hljóð í heyrnartólum ekki tölvu

Allt utan efnis

Höfundur
dreymandi
Ofur-Nörd
Póstar: 296
Skráði sig: Fös 22. Nóv 2013 01:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

hljóð í heyrnartólum ekki tölvu

Pósturaf dreymandi » Fim 11. Jan 2024 07:37

Hæ, var að vona að einhver gæti hjálpað mér hér, ég keypti nýlega notaða tölvu hérna í gegnum síðuna s.l. helgi og var núna fyrst að fara nota hana til að horfa á tv efni online (straum) og fatta þá að það kom ekkert hljóð, prófaði svo vlc fæl og spila og ekkert hljóð heldur þar.
Þá prófaði ég að plögga heyrnartól og sjá hvort heyrist þar og þar fæ ég hljóð.
Hvað getur verið málið, einhver sem getur hjálpað, plís? (win 10)
kær kv
Síðast breytt af dreymandi á Fim 11. Jan 2024 07:59, breytt samtals 1 sinni.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hljóð í heyrnartólum ekki tölvu

Pósturaf dadik » Fim 11. Jan 2024 11:16

Virka hátalararnir?


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
dreymandi
Ofur-Nörd
Póstar: 296
Skráði sig: Fös 22. Nóv 2013 01:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: hljóð í heyrnartólum ekki tölvu

Pósturaf dreymandi » Fim 11. Jan 2024 11:20

dadik skrifaði:Virka hátalararnir?


Takk svar. ég semsagt er ekki að fá neitt hljóð úr hátölurum í tölvunni fæ það bara gegnum heyrnartól. Vil ekki trúa því að aðili hér á síðunni sé að selja fartölvu með ónýtum hátölurum? hvernig get ég fundið út úr þessu :( kv




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: hljóð í heyrnartólum ekki tölvu

Pósturaf Mossi__ » Fim 11. Jan 2024 11:50

Búinn að skoða öll Audio Outputs í Windows?

Er möguleiki að tölvan reyni að routa út úr hedphones þó þau séu ekki tengd?

Búinn að prófa að re-installa Windows?




Höfundur
dreymandi
Ofur-Nörd
Póstar: 296
Skráði sig: Fös 22. Nóv 2013 01:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: hljóð í heyrnartólum ekki tölvu

Pósturaf dreymandi » Fim 11. Jan 2024 12:01

Mossi__ skrifaði:Búinn að skoða öll Audio Outputs í Windows?

-- kann ekki ég er voða lítið inn í tölvum bara notandi.

Er möguleiki að tölvan reyni að routa út úr hedphones þó þau séu ekki tengd?

--- prófaði ekkert heyrnartól fyrr en ég var ekki að fá hljóð úr tölvunni og komst þá að því að hljóð er þar en ekki úr hátalarakerfi tölvunnar.

Búinn að prófa að re-installa Windows?


Hæ, ég er ekki tölvurnörd og kann lítið á hluti, og t.d installering af windows er ekki neitt sem ég get.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: hljóð í heyrnartólum ekki tölvu

Pósturaf Mossi__ » Fim 11. Jan 2024 12:15

Ókídók :)

Skvo.. án þess að hafa þetta fyrir framan mig þá er maður bara að giska út í loftið.

Það sem mér dettur í hug er að hún sé "föst" á Headphones (gæti verið eitthvað Windows bögg, gæti verið óþrifnaður í tenginu, hef lent í því á t.d. síma).


Prófaðu að setja eitthvað vídjó í gang og ýttu á Volume/Hátalara merkið. Yfir Slidernum er einhver titill.

Ef að stendur inní sviga (Speaker) og og það sést á Slidernum að það er að spilast hljóð, þá er sterkur möguleiki að vandinn sé mekanískur (sambandsleysi inní tölvunni t.d... hefði haldið að það kæmi frekar óhreint hljóð frekar en ekkert séu hátalarnir sjálfir skemmdir).

Ef að það stendur í sviga (Headphones) í titlinum þá geturu smellt á titilinn og valið annað output (þá Speaker).