Góðan daginn,
Ég er nýlega orðinn eigandi bíls og fékk þann heiður að fá að fara með bíl í skoðun í fyrsta skipti nú fyrir stuttu.
Bíllinn fékk athugasemdina "Hemlaskálar og hemladiskar - slit" og maðurinn á verkstæðinu sagði önnur bremsan að aftan hafi hitnað og ollið sliti öðru megin, og því þurfi að skipta um báðu megin til að bremsurnar séu jafnar.
Hann minntist líka á að skoða bremsudæluna þeim megin sem bremsan hitnaði þar sem hún gæti verið orðin léleg.
Getur einhver fróður um bíla útskýrt fyrir mér hvað það þýði að bremsan hitni og afhverju það veldur sliti?
Einnig er ég ekki alveg að skilja hvað er slitið, ég geri ráð fyrir að hemladiskur sé bremsudiskurinn en ég hef aldrei heyrt talað um hemlaskál áður, hvað er það?
Á ég að reikna með að viðgerðinn muni kosta mjög mikið af það þarf að skipta um diska, skálar, klossa og aðra dæluna?
Bestu þakkir frá einum týndum!
Einhver bílafróður til í að hjálpa einum sem veit lítið?
-
- Vaktari
- Póstar: 2578
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver bílafróður til í að hjálpa einum sem veit lítið?
dadoss5 skrifaði:
Á ég að reikna með að viðgerðinn muni kosta mjög mikið af það þarf að skipta um diska, skálar, klossa og aðra dæluna?
Bestu þakkir frá einum týndum!
Það fylgir ekkert hvaða sort af bíl þetta er. Hvort þetta sé framan eða aftan.
Efniskostnaðurinn verður ekkert gígantískur ef þú mætir uppí fastparts.is
Að skipta um bremsudælu og diska er venjlega ekkert vesen. Láttu skipta um bremsuvökvann í leiðnni. Það hefur örugglega ekki verið gert lengi hjá þér.
Segjum sem svo að þetta sé aftari dælan hjá þér vinstri, þá er gott að skipta um dæluna hinum megin á öxlinum líka til að fá jafna hemlun.
1stk aftermarket dæla er 15-20þ.
1stk diskur 5-7þ
Skipta um bremsuvökva 30min-1klst. (efni 2þ)
klossar.. 3500-4000kr parið
Hef sent mömmu á magma motors eftir að ég hætti að nenna bílnum hennar, hún er virkilega sátt við þá og finnst þeir alltof ódýrir.
Skipti um tvær dælur í corollunni minni ,alla diska + klossa allt ryðgað fast á 5ára bíl. Byrjaði kl 8ish og kláraði kl 14. nýr bremsuvökvi
kostaði ekki rass og ég er ekki pro - bifvélavirki, þeir eru mikið fljótari.
Síðast breytt af jonsig á Mán 19. Feb 2024 20:34, breytt samtals 1 sinni.
Re: Einhver bílafróður til í að hjálpa einum sem veit lítið?
Ekki spara í bremsum, en þetta þarf ekki að kosta mikið.
Og svo er einn góður hér https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=84&t=82578&start=50
Og svo er einn góður hér https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=84&t=82578&start=50
Síðast breytt af rapport á Mán 19. Feb 2024 21:00, breytt samtals 1 sinni.
Re: Einhver bílafróður til í að hjálpa einum sem veit lítið?
Sumir bílar, helst minni bílar og/eða gamlir, eru með bremsuskálar en ekki bremsudiska og þá eingöngu að aftan, siðustu 20+ ár.
Ef að bremsudælan er orðin föst og gengur illa til baka þegar þú sleppir bremsupedalanum þá liggja bremsuklossarnir (ef það eru bremsudiskar í bílnum) eða bremsuborðarnir (ef það eru bremsuskálar í bílnum) utan í bremsufletinum á diskinum eða skálinni og lítill núningur á miklum hraða er rosalega fljótur að mynda verulega mikinn hita.
Ef að það er málið og þetta hefur allt hitnað eitthvað að viti þá verður bremsudiskurinn/skálin "harðari" og bremsar verr þar sem það er erfiðara fyrir bremsuklossa/borða að bíta í járnið, fyrir utan það að klossar/borðar gætu verið gjörsamlega búnir eða þá illa farnir af hita.
Ef þetta hefur verið í einhvern tíma þá eru einnig líkur á því að bremsudiskurinn eða skálin sé líka bara búinn.
Ef að hitinn hefur verið langvarandi þá er mjög sniðugt að skipta um bremsuvökva, og jafnvel eins og Jónsig segir að skipta bara um hann sama hvað því að fólk gerir það ekki almennt en bremsuvökvi hefur vissan líftíma.
Auk þess að við langvarandi hita og mikinn þá geta fóðringar í bremsudælunni skemmst. Það er bæði hægt að kaupa nýjar dælur eða í mörgum tilfellum að þrífa upp/sandblása og skipta um það sem kallast þéttisett, bremsustimpilinn eða stimplana og færslusleðana í diskabremsum, en skálabremsum myndi ég alltaf kaupa nýja dælu. Þær eru minni, ódýrari og minna hægt að gera við þær.
Vonandi útskýrir þetta eitthvað og á mannamáli, og þú einhvers fróðari um bíla.
Varðandi verkstæði þá langar mig að mæla með Bíltrix í Hafnarfirði. Flottur og sanngjarn.
Hvernig bíll er þetta annars?
Ef að bremsudælan er orðin föst og gengur illa til baka þegar þú sleppir bremsupedalanum þá liggja bremsuklossarnir (ef það eru bremsudiskar í bílnum) eða bremsuborðarnir (ef það eru bremsuskálar í bílnum) utan í bremsufletinum á diskinum eða skálinni og lítill núningur á miklum hraða er rosalega fljótur að mynda verulega mikinn hita.
Ef að það er málið og þetta hefur allt hitnað eitthvað að viti þá verður bremsudiskurinn/skálin "harðari" og bremsar verr þar sem það er erfiðara fyrir bremsuklossa/borða að bíta í járnið, fyrir utan það að klossar/borðar gætu verið gjörsamlega búnir eða þá illa farnir af hita.
Ef þetta hefur verið í einhvern tíma þá eru einnig líkur á því að bremsudiskurinn eða skálin sé líka bara búinn.
Ef að hitinn hefur verið langvarandi þá er mjög sniðugt að skipta um bremsuvökva, og jafnvel eins og Jónsig segir að skipta bara um hann sama hvað því að fólk gerir það ekki almennt en bremsuvökvi hefur vissan líftíma.
Auk þess að við langvarandi hita og mikinn þá geta fóðringar í bremsudælunni skemmst. Það er bæði hægt að kaupa nýjar dælur eða í mörgum tilfellum að þrífa upp/sandblása og skipta um það sem kallast þéttisett, bremsustimpilinn eða stimplana og færslusleðana í diskabremsum, en skálabremsum myndi ég alltaf kaupa nýja dælu. Þær eru minni, ódýrari og minna hægt að gera við þær.
Vonandi útskýrir þetta eitthvað og á mannamáli, og þú einhvers fróðari um bíla.
Varðandi verkstæði þá langar mig að mæla með Bíltrix í Hafnarfirði. Flottur og sanngjarn.
Hvernig bíll er þetta annars?
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver bílafróður til í að hjálpa einum sem veit lítið?
FYI þá er t-bone með þeim betri í bílum á klakanum. Ég hef alltaf samband við hann ef ég hugsanlega að fara fokka einhverju upp í bílaviðgerðunum.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 374
- Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
- Reputation: 33
- Staða: Ótengdur
Re: Einhver bílafróður til í að hjálpa einum sem veit lítið?
Þeir hafa reynst mér vel. https://www.finna.is/fyrirtaeki/eXqjVD/ ... nustan-ehf
Láta vita ef eitthvað meira er að til að fá samþykki ef meira þarf til gera við.
Láta vita ef eitthvað meira er að til að fá samþykki ef meira þarf til gera við.