Macbook vangaveltur

Allt utan efnis

Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Macbook vangaveltur

Pósturaf ColdIce » Sun 28. Jan 2024 19:31

Kvöldið.

Var að hugsa um að fá mér 15” Macbook Air M2 16/512 og er verðið um 355k.
Macbook pro 14” M3 8/512 er á 340k.

Er einhver þarna úti sem þekkir þetta inn og út og sagt mér hvor er afkastameiri og almennt betri?
Geri ráð fyrir að Pro rústi þessu í CPU en það er kannski ekki allt.

Átta mig bara ekki alveg á hvort önnur þeirra sé miiikið betri eða þá að munurinn í vinnslu sé ekki sjáanlegur…

Er að hugsa um basic heimilisvél sem er notuð mest í Office pakkann og Simurelay.
Er aðallega að hugsa um snerpu í forritum. Mér er alveg sama um stærð/þyngd.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Macbook vangaveltur

Pósturaf Njall_L » Sun 28. Jan 2024 19:37

Sem heimilisvél myndi ég sjálfur velja 15" Air í M2 512/16GB. Stærri skjár, meira RAM, miklu meira en nóg performance í þessa notkun og VIFTULAUS.

M3 örgjörvinn er vissulega heilt yfir betri en M2 en munurinn er ekki stórkostlegur. Aðal málið í Pro er að þar er vifta þannig hún bregst betur við langri þungri vinnslu sem er staða sem ætti ekki að koma upp í heimilisnotkun.


Er sjálfur með Air tölvu í þessu spec sem þú nefnir og það er í fyrsta skiptið sem ég er með fartölvu sem ég er virkilega sáttur með.


Löglegt WinRAR leyfi


Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Macbook vangaveltur

Pósturaf ColdIce » Sun 28. Jan 2024 20:00

Njall_L skrifaði:Sem heimilisvél myndi ég sjálfur velja 15" Air í M2 512/16GB. Stærri skjár, meira RAM, miklu meira en nóg performance í þessa notkun og VIFTULAUS.

M3 örgjörvinn er vissulega heilt yfir betri en M2 en munurinn er ekki stórkostlegur. Aðal málið í Pro er að þar er vifta þannig hún bregst betur við langri þungri vinnslu sem er staða sem ætti ekki að koma upp í heimilisnotkun.


Er sjálfur með Air tölvu í þessu spec sem þú nefnir og það er í fyrsta skiptið sem ég er með fartölvu sem ég er virkilega sáttur með.


Þakka kærlega fyrir gott svar, var búinn að gleyma að hún er viftulaus sem mér þykir plús


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Macbook vangaveltur

Pósturaf Trihard » Sun 28. Jan 2024 20:47

Ef þú ætlar einhvern tíma að ræsa tölvuleik á Macanum þá mæli ég ekki með viftulausu tölvunni en það mun klárlega minnka fps-ið.
Ég myndi miklu frekar skoða að kaupa mér notaða M1 Pro fartölvu í dag, ég sá líka að Costco var með nokkrar nýjar þannig til sölu fyrir kannski mánuði síðan.
Í M1 Pro tölvunni ertu með hraðari 512 SSD disk en á M3 Pro tölvunni, veit ekki með Airinn en ábyggilega þá líka og hún er með 16GB vinnsluminni, betri skjá en Airinn ofl.
FYI þú heyrir ekkert í viftunni í M1-3 Pro tölvunum hvort eð er, en það er samt betra að hafa þær fyrir leikina/rendera 3D ofl.
Síðast breytt af Trihard á Sun 28. Jan 2024 20:50, breytt samtals 2 sinnum.




Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Macbook vangaveltur

Pósturaf ColdIce » Sun 28. Jan 2024 20:55

Trihard skrifaði:Ef þú ætlar einhvern tíma að ræsa tölvuleik á Macanum þá mæli ég ekki með viftulausu tölvunni en það mun klárlega minnka fps-ið.
Ég myndi miklu frekar skoða að kaupa mér notaða M1 Pro fartölvu í dag, ég sá líka að Costco var með nokkrar nýjar þannig til sölu fyrir kannski mánuði síðan.
Í M1 Pro tölvunni ertu með hraðari 512 SSD disk en á M3 Pro tölvunni, veit ekki með Airinn en ábyggilega þá líka og hún er með 16GB vinnsluminni, betri skjá en Airinn ofl.
FYI þú heyrir ekkert í viftunni í M1-3 Pro tölvunum hvort eð er, en það er samt betra að hafa þær fyrir leikina/rendera 3D ofl.

Þakka svarið en það verður aldrei leikur spilaður á henni né grafísk vinnsla. Er með aðrar vélar í það.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Gustaf
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 10. Mar 2018 17:51
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Macbook vangaveltur

Pósturaf Gustaf » Sun 28. Jan 2024 21:20

Ég myndi frekar velja 15” Macbook Air M2 16/512. Það er ekki marktækur munur á milli M2 og M3 fyrir venjulega notkun.




oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 298
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Macbook vangaveltur

Pósturaf oskarom » Mán 29. Jan 2024 09:37

Fyrir þessa notkun sem þú lýsir þá færi ég eins og aðrir hér hafa sagt rakleiðis í MacBook Air 15".

Ég er með MacBook Pro 16" M2 Pro í vinnunni, magnaðsta tæki sem ég hef notað, og var að taka við einni MacBook Air 15" M2 í vikunni fyrir fjölskylduna, það er allt örðuvísi að umgangast Air vélarnar, rosalega nettar og skemmtilegar, og M2 örgjörvinn gerir þær ótrúlega öflugar og skemmtilegar á sama tíma og rafhlaðan dagar víst mjög vel (án þess að ég hafi beina reynslu af því).

Varðandi vinnsluminni þá færi ég ekki í 8 GB vél í dag, margir vilja meina að 8 GB komi þér langt á M3 vélnunum en vandamálið er að þegar vinnsluminnis eftirspurnin er meiri en framboðið þá virka þessar vélar alveg eins og aðrar, þær hætta að hlaupa og byrja að skríða.

Persónulega hef ég trú á því að þessar vélar komi til með að endast jafnvel ennþá betur en Mac fartölvur hingað til þannig að það væri sorglegt að hafa svona takmarkandi þátt í svona dýrri græju.

Mbk.
Óskar




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Macbook vangaveltur

Pósturaf Mossi__ » Mán 29. Jan 2024 13:27

Ég keypti á dögunum 13" M1 Macbook Air fyrir svona on the go ritvinnslu/skrifstofuvinnu.

Mér finnst hún æði. Lítil nett, batterí endingin glorious!

Fyrir þess lags vinnu veit ég ekki maður þarf meira, en eg hef þó ekki reynslu á Simurelay og þekki ekki kröfurnar þar.




Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Macbook vangaveltur

Pósturaf ColdIce » Þri 30. Jan 2024 22:15

Jæja…útfærslan sem ég vil á Air og litur fæst ekki eins og er og ég er í smá tímaþröng að versla vél svo ég er að íhuga þessar.

Macbook Pro 14” M3 16/512 8C/10C
Macbook Pro 14” M2 Pro 16/512 10C/16C

Hvora myndu þið mæla með? Þessar tvær og Air 15” 16/512 eru á svipuðu verði svo það er ekki factor.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Televisionary
FanBoy
Póstar: 701
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 122
Staða: Tengdur

Re: Macbook vangaveltur

Pósturaf Televisionary » Mið 31. Jan 2024 13:17

Báðar vélar skila sínu. Ef að M2 er mikið ódýrari þá myndi ég skoða hana.

Ég vinn alla daga á M1 Pro í 16" MBP og er svo með M1 í 13" MBP heima. Þessar vélar eru báðar að skila sínu. Þær eru píndar vel og hitna lítið. Rafhlöðuendingin er það besta sem ég hef fengið í hendurnar.

Mismunurinn er ekki það mikill að þú þurfir að spá í það hvort að búnaðurinn skili sínu. Bara kaupa og hafa gaman.

Hér er ágætis lesning um muninn á þessum örgjörvum:
https://www.macrumors.com/guide/how-muc ... lly-is-m3/

Vona að þetta hjálpi eitthvað.

ColdIce skrifaði:Jæja…útfærslan sem ég vil á Air og litur fæst ekki eins og er og ég er í smá tímaþröng að versla vél svo ég er að íhuga þessar.

Macbook Pro 14” M3 16/512 8C/10C
Macbook Pro 14” M2 Pro 16/512 10C/16C

Hvora myndu þið mæla með? Þessar tvær og Air 15” 16/512 eru á svipuðu verði svo það er ekki factor.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Macbook vangaveltur

Pósturaf Jón Ragnar » Mið 31. Jan 2024 13:26

Fór úr i9 Macbook Pro yfir í M3 Pro vél 32gb í vinnunni

Þvílíkur munur á þessum vélum! :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video