Daginn
Keypti í nýbyggingu af fólki sem bjó þar bara í 1 ár. Þannig ég sé ekki um að tala við gagnaveituna varðandi ljósleiðaraboxið. Ég er með tengi fyrir routerinum í flestum herbergjum en svo kom í ljós þegar ég tengdi routerinn í 2 ákveðnum herbergjum að ekkert gerðist og þegar ég kíkti þá virðist ethernet tengin þar vera óvirk. Sbr myndina þar sem vantar ethernet hausinn á 2 snúrur.
Er þetta eitthvað sem ég á að græja sjálfur eða er þetta klúður hjá Gagnaveitunni þegar þeir hafa komið og sett þetta upp?
Ljósleiðarabox - tengjast um alla íbúð
Re: Ljósleiðarabox - tengjast um alla íbúð
Ég held að ef það vantar ethernet tengi á endana hjá þér komi það Gagnaveitunni ekkert við. Þú getur gert þetta sjálfur eða fengið einhvern til að gera þetta fyrir þig. Þú getur verið með wifi router inni í húsi og tengt hann beint í ljósleiðaraboxið. Hins vegar þegar þú ert með ethernet tengi inni í herbergjunum værið skynsamlegt að fá sér router til að hafa í tækjaskápnum sem tengist í ljósleiðaraboxið og svo inn í herbergin frá routernum. Þar myndir þú þá geta sett wifi access punkta þar sem þörf er á wifi og mögulega tengt tölvur/tæki beint í snúru.
Erkitýpísk uppsetning væri Ljósleiðari -> Unifi USG -> Unifi switch -> í herbergin. Svo Unifi AP fyrir wifi þar sem þarf. Kosturinn við þetta er að wifi er seamless þó þú sért með access punkta á mörgum stöðm.
Erkitýpísk uppsetning væri Ljósleiðari -> Unifi USG -> Unifi switch -> í herbergin. Svo Unifi AP fyrir wifi þar sem þarf. Kosturinn við þetta er að wifi er seamless þó þú sért með access punkta á mörgum stöðm.
Re: Ljósleiðarabox - tengjast um alla íbúð
Verktakinn sem var með rafmagnið í húsinu hefur ekki klárað smáspennuna.
Það ætti að vera tengibretti/patch sem allar Cat (ethernet) snúrurnar eru tengdar í, þú setur svo skott (patch snúrur) úr því og í ljósleiðaraboxið.
Ef þú ert ekki inn í þessu sjálfur, þá mæli ég með að þú fáir rafvirkja til að laga þetta hjá þér.
Það ætti að vera tengibretti/patch sem allar Cat (ethernet) snúrurnar eru tengdar í, þú setur svo skott (patch snúrur) úr því og í ljósleiðaraboxið.
Ef þú ert ekki inn í þessu sjálfur, þá mæli ég með að þú fáir rafvirkja til að laga þetta hjá þér.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðarabox - tengjast um alla íbúð
Þetta er algengt í nýjum húsum að hausa ekki endana inn í töflu. Hefur verið svona í flestum nýbyggingum þar sem ég hef skoðað töfluna.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 116
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðarabox - tengjast um alla íbúð
Allar innanhússlagnir eru effectively á ábyrgð húseiganda.
Það er mjög algengt að ganga ekki frá öllum endum og flestir average users munu bara nota lítinn hluta af lögnum og tengja eftir hentugleika.
Hefur alltaf þótt þetta vera undarlegur staður til að spara vinnu/efni, það er nú þegar búið að draga í og að ganga frá svona endum bara í plögg tekur vanann mann undir hálftíma að klára.
Það er mjög algengt að ganga ekki frá öllum endum og flestir average users munu bara nota lítinn hluta af lögnum og tengja eftir hentugleika.
Hefur alltaf þótt þetta vera undarlegur staður til að spara vinnu/efni, það er nú þegar búið að draga í og að ganga frá svona endum bara í plögg tekur vanann mann undir hálftíma að klára.
Re: Ljósleiðarabox - tengjast um alla íbúð
oliuntitled skrifaði:Allar innanhússlagnir eru effectively á ábyrgð húseiganda.
Það er mjög algengt að ganga ekki frá öllum endum og flestir average users munu bara nota lítinn hluta af lögnum og tengja eftir hentugleika.
Hefur alltaf þótt þetta vera undarlegur staður til að spara vinnu/efni, það er nú þegar búið að draga í og að ganga frá svona endum bara í plögg tekur vanann mann undir hálftíma að klára.
Netlagnir í heimahúsum hafa setið á hakanum hér á landi í 20 ár. Það er allt eftirá og úrelt.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Gúrú
- Póstar: 510
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Ljósleiðarabox - tengjast um alla íbúð
TheAdder skrifaði:oliuntitled skrifaði:Allar innanhússlagnir eru effectively á ábyrgð húseiganda.
Það er mjög algengt að ganga ekki frá öllum endum og flestir average users munu bara nota lítinn hluta af lögnum og tengja eftir hentugleika.
Hefur alltaf þótt þetta vera undarlegur staður til að spara vinnu/efni, það er nú þegar búið að draga í og að ganga frá svona endum bara í plögg tekur vanann mann undir hálftíma að klára.
Netlagnir í heimahúsum hafa setið á hakanum hér á landi í 20 ár. Það er allt eftirá og úrelt.
Þetta er fullkomlega eðlilegt. Aðalatriðin eru, númer 1, að lagnaleiðir sé til staðar. Númer tvö, að
vír sé dreginn í þær. Númer 3, að gengið hafi verið frá endum.
Lagnaleiðirnir eru aðalatriðið. Ef þú ert eins og ég viltu hafa rafmagnsinnstungur á ÖLLUM veggjum
í ÖLLUM herbergjum og þær eiga vitaskuld að vera tengdar. Helst vil ég líka hafa smáspennulagnir í
alla veggi í ÖLLUM herbergjum. Fæstar þeirra verða nokkurntíma notaðar. En það er meiriháttar að
þær séu til staðar. Smáspennutöflur er oftar en ekki fáranlega litlar og þola hreinlega ekki að allt sé
"tengt", það er ekki pláss.
Semsagt það sem sýnt er á myndinni er hið besta mál. Bara krimpa á þetta enda eða í patch panel.
Það er út í bláinn að tengja alla smáspennu ef nægilegar lagnaleiðir eru til staðar til að svala villtustu
órum. Í einbýli gætu þetta verið tugir tengja. Tengin og vinnan eru þá stundum af þeirri stærðargráðu
að það skiptir máli og því óráðlegt að spandera 10-30k per fyrir eitthvað sem verður ekki notað og
hugsanlega úrelt efni ef til kemur síðar.
Re: Ljósleiðarabox - tengjast um alla íbúð
Sinnumtveir skrifaði:TheAdder skrifaði:oliuntitled skrifaði:Allar innanhússlagnir eru effectively á ábyrgð húseiganda.
Það er mjög algengt að ganga ekki frá öllum endum og flestir average users munu bara nota lítinn hluta af lögnum og tengja eftir hentugleika.
Hefur alltaf þótt þetta vera undarlegur staður til að spara vinnu/efni, það er nú þegar búið að draga í og að ganga frá svona endum bara í plögg tekur vanann mann undir hálftíma að klára.
Netlagnir í heimahúsum hafa setið á hakanum hér á landi í 20 ár. Það er allt eftirá og úrelt.
Þetta er fullkomlega eðlilegt. Aðalatriðin eru, númer 1, að lagnaleiðir sé til staðar. Númer tvö, að
vír sé dreginn í þær. Númer 3, að gengið hafi verið frá endum.
Lagnaleiðirnir eru aðalatriðið. Ef þú ert eins og ég viltu hafa rafmagnsinnstungur á ÖLLUM veggjum
í ÖLLUM herbergjum og þær eiga vitaskuld að vera tengdar. Helst vil ég líka hafa smáspennulagnir í
alla veggi í ÖLLUM herbergjum. Fæstar þeirra verða nokkurntíma notaðar. En það er meiriháttar að
þær séu til staðar. Smáspennutöflur er oftar en ekki fáranlega litlar og þola hreinlega ekki að allt sé
"tengt", það er ekki pláss.
Semsagt það sem sýnt er á myndinni er hið besta mál. Bara krimpa á þetta enda eða í patch panel.
Það er út í bláinn að tengja alla smáspennu ef nægilegar lagnaleiðir eru til staðar til að svala villtustu
órum. Í einbýli gætu þetta verið tugir tengja. Tengin og vinnan eru þá stundum af þeirri stærðargráðu
að það skiptir máli og því óráðlegt að spandera 10-30k per fyrir eitthvað sem verður ekki notað og
hugsanlega úrelt efni ef til kemur síðar.
Ég er alveg sammála þér, en ekki alveg það sem ég átti við. Ég átti við að ég hef séð of mikið af því að það séu hvorki lagnir né lagnaleiðir til staðar, "þetta er allt hvort eð er þráðlaust", eða dregið í Cat5e, því Cat6 kostar 10kr meira á meterinn og "það notar þetta hvort eð er enginn".
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
Re: Ljósleiðarabox - tengjast um alla íbúð
Þetta er algengt að það vanti RJ45 hausa á lagnir í töflunum.
Sýnist líka mögulega bara verið dregið einfalt i hverja dós sem er einnig frekar algengt.
Þannig spurning hversu stór íbúðin er og hvað þú vilt að sé snúrutengt og hvað ekki.
Gætir þá mögulega þurft að láta draga auka lögn ef þú vilt hafa router staðsettan frammi ef þú vilt svo senda net til baka inn í töflu og i annað rými gegnum snúru. Eða þyrftir að hafa router hjá töflu og þá mögulega punkta inn í íbúð
Þá bara fá einhvern til að ganga frá þessu snyrtilega í töflunni fyrir þig.
Sýnist líka mögulega bara verið dregið einfalt i hverja dós sem er einnig frekar algengt.
Þannig spurning hversu stór íbúðin er og hvað þú vilt að sé snúrutengt og hvað ekki.
Gætir þá mögulega þurft að láta draga auka lögn ef þú vilt hafa router staðsettan frammi ef þú vilt svo senda net til baka inn í töflu og i annað rými gegnum snúru. Eða þyrftir að hafa router hjá töflu og þá mögulega punkta inn í íbúð
Þá bara fá einhvern til að ganga frá þessu snyrtilega í töflunni fyrir þig.
AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |
Re: Ljósleiðarabox - tengjast um alla íbúð
Gagnaveitu þjónustu aðilar eru bara að tengja ljósleiðarann og 1 router og 1 myndlykil. Þetta er það sem þín þjónustu veita borgar fyrir, hvort það sem er Vodafone, Síminn, Hringdu eða hinir.
Ef það á að gera meira þá þarf eigandi húsnæðis, eða leigandi, að borga sérstaklega fyrir það.
En þetta eru bara RJ45 tengi, annað hvort gera þetta sjálfur eða fá einhvern í heimsókn til að gera það. En mundu að tengja með B útgáfu ekki A.
Ef þú færð aðstoð mundi ég skoða það að draga tvöfalt í allar dósir, 1 fyrir net og 1 fyrir myndlykil.
Ef það á að gera meira þá þarf eigandi húsnæðis, eða leigandi, að borga sérstaklega fyrir það.
En þetta eru bara RJ45 tengi, annað hvort gera þetta sjálfur eða fá einhvern í heimsókn til að gera það. En mundu að tengja með B útgáfu ekki A.
Ef þú færð aðstoð mundi ég skoða það að draga tvöfalt í allar dósir, 1 fyrir net og 1 fyrir myndlykil.