Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
gotit23
Tölvutryllir
Póstar: 698
Skráði sig: Sun 13. Jún 2010 19:37
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf gotit23 » Mán 04. Mar 2024 14:07

Sælir,

þegar lent er í vinnuslys hvað á að gera
hvaða kostnað dekkur vinnuveitandinn,
þarf ég að sækja réttindinn mín með lögfræðing eða?

þekkur einhver her það ?
Viðhengi
IMG_1970_Original.jpeg
IMG_1970_Original.jpeg (876.35 KiB) Skoðað 3980 sinnum
Síðast breytt af gotit23 á Mán 04. Mar 2024 14:10, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7530
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1184
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf rapport » Mán 04. Mar 2024 14:55

Það ver að tilkynna til vinnueftirlitsins og svo - https://www.asi.is/vinnurettarvefur/vin ... vinnuslys/

Farðu vel með þig og hugsaðu vel um þetta sár og endurhæfingu, það er skelfilegt ef sinar og taugar í fingrum skaddast.

Er með ör á einum fingurgóm sem pirrar mig alltaf öðru hvoru því það verður svo mikil tilfinning í því.




halipuz1
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf halipuz1 » Mán 04. Mar 2024 15:27

Ég sleit sin í bicep fyrir 2 árum og fór bara í Tort. Finnst alltaf ver pirringur í hendinni og krafturinn er ekki sá sami þrátt fyrir að hafa æft og reynt að þjalfa aftur upp í það sama.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf jonsig » Mán 04. Mar 2024 17:34

Iðnaðarmaður ? Hvað vantar þig að vita ?
1.
Slys sem olli teljanlegri örorku ?

2.
Var þetta þér að kenna ? Eða var þetta eitthvað sem orsakaðist útfrá einhverju sem þú varst búinn að kvarta yfir og vildir umbætur á en enginn svaraði þér ?

3.
Ertu nemi/ófaglærður eða meistari ? Bæturnar fara lækkandi eftir því sem menn eru meira menntaðir og basicly núll kringum meistarann.

Hjá mér í den.
Slasast mjög illa rotast,missi tennur og handleggsbrotna.
Hafa samband við tryggingar atvinnurekanda.
Eftir greinargott F%&ck you frá VÍS, þurfti ég að hafa samband við lögfræðing.
Fara í örorkumat.
Ca.5ár líða.
Fékk bætur 1-2 vikum fyrir settan dag í héraðsdómi.
Síðast breytt af jonsig á Mán 04. Mar 2024 17:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf einarhr » Mán 04. Mar 2024 19:18

gotit23 skrifaði:Sælir,

þegar lent er í vinnuslys hvað á að gera
hvaða kostnað dekkur vinnuveitandinn,
þarf ég að sækja réttindinn mín með lögfræðing eða?

þekkur einhver her það ?


Ferð á Bráðamótökuna og tilkynnir vinnuslys þar


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf jonfr1900 » Mán 04. Mar 2024 21:09

Þú ferð á bráðamóttöku, lætur taka af hringinn annars tapar þú fingrinum. Síðan þarftu að tala við vinnueftirlitið og athuga hvernig þú færð slysabætur eða álíka.



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1177
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf g0tlife » Þri 05. Mar 2024 00:13

Ef þú þarft að sækjast eftir bótum þá sama hvað ekki fara í Fulltingi og lestu vel smáa letrið. Ég lenti í slysi og Fulltingi vildi að ég skrifaði undir sem stóð að ég mætti ekki sækjast aftur eftir bótum nema þetta eins skipti. Guð sé lof að einhver sagði það sama við mig og ég er að skrifa núna. Tveimur árum seinna þurfti ég á þessu að halda og fékk slysið mitt metið aftur og greiddar bætur út frá því.


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7530
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1184
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf rapport » Þri 05. Mar 2024 08:07

g0tlife skrifaði:Ef þú þarft að sækjast eftir bótum þá sama hvað ekki fara í Fulltingi og lestu vel smáa letrið. Ég lenti í slysi og Fulltingi vildi að ég skrifaði undir sem stóð að ég mætti ekki sækjast aftur eftir bótum nema þetta eins skipti. Guð sé lof að einhver sagði það sama við mig og ég er að skrifa núna. Tveimur árum seinna þurfti ég á þessu að halda og fékk slysið mitt metið aftur og greiddar bætur út frá því.


Fólk sem hefur þurft að þola margt mælti með Fullthingi við okkur og okkar reynsla af Óðni og Fullthingi er 100%.

En eins og g0tlife bendir á þá eru þessi mál aldrei einföld EN það er virkilega algengt, að tryggingarfélgög geri tvö tilboð X í bætur en X+25% í bætur ef þú afsalar þér frekari kröfu til bóta/endurmats ef tjónið mun reynast meira seinna. Ákvörðunin er alltaf þín en ráðgöfin sem þú færð er líklega mjög oft röng. Held t.d. að við höfum ekki viljað fá álag og hafa opið fyrir endurmat... en svo hefur ekkert breyst = hefðum getað fengið þessi auka 25% ef við hefðum þorað að taka sénsinn.

Vona að fingur OP bjargist og sem minnst tjón skapist af, að fá bætur kemur aldrei í stað þess að hafa heilbrigðan fingur.



Skjámynd

Höfundur
gotit23
Tölvutryllir
Póstar: 698
Skráði sig: Sun 13. Jún 2010 19:37
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf gotit23 » Þri 05. Mar 2024 08:48

Langar að þakka ykkur öllum fyrir innlegginn ❤️

Fór að sjálfsögðu beint upp á slýsó (gerðist fyrir þremur vikum siðan)
Fékk 9sauma og vika tvö mjög grófa sykingu sem er enn verið að vinna í með öflugum syklalyfjum.

Á fyrsta degi tilkynnti ég þetta til minns yfirmanns sem sendi þetta beint á vinnueftirlitið.

Núna er ég að reyna koma mínum vinnuveitenda í það að senda þetta á sjúkratrygginga en hingað til hefur allt verið reynt að ég eigi að gera það.
(Er stopp í því að það er beðið um rafrænt skilriki og finnst því eins og það sé vinnuveitandi sem eigi að fara í gegnum það ferli),enda stendur það í leiðbeiningunum um að sá slasaði og yfirmaður fara í gegnum það ferlið allir skrífa undir og siðan stímplað frá fyrirtækinu.

Endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.


Ætlast svosem ekki til mikils sem varðar skaðabætur ,
Synist puttinn virka og allt á réttri leið(aðeins tíminn sem mun geta sagt til um það)
En ég ætlast til að fá greiddan útlagðan kostnað og ef ég fæ þann tíma greiddan sem ég gat ekki stundið útivist þá er það bónus.

Enn og aftur takk fyrir innlegg og ráð
Viðhengi
IMG_1977_Original.jpeg
IMG_1977_Original.jpeg (1.03 MiB) Skoðað 3449 sinnum
IMG_2052.jpeg
IMG_2052.jpeg (1.95 MiB) Skoðað 3449 sinnum
Síðast breytt af gotit23 á Þri 05. Mar 2024 08:51, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf jonsig » Þri 05. Mar 2024 09:56

Vinnuveitandinn á að tilkynna til vinnueftirlitsins öll slys sem starfsmaður er fjarverandi meira en sólarhring.

Ég þurfti að leggja út á aðra milljón vegna míns slys. Og þeir reikningar sem tryggingafélag atvinnurekanda neitaði að borga þurfti að fara fyrir dóm.
Það er taktík til að grysja frá fólk sem hefur ekki efni á dómsmáli, en borga rétt fyrir dóm þeim sem eru all in.
Tók mig 5ár en refsivextirnir sem ég fékk greidda voru þess virði.




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf frr » Mið 06. Mar 2024 11:00

Eins og komið hefur fram, tilkynna til vinnueftirlits. Ekki treysta á að vinnuveitandinn muni alltaf eftir því, en á stærri vinnustöðum á að vera öryggistrúnaðarmaður sem hefði geta upplýst þig vmeð allar spurningar sem þú hefur um slíkt. Láttu hann tilkynna slysið eða sjá til þess að það sé gert.
Ég var slíkur fyrir mörgum árum og það er slatti af námskeiðum sem maður fer í.
Vinnuveitandi borgar allan kostnað, en hafðu allar kvittanir eða þá að í sumum tilfellum er vinnuveitandi rukkaður beint, ef þú ert úti á landi t.d.
Varðandi tryggingarmál, þá komast þau ekki upp með mikla stæla við betri fyrirtæki þar sem störf geta verið hættuleg, því þeir hætta að skipta við þá ef þeir eru með múður. Það eru ekki allir skíthælar sem reka fyrirtæki og þeir vilja halda góðu starfsfólki.
En almennt eru tryggingafélög hérlendis eins óheiðarleg og þau komast upp með, ef um umtalsverðar upphæðir er að ræða.

Þú ættir e.t.v. ekki að hafa hringinn á þér í vinnu.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf jonsig » Mið 06. Mar 2024 11:06

frr skrifaði:Varðandi tryggingarmál, þá komast þau ekki upp með mikla stæla við betri fyrirtæki þar sem störf geta verið hættuleg, því þeir hætta að skipta við þá ef þeir eru með múður.


Það er nefnilega það...
Oft eru fyrirtæki með super díla, amk miðað við okkur smælingjana.
Og eigin ábyrgð er oft því mjög há. Séstaklega þegar atvinnurekandinn er í órétti, svo peningakallarnir innan fyrirtækisins og lögfræðingur tryggingafélagsins verða bestu vinir þegar sameiginlegur óvinveittur ormur herjar á þá.




frr
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 01. Ágú 2006 14:59
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf frr » Mið 06. Mar 2024 14:23

jonsig skrifaði:
frr skrifaði:Varðandi tryggingarmál, þá komast þau ekki upp með mikla stæla við betri fyrirtæki þar sem störf geta verið hættuleg, því þeir hætta að skipta við þá ef þeir eru með múður.


Það er nefnilega það...
Oft eru fyrirtæki með super díla, amk miðað við okkur smælingjana.
Og eigin ábyrgð er oft því mjög há. Séstaklega þegar atvinnurekandinn er í órétti, svo peningakallarnir innan fyrirtækisins og lögfræðingur tryggingafélagsins verða bestu vinir þegar sameiginlegur óvinveittur ormur herjar á þá.


Langflest vinnuslys snúast ekki um hvort atvinnurekandi sé órétti eða ekki. Langflest eru bætt og fara ekki fyrir dómstóla, enda flest lítil. Það þarf að gera greinarmun á því hvort viðkomandi örkumlast, sé lengi frá vinnu eða mætir heill eftir nokkra daga. Eintaka slys, nema þau séu mjög alvarleg, hafa engin gríðarleg áhrif á iðgjöld. En vinnueftirlitið þarf að meta hvað fór úrskeiðis og hvað má bæta.

Það er þó önnur dökk hlið á þessu, sem ég veit ekki hvort að sé algeng lengur, sem er sú að atvinnurekandi fái starfsmann til að samþykkja eingreiðslu utan venjulegs ferils í svona máli. Rétt eins með jafnaðarkaup, þá er það sjaldnast starfsmanninum í hag. Ástæðan var oft sú að þagga málið niður, e.t.v. vegna vankanta í öryggi, eða hreinlega eins og sá sem kenndi mér á þessum námskeiðum vildi meina, að þeim finnst skömm að því að menn slasist í þeirra fyrirtækjum og vilja halda því leyndu.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf jonsig » Mið 06. Mar 2024 16:23

Held að þú sért að misskilja eitthvað því að stóru peningarnir í þessum bótamálum eru skaðabætur, þjáningarbætur ofl
þar að segja ef einhverskonar vanræksla/handvömm sannast á atvinnurekandan.

Í mínu tilfelli ,hefði ég ekki getað sannað vanrækslu á atvinnurekandan sem ég vann hjá þá hefði ég fengið 1/5 upphæðarinnar.

Þeir sem lenda í bílslysum eru mikið betur settir, og gert upp við þá mikið hraðar.



Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vinnuslys - hvaða rétt hefur maður

Pósturaf Stuffz » Fim 07. Mar 2024 02:42

hef lent í vinnuslysum, trúnaðarmaðurinn sagði mér að tala við lögfræðing verkalýðsfélagsins og hann sagði mér að tala við slysalögfræðistofu, minnir að það hafi verið Fortis og þeir vissu hvað þurfti að gera, taka náttúrulega x þóknun. Vinnueftirlitið kom líka á staðinn og gerði athugasemdir sem varð til breytingar á vinnutilhöguninni. en svo líka öllu flóknara ef ekki afgerandi vinnuslys einsog almennt langtíma slit.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack