Nú forðast vöruflutningaskip að sigla um rauðahaf vegna árása Húta í Jemen á þau.
Þetta þýðir að vöruflutningar færast þá í kringum Afríku, sem þýðir verulega hækkun á kostnaði, bæði peninga og tíma, sem tekur að koma skipum á milli Asíu/Evrópu.
Þið munið þegar Ever Given sat fast í Súez skurðinum í einhvern tíma, og það hafði mikil áhrif á vöruviðskipti í heiminum.
Þetta gæti haft enn meiri áhrif ef þessum hútum tekst að neyða skip frá rauðahafi í lengri tíma.
Þannig að enn eitt höggið í birgðakeðju heimsins sem er enn búin að jafna sig eftir raskið vegna COVID.
Gæti hækkað verðbólgu enn meira, einnig á Íslandi.
Maersk reroutes Red Sea container ships back to Suez Canal
https://www.reuters.com/world/middle-ea ... 024-01-04/
Ástand í Rauðahafinu
Re: Ástand í Rauðahafinu
Þetta mun setja pressu á Egypta. Suez skapar þeim "9,4 billion dollars" á ári skv. - https://en.wikipedia.org/wiki/Suez_Canal_Authority
Að fara með allra stærstu gámaskip heims í gegnum Suez kostar um $550.000 = 75 milljónir ISK.
Sem er tæplega um helmimgurinn af því sem eldsneytið mundi kosta fyrir Emmu Mærsk að sigla með 15.000 gáma 7.200 km krók í kringum Afríku.
Þá er tímasparnaðurinn ekki tekinn með í reikninginn en Emma fer fyrir vikið næstum helmingi færri ferðir á milli Asíu og Evrópu með vörur.
M.v. 50% hækkun á olíu frá því þetta var skrifað -> https://www.quora.com/How-much-oil-does ... ical-miles
Að fara með allra stærstu gámaskip heims í gegnum Suez kostar um $550.000 = 75 milljónir ISK.
Sem er tæplega um helmimgurinn af því sem eldsneytið mundi kosta fyrir Emmu Mærsk að sigla með 15.000 gáma 7.200 km krók í kringum Afríku.
Þá er tímasparnaðurinn ekki tekinn með í reikninginn en Emma fer fyrir vikið næstum helmingi færri ferðir á milli Asíu og Evrópu með vörur.
M.v. 50% hækkun á olíu frá því þetta var skrifað -> https://www.quora.com/How-much-oil-does ... ical-miles
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 674
- Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
- Reputation: 45
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Ástand í Rauðahafinu
Ekki gleyma þeim sjóránum sem hafa verið vandamál fyrir utan strendur Afríku
-
- Vaktari
- Póstar: 2796
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Reputation: 349
- Staðsetning: Danmark
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ástand í Rauðahafinu
Það er hægt að fylgjast með öllum skipaferðum hérna (Marinetraffic). Það er mikill fjöldi skipa sem fer þarna um.