Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Allt utan efnis

Höfundur
Semboy
1+1=10
Póstar: 1144
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Semboy » Fim 11. Jan 2024 17:33

Hjá mér ég er einhleypur og það er fast 160K.
semsagt sirka 5þúsund á dag.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Tengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Kongurinn » Fim 11. Jan 2024 17:53

Er það ekki soldið mikið? Erum tvö og förum líklegast aldrei yfir 100k, mögulega svona 50-75k án þess að hafa mikið reiknað eða pælt í þessu.

Fæ reyndar hádegismat í vinnu og borða nánast aldrei morgunmat, það segir kannski eitthvað. Ef þú ert að leitast til að lækka þetta þá held ég að það ætti að vera auðvelt, nema þú hafir gert þennan þráð bara til að athuga budgettið hjá fólki og ert bara sáttur með þessi 160k




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Frussi » Fim 11. Jan 2024 18:24

Við erum tvö, engin börn, 80 á mánuði. 160 er rosa mikið fyrir einn, nema þú eldir ekki mikið og kaupir tilbúið/farir út að borða


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf hagur » Fim 11. Jan 2024 18:35

Semboy skrifaði:Hjá mér ég er einhleypur og það er fast 160K.
semsagt sirka 5þúsund á dag.


Wow. Út að éta tvisvar á dag?




Höfundur
Semboy
1+1=10
Póstar: 1144
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Semboy » Fim 11. Jan 2024 18:53

hagur skrifaði:
Semboy skrifaði:Hjá mér ég er einhleypur og það er fast 160K.
semsagt sirka 5þúsund á dag.


Wow. Út að éta tvisvar á dag?

Nei alls ekki, langt frá því. t.d siðan 1 Jan 17450kr semsagt sirka 1600kr á dag.
Ég er sáttur með þetta budget og er að forvitnast hvað aðrir séu með í budget bara til að sjá hvort það sé mikils virði að elda
meira heima. Það kemur oft fyrir það verður afgangureftir þá fer afgangurin sjálfkrafa inná bréf og nýr 160k fer inná reikning.
Og svo kemur fyrir þar sem ég verð að lifa eftir af mánuðin bara á smurtbrauð.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Moldvarpan » Fim 11. Jan 2024 19:00

Ég er mikill mat maður. 3 í heimili. Vel yfir 200þús á mánuði.

Elda 90% sjálfur hugsa ég. Og fiskréttur með 700-800gr af fisk er alltaf kominn í 3000kr+ easy sem dæmi. Það er bara kvöldmáltíð.

3000kr x 30 dagar = 90þús fyrir kvöldmáltíðir mánaðarins

Svo annað eins fyrir morgunmat,hádegismat og millimál. Þannig þetta fer alltaf vel yfir 200k.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Tengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Trihard » Fim 11. Jan 2024 19:09

Ég er að borga fyrir eitthvað heilsuapp sem stýrir mig til að éta fyrir í kringum 50k á mánuði, borða mikið af túnfisk, hrísgrjónum, lax, spínat, fræjum, blendnum ávöxtum og því háttar.
Ef þú étur bara KFC og hreyfir þig ekki þá áttu í mikilli hættu á að enda með einhvern af mörgum heilsufarssjúkdómum þegar þú verður eldri.
Bakteríuflóran í maganum á þér fer í fokk með tímanum og þú endar á lyfjum, lærðu að elda hollan mat og ekki vera að borga fyrir sorpfæði :happy
Síðast breytt af Trihard á Fim 11. Jan 2024 19:10, breytt samtals 1 sinni.




Frikkasoft
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
Reputation: 6
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Frikkasoft » Fim 11. Jan 2024 21:30

Líklega í kringum 350þ-400þ (2 fullorðnir og 3 unglingar), oftast eldað heima (+ eldum rétt um 6x í mánuði), plús út að borða 2-3 í mánuði sem myndi þá bætast við þetta.


i7-13700K | 64GB RAM | Asus ROG STRIX GeForce RTX 4090 OC | 2TB Firecuda | LINUX FOREVER

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf appel » Fim 11. Jan 2024 21:42

Sá skattur sem ég skil ekki er matarskattur. Allir þurfa að borða, ríkir og fátækir, en fátækir eyða hlutfallslega mest í mat því fólk borðar í raun jafn mikið hvort sem þú ert ríkur eða fátækur. Það borðar enginn 10x meira en fátækur þó ríkur sé. En hinsvegar eyða ríkir 10x meira í aðra hluti.

Besta sem hægt væri að gera er að leggja af alla skattlagningu á mat, setja frekar skattlagningu á dýra bíla og önnur dýrindisheit sem ríkir kaupa sér aðallega.
Síðast breytt af appel á Fim 11. Jan 2024 21:43, breytt samtals 1 sinni.


*-*


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf falcon1 » Fim 11. Jan 2024 22:24

Ok, ég sem hélt að ég væri að eyða miklu í mat. Ég er einn í búi og fer með svona 70-90 þúsund krónur í mat á mánuði, mest yfirleitt í desember vegna jóla.




emil40
</Snillingur>
Póstar: 1080
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf emil40 » Fim 11. Jan 2024 23:08

80þ á mánuði og ég er einn með 2 ketti.


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

Stuffz
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Reputation: 100
Staðsetning: 109 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Stuffz » Fim 11. Jan 2024 23:20

fínt/ágætt mötuneyti í vinnunni
versla þar fyrir utan mest í bónus
eitthvað 50k++
Síðast breytt af Stuffz á Fim 11. Jan 2024 23:21, breytt samtals 1 sinni.


Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack


Viggi
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Viggi » Fim 11. Jan 2024 23:21

70- 90 á mánuði og bý einn. Og versla í búð sem er á landsbyggðinni sem er amk 40% dýrari en bónus og krónan


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 70
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf peturthorra » Fös 12. Jan 2024 00:03

Frikkasoft skrifaði:Líklega í kringum 350þ-400þ (2 fullorðnir og 3 unglingar), oftast eldað heima (+ eldum rétt um 6x í mánuði), plús út að borða 2-3 í mánuði sem myndi þá bætast við þetta.


Eru þið að versla fyrir 13.500kr á dag?
Við erum 6 í kotinu og borðum fyrir c.a 200-230k á mánuði.

400þús er bara bilun :shock:


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Gislinn » Fös 12. Jan 2024 00:13

250k á mánuði að meðaltali yfir árið 2023. 4 manna fjölskylda. Talan nær einnig yfir kostnað vegna mötuneyti í vinnu og skóla, en allir fjölskyldumeðlimir borða í hádeginu í vinnu/skóla.

Þessi tala nær yfir öll kaup í bónus, krónunni, fjarðarkaup og hagkaup (þ.e. þær matvörubúðir sem ég verslaði við á árinu 2023), fiskbúðir, skyndibita (ca. 1-2x í mánuði á hvern fjölskyldumeðlim), bakarí, veitingastaði o.fl. matartengt. Inn í þessari tölu eru einnig annað en matur, t.d. klósettpappír, þrifvörur fyrir heimilið, snyrtivörur o.fl. sem fæst í matvörubúðunum.

Það er alveg svigrúm til að lækka þetta með aðeins meira skipulagi.
Síðast breytt af Gislinn á Fös 12. Jan 2024 00:15, breytt samtals 1 sinni.


common sense is not so common.

Skjámynd

Ghost
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 07. Jún 2022 22:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Ghost » Fös 12. Jan 2024 02:13

Er einn og fer með ca. 100k á mánuði í mat. Reyni að fá sem mest prótein og borða mikið kjúkling. Viðurkenni alveg að ég gæti sparað helling á því að velja aðeins ódýrari vörur þegar ég versla en ég einfaldlega þarf þess ekki þar sem þetta er ekkert að setja mig á hausinn.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Hausinn » Fös 12. Jan 2024 08:13

Ég hef ekki tekið mat á því hversu mikið ég eyði en það getur ekki verið mikið meira en 40þús á mánuði. Er ekki mikill matarpjakkur. Borða nánast aldrei á veitingastöðum nema mér sé boðið.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Moldvarpan » Fös 12. Jan 2024 08:51

Er öll vaktin í bullandi næringarskorti?

Væri gaman ef þið mynduð segja líka hvernig venjulegur dagur er hjá ykkur sem eyðið bara 40-60k á mánuði í mat.

Þetta hlýtur að vera mikið af ódýrum mat, núðlur og grjón? Eruði að borða einu sinni á dag? Er þetta næg fylling fyrir allan daginn?
Og eruði litlar manneskjur?

Finnst þetta bara svo ótrúlega lágar upphæðir í mat, því matarkarfan hefur hækkar gríðarlega síðustu mánuði.



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 476
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf stefhauk » Fös 12. Jan 2024 09:31

Hef ekki gert budget þannig lagað en líklega kringum 150-200k erum 4 á heimili 2 börn undir 5 ára.




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 301
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 55
Staða: Tengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Trihard » Fös 12. Jan 2024 10:15

Moldvarpan skrifaði:Er öll vaktin í bullandi næringarskorti?

Væri gaman ef þið mynduð segja líka hvernig venjulegur dagur er hjá ykkur sem eyðið bara 40-60k á mánuði í mat.

Þetta hlýtur að vera mikið af ódýrum mat, núðlur og grjón? Eruði að borða einu sinni á dag? Er þetta næg fylling fyrir allan daginn?
Og eruði litlar manneskjur?

Finnst þetta bara svo ótrúlega lágar upphæðir í mat, því matarkarfan hefur hækkar gríðarlega síðustu mánuði.

Alls enginn næringarskortur hér. Ég borða mikið af mat í einu, mikið af grænmeti og kúskús/hrísgrjón svo ca. 200g af lax / 3 egg per máltíð. Þú munt eiga í vandræðum með að klára þetta allt saman í einni setu.
Þú getur étið meira af hollum mat þar sem það eru ekki nærri því jafn margar kaloríur í þessu og í djúpsteiktum skít og eins og ég segi þá eyðiru ekki fjalli af peningum í þetta á mánuði
Síðast breytt af Trihard á Fös 12. Jan 2024 10:17, breytt samtals 2 sinnum.




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Hausinn » Fös 12. Jan 2024 10:50

Moldvarpan skrifaði:Væri gaman ef þið mynduð segja líka hvernig venjulegur dagur er hjá ykkur sem eyðið bara 40-60k á mánuði í mat.

Sjálfur borða ég á milli 12-20 og versla slatta af skyri, ávöxtum og ódýrara kjöti eins og hakki og kjúkling í stærri skömmtum. Finnst gott að gera slatta af bolognese og ofnbökuðum kjúklingalærum og frysta það síðan til auðvelda mér hluti seinna. Er ekki mjög stór manneskja, reyndar.
Síðast breytt af Hausinn á Fös 12. Jan 2024 10:50, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Tengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf CendenZ » Fös 12. Jan 2024 12:16

Ég spara í matarinnkaupum með að kaupa mikið magn beint af býli,

Ég er að fara klára hakkið sem kemur frosið í 500gr flötum vakúmpökkum, tek 15kg 5% og 15kg 20%. Er að fá hakkið á 1700 kalli með svona innkaupum.
Sama með fisk, kaupi 3x 9 kg öskjur

Svo gera matseðil, alltaf gera matseðil. Kaupa það sem þarf í hann. Þetta er um 180 á mánuði erum 4 í heimili.
Kaupum ekkert tilbúið og hendum sem minnst, geymum afganga í pottrétti. Förum með einn svona matarafgangs bréfpoka á 2 til 3 dögum



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf rapport » Fös 12. Jan 2024 12:47

Við erum alltaf í svo mikilli óvissu hvort við erum 2, 3 eða 4 í mat... kaupum vikulega 3-4 rétti hjá Eldum rétt fyrir fjóra.

Allir afgangar eru svo kláraðir í hádeginu eða hina dagana.

Þetta kostar 23.500 á viku eða um 1.470 pr. máltið pr. mann.

Við erum svo með lítinn kæli fyrir gos, kaupum haug af nachos og auðvitað mjólk, skyr, gríska jógúrt ofl.

Mundi halda að við værum max að eyða 45þ. á viku, líklega eitthvað minna.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf axyne » Fös 12. Jan 2024 18:26

Meðaltal fyrir 2023:
220k á mánuði í matvörubúðir (matur + áfengi + salernisvörur + nammi og snakk + misc).
28k á mánuði út að borða og skyndibiti.
Við erum fjögur í heimili, fáum hádegismat í vinnu, ég vinn heima 50%, búum til nesti fyrir krakkana í skólann.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1569
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 41
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar budget í mat? á mánuði

Pósturaf Benzmann » Fös 12. Jan 2024 21:10

Ca 200þús myndi ég segja fyrir mig og konuna, á mánuði

Þetta eru ca 2 máltíðir á mann per dag


Ég borða alltaf morgunmat, svo vel ég á milli þess að borða annaðhvort í vinnunni í hádeginu eða kvöldmat heima.
Stilli því yfirleitt þannig upp, að ef það er eitthvað gott að borða í vinnunni, þá borða ég þar í hádeginu, svo fæ ég mér bara eitthvað létt í kvöldmat.

Og ef ég og konan ákveðum að elda okkur eitthvað gourmet í kvöldmat, þá fæ ég mér eitthvað létt í hádeginu.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit