Grafísk Hönnun og atvinnumöguleikar

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Snaevar
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Lau 26. Jún 2021 17:43
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Grafísk Hönnun og atvinnumöguleikar

Pósturaf Snaevar » Þri 09. Jan 2024 16:45

Sælir vaktarar

Ég hef verið að íhuga smá 180° beygju og reyna við nám í Listaháskólanum í Grafískri Hönnun.
Áður en ég fer að íhuga þetta eitthvað frekar þá vildi ég reyna á þekkingu ykkar sem vita vel. Hvernig eru atvinnutækifæri fyrir menntaða Grafíska hönnuði? Er mikil eftirspurn? Er erfitt að finna góð gigg o.s.frv. ?

M.b.k. einn sem þekkir ekkert inn á þetta ;)


PC
CPU: Intel Core i7 8700K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Gigabyte Aorus Master RTX 3070 8Gb RAM: Corsair Vengeance 2x16Gb 3200Mhz

Unraid Server
CPU: Intel Core i5 8600K MB: Asus Prime Z370-A GPU: Nvidia 1660 Super 6Gb RAM: Corsair Vengeance 4x8Gb 3200Mhz Storage: 8TB Seagate Ironwolf + 8TB Seagate Exos + 500GB Samsung SSD (Cache)


Oxide
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 12:37
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Grafísk Hönnun og atvinnumöguleikar

Pósturaf Oxide » Þri 09. Jan 2024 18:15

Sæll.

Ég hefði haldið að sama lögmál gildir hérna eins og í öðrum listrænum greinum. Það er fínt að vera með menntunina, en hvaða gigg þú færð ræðst nánast eingöngu út frá hæfileikum.
Ég er ekki beint í grafískri hönnun en er í tengdum bransa. Ég er algerlega sjálfmenntaður og með ekkert próf eða gráðu og gengur bara ágætlega.


CPU: Intel i9 13900KS | MB: Asus ProArt Z790-Creator | GPU: RTX 4090 24gb | Case: BeQuiet! SilentBase 802| PSU: BeQuiet! Dark Power Pro 12 1500W | RAM: G.Skill Trident Z5 RGB Series 5600mhz 128GB |Storage: 2x SABRENT Gaming SSD Rocket 4 Plus-G 4Tb| OS: Windows 11 Pro 64bit

Skjámynd

cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 209
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Grafísk Hönnun og atvinnumöguleikar

Pósturaf cocacola123 » Þri 09. Jan 2024 19:08

Grafískur hönnuður getur verið svo ótrúlega margt.
Getur verið grafískur hönnuður innan vefsíðu teymis hjá fyrirtæki. Hannað hitt og þetta á vefsíðunni.
Getur verið grafískur hönnuður innan markaðsdeildar fyrirtækis. Hannað plaggöt, límmiða í glugga verslana, myndir fyrir instagram og allskonar.

Eins og með mörg önnur nám þá þarf maður að velja svolítið hvaða átt maður vill fara eftir að maður lærir grunninn.

Mæli með að bóka tíma hjá námsráðgjafa hjá lhí og spyrja útí allt :)


Drekkist kalt!

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Grafísk Hönnun og atvinnumöguleikar

Pósturaf rapport » Þri 09. Jan 2024 20:04

Ef að þú ert talent og með áhuga þá er spurning, hvort lærir þú meira í skóla eða í vinnu hjá einhverjum sem er enn meiri talent.

Held að það sé líka eitthvað eðlilegra við það að vera "intern" í smá tíma áður en maður ákveður sig.

Íslensk fyrirtæki mættu vera miklu duglegri að bjóða slíkt "starfsnám" að eigin frumkvæði (en á lægri launum náttúrulega).




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grafísk Hönnun og atvinnumöguleikar

Pósturaf dadik » Þri 09. Jan 2024 21:28

rapport skrifaði:
Íslensk fyrirtæki mættu vera miklu duglegri að bjóða slíkt "starfsnám" að eigin frumkvæði (en á lægri launum náttúrulega).


Er þetta ekki bannað hérna heima, þe að láta fólk vinna launalaust/launalítið?


ps5 ¦ zephyrus G14


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grafísk Hönnun og atvinnumöguleikar

Pósturaf falcon1 » Þri 09. Jan 2024 22:30

Oxide skrifaði:Sæll.

Ég hefði haldið að sama lögmál gildir hérna eins og í öðrum listrænum greinum. Það er fínt að vera með menntunina, en hvaða gigg þú færð ræðst nánast eingöngu út frá hæfileikum.

Starfsmöguleikar í listgreinum fara miklu meira eftir hversu góður sölumaður þú ert frekar en endinlega hæfileikum eða menntun (nema kannski ef þú ætlar að verða kennari á listasviði). Þannig að ég mæli miklu frekar að mennta þig í einhverju viðskipta og markaðstengdu sem þú getur þá nýtt til að koma þér og þínum hæfileikum á framfæri.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Grafísk Hönnun og atvinnumöguleikar

Pósturaf rapport » Mið 10. Jan 2024 00:44

dadik skrifaði:
rapport skrifaði:
Íslensk fyrirtæki mættu vera miklu duglegri að bjóða slíkt "starfsnám" að eigin frumkvæði (en á lægri launum náttúrulega).


Er þetta ekki bannað hérna heima, þe að láta fólk vinna launalaust/launalítið?


Það má ekki greiða lægri laun en kjarasamningar kveða á um en það þarf ekki að vera ráðning þarna að baki, þetta mætti vera verktakasamningur þar sem kröfur á báða aðila væru vel skilgreindar.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Grafísk Hönnun og atvinnumöguleikar

Pósturaf nidur » Fim 11. Jan 2024 16:19

Það eru margir sem fara í gegnum grafíska miðlun í tækniskólanum sem komast í starfsnám, yfirleitt með aðstoð kennara.
Svo eru mjög margir sem hafa klárað grafíska miðlun og fara svo í grafíska hönnun. Kannski helst ef þú vilt vinna mest við hönnunarhlutan.

Flestar hönnunarstofur á íslandi eru yfirleitt með blöndu af báðu, af því að það er meiri fókus á tæknilega hlutann fyrir prentun og frágang í grafískri miðlun.