VW Passat - hurðaskynjari og frost

Athvarf handlagna heimilisnördsins

Höfundur
wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

VW Passat - hurðaskynjari og frost

Pósturaf wicket » Mið 17. Jan 2024 09:32

Maður spyr auðvitað fyrst hér.
Ég er með bílinn minn (VW Passast 2020) í bílskúrnum allar nætur og ekkert vesen. Ef hann situr úti í frosti t.d. í bústaðnum eða fyrir utan vinnuna allan daginn er hann farinn að taka upp á því að segja bílstjórahurðina opna þó hún sé lokuð. Sem þýðir að hann vælir endalaust á meðan ég keyri og neglir í handbremsu þegar ég stoppa t.d. á ljósum eða biðskyldu sem ærir mig. Svo þegar hann hitnar á heimleiðinni get ég alltaf opnað og lokað hurðinni og hann segir „Já flott, hurðin er lokuð“.

Ég veit ekkert um bíla, eitthvað sem bílafólk hér inni dettur í hug sem ég gæti gert bara heima til að laga þetta?




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: VW Passat - hurðaskynjari og frost

Pósturaf littli-Jake » Mið 17. Jan 2024 15:28

Þetta er væntanleg bara í -5 eða kaldara.

Einhverstaðar er stöðuskynjari til að bílinn víti hvort hurðin sé opin eða lokuð. Þetta er það nýr bíll að sennilega er þetta í hurða læsingunni. Prófaðu að smyrja í læsinguna með feiti (ekki wd40).


Annars væri örugglega sniðugt að hringja í Heklu og gá hvort þeir kannist við þetta.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 226
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: VW Passat - hurðaskynjari og frost

Pósturaf KaldiBoi » Mið 17. Jan 2024 16:29

Heyra í Heklu hvort þeir hafi heyrt e.t.v. heyrt álíka.

Getur tekið bílinn úr automatic handbremsu þegar þú stöðvar með að smella á "auto hold" takkann sem er við handbremsuna sjálfa.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: VW Passat - hurðaskynjari og frost

Pósturaf jonsig » Mið 17. Jan 2024 16:48

Das Auto. :no




agust1337
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: VW Passat - hurðaskynjari og frost

Pósturaf agust1337 » Mið 17. Jan 2024 18:23

Mjög líklega er einhver tengslarof fyrir skynjarann, hvort á leið til hans eða í honum sjálfum er erfitt að meta. Hann er hluti af læsingunni þannig að það þarf að skipta því út öllu. Ef hann er í ábyrgð enn, myndi ég athuga hjá Heklu, ef ekki þá Bílson


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: VW Passat - hurðaskynjari og frost

Pósturaf jonsig » Mið 17. Jan 2024 21:34

Kannski bara skilaboð um að þú eigir að losa þig við Das auto.