RÚV App vesen?

Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

RÚV App vesen?

Pósturaf Kongurinn » Mið 10. Jan 2024 19:34

Sælir

Var að kaupa mér nýtt TV https://ht.is/philips-65-ambilight-uhd- ... -tv-3.html og er helvíti sáttur við það seinustu daga.

Sit hérna núna og er að horfa á VOD af handboltaleik Frakklands-Makedonia sem var fyrr í dag, en það er eitt sem er að trufla mig og stóra spurningin er hvort það sé eitthvað að klikka hjá mér eða hja RÚV. Þá er ég að tala um að handboltinn sjálfur er varla sjáanlegur, flickerast um allan skjáinn þegar sent er eða skotið.
Er að nota AppleTV 4K og spila í gegnum RÚV appið

Ákvað að pósta hérna áður en næsti leikur byrjar eftir smá, ætla sjá hvernig það lítur út í beinni vs vod.
Edit* Sama gerist í þessum leik, mögulega RÚV2 vandamál?

Eitthverjar settings í TV sem ég veit ekki af eða straumurinn hjá RÚV ekki nógu góður?

Eða er ég að gera mér of miklar væntingar og svona er þetta bara? :-k
Síðast breytt af Kongurinn á Mið 10. Jan 2024 19:49, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RÚV App vesen?

Pósturaf hagur » Mið 10. Jan 2024 20:31

Straumarnir í þessum TV öppum eru bara ekki nægilega góðir, því miður. Þó að upplausnin sé kannski 1080p, þá er bitrate-ið bara svo lágt að svona fast-moving efni eins og íþróttir eru bara glataðar í þessu. Síminn sport í gegnum Sjónvarp símans appið hefur mér fundist vera ásættanlegt í gæðum, en það er bara orðið alveg ónothæft, frýs á nokkurra mínútna fresti og stundum svo illa að ég þarf að endurræsa tækin (Philips Android TV og NVidia Shield Pro). Hef heyrt sama vandamál frá fleirum.

Er korter í að fara að sækja mér afruglara aftur, þeir bjóða uppá betri gæði en öppin.



Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: RÚV App vesen?

Pósturaf Kongurinn » Mið 10. Jan 2024 21:28

hagur skrifaði:Straumarnir í þessum TV öppum eru bara ekki nægilega góðir, því miður. Þó að upplausnin sé kannski 1080p, þá er bitrate-ið bara svo lágt að svona fast-moving efni eins og íþróttir eru bara glataðar í þessu. Síminn sport í gegnum Sjónvarp símans appið hefur mér fundist vera ásættanlegt í gæðum, en það er bara orðið alveg ónothæft, frýs á nokkurra mínútna fresti og stundum svo illa að ég þarf að endurræsa tækin (Philips Android TV og NVidia Shield Pro). Hef heyrt sama vandamál frá fleirum.

Er korter í að fara að sækja mér afruglara aftur, þeir bjóða uppá betri gæði en öppin.


Já þetta er vesen, það er samt langt þangað til ég nenni nota þetta Sjónvarp Símans app, meira ruslið sem það er.

Ætli það sé ekki líklegra að maður finni mögulega betri streams á netinu bara heldur en er í boði í gegnum RÚV appið
Var spenntur að fara horfa á handboltann í nýju TV en langar helst í gamla 10 ára philips aftur svo eg geti notað það sem afsökun á léleg gæði



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: RÚV App vesen?

Pósturaf SolidFeather » Mið 10. Jan 2024 22:20

Er ekki bara eitthvað motion smoothing interpolation að plaga þig? Nema nottla ef boltinn er literally að flickerast um ALLAN skjáin þegar honum er kastað...



Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: RÚV App vesen?

Pósturaf Kongurinn » Mið 10. Jan 2024 22:36

SolidFeather skrifaði:Er ekki bara eitthvað motion smoothing interpolation að plaga þig? Nema nottla ef boltinn er literally að flickerast um ALLAN skjáin þegar honum er kastað...


Væntanlega ekki allan skjáin.. en jú líklegast einsog ég sagði mögulega þarf ég kíkja eitthvað í settings hjá mér.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: RÚV App vesen?

Pósturaf JReykdal » Fim 11. Jan 2024 13:44

Prófaðu að stilla apple tv á "match frame rate".

Þessi tæki eiga það til að stilla sig á hæsta mögulega gildið sem sjónvarpið ræður við og er líklega 4k60 en rúv straumurinn er í 50 (rúv) og 25(rúv2, ennþá) og gæti verið issue.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

Höfundur
Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: RÚV App vesen?

Pósturaf Kongurinn » Fim 11. Jan 2024 13:54

JReykdal skrifaði:Prófaðu að stilla apple tv á "match frame rate".

Þessi tæki eiga það til að stilla sig á hæsta mögulega gildið sem sjónvarpið ræður við og er líklega 4k60 en rúv straumurinn er í 50 (rúv) og 25(rúv2, ennþá) og gæti verið issue.


Tjékka á því! Ekki búinn athuga það svosem en er til app fyrir google tv? Væri betra að nota það app inní TVinu í stað þess að fara í gegnum Apple TV?




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: RÚV App vesen?

Pósturaf JReykdal » Fim 11. Jan 2024 14:25

DabbiG skrifaði:
JReykdal skrifaði:Prófaðu að stilla apple tv á "match frame rate".

Þessi tæki eiga það til að stilla sig á hæsta mögulega gildið sem sjónvarpið ræður við og er líklega 4k60 en rúv straumurinn er í 50 (rúv) og 25(rúv2, ennþá) og gæti verið issue.


Tjékka á því! Ekki búinn athuga það svosem en er til app fyrir google tv? Væri betra að nota það app inní TVinu í stað þess að fara í gegnum Apple TV?

Já það er til fyrir Google TV.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki

vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.