Sjónvarp fyrir ca 200k


Höfundur
fhrafnsson
Ofur-Nörd
Póstar: 263
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 14:00
Reputation: 46
Staða: Ótengdur

Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf fhrafnsson » Mið 20. Des 2023 12:15

Daginn kæru vaktarar.

Sjónvarpið ákvað að fara til sumarlandsins og vantar okkur því nýtt. Ég átta mig á því að það er ekki beint offramboð á útsölum eins og er en mig langaði að athuga hvort þið hefðuð einhverjar ábendingar um góð sjónvörp (55-65 tommur) fyrir 200k. Má kannski fara aðeins ofar en ekki mikið. OLED væri kostur en ég átta mig líka á því að 200k er líklega ekki nóg fyrir slíku tæki.

Er kannski málið að bíða fram í janúar eftir útsölunum þá?



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf svanur08 » Mið 20. Des 2023 12:19

OLED er klárlega málið, já myndi bíða aðeins,


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Hausinn
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf Hausinn » Mið 20. Des 2023 13:57

Fékk mitt sjónvarp með ca. 130þúsund króna afslætti þegar ég keypti það á janúarútsölu. Myndi bíða.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf SolidFeather » Mið 20. Des 2023 14:02

Plús einn á að bíða eftir útsölu.




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf Vaktari » Mið 20. Des 2023 14:21

Er akkúrat búinn að vera að pæla i að fá mér nýtt sjónvarp.
En ætla að bíða og sjá hvað dettur á útsölu eftir áramótin. Enda stutt i það þannig séð


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf gnarr » Mið 20. Des 2023 16:14

þú getur fengið 55" Philips OLED fyrir 200.000kr. https://ht.is/philips-55-oled-uhd-google-smart-tv.html

Það er samt ekki ólíklegt að það verði einhverjar útsölur strax eftir jól og að úrvalið á OLED á þessu verði verði betra.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf CendenZ » Mið 20. Des 2023 16:29

keyptu notað ódýrt 55/65 á bland eða facebook á einhverj 20-30 kall.. kaupir svo nýtt í janúar á útsölu :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf GuðjónR » Mið 20. Des 2023 18:01

Getur keypt nýtt í Elko,færð jólagjafamiða og skilafrestur er til 31. janúar. Ef tækið fer á útsölu í janúar og þú fílar það þá er verðvernd og þú færð mismuninn til baka, ef ekki þá geturðu skilað og keypt annað á útsöluverði.

Svo er þetta tæki á 100k í Costco, getur skilað því innan 90 daga ef þú fílar það ekki.
Viðhengi
IMG_4306.jpeg
IMG_4306.jpeg (847.64 KiB) Skoðað 8928 sinnum



Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf rickyhien » Mið 20. Des 2023 22:05




Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf gnarr » Fim 21. Des 2023 10:24

rickyhien skrifaði:https://ht.is/b-vara-8880000001938.html


808 týpan er ódýrari, betri og ekki B-vara:

gnarr skrifaði:þú getur fengið 55" Philips OLED fyrir 200.000kr. https://ht.is/philips-55-oled-uhd-google-smart-tv.html

Það er samt ekki ólíklegt að það verði einhverjar útsölur strax eftir jól og að úrvalið á OLED á þessu verði verði betra.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf rickyhien » Lau 23. Des 2023 01:51

gnarr skrifaði:
rickyhien skrifaði:https://ht.is/b-vara-8880000001938.html


808 týpan er ódýrari, betri og ekki B-vara:

gnarr skrifaði:þú getur fengið 55" Philips OLED fyrir 200.000kr. https://ht.is/philips-55-oled-uhd-google-smart-tv.html

Það er samt ekki ólíklegt að það verði einhverjar útsölur strax eftir jól og að úrvalið á OLED á þessu verði verði betra.


já sá einmitt auglýsingu á facebook fyrir 808, var bara of fljótur að leita á síðunni þeirra xD




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf jonfr1900 » Lau 23. Des 2023 02:11

Þetta hérna sjónvarp gæti kannski verið nóg fyrir þig. Ef þú ert ekki að leita eftir Android tæki.

Samsung 65" CU8575 LED sjónvarp (2023) (Elko.is) - verð 189.995 kr



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf jonsig » Lau 23. Des 2023 09:28

Ég keypti nýlega panasonic 55" oled á 189þ. án þess að það væri afsláttardagur. Keypti semsagt sýniseintak, auðvitað 2ára ábyrgð á því.

Gæti trúað að innkaupsverð á 100þ tæki væri 220þ til neytanda, svo það er gott að hafa það í huga. innkaupsverð + (álagning + gengistrygging)




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf Vaktari » Fös 29. Des 2023 09:50

Ætli þetta sé ekki gott tæki? Hef skoðað samsung og lg en það er eitthvað við Android sem er aðndraga mig að sér frekar en hitt.
Þyrfti ekki endilega að vera bara 65" samt
Útiloka samt ekki LG Qned eða Samsung Qled

https://ht.is/philips-65-ambilight-uhd- ... -tv-3.html
Síðast breytt af Vaktari á Fös 29. Des 2023 10:02, breytt samtals 3 sinnum.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

Atvagl
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf Atvagl » Fös 29. Des 2023 10:48

LG C2 55" græja á 200 slétt - Gerist ekki mikið betra í dag!

Hlekkur

Erum að tala um 55 tommur, OLED, 4K, G-Sync, FreeSync, 120 Hz refresh, HDR 10 og Dolby Vision... Allt til alls eiginlega!


|| Ryzen 7 7800X3D - NH-D15 - 32GB (2x16) DDR5 6000 CL30 - Gigabyte B650 AORUS ELITE AX
|| RTX 3080 ASUS TUF - 1TB Samsung 970 M.2 SSD - PSU Corsair RM1000x
|| Fractal Design Define 7 Compact
|| 2x Asus ROG VG27AQ

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf Viktor » Fös 29. Des 2023 21:56

jonsig skrifaði:Gæti trúað að innkaupsverð á 100þ tæki væri 220þ til neytanda, svo það er gott að hafa það í huga. innkaupsverð + (álagning + gengistrygging)


Úr hvaða random number generator fékkstu þessar tölur?

Hefurðu lesið ársreikningana? https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjask ... 4704003070

Kóði: Velja allt

Rekstrartekjur - 5.284.549.000 kr.
Kostnaðarverð seldra vara - 4.221.890.000 kr.


Þetta þýðir að meðaltali 20-30% álagning.

Svo 100.000 kr. tæki er selt á 125.000 kr.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 240
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf Vaktari » Fös 29. Des 2023 23:30

Atvagl skrifaði:LG C2 55" græja á 200 slétt - Gerist ekki mikið betra í dag!

Hlekkur

Erum að tala um 55 tommur, OLED, 4K, G-Sync, FreeSync, 120 Hz refresh, HDR 10 og Dolby Vision... Allt til alls eiginlega!



Já og strax uppselt meira að segja i þokkabót.
Þá vandast valið
Síðast breytt af Vaktari á Fös 29. Des 2023 23:57, breytt samtals 1 sinni.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf jonsig » Lau 30. Des 2023 08:48

Viktor skrifaði:
jonsig skrifaði:Gæti trúað að innkaupsverð á 100þ tæki væri 220þ til neytanda, svo það er gott að hafa það í huga. innkaupsverð + (álagning + gengistrygging)


Úr hvaða random number generator fékkstu þessar tölur?

Hefurðu lesið ársreikningana? https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjask ... 4704003070

Kóði: Velja allt

Rekstrartekjur - 5.284.549.000 kr.
Kostnaðarverð seldra vara - 4.221.890.000 kr.


Þetta þýðir að meðaltali 20-30% álagning.

Svo 100.000 kr. tæki er selt á 125.000 kr.


Gengur þú útfrá því að allt sem er keypt inn seljist sama dag?

Hvernig kaupi ég sjónvarp á 50% afslætti ? Er sjónvarpsmiðstöðin að borga með því ?

Ég hef tvisvar unnið í búð með tæknivörum. Þá var þetta nákvæmlega svona. Nema kannski geta sjónvarpsbúðir borgað með afsláttartækjum.

Hala þeir tekjunum inn með sölu á HDMI köplum :lol:
Þú lifir ekkert á 25% álagningu, alveg sama hvað þú selur

Flestir hafa ekki hugmynd um hvað það er hressileg álagning á vörum á Íslandi. Ebay og amazon er ekki viðmiðun á innkaupsverði.
Síðast breytt af jonsig á Lau 30. Des 2023 08:59, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf Viktor » Lau 30. Des 2023 12:29

Flottar samsæriskenningar.

Kostnaðarverð seldra vara breytist ekki eftir því hvaða dag vara selst.

Rekstrartekjurnar koma inn þegar vara er seld svo þetta er meðalálagningin.

Meirihluti teknanna kemur af dýru tækjunum svo það er hægt að gera ráð fyrir því að sjönvörpin séu í kringum þessa meðalálagningu.

Þegar þú er búin að selja mörg þúsund sjónvörp er ekki mjög sársaukafullt að selja nokkur stykki á afslætti til að rýma fyrir nýjum vörum.
Síðast breytt af Viktor á Lau 30. Des 2023 12:34, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf jonsig » Lau 30. Des 2023 22:41

Varstu ekki bara að reikna út vsk sem var rukkaður inn ?

Allavegana bara reyna segja þér hvernig þessu var háttað á tveimur stöðum sem ég vann á og er ekki samsæri.

Smádraslið hafði lang hæstu álagninguna.

Stærri hlutir / dýrari
Alltaf 100% álagning á innkaup/flutningur + 10% gengistrygging.

Smádrasl 1. Í innkaupum 189kr selt með vsk á 2500kr
Smádrasl 2. Innkaup. 870kr. , selt á 8000kr. Kannski 15% af til að virðast rausnarlegir.

Síðan er hægt að kaupa þetta af birgja sem hefur sama eignarhald sem sér um að smyrja á þetta.

Flutningskostnaðurinn er síðan bara jók þegar þú ert með gámapantanir og spilað inná hvað það er dýrt að panta lítið af vörunni að utan



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf Viktor » Sun 31. Des 2023 10:23

Virðisaukaskattur er ekki hluti af rekstrartekjum fyrirtækja, bara ríkissjóðs.

Ef þú leitar að “retail electronics markup” færðu oftast bilið 20-50% svo þetta er ekki ósennilega álagningin á sjónvörpum á Íslandi, í kringum 25%.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf Klemmi » Sun 31. Des 2023 13:53

jonsig skrifaði:Hala þeir tekjunum inn með sölu á HDMI köplum :lol:
Þú lifir ekkert á 25% álagningu, alveg sama hvað þú selur


Ég þekki ekkert sjónvarpsmarkaðinn, en þegar ég vann í tölvubransanum að þá reyndum við að halda meðalframlegð á seldum vörum um og yfir 20%, sem samsvarar 25% álagningu frá innkaupaverði. Þegar við kíktum yfir mánuðinn í bókhaldskerfinu, þá var framlegðin frá 20-25%.

Þarna er ég bara að tala um m.v. innkaupaverð, með flutningi. Það á eftir að borga laun, húsnæði, og allan annan tilfallandi kostnað.
Pöntuðum mest frá USA á þessum tíma, og þurftum þá að taka á okkur þá sumt af því sem bilaði eftir fyrsta árið, þar sem við þurftum (eðlilega) að bjóða 2 ára árbyrgð en fengum sumt bara í árs ábyrgð.
Það hafði reyndar jákvæðar hliðar, þar sem að við reyndum þá enn frekar að stíla bara á þá framleiðendur sem reyndust okkur vel, bæði hvað varðaði lága bilanatíðni, og ábyrgðarmál þegar eitthvað þó bilaði.

jonsig skrifaði:Flestir hafa ekki hugmynd um hvað það er hressileg álagning á vörum á Íslandi. Ebay og amazon er ekki viðmiðun á innkaupsverði.


Það var ekki einu sinni sjálfgefið að við fengjum sömu verð frá birgjum og við sáum t.d. á Newegg. Hins vegar er það, líkt og þú segir, ekkert leyndarmál að smádót er með mikilli álagningu. Snúrur og kaplar, fartölvutöskur, USB minnislyklar og ýmislegt fleira tilfallandi, var oft með alveg ágætis álagningu hjá okkur. Sjaldnast þó margfalda, en talsvert meira en aðrar vörur sem við seldum.
Ég reyni þó að réttlæta það með því að þetta eru oft hlutir sem þú getur setið uppi með. Held að Pési hafi ekki náð að losa sig við t.d. ýmsar fartölvutöskur og fartölvu "sleeves", var enn sama draslið upp í hillu 10 árum eftir að ég hætti...

Þrátt fyrir að meðalframlegð hafi verið frá 20-25%, þá gekk reksturinn bara fínt. Ég var á fínum launum m.v. aldur og fyrri störf, og Pési eigandi hafði það bara helvíti gott. Hann var hins vegar mjög útsjónarsamur og sparsamur á aðra hluti. Keypti húsnæðin sem að búðin var rekin í, svo húsnæðiskostnaður var lægri til lengri tíma litið. Skutluðum rúmfrekum vörum í stað þess að senda með póstinum. Vorum almennt ekki með plastpoka heldur settum vörur í pappakassa. Lágmörkuðum notkun á uppflettingum í þjóðskrá. Var ákveðinn Múrbúðarbragur á þessu, en held að fólk hafi almennt verið ánægt með okkur.

Pési var með ákveðin prinsipp, það var annars vegar að versla eins lítið og hann gat innanlands, því þú gætir ekki verið í samkeppni við stóru innflytjendurnar, því þeir ráku sínar eigin verslanir líka. En einnig var það að vera alltaf ódýrastur með sambærilegar vörur. Veit ekki hverjir muna eftir því, en á tímabili var rosalegt verðstríð útaf örgjörvum. Þar má þakka Vaktinni fyrir, þar sem að örgjörvar eru fyrsta síðan á Verðvaktinni, og þú vildir vera grænn þar.
Þá vorum við farnir að borga allt uppundir 5000kr með ákveðnum týpum af örgjörvum, og Björgvin í Tölvuvirkni brá á það ráð að bjóða fólki að kaupa örgjörva hjá okkur og hinum vitleysingunum sem tóku þátt, og kaupa þá svo af þeim á hærra verði.

Afsakið þessa nostalgíu ritgerð, ég sit hérna einn í rólegheitum og geri kannski frekar upp árin í Tölvutækni heldur en árið sem er að líða :oops:



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf jonsig » Sun 31. Des 2023 16:14

Nokkuð viss um að þessi álagning sem ég talaði um eigi um flestar búðir sem er í takmarkaðari samkeppni með eitthvað smá sérhæft starfsfólk.
Verðlagning á Íslandi er brjáluð.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf rapport » Sun 31. Des 2023 16:37

Klemmi skrifaði:
jonsig skrifaði:Hala þeir tekjunum inn með sölu á HDMI köplum :lol:
Þú lifir ekkert á 25% álagningu, alveg sama hvað þú selur


... Þegar við kíktum yfir mánuðinn í bókhaldskerfinu, þá var framlegðin frá 20-25%. ...

...Afsakið þessa nostalgíu ritgerð...


Álagning og framlegð er ekki alveg það sama, 25% álagning (100+25% =125) eru jafnt og (25/125 = 20%) framlegð.

Svona nostalgía er bara næs, það er sorglegt að sjá tölvuverslunum fækka og sjá alltaf minni og minni áhuga á modular tölvubúnaði.

p.s. það sárvantar að verðvaktin sé up to date...




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp fyrir ca 200k

Pósturaf Klemmi » Sun 31. Des 2023 16:59

rapport skrifaði:Álagning og framlegð er ekki alveg það sama, 25% álagning (100+25% =125) eru jafnt og (25/125 = 20%) framlegð.


Ég tók það sérstaklega fram :hjarta

Klemmi skrifaði: þá reyndum við að halda meðalframlegð á seldum vörum um og yfir 20%, sem samsvarar 25% álagningu frá innkaupaverði.


Þykir mikið þægilegra að hugsa og tala um framlegð heldur en álagningu, því að framlegð fer aldrei yfir 100% og er því alltaf þægilegt og auðskiljanlegt hlutfall \:D/

rapport skrifaði:Svona nostalgía er bara næs, það er sorglegt að sjá tölvuverslunum fækka og sjá alltaf minni og minni áhuga á modular tölvubúnaði.

Já, ég vona að sem flestir haldi út sem lengst, en ég sé ekki fyrir mér að það komi margir nýjir inn á markaðinn. Einmitt ekki spennandi álagning...
Samt mjög skemmtileg vinna, þekkiði ekki einhvern fjársterkan aðila sem vill henda peningum í tölvubúð fyrir okkur sem myndi ólíklega skila hagnaði?

rapport skrifaði:p.s. það sárvantar að verðvaktin sé up to date...

Mig langar að koma buildernum í betra form, og geta nýtt gagnagrunninn þar til að birta þessar upplýsingar svo þær séu alltaf up to date.
Sé fyrir mér að nota eitthvað AI tól til þess að extracta helstu speccum út frá vöruheiti og vörulýsingu, þannig þetta verði að allra mestu leyti sjálfvirkt.

En ég sé ekki fram á að hafa neinn tíma í hobbíverkefni fyrr en um mitt næsta ár, stend í húsnæðisframkvæmdum.
Síðast breytt af Klemmi á Sun 31. Des 2023 17:00, breytt samtals 1 sinni.