Sælir Vaktarar,
Mig vantar smá ráðleggingar frá fróðari mönnum en mér varðandi hvernig ég vil undirbúa tölvuna mína fyrir flug erlendis.
Ég er með þokkalega stóran turnkassa, Fractal Design Torrent með glerpanel á hliðinni ásamt eftirfarandi íhlutum sem ég vil taka erlendis, þar sem ég er að flytja út.
Ég á að ég held flestalla kassa af íhlutum vélarinnar (7900xtx skjákort, þokkalega stór Noctua CPU vifta og 13700k og einhverjir ssd diskar og fleira.
Það er s.s. alveg þokkalega takmarkað pláss í handfarangrinum, þannig hver hlutur sem fer úr kassa í handfarangur tekur vissulega pláss.
Því spyr ég í raun, hverju myndu menn mæla með varðandi hvað ég ætti að taka úr kassanum og setja í handfarangur fyrir flugið, eða er þetta galin hugmynd og ég ætti að selja kassann ásamt móðurborði/örgjörva hér og endurnýja þegar út er komið?
Get sett inn mynd af innviðum kassans í kvöld, svona ef það hjálpar eitthvað
Allar ráðleggingar eru vel þegnar,
kv. einn stressaður fyrir þessu
Flutningur á borðtölvu erlendis
Re: Flutningur á borðtölvu erlendis
Ef þú flytur tölvuna í flugi, þá er alltaf að taka skjákortið úr, það er helsta hættan að það rífi sig laust og skemmi sig, og út frá sér.
Möguleg myndi borga sig að taka örgjörvakælinguna úr líka, ef hún er stór með lélegar festingar, sem ég held að sé almennt ekki.
Sama gildir um harða diska, 3,5" diska, fara yfir hvernig þeir eru festir í kassann og hvort þeir gætu farið á flakk.
Möguleg myndi borga sig að taka örgjörvakælinguna úr líka, ef hún er stór með lélegar festingar, sem ég held að sé almennt ekki.
Sama gildir um harða diska, 3,5" diska, fara yfir hvernig þeir eru festir í kassann og hvort þeir gætu farið á flakk.
NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Flutningur á borðtölvu erlendis
einikri skrifaði:Sælir Vaktarar,
Mig vantar smá ráðleggingar frá fróðari mönnum en mér varðandi hvernig ég vil undirbúa tölvuna mína fyrir flug erlendis.
Ég er með þokkalega stóran turnkassa, Fractal Design Torrent með glerpanel á hliðinni ásamt eftirfarandi íhlutum sem ég vil taka erlendis, þar sem ég er að flytja út.
Ég á að ég held flestalla kassa af íhlutum vélarinnar (7900xtx skjákort, þokkalega stór Noctua CPU vifta og 13700k og einhverjir ssd diskar og fleira.
Það er s.s. alveg þokkalega takmarkað pláss í handfarangrinum, þannig hver hlutur sem fer úr kassa í handfarangur tekur vissulega pláss.
Því spyr ég í raun, hverju myndu menn mæla með varðandi hvað ég ætti að taka úr kassanum og setja í handfarangur fyrir flugið, eða er þetta galin hugmynd og ég ætti að selja kassann ásamt móðurborði/örgjörva hér og endurnýja þegar út er komið?
Get sett inn mynd af innviðum kassans í kvöld, svona ef það hjálpar eitthvað
Allar ráðleggingar eru vel þegnar,
kv. einn stressaður fyrir þessu
Ég hef flutt tölvu 2 sinnum á milli landa, einusinni með póstinum og svo einusinni með Eimskip.
Ég tók úr skjákortið og örgjörvakælinguna þar það eru 2 stæðstu hlutinir í kassanum og getur valdið því að eitthvað skemmist.
Miðað við hve hár hlutfallslegur kostnaður er af skjákortum þá myndi ég taka það með í handfarangur, annað í farangur eða senda erlendis og pakka vel, best er að eiga orginal kassann af tölvukassanum
Ps, td í Svíþjóð þá er ekkert sem heitir BROTHÆTT í pósti og á það líklega við um fleiri lönd.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 27
- Skráði sig: Mið 16. Des 2015 15:30
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Flutningur á borðtölvu erlendis
Takk fyrir svörin,
Ég er einmitt að fara í flug til Spánar, og tölvan fer með í því sama flugi.
Ég á enn original kassann af turninum, þannig ég pakka öllu þangað inn, tek úr skjákort og viftu sem fara þá í sitthvorn kassann í sitthvora töskuna. Þarf ég eitthvað að pæla varðandi örgjörvann sjálfann? er það bara að skilja hann eftir fastann á móðurborðinu? Þar fyrir utan eru allir harðir diskar og þess háttar fagmannlega frágengið og mun ekkert hreifast til í flutning, bara pæling hvort móðurborð þoli svona basic hnjask.
Ég er einmitt að fara í flug til Spánar, og tölvan fer með í því sama flugi.
Ég á enn original kassann af turninum, þannig ég pakka öllu þangað inn, tek úr skjákort og viftu sem fara þá í sitthvorn kassann í sitthvora töskuna. Þarf ég eitthvað að pæla varðandi örgjörvann sjálfann? er það bara að skilja hann eftir fastann á móðurborðinu? Þar fyrir utan eru allir harðir diskar og þess háttar fagmannlega frágengið og mun ekkert hreifast til í flutning, bara pæling hvort móðurborð þoli svona basic hnjask.
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Flutningur á borðtölvu erlendis
Ef þú getur sett tölvuna í kassann. Þá skaltu gera það. Athugaðu einnig hvort að þú getir fengið tryggingungu fyrir þessu í fluginu ef tölvan skemmist eða er stolið á flugvellinum. Gætir sett airtag til þess að tryggja öryggi og fylgst með. Það er eitthvað um þjófnaði á flugvöllum á Spáni skilst mér.