Hversu mikið rafmagn?
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Hversu mikið rafmagn?
Ég bý á Suðurnesjunum og við erum að spara rafmagn.
Það er ekki snjallmælir hjá mér.
Hvað er tölva með 1600w aflgjafa plús 24 tommu ips skjár plús hátalarar (genlec 8030a) að taka mikið kw?
Það er ekki snjallmælir hjá mér.
Hvað er tölva með 1600w aflgjafa plús 24 tommu ips skjár plús hátalarar (genlec 8030a) að taka mikið kw?
Síðast breytt af falcon1 á Sun 11. Feb 2024 12:02, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2347
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 59
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
fer eftir hvaða örgjörva og skjákort þú ert með en svona venjuleg tölva er að nota sirka 300-500w á klst. fer líka eftir hvort þú sért í leik með load á tölvunni eða að browesa mbl.
ættir svo að geta séð það hjá síðunni um skjáinn hvað hann er að taka. fletti upp random skja frá samsung g7 32" 240Hz bogadreginn er að nota 140W svo þinn ætti að vera eitthvað lægra en það giska ég
ættir svo að geta séð það hjá síðunni um skjáinn hvað hann er að taka. fletti upp random skja frá samsung g7 32" 240Hz bogadreginn er að nota 140W svo þinn ætti að vera eitthvað lægra en það giska ég
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Þannig að ég ætti að vera safe að nota tölvuna og hátalarana ef ég er ekki með rafmagnskyndingu í gangi.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Farðu bara á psu calculator.Síðan hvað er nýtingin ca. á græjunni ?
Ef þú ert bara á mbl að skoða þá er þetta kannski 150W í heildina.
Eini munurinn á 1600W aflgjafa og 650W er sá að þú færð kannski 2-3% meiri nýtingu úr smærri afgjafanum því hann er hlutfallslega hærra lestaður.
Ef þú ert bara á mbl að skoða þá er þetta kannski 150W í heildina.
Eini munurinn á 1600W aflgjafa og 650W er sá að þú færð kannski 2-3% meiri nýtingu úr smærri afgjafanum því hann er hlutfallslega hærra lestaður.
Re: Hversu mikið rafmagn?
Án þess að vera neinn serfræðingur eða með neina þekkingu í þessu, en takmarka powerið meira geturðu minnkað brightness i skjanum og jafnvel stillt a eco stillingu fyrir örgjövann í biosinum, takmarkað cpu boost. Og minnkað max power usage fyrir skjakortið i driverunum.
En þetta fer auðvitað eftir hvað þu ert að fara gera, munar öllu hvort þú ert að fara spila tölvuleiki vs browsa facebookið hjá almannavörnum.
En þetta fer auðvitað eftir hvað þu ert að fara gera, munar öllu hvort þú ert að fara spila tölvuleiki vs browsa facebookið hjá almannavörnum.
Síðast breytt af Henjo á Sun 11. Feb 2024 12:37, breytt samtals 1 sinni.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Svona til að hressa falcon1 þá breytist 70-80% af raforkunni sem fer í tölvuna í hita.
Edit 70-80% fer í hreint tap / hitamyndun
Edit 70-80% fer í hreint tap / hitamyndun
Síðast breytt af jonsig á Sun 11. Feb 2024 14:16, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hversu mikið rafmagn?
jonsig skrifaði:Svona til að hressa falcon1 þá breytist 70-80% af raforkunni sem fer í tölvuna í hita.
ég hefði giskað á að allt yrði hiti, hvað verður um 30-40% ?
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 221
- Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
- Reputation: 22
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Ég var núna rétt í þessu að prófa keyra leik (Alan Wake 2) og tékkaði af forvitni hvað snjallmælirinn sýndi.
Breytingin var ca. 200W
En ef ég set CPU og skjákortið á mikið álag þá er það ~ 300W.
Ef tölvan er idle (engir leikir eða mikið álag) þá er þetta rétt undir 100W.
Breytingin var ca. 200W
En ef ég set CPU og skjákortið á mikið álag þá er það ~ 300W.
Ef tölvan er idle (engir leikir eða mikið álag) þá er þetta rétt undir 100W.
Örgjövi: Ryzen 5800x3D Minni: 32GB 3600MHz DDR4 GPU: AMD Radeon RX 7800 XT SSDs: 1TB (Evo 870) og 250GB (Evo 840) Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Samsung Odyssey Neo G9 49" 240Hz
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 629
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Sé á speccum á hátölurunum að þeir eru 80w hvor.
Ég er með i7-12700K örgjörva
Ég held að ég sleppi vídeóvinnslunni á meðan ástandið varir en kannski kíki smá á ljósmyndavinnslu.
Ég er með i7-12700K örgjörva
Ég held að ég sleppi vídeóvinnslunni á meðan ástandið varir en kannski kíki smá á ljósmyndavinnslu.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Hizzman skrifaði:jonsig skrifaði:Svona til að hressa falcon1 þá breytist 70-80% af raforkunni sem fer í tölvuna í hita.
ég hefði giskað á að allt yrði hiti, hvað verður um 30-40% ?
70-80% virkar nálvæmlega eins og hitablásari. Útaf óskilvirkni sem er ekki endilega vandamál í þessu tilviki.
Restin gerir eitthvað gagnlegt og verður að hita með einum eða öðrum hætti.
Re: Hversu mikið rafmagn?
100% af orkunni sem fer í tölvuna fer út úr tölvunni sem hiti. Sama gildir um skjáinn og hátalarana, nema eitthvað af ljósgeislunum og hljóðbylgunum gætu mögulega sloppið út úr húsinu áður en það verður hiti. Varla teljanleg orka.
Mæli með að suðurnesjamenn byrji að mæna með bæði CPU og GPU :p
Mæli með að suðurnesjamenn byrji að mæna með bæði CPU og GPU :p
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Það er ekkert geðveikt langt síðan að ATX PSU voru með subbulega lélegan PF. Fyrir tíma PFC og APFC ,kannski niður að 0.6 þá hefði verið hellings tap utan tölvukassans.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Þau eru líklega með eigin spennistöðvar til að kaupa raforkuna ódýrari og þurfa ekki að reiða sig eins mikið á veika innviði
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1051
- Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
- Reputation: 58
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
GunZi skrifaði:Ég var núna rétt í þessu að prófa keyra leik (Alan Wake 2) og tékkaði af forvitni hvað snjallmælirinn sýndi.
Breytingin var ca. 200W
En ef ég set CPU og skjákortið á mikið álag þá er það ~ 300W.
Ef tölvan er idle (engir leikir eða mikið álag) þá er þetta rétt undir 100W.
Bara upp á forvitni, ertu að nota snjallinnstungu eða power meter til að mæla watta notkun?
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1544
- Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
- Reputation: 17
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Þetta snyst um að dreifikerfið hja HS er ekki byggt upp til þess að allir seu að rafkynda husin sin.
Spennarnir sem eru fyrir hverfin, sem breytir haspennu i 400v (230v) eru ekki nogu storir til þess að taka allt þetta alag.
Þessvegna hafa hverfi sem hafa verið að nota of mikla orku slegið ut.
Gagnaverin eru ekki að taka meira en þau hafa verið að gera hingað til, þannig það er ekki svist að þetta hafi ahrif a þau.
Þau gagnaver sem eru með namugröft eru ekki a forgangs orku þanni ef það vantar orku er rafmagni til þeirra skammtað.
Spennarnir sem eru fyrir hverfin, sem breytir haspennu i 400v (230v) eru ekki nogu storir til þess að taka allt þetta alag.
Þessvegna hafa hverfi sem hafa verið að nota of mikla orku slegið ut.
Gagnaverin eru ekki að taka meira en þau hafa verið að gera hingað til, þannig það er ekki svist að þetta hafi ahrif a þau.
Þau gagnaver sem eru með namugröft eru ekki a forgangs orku þanni ef það vantar orku er rafmagni til þeirra skammtað.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 304
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 61
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
braudrist skrifaði:GunZi skrifaði:Ég var núna rétt í þessu að prófa keyra leik (Alan Wake 2) og tékkaði af forvitni hvað snjallmælirinn sýndi.
Breytingin var ca. 200W
En ef ég set CPU og skjákortið á mikið álag þá er það ~ 300W.
Ef tölvan er idle (engir leikir eða mikið álag) þá er þetta rétt undir 100W.
Bara upp á forvitni, ertu að nota snjallinnstungu eða power meter til að mæla watta notkun?
Það er hægt að sjá á rafmagnsmælunum hjá okkur hver raunnotkunin er. Tilmælin eru að halda heildarnotkun hússins undir 3kW/h. Það er nefnilega alveg glettilegt, svona þegar maður fer að fylgjast með þessu, hvað maður er með orkufrek tæki á heimilinu.
Af því að maður er með 2kW rafmagnsofn til þess að halda hita í húsinu þá er nú ekki mikið eftir. Ísskápur og frystikista þurfa sitt. Ef við ætlum að elda eða þvo þvott þá þurfum við að slökkva á rafmagnsofninum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Þetta er ekki nema 8amps. Öryggi eru almennt ekki nema 10amps á Íslandi. Þetta er alveg merkilega lítið sem rafmagnskerfið virðist þola.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 221
- Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
- Reputation: 22
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
braudrist skrifaði:GunZi skrifaði:Ég var núna rétt í þessu að prófa keyra leik (Alan Wake 2) og tékkaði af forvitni hvað snjallmælirinn sýndi.
Breytingin var ca. 200W
En ef ég set CPU og skjákortið á mikið álag þá er það ~ 300W.
Ef tölvan er idle (engir leikir eða mikið álag) þá er þetta rétt undir 100W.
Bara upp á forvitni, ertu að nota snjallinnstungu eða power meter til að mæla watta notkun?
Þetta er mælir sem er í rafmagnstöflunni, taflan hjá mér er með þennan: https://www.landisgyr.eu/product/landisgyr-e450/
Búið að vera áhugavert að skoða hvað ýmislegt í húsinu dregur með því að kíkja á mælinn Hraðsuðuketill fór auðveldlega yfir 1kW (man ekki nákvæmlega töluna).
Örgjövi: Ryzen 5800x3D Minni: 32GB 3600MHz DDR4 GPU: AMD Radeon RX 7800 XT SSDs: 1TB (Evo 870) og 250GB (Evo 840) Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Samsung Odyssey Neo G9 49" 240Hz
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
andribolla skrifaði:Þetta snyst um að dreifikerfið hja HS er ekki byggt upp til þess að allir seu að rafkynda husin sin.
Spennarnir sem eru fyrir hverfin, sem breytir haspennu i 400v (230v) eru ekki nogu storir til þess að taka allt þetta alag.
Þessvegna hafa hverfi sem hafa verið að nota of mikla orku slegið ut.
Hvernig hefur landsmönnum tekist eiginlega að halda jól ? Enginn pælt í því ?
Öll ljós í gangi, jólaseríur, ofnar, hellur og örbylgja allt í gangi.
Þá stressar sig enginn á 2x hærri orkuþörf en nú er minnst á.
Re: Hversu mikið rafmagn?
jonsig skrifaði:andribolla skrifaði:Þetta snyst um að dreifikerfið hja HS er ekki byggt upp til þess að allir seu að rafkynda husin sin.
Spennarnir sem eru fyrir hverfin, sem breytir haspennu i 400v (230v) eru ekki nogu storir til þess að taka allt þetta alag.
Þessvegna hafa hverfi sem hafa verið að nota of mikla orku slegið ut.
Hvernig hefur landsmönnum tekist eiginlega að halda jól ? Enginn pælt í því ?
Öll ljós í gangi, jólaseríur, ofnar, hellur og örbylgja allt í gangi.
Þá stressar sig enginn á 2x hærri orkuþörf en nú er minnst á.
Í "gamla daga" (fyrir 30+ árum) þá var mjög algengt að rafmagnið myndi slá út á aðfangadag út af álagi.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
JReykdal skrifaði:Í "gamla daga" (fyrir 30+ árum) þá var mjög algengt að rafmagnið myndi slá út á aðfangadag út af álagi.
HS orka...
"Alls ekki skal fara í stærri ofna heldur en 1.000 W (1 kW) og er þá að hámarki hægt að hafa tvo slíka í gangi í einu. Einnig gæti verið hentugt, eftir stærð og ..."
Fæstir eru að gera sér grein fyrir því hvað 2kW er lítil raforka þannig séð, þetta eru undir 10Amperum. Að fara yfir það gæti sett allt á hliðina ?
Í samanburði gæti heimils bílhleðsla dregið 7.5kW
En á jólunum getur raforkunotkunin örugglega farið um og yfir 5kW og enginn kippir sér upp við það ? Kannski útaf það er "skammtímanotkun" en mér finnst þetta stór furðulegt.
Re: Hversu mikið rafmagn?
jonsig skrifaði:JReykdal skrifaði:Í "gamla daga" (fyrir 30+ árum) þá var mjög algengt að rafmagnið myndi slá út á aðfangadag út af álagi.
HS orka...
"Alls ekki skal fara í stærri ofna heldur en 1.000 W (1 kW) og er þá að hámarki hægt að hafa tvo slíka í gangi í einu. Einnig gæti verið hentugt, eftir stærð og ..."
Fæstir eru að gera sér grein fyrir því hvað 2kW er lítil raforka þannig séð, þetta eru undir 10Amperum. Að fara yfir það gæti sett allt á hliðina ?
Í samanburði gæti heimils bílhleðsla dregið 7.5kW
En á jólunum getur raforkunotkunin örugglega farið um og yfir 5kW og enginn kippir sér upp við það ? Kannski útaf það er "skammtímanotkun" en mér finnst þetta stór furðulegt.
Þessi 2kW eru að koma ofan á venjulega notkun, á hverju heimili, nokkuð stöðugt. Það er helvíti mikil viðbót við kerfi sem hefur ekki það mikið upp á að hlaupa.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 304
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 61
- Staða: Ótengdur
Re: Hversu mikið rafmagn?
Ef fólk hefði ekki fengið tilmæli um að nota bara sirka 2kW í kyndingu þá hefðu líklega langflest heimili komið sér upp nokkrum ofnum. Svona til þess að halda góðum hita í húsum. Kannski svona 3-5 per hús. Þetta eru þá sirka 6-10kW aukalega per heimili í svona næstum því stöðugu álagi. Rafdreifikerfið á Suðurnesjum er ekki hannað til þess að anna svona álagi yfir lengri tíma. Einmitt út af því að við höfum haft hitaveitu í áratugi.
Ansi hræddur um að götuskápurinn við mína raðhúsalengju hefði stiknað við að reyna að halda úti auka 30-40kW.
Ansi hræddur um að götuskápurinn við mína raðhúsalengju hefði stiknað við að reyna að halda úti auka 30-40kW.