Hvernig lærið þið? :)

Allt utan efnis

Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf falcon1 » Fös 12. Jan 2024 22:18

Ég er dáldið forvitinn að vita hvernig ykkur finnst/fannst best að læra. Lesið þið bara bókina yfir og munið allt eða eruð þið að glósa í tætlur? :D
Svo t.d. stærðfræðiformúlur, hvernig finnst ykkur best að leggja þær á minnið án þess að byrja að rugla þeim saman?

Hjá mér er það helst sjónrænt þ.e. mér finnst ég muna betur ef ég get teiknað upp það sem ég þarf að muna eða hafa séð það á myndbandi. :)



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf appel » Fös 12. Jan 2024 22:30

Lærir alltaf best með því að gera hlutina.

Þegar ég hugsa til baka finnst mér glósur hafa bara truflað frekar en hitt. Ég ákvað í framhaldsskóla að glósa lítið og hlusta meira.

Ef þú ert að spurja fyrir nám, próf, og þvíumlíkt, þá er þetta alltaf bara að hafa áhuga og læra jafnóðum.

En fyrir mig, þegar ég var í HR þá gerði ég þetta að kortleggja hvenær prófin eru, dreift yfir kannski 7 daga tímabil, svo lesa alla bókina fyrir próf og jafnóðum skrifa niður í glósubók orð fyrir orð það sem var merkilegt. Þetta er svakalega strangt, en virkar. Að lesa kannski 400 bls flókna námsbók á 2 dögum. Maður mætti oft ósofinn í próf.

Þú lærir aldrei stærðfræðiformúlur nema að svindla eða að gera þær 1000x skipti. Fáránlegt að láta nemendur muna stærðfræðiformúlur, þetta er ekki 19. öldin lengur.

Yes, it is commonly attributed to Albert Einstein that he said, "Never memorize something that you can look up" or "I never commit to memory anything that can easily be looked up in a book".Sep 3, 2019



Svo lengi sem maður veit hvar hlutirnir liggja, þá á það að vera nóg.

Nemendur eiga að geta tekið próf með öllum gögnum sem það vill. Prófin eiga að vera nægilega góð.
Síðast breytt af appel á Fös 12. Jan 2024 22:31, breytt samtals 2 sinnum.


*-*


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf Klemmi » Fös 12. Jan 2024 22:37

Til að læra undir próf?
Ef svo er, þá les og handskrifa aðalatriðin, endurorðað í mín eigin orð.
Svo les ég yfir þessar glósur aftur og aftur, best ef ég er í næði og get lesið sumt upphátt, þá festist það betur.

Stærðfræði formúlur er svo annað. Ef ég get skilið þær, þá hjálpar það, svo sem flatarmál/rúmmálsreikningar eða eðlisfræðiformúlur sem einfalt er að átta sig á.
En á seinni stigum náms, þá fékk maður annað hvort formúlublað, eða mátti útbúa sitt eigið fyrir prófið. Finnst bilun að fólk eigi að leggja formúlur á minnið, þegar það er komið útfyrir það sem þú átt að geta "skilið" og munað út frá því.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf appel » Fös 12. Jan 2024 22:40

Man einu sinni þegar ég fékk að hafa námsbókina meðferðis í lokapróf, fannst einsog ég væri að svindla.
En auðvitað á þetta að vera normið.

Próf á að prófa skilning, ekki minni.


*-*

Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 209
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf cocacola123 » Lau 13. Jan 2024 00:22

OneNote

Handskrifa allar glósur (með ipad eða 360 laptop) og smelli inn öllum glæru pdf í Onenote.

Categorise-a allt þannig að maður er eldsnöggur að fletta upp.


Drekkist kalt!


G3ML1NGZ
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fim 22. Sep 2022 21:21
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf G3ML1NGZ » Lau 13. Jan 2024 00:28

Ég læri langbest ef ég hef smá hands on experience og fer svo að lesa mér til um efnið. Þannig hef ég mikið meiri tengingu við lesefnið og átta mig betur á því.




Cozmic
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 20. Jún 2012 20:37
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf Cozmic » Lau 13. Jan 2024 03:33

Glósa eins og motherfucker. Sérstaklega stærðfræði, og reyna glósa á blaði ekki skrifa á lyklaborði, festist betur í minninu þannig fyrir mig.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf rapport » Lau 13. Jan 2024 09:28

Ég verð að glósa með penna (remarkable) til að hlutirnir festist, svo fer ég sárasjaldan djúpt í glósurnar.

Ég tek öll verkefni, ritgerðir og kynningar mjög alvarlega og geri fáránlegustu hluti til að hópverkefni séu skemmtileg og fólk involved sbr. kaupa logo fyrir ímynduð fyrirtæki eða vörur á fiverr eða af listakonu sem ég þekki. In the old days létum við prenta forsíður verkefna "blæðandi" s.s. á oversized pappir sem svo var skoriðaf svo útprentunin vlri akveg út á brún, notuðum lúxus pappír.

Þetta gerir námið skemmtilegra.

Verkefnavinna í skóla er dull ef það er ekki farið í extremes þegar það er hægt sbr. að taka viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga fyrirtækja ef hægt er, að reyna alltaf að búa til nýtt eða betrumbæta það besta m.t.t. aðstæðna o.þ.h.

Þegar ég vann hjá RVK þá bauð ég kennaranum og bekknum í Enterprise Architecture að fá kynningu á hvernig borgin sinnti þessu. Held að þap hafi orðið til þess að einn úr EA teymi RVK sé núna alltaf með kynningu þegar þetta fag er kennt.

Ég s.s. læri með því að gera sem mest úr náminu en ekki eltast við að ná lágmarkinu. Þarf fyrir vikið ekki að stressa mig mikið fyrir próf.
Síðast breytt af rapport á Lau 13. Jan 2024 11:37, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 13. Jan 2024 11:24

Ef ég er að lesa bók þá er það yfirleitt í Kindle sem ég nota Highlight fídusinn og exporta glósum og færi glósur inní Notion.

Ef ég er að læra fyrir próf þá fer ég yfir efni og glósa að einhverju leyti eða kaupi mér aðgang að góðum glósum með áhersluatriðunum. Finnst best að nota krossapróf og Flashcards með réttum svörum (Active recall , spaced repetition). Í dag er yfirleitt til tilbúin krossapróf og flashcards í því efni sem ég er að læra en ég get búið til Flashcards handvirkt með hugbúnaði eins og ANKI.


Just do IT
  √


Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf Semboy » Lau 13. Jan 2024 15:42

Ég les allt upphátt 2x, þótt ég skil ekkert ég held bara áfram. Þegar ég er búinn að full lesa 1200 blaðsiður tvísvar sinnum eða whatever þessi tala gæti verið. Eftir það, þá fer ég að að skoða próftöfluna og fer að renna yfir bókina hratt. Ég á svo síma template forrit sem ég sjálfur bjó til, þetta er eins og 'Viltu vinna milljón?'. Þar sem ég filli inn spurningar og svör við því.


hef ekkert að segja LOL!


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf falcon1 » Lau 13. Jan 2024 23:22

appel skrifaði:Man einu sinni þegar ég fékk að hafa námsbókina meðferðis í lokapróf, fannst einsog ég væri að svindla.
En auðvitað á þetta að vera normið.

Próf á að prófa skilning, ekki minni.

já, kannast við þetta þegar ég var að taka mín fyrstu próf í langan tíma síðastliðið haust. Fannst ég vera að svindla að fá að hafa gögn meðferðis, t.d. formúlublað í stærðfræði og glósur í öðrum áföngum. :D
Þegar ég var í skóla í gamla daga þá þurfti maður að muna allt.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf falcon1 » Lau 13. Jan 2024 23:24

cocacola123 skrifaði:OneNote

Handskrifa allar glósur (með ipad eða 360 laptop) og smelli inn öllum glæru pdf í Onenote.

Categorise-a allt þannig að maður er eldsnöggur að fletta upp.

Ég er að nota OneNote, er hægt að leita í handskrifuðum glósum? Hvernig flokkarðu þetta hjá þér?




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf falcon1 » Lau 13. Jan 2024 23:25

Cozmic skrifaði:Glósa eins og motherfucker. Sérstaklega stærðfræði, og reyna glósa á blaði ekki skrifa á lyklaborði, festist betur í minninu þannig fyrir mig.
Sammála þessu með lyklaborðið, mér finnst ég muna betur það sem ég handskrifa eða teikna upp en ef ég pikka eitthvað á lyklaborðið.




Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf falcon1 » Lau 13. Jan 2024 23:28

Semboy skrifaði:Ég á svo síma template forrit sem ég sjálfur bjó til, þetta er eins og 'Viltu vinna milljón?'. Þar sem ég filli inn spurningar og svör við því.

Þannig að þú gerir spurningaleik úr því sem þú ert að læra? :D



Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 209
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf cocacola123 » Sun 14. Jan 2024 01:00

falcon1 skrifaði:
cocacola123 skrifaði:OneNote

Handskrifa allar glósur (með ipad eða 360 laptop) og smelli inn öllum glæru pdf í Onenote.

Categorise-a allt þannig að maður er eldsnöggur að fletta upp.

Ég er að nota OneNote, er hægt að leita í handskrifuðum glósum? Hvernig flokkarðu þetta hjá þér?


Sko ég hef heyrt að í GoodNotes glósu forritinu sé hægt að gera search úr öllum handskrifuðum glósum en hef ekki prufað og það forrit kostar.

Í Onenote hef ég verið að vinna með að flokka mjög skipulagt í side-barinu.

Set mynd af einni önninni (kann ekki að pósta mynd sjáum hvort það virki hahah)
Viðhengi
Myndhaha.jpg
Myndhaha.jpg (178.24 KiB) Skoðað 5152 sinnum
Síðast breytt af cocacola123 á Sun 14. Jan 2024 01:07, breytt samtals 1 sinni.


Drekkist kalt!

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 14. Jan 2024 08:44

Google Lens appið er mjög gott að Copy-a texta af myndum sem maður tekur á símann. Hægt að breyta handskrifuðum glósum yfir í texta.


Just do IT
  √


Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf Tesli » Mán 15. Jan 2024 19:25

Ég lærði það allt of seint í mínu námi hvað það er öflugt að skrifa hlutina niður aftur og aftur til að festa í minni. Ef þú skrifar stærðfræði formúlur niður 50 sinnum þá festist það í hausnum á þér. Ég skrifaði upp 4+ bls, þétt formúlu blað aftur og aftur í sirka 2-4 klst þegar ég var í masternum, þar sem mátti ekki taka með sér nein gögn, ég náði svo að eyða fyrstu 10min í prófinu að skrifa upp allar 4bls aftur eftir minni og massa prófið. Ég er by the way ekki neinn límheili, þetta virkar bara.



Skjámynd

GunZi
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
Reputation: 22
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf GunZi » Þri 16. Jan 2024 22:43

* Stærðfræði almennt: Í háskólanáminu þá fannst mér best að reikna dæmi. Eins mörg og hægt er. Og alltaf á blaði eða tússtöflu. Fann yfirleitt lausnirnar á netinu til að tékka mig af. Ef markmiðið er að ná lokaprófinu þá var þetta lang besta leiðin að mínu mati.
* Myndbönd eins og á Khan Academy. Ef kennslubókin er óskýr með eitthvað þá hjálpar að leita annað á netinu, jafnvel til að sjá sama efni og maður er að reyna læra útskýrð á annan hátt.
* Gott að skrifa niður glósur jafnóðum og ég les kennslubækur. Sérstaklega á blaði. Gera það jafnóðum yfir önnina. Ekki mjög ítarlegar glósur en mér fannst hjálpa að skrifa eitthvað niður… ég las þessar glósur yfirleitt ekki aftur :)
* Hef verið að skoða https://obsidian.md/ þessa dagana til að glósa í tölvu. En hef ekki alveg náð að koma mér inní það ennþá.
* Til að læra tungumál þá hef ég notað Quizlet til að auka Ensku kunnáttu. Notaði mikið Kindle bækur til að fiska upp áhugaverð orð sem ég þekkti ekki.


Örgjövi: Ryzen 5800x3D Minni: 32GB 3600MHz DDR4 GPU: AMD Radeon RX 7800 XT SSDs: 1TB (Evo 870) og 250GB (Evo 840) Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Samsung Odyssey Neo G9 49" 240Hz

Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf Black » Mið 17. Jan 2024 08:48

Eyði steam útúr tölvunni hjá mér :happy
Loka á alla truflun, les bækurnar og handskrifa glósur sem er ekki hægt að lesa aftur því ég er með svo lélega handskrift.
Hefur reynst mér vel :)

Finnst samt alltaf jafn áðdáunarvert að sjá svona vel skipulagðar og flottar glósur eins og hjá Cocacola123 hérna fyrir ofan.
Vildi óska að ég væri með þann metnað :|
Síðast breytt af Black á Mið 17. Jan 2024 08:49, breytt samtals 1 sinni.


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf falcon1 » Sun 19. Maí 2024 12:47

Aðeins að endurvekja þennan þráð. :)

Var í lokaprófi í stærðfræðiáfanga í vikunni og finnst ég ekki vera nógu öruggur með mig í stærðfræðinni þannig að ég ætla að vinna í því í sumar. Hvaða vefsíður mælið þið með að nota til að bæði rifja upp og læra nýtt stærðfræðiefni. Ég hef verið að nota Khanacademy til að hjálpa mér í þessum áfanga en það eru nú örugglega fleiri góðar síður til. :D

Ps. ég er núna í Háskólabrú Keilis þannig að þetta er framhaldsskólastærðfræði að ég held. :)
Síðast breytt af falcon1 á Sun 19. Maí 2024 12:48, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 384
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig lærið þið? :)

Pósturaf Njall_L » Sun 19. Maí 2024 15:18

falcon1 skrifaði:Aðeins að endurvekja þennan þráð. :)

Var í lokaprófi í stærðfræðiáfanga í vikunni og finnst ég ekki vera nógu öruggur með mig í stærðfræðinni þannig að ég ætla að vinna í því í sumar. Hvaða vefsíður mælið þið með að nota til að bæði rifja upp og læra nýtt stærðfræðiefni. Ég hef verið að nota Khanacademy til að hjálpa mér í þessum áfanga en það eru nú örugglega fleiri góðar síður til. :D

Ps. ég er núna í Háskólabrú Keilis þannig að þetta er framhaldsskólastærðfræði að ég held. :)

Ég hef töluvert nýtt undirbúningsefni HÍ í raungreinum í þessum tilgangi

Stærðfræði: https://edbook.hi.is/undirbuningur_stae/
Eðlisfræði: https://edbook.hi.is/undirbuningur_edl/
Efnafræði: https://edbook.hi.is/undirbuningur_edl/


Löglegt WinRAR leyfi