https://kjarninn.is/frettir/skattfrjals ... aduneytis/
Skringilegheitin í þessu kerfi koma stöðugt á óvart.
Ef eldra fólk skráir sig til heimili í Portúgal þá greiðir það 10% skatt.
Það er eins og íslensk stjórnvöld séu búin að flækja sig út í horn með regluverki.
Almennari og einfaldari lög og regluverk mundi án efa spara ríkinu miklar fjárhæðir og tryggja stöðugri tekjur.
Ef ég fengi að ráða þá mundi ég ganga í EU og reyna að vera með sem minnstar viðbætur við þá málaflokka sem sú lög ná til s.s. gjaldmiðla, íbúa- og mannréttindi, menntun og viðskipti.
Það er flókið að verða gamall Íslendingur
Re: Það er flókið að verða gamall Íslendingur
rapport skrifaði:Ef ég fengi að ráða þá mundi ég ganga í EU og reyna að vera með sem minnstar viðbætur við þá málaflokka sem sú lög ná til s.s. gjaldmiðla, íbúa- og mannréttindi, menntun og viðskipti.
Það ættu klárlega aðildarviðræður að eiga sér stað. Að þeim loknum veit þjóðin að hverju hún myndi ganga, ef í kosningum yrði samþykkt að ganga inn.
Það er fáránlegt að vilja ekki einu sinni vita hvaða díl við fengjum.
Ef við værum þegar komin inn værum við sennilega að fá greiðslur úr hamfarasjóði vegna Grindavíkur.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Það er flókið að verða gamall Íslendingur
Það er búið að loka þessu kerfi í Portúgal. Þetta var búið að vera í gangi síðan 2009 og niðurstaðan varð sú að útlendingar á eftirlaunum keyptu nánast allt húsnæði í Lissabon, Porto og fleiri stöðum.
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Það er flókið að verða gamall Íslendingur
Það er kannski þess vegna sem þeir felldu niður persónuafslátt á Íslandi hjá elli og örorkulífeyrisþegum. Sú aðgerð er samt tómt bull, þar sem það nær ekki til Portúgals. Þar sem skatturinn er allur greiddur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þetta er samt mjög lélegur málflutningur hjá Fjármálaeftirlitinu.
Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði (Rúv.is)
Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði (Rúv.is)
-
- /dev/null
- Póstar: 1338
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 100
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Það er flókið að verða gamall Íslendingur
..þeir sem flytja svo hingað frá portúgal eru þá væntanlega að borga eitthvað meira en 10%
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Það er flókið að verða gamall Íslendingur
Stuffz skrifaði:..þeir sem flytja svo hingað frá portúgal eru þá væntanlega að borga eitthvað meira en 10%
Samkvæmt tvísköttunarsamningi Íslands og Portúgals. Þá er skattskyldan öll á Íslandi ef ellilífeyrisþegi frá Portúgal flytur til Íslands.
Re: Það er flókið að verða gamall Íslendingur
Skil ekki þetta með personuafslátt.
Hvernig er þetta nú? Íslendingur í Portúgal, fær greiðslur frá íslandi, Hverjum greiðir hann skatt?
Hvernig er þetta nú? Íslendingur í Portúgal, fær greiðslur frá íslandi, Hverjum greiðir hann skatt?
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Það er flókið að verða gamall Íslendingur
Hizzman skrifaði:Skil ekki þetta með personuafslátt.
Hvernig er þetta nú? Íslendingur í Portúgal, fær greiðslur frá íslandi, Hverjum greiðir hann skatt?
Til Portúgal. Samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals. Þarf að sækja um skattleysi á Íslandi á móti.
Re: Það er flókið að verða gamall Íslendingur
jonfr1900 skrifaði:Hizzman skrifaði:Skil ekki þetta með personuafslátt.
Hvernig er þetta nú? Íslendingur í Portúgal, fær greiðslur frá íslandi, Hverjum greiðir hann skatt?
Til Portúgal. Samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals. Þarf að sækja um skattleysi á Íslandi á móti.
ok, hvar kemur persónuafsláttur inn í þessa mynd?
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Það er flókið að verða gamall Íslendingur
Hizzman skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Hizzman skrifaði:Skil ekki þetta með personuafslátt.
Hvernig er þetta nú? Íslendingur í Portúgal, fær greiðslur frá íslandi, Hverjum greiðir hann skatt?
Til Portúgal. Samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals. Þarf að sækja um skattleysi á Íslandi á móti.
ok, hvar kemur persónuafsláttur inn í þessa mynd?
Það nær bara til öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa á Norðurlöndunum. Þar er samkvæmt tvísköttunarsamningi skatturinn greiddur á Íslandi en mismunur er greiddur í því ríki sem viðkomandi býr ef einhver mismunur er til staðar. Ég veit ekki hvort að Portúgal er með persónuafslátt í þessu tilfelli. Það er möguleiki en ég er ekki viss.