvurnar okkar verður þetta betra.
Þó það sé kalt að þá eru bara engar tekjur fyrir fjarskiptafyrirtækin að halda úti 2G/3G netsins. Aðaltekjurnar eru í gagnahraða og gagnamagni sem 2G/3G er ekki að hjálpa við. Vandamálið liggur líka í því að fyrirtækin sem vilja halda úti 2G/3G áfram vegna gamals búnaðar, vilja ekki borga fjarskiptafyrirtækjunum háar upphæðir fyrir að halda útí 2G/3G og þá fellur þetta um sjálft sig. Alveg eins og POTS netið sem er núna bara dáið.
Planned obsolescence er orðið svo rótgróið að fólk gerir sér ómögulega grein fyrir hversu víðfem hún er og kostnaðarsöm fyrir nýtingu náttúrunnar.
Auðvitað ætti 2G að vera orðið bara open source og einhver tugi ára hönnunargögn eiga ekkert að vera eitthvað fyrirtækjaleyndarmál endalaust.
Það er alveg haugurinn af mælitækjum sem keyra ennþá alveg fullkomlega á 2G, en verða ónothæf þegar 2G fer úr sambandi.
-Gps leiðréttingartæki.
-ýmsir umferðargreinar hjá vegagerðinni.
-leiðréttingar á sjókortagögn í stærri skipum.
-arduino tölvan mín sem er +10ára 5000kr project til að monitora og stýra heitapotti í bústað.
-allskonar dót sem hefur ekkert við meiri bandvídd að gera, og nýtur bara góðs af orkusparnaði við að nota 2G bandvídd.
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Að “2G væri open source” (sama hvað það þýðir) myndi ekki breyta neinu.
“Vandamálið” snýst um að það kostar að reka símkerfi og það kostar að fá tíðniheimildir og ef þú ert með þessa hluti þá geturðu nýtt tíðnina miklu betur ef þú keyrir nýrri tækni á henni en 2G.
Af því að Gulli gröfu kall eða húsfélagið í einhverju sumarhúsahverfi eru ekkert tilbúin að borga meira en nokkra þúsundkalla á mánuði fyrir að nota þetta (eðlilega) og það eru bara of fáir eftir sem eru að nota þetta að það svarar ekki kostnaði að halda því gangandi.
Ef símafélögin væru að halda þessu gangandi þá þýðir það bara að ég og þú værum að niðurgreiða þessa notendur með mánaðar gjöldunum okkar.
“Vandamálið” snýst um að það kostar að reka símkerfi og það kostar að fá tíðniheimildir og ef þú ert með þessa hluti þá geturðu nýtt tíðnina miklu betur ef þú keyrir nýrri tækni á henni en 2G.
Af því að Gulli gröfu kall eða húsfélagið í einhverju sumarhúsahverfi eru ekkert tilbúin að borga meira en nokkra þúsundkalla á mánuði fyrir að nota þetta (eðlilega) og það eru bara of fáir eftir sem eru að nota þetta að það svarar ekki kostnaði að halda því gangandi.
Ef símafélögin væru að halda þessu gangandi þá þýðir það bara að ég og þú værum að niðurgreiða þessa notendur með mánaðar gjöldunum okkar.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Hver heldur þú að borgi uppfærslunar sem "Gulli gröfu kall" leggur út fyrir ? Svona 80% líkur að hann sé nær alfarið að vinna fyrir vegagerðina með þennan búnað.
Það mætti leyfa einni tækninni að fá að fera í friði eins og AM því það var skilvirkt í því sem það átti að gera í amk 100ár. Og leyfa restinni að vera 5G,6G eða 100G.
Ég er auðvitað mikill andstæðingur hannaðrar úreldingar og litaður af því. En þetta snýst allt um hámarks gróða, að taka þetta úr umferð. Held að það gangi ekki fyrir plánetuna okkar til lengdar.
Það mætti leyfa einni tækninni að fá að fera í friði eins og AM því það var skilvirkt í því sem það átti að gera í amk 100ár. Og leyfa restinni að vera 5G,6G eða 100G.
Ég er auðvitað mikill andstæðingur hannaðrar úreldingar og litaður af því. En þetta snýst allt um hámarks gróða, að taka þetta úr umferð. Held að það gangi ekki fyrir plánetuna okkar til lengdar.
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Þannig að þú vilt nota hluta af þessari mjög takmörkuðu auðlind sem tíðnirnar í loftinu eru til að keyra tækni sem var orðin úreld fyrir 15 árum án þess að það séu markaðsforsendur fyrir því?
Það er vissulega einhverskonar hugmynd.
Fólk sem kaupir rándýr mælitæki ætti að gera kröfu um að þau séu skynsamlegar hönnuð en að þau verði ónothæf við svona útfösun heldur að það sé einhverskonar uppfærslumöguleiki.
Það er vissulega einhverskonar hugmynd.
Fólk sem kaupir rándýr mælitæki ætti að gera kröfu um að þau séu skynsamlegar hönnuð en að þau verði ónothæf við svona útfösun heldur að það sé einhverskonar uppfærslumöguleiki.
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Þetta er líka spurning um allan framleiðsluferilinn á sendunum.
Tækin þurfa chipset sem fáir framleiða, þau hætta í framleiðslu því það er verið að búa til nýrri chipset (of dýrt að vera með margar framleiðslulínur fyrir svona lítinn markað) og þá er ekki lengur hægt að supporta tækin.
En mest er þetta um að nýta þessa takmörkuðu auðlind sem tíðniheimildirnar eru sem best. Það er hagkvæmast fyrir alla.
Tækin þurfa chipset sem fáir framleiða, þau hætta í framleiðslu því það er verið að búa til nýrri chipset (of dýrt að vera með margar framleiðslulínur fyrir svona lítinn markað) og þá er ekki lengur hægt að supporta tækin.
En mest er þetta um að nýta þessa takmörkuðu auðlind sem tíðniheimildirnar eru sem best. Það er hagkvæmast fyrir alla.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Það var einnig kvartað yfir því þegar NMT (1G) kerfið lokaði árið 2010. Þó færðust allir yfir á nýrri kerfi fljótlega eftir það.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
jonfr1900 skrifaði:Það var einnig kvartað yfir því þegar NMT (1G) kerfið lokaði árið 2010. Þó færðust allir yfir á nýrri kerfi fljótlega eftir það.
Jájá. Ég er fúli kallinn að kvarta yfir tæknibreytingum á Útvarp sögu.
Svona no offense. Þá er það þannig að alkahólistinn þarf meðvirkla til að haldast "veikur" þetta er ekkert mikið öðruvísi með hönnuðu úreldinguna. Flest okkar taka þátt í því ómeðvitað. Við erum bara á lánuðum tíma hvað varðar plánetuna okkar, þetta er ekki grófasta ruglið en vissulega hluti af því.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Nova er búið að setja inn tilkynningu um upphaf lokunar á 2G og 3G kerfum hjá sér. Nova ætlar að loka 2G í lok árs 2024 og 3G í lok árs 2025.
Bless 2G og 3G, halló framtíð. (Nova.is)
Bless 2G og 3G, halló framtíð. (Nova.is)
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
hah... Haugur af kerfum mun hætta að virka! Öryggiskerfi, hliðstýngar omfl...
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Það er núna frétt á Rúv um yfirvofandi lokun 2G og 3G farsíma kerfanna.
Gæti komið aftan að fólki þegar slökkt verður á elsta farsímakerfinu (Rúv.is)
Gæti komið aftan að fólki þegar slökkt verður á elsta farsímakerfinu (Rúv.is)
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2858
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Lokun á 2G og 3G kerfum á Íslandi
Hizzman skrifaði:hah... Haugur af kerfum mun hætta að virka! Öryggiskerfi, hliðstýngar omfl...
Verður allt saman komið á 4/5G, krafan er einfaldlega til staðar
Verður hægt að kaupa alla íhluti af ali og verður allt saman plug and play