Sjónvarp fyrir ca 200k
Re: Sjónvarp fyrir ca 200k
jonsig skrifaði:Hvar er hæsta álagningin ? Eru það móbóz og aflgjafar ?
Mín þekking er auðvitað 10+ ára gömul, en já, hlutfallslega var mikil álagning á ódýrari móðurborðin, minni á high-end.
Vinnsluminni var öfugt, lág álagning á ódýru main stream minnin, en góð álagning á flottari minnin.
Aflgjafar voru allir yfirleitt með góðri álagningu, og þar var einhvernvegin keppst um að hafa týpur sem enginn annar var með, svo það væri ekki beinn verðsamanburður... Sýnist það vera lenskan enn.
Kassar voru einhvernvegin svipaðir. Allir með mismunandi kassa.
Svo þessir allir "ekki nauðsynlegu" hlutir, viftur og geisladrif (sælla minninga), voru með góðri álagningu.
Öll auka kort líka, þráðlaus netkort, stýrispjöld o.s.frv.
Jaðarbúnaður var ekkert sérstakt, við hálfpartinn komum Razer á kortið á Íslandi, en bökkuðum svo út úr því þegar bilanatíðnin kom í ljós. Prófuðum ýmislegt, Steelseries, eitthvað Corsair og fleira, en enduðum svo alltaf aftur á Logitech, sem samt bilaði talsvert.
Skjáir voru þægilegir, á meðan það var boðlegt að hafa bara nokkrar týpur af þeim. Svo kom 120Hz+ ásamt 3D nVidia 3D gleraugum, G-sync og allt það fjör, og þá varð allt miklu flóknara. Það var svo kósí þegar það keyptu bara allir Samsung SyncMaster 226BW, nema sumir voru klárir og eltust við að fá "réttan" panel, sem framleiddur var af Samsung en ekki einhverjum öðrum.
En álagningin á þessu var svipað og á öðru, skjáir biluðu svo sem ekki mikið og þægilegt að skipta þeim út, en mýs og lyklaborð bilaði mikið og var erfiðara að losa út ef það kom viðgert að utan heldur en aðra hluti.
Fartölvur voru bæði gott og slæmt gigg. Svipuð álagning og á borðtölvur, en auðvitað mikið minna umstang við hverja sölu því þær komu tilbúnar. En meira vesen ef þær biluðu útaf sömu ástæðu, þurfti að senda annað í ábyrgðarviðgerðir og treysta þá á önnur verkstæði þar sem við vorum ekkert í sérstökum forgangi.
Oft þurfti að hafa lánstölvur, því fólk er gjörsamlega handalaust ef það hefur ekki tölvuna sína. Auðvitað biluðu þær alltaf í prófatörn o.s.frv.
Já, ég held bara áfram að romsa frá gömlu góðu dögunum.
Síðast breytt af Klemmi á Sun 31. Des 2023 17:56, breytt samtals 1 sinni.
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 117
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Sjónvarp fyrir ca 200k
Janúar útsölurnar byrjaðar. Hér er eitt í þínu price rangei
https://elko.is/vorur/tcl-65-c845-mini- ... 205/65C845
Ef þú getur kreist budgetið út í þetta. Fékk mér LG B1 seinast. Sé ekki fyrir mér að fara úr oleld aftur
https://rafland.is/philips-65-oled-uhd- ... rt-tv.html
https://elko.is/vorur/tcl-65-c845-mini- ... 205/65C845
Ef þú getur kreist budgetið út í þetta. Fékk mér LG B1 seinast. Sé ekki fyrir mér að fara úr oleld aftur
https://rafland.is/philips-65-oled-uhd- ... rt-tv.html
Síðast breytt af Viggi á Mán 01. Jan 2024 05:24, breytt samtals 2 sinnum.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Re: Sjónvarp fyrir ca 200k
Hefur einhver reynslu af þessu tæki hér?
https://ht.is/philips-65-ambilight-uhd- ... -tv-3.html
Er með 55 tommu philips núna sem var keypt 2015
Og vil helst ekki missa ambilightið.
Verst hvað er mikill verðmunur á þessu og næsta fyrir ofan. Finnst Oled ekkert endilega möst.
https://ht.is/philips-65-ambilight-uhd- ... -tv-3.html
Er með 55 tommu philips núna sem var keypt 2015
Og vil helst ekki missa ambilightið.
Verst hvað er mikill verðmunur á þessu og næsta fyrir ofan. Finnst Oled ekkert endilega möst.
Re: Sjónvarp fyrir ca 200k
stefhauk skrifaði:Hefur einhver reynslu af þessu tæki hér?
https://ht.is/philips-65-ambilight-uhd- ... -tv-3.html
Er með 55 tommu philips núna sem var keypt 2015
Og vil helst ekki missa ambilightið.
Verst hvað er mikill verðmunur á þessu og næsta fyrir ofan. Finnst Oled ekkert endilega möst.
Er einmitt að spá í þessu sama tæki! Væri gaman að heyra eitthvað.
Líka með gamalt philips með ambilight, væri gott halda sér í því.
Re: Sjónvarp fyrir ca 200k
Ég er með eitt LG OLED 65B7V til sölu á 150 þús ef þú ert ennþá að leita af tæki.
Keypt í lok 2018 en slær ekki feil.
Keypt í lok 2018 en slær ekki feil.
Re: Sjónvarp fyrir ca 200k
AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |