Það virðist sem að MSI hafi sent frá sér gallaða framleiðslu af móðurborðum. Ég hef verið með móðurborð frá MSI í þjónatölvunni og í nótt, þá bara hætti það að virka. Þegar ég vaknaði, þá voru vifturnar á fullu og ekkert merki á skjánum. Endurræsing skilaði bara svörtum skjá og allt sem ég hef reynt kemur móðurborðinu ekki af stað. LED ljósið sýnir að móðurborðið er ekki að finna CPU, GPU og vinnsluminnið til skiptis.
Ég hef verið með MSI PRO Z790-P WiFi 1700 ATX 4xDDR5, 5x PCIe, 6x SATA 7x USB3.2 G2 (keypt hjá Tölvulistanum) og athugun á internetinu sýnir marga vera að lenda í sömu vandræðum og ég.
Ég ætla að skipta yfir í ASUS móðurborð, þar sem athugun sýndi ekki neinar umræður um vandræði með þau móðurborð. Það móðurborð sem ég ætla að fá mér er þetta hérna ef Tölvulistinn samþykkir, þar sem þetta er ábyrgðarmál. Gæti samt þurft að kaupa nýtt Windows 11 Pro leyfi, sem er galli.
Hvað svo sem fólk gerir. Þá mæli ég ekki með því að fólk kaupi sér MSI móðurborð af neinni tegund. Þar sem þessi framleiðslugalli gæti verið í fleiri en einni tegund af móðurborðum frá MSI.
Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
Síðast breytt af jonfr1900 á Þri 06. Feb 2024 08:49, breytt samtals 1 sinni.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
Ég myndi nú seint ráðleggja fólki frá öllum MSI móðurborðum þó þessi tiltekna týpa hafi átt við vandræði hjá sumum.
MSI eru heilt yfir með þokkalega gott orðspor í dag.
Í raun myndi ég segja að heilt yfir alla framleiðendur virðast gæði hafa aukist, heyrist minna af einhverjum stórum bilunum og álíka.
Eins og frægt var með Razer mýs, ákveðin týpa af logitech heyrnartólum man ekki hvaða týpa. EVGA skjakort sem klikkaði hjá flestum og örugglega fleiri tilfelli sem eg er að gleyma.
MSI eru heilt yfir með þokkalega gott orðspor í dag.
Í raun myndi ég segja að heilt yfir alla framleiðendur virðast gæði hafa aukist, heyrist minna af einhverjum stórum bilunum og álíka.
Eins og frægt var með Razer mýs, ákveðin týpa af logitech heyrnartólum man ekki hvaða týpa. EVGA skjakort sem klikkaði hjá flestum og örugglega fleiri tilfelli sem eg er að gleyma.
Re: Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
Öll Asus móðurborðsem ég hef átt hafa verið eitthvað gölluð en haldist gangandi, er með MSI í dag sem er bara virkilega að standa sig m.v. aldur.
Re: Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
Tek undir með vesley, það er lítið sem þú getur keypt ef þú ætlar að útiloka hluti á þennan hátt.
Værir líklega ekki lengi að finna slæma týpu af ASUS móðurborði.
Fyrir mörgum árum gáfu Intel út kubbasett þar sem diskastýringin var gölluð, sem að allir framleiðendur settu svo í sín móðurborð.
Endaði með heljarinnar recalli og nýrri nafnagjöf, þar sem B3 var splæst fyrir aftan nöfnin á borðunum til að auðkenna að þetta væru borð með diskastýringu í lagi.
Intel var og er samt að mínu mati eitt tryggasta merkið, heyrir til algjörra undantekninga ef eitthvað frá þeim bilar.
Það er svo annað mál, að ég vel Gigabyte móðurborð í mínar vélar, en það er bara því ég hef haft góða reynslu af þeim. Breytir því ekki að það er fullt af 20 ára gömlum móðurborðum þarna úti frá öðrum framleiðendum sem keyra eins og herforingjar enn þann dag í dag.
Værir líklega ekki lengi að finna slæma týpu af ASUS móðurborði.
Fyrir mörgum árum gáfu Intel út kubbasett þar sem diskastýringin var gölluð, sem að allir framleiðendur settu svo í sín móðurborð.
Endaði með heljarinnar recalli og nýrri nafnagjöf, þar sem B3 var splæst fyrir aftan nöfnin á borðunum til að auðkenna að þetta væru borð með diskastýringu í lagi.
Intel var og er samt að mínu mati eitt tryggasta merkið, heyrir til algjörra undantekninga ef eitthvað frá þeim bilar.
Það er svo annað mál, að ég vel Gigabyte móðurborð í mínar vélar, en það er bara því ég hef haft góða reynslu af þeim. Breytir því ekki að það er fullt af 20 ára gömlum móðurborðum þarna úti frá öðrum framleiðendum sem keyra eins og herforingjar enn þann dag í dag.
-
- Gúrú
- Póstar: 502
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
Ég held að þegar svona kemur upp á, þeas ónýtt móðurborð þá leyfi MS þér að flytja Windows leyfið á annað/öðruvísi borð þegar þú hefur skýrt mál þitt, td með símtali. Þannig var það amk í fyrndinni ef ég man rétt.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Þri 06. Feb 2024 14:28, breytt samtals 1 sinni.
-
- Gúrú
- Póstar: 549
- Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
- Reputation: 57
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
Sinnumtveir skrifaði:Ég held að þegar svona kemur upp á, þeas ónýtt móðurborð þá leyfi MS þér að flytja Windows leyfið á annað/öðruvísi borð þegar þú hefur skýrt mál þitt, td með símtali. Þannig var það amk í fyrndinni ef ég man rétt.
Þú mátt það einu sinni, ég skipti um móðurborð og fékk eitt leyfi til að skipta um móðurborð, en þurfti að kaupa nýtt license þegar ég uppfærði aftur
What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.
-
- Vaktari
- Póstar: 2347
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 59
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
ég var í akkurat sömu pælingu og þú. bara akkurat i hina áttina.
nuna er aðaltölvan mín með z790 msi móðurborð i staðinn fyrir asus sem ég var buinn að velja mér en hætti við, utaf hvað þeir eru lélegir.
bæði að fá gallaða vöru og erfitt og lengi að skipta gallaðri vöru út fyrir nýja. til að fá aðra vitlausa/gallaða vöru.
https://www.youtube.com/watch?v=wZ-QVOKGVyM
https://www.youtube.com/watch?v=cbGfc-JBxlY
nuna er aðaltölvan mín með z790 msi móðurborð i staðinn fyrir asus sem ég var buinn að velja mér en hætti við, utaf hvað þeir eru lélegir.
bæði að fá gallaða vöru og erfitt og lengi að skipta gallaðri vöru út fyrir nýja. til að fá aðra vitlausa/gallaða vöru.
https://www.youtube.com/watch?v=wZ-QVOKGVyM
https://www.youtube.com/watch?v=cbGfc-JBxlY
Re: Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
Ég pantaði mér MSI Z790 MAG Tomahawk í vor sem var dead on arrival. Sá skemmdina í prentplötunni eftir svolitla leit.
Fékk að skila því til Amazon, ekkert vandamál, og keypti það svo bara hérna heima til að vera viss um ábyrgð.
Ekkert að því sem ég fékk í staðinn og stendur sig mjög vel.
Fékk að skila því til Amazon, ekkert vandamál, og keypti það svo bara hérna heima til að vera viss um ábyrgð.
Ekkert að því sem ég fékk í staðinn og stendur sig mjög vel.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
jonfr1900 skrifaði:Ég ætla að skipta yfir í ASUS móðurborð, þar sem athugun sýndi ekki neinar umræður um vandræði með þau móðurborð. Það móðurborð sem ég ætla .
Ættir að vera nokkuð góður með strix, kannsi verra fyrir budduna.
Ég var í tómu basli með z690 TUF og annar hérna á vaktinni með z790 ef ég man rétt (memory og nvme compatability). Ég skilaði mínu og fékk mér Tomahawk og VRM hitinn er ekki 100°C sem er kostur.
Síðast breytt af jonsig á Mið 07. Feb 2024 08:25, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Gölluð framleiðsla af MSI móðurborðum
Uppfærsla. Það tókst að endurvirkja Windows 11 Pro hjá mér í gegnum síma.
Síðast breytt af jonfr1900 á Mið 07. Feb 2024 16:53, breytt samtals 1 sinni.