Er einhver hér búinn að kynna sér hvaða hjálparstörf á íslandi eru hagkvæm í rekstri? Langar ekki að styrkja félag bara til að stærsti hluti peningsins fari í umsýslu og meiri styrktaraflannir.
Ég hallast mest að hjálparstarfi sem snýr að því að hjálpa börnum í þróunarlöndum. Mér finnst http://www.givewell.org geggjuð pæling en væri til í að styrkja eitthvað sem væri svo hægt að nota sem skattafrádrátt það verður þá að vera á þessum lista:
https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/skattskylda/almannaheillaskra-skattfradrattur/#tab2
Hvaða hjálparstarf er best að styrkja?
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 36
- Skráði sig: Fim 19. Nóv 2020 18:42
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 397
- Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
- Reputation: 18
- Staðsetning: /usr/local
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða hjálparstarf er best að styrkja?
Ég hef verið að styrkja Einstök börn,
Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.
Það finnst mér gott málefni.
Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.
Það finnst mér gott málefni.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 310
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 64
- Staða: Tengdur
Re: Hvaða hjálparstarf er best að styrkja?
Einnig má skoða að styrkja Umhyggju, https://www.umhyggja.is/.
Þetta er félag langveikra barna á Íslandi. Eru svona regnhlífarsamtök fyrir allmörg félög á Íslandi sem snúa að veikindum barna, m.a. Einstök börn eins og komið var að hér að ofan.
Ég er sjálfur að taka þátt í verkefni sem heitir Team Rynkeby Ísland þar sem við erum að afla fjár fyrir Umhyggju. Síðasti liðurinn í fjáröflun okkar næsta sumar er að hjóla frá Kolding í Danmörku til Parísar, litlir 1300km á 8 dögum
Allur peningur sem við söfnum rennur beint til Umhyggju. Sjá nánar hér: https://www.team-rynkeby.is/
Styrkur til Umhyggju er frádráttarbær frá skatti.
Það má endilega heyra í mér ef þið hafið áhuga á að styrkja Umhyggju
Kv. Elvar Þór
Þetta er félag langveikra barna á Íslandi. Eru svona regnhlífarsamtök fyrir allmörg félög á Íslandi sem snúa að veikindum barna, m.a. Einstök börn eins og komið var að hér að ofan.
Ég er sjálfur að taka þátt í verkefni sem heitir Team Rynkeby Ísland þar sem við erum að afla fjár fyrir Umhyggju. Síðasti liðurinn í fjáröflun okkar næsta sumar er að hjóla frá Kolding í Danmörku til Parísar, litlir 1300km á 8 dögum
Allur peningur sem við söfnum rennur beint til Umhyggju. Sjá nánar hér: https://www.team-rynkeby.is/
Styrkur til Umhyggju er frádráttarbær frá skatti.
Það má endilega heyra í mér ef þið hafið áhuga á að styrkja Umhyggju
Kv. Elvar Þór
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 282
- Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
- Reputation: 54
- Staðsetning: Breidholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða hjálparstarf er best að styrkja?
fara bara reglulega á gofundme myndi ég segja, þessi hjálparstörf taka svo mikið cut í "operations"
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!
Re: Hvaða hjálparstarf er best að styrkja?
Ég styrki Stigamót og Unicef mánaðarlega um þúsundkall.... minnti að ég væri að styrkja Samhjálp en ekki Stigamót, getur verið að ég breyti því.
Held að fá samtök séu að gera jafn mikið gagn og Samhjálp.
Minnir að ég hafi hætt eða hætt við að strykja Samhjálp því þau voru eitthvað að ota trúboði inn í sitt starf en held að ég hafi bara þroskast síðan þá og ætla að bera virðingu fyrir umfangi og árangri starfsins. Þá hef ég heyrt að þau eru ekki að mismuna fólki sem leitar til þeirra og það er aðalatriði.
Held að fá samtök séu að gera jafn mikið gagn og Samhjálp.
Minnir að ég hafi hætt eða hætt við að strykja Samhjálp því þau voru eitthvað að ota trúboði inn í sitt starf en held að ég hafi bara þroskast síðan þá og ætla að bera virðingu fyrir umfangi og árangri starfsins. Þá hef ég heyrt að þau eru ekki að mismuna fólki sem leitar til þeirra og það er aðalatriði.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 116
- Staða: Tengdur
Re: Hvaða hjálparstarf er best að styrkja?
Eftir að hafa tekið hressilega til í þessu þegar þetta fór úr böndunum hjá mér (átti um tíma erfitt með að segja nei) að þá er bara Landsbjörg eftir.
Re: Hvaða hjálparstarf er best að styrkja?
Landsbjörg og svo ef þú vilt styrkja beint einhverja björgunarsveit þá bara beint inná þá.
-Need more computer stuff-
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvaða hjálparstarf er best að styrkja?
Legg inná fólk milliliðalaust eins og aðstandendur mannsins sem dó í Grindavík um daginn.