Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Ótengdur

Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf rapport » Sun 17. Des 2023 12:03

https://www.dv.is/eyjan/2023/12/17/menn ... gisverdir/

Var að lesa þessa frétt og verð að segja að ég kannast ekki við þetta, í raun þvert á móti að oft er verið að ráða fólk sem hefur staðið sig vel í námi framyfir fól með reynslu því að það er verið að reyna kaupa inn smá ferskleika og framtíðarsýn en ekki endilega viðhald á legacy.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf dadik » Sun 17. Des 2023 15:08

Þeir sem standa sig vel í námi eiga oftast nær auðvelt með að finna sér vinnu. Það eru hinir sem fóru kannski í tölvunarfræði með það að markmiði að finna sér þægilega innivinnu sem eru í vandræðum. Færð forritara með 5-10 ára reynslu á sama verði og nýútskrifaðan hérna heima sem gerir þetta oft að no-brainer.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf jonsig » Sun 17. Des 2023 15:40

rapport skrifaði:https://www.dv.is/eyjan/2023/12/17/menntadir-hugbunadarserfraedingar-fa-ekki-vinnu-vegna-reynsluleysis-og-starfa-sem-oryggisverdir/

Var að lesa þessa frétt og verð að segja að ég kannast ekki við þetta, í raun þvert á móti að oft er verið að ráða fólk sem hefur staðið sig vel í námi framyfir fól með reynslu því að það er verið að reyna kaupa inn smá ferskleika og framtíðarsýn en ekki endilega viðhald á legacy.



Framboð og eftirspurn ?

Þeir ættu bara að gera sitt eigið startup í staðin fyrir að fá einhverja málamyndavinnu hjá ríkinu.

Er ekki mikið af þessum íslensku hugbúnaðarfyrirtækjum að nýta sér verktaka erlendis til að gera flóknu vinnunna á 1/4 verði ?

Ég var að láta indverja hjálpa mér með forritun á 2000kr á tíman.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf rapport » Sun 17. Des 2023 16:41

jonsig skrifaði:
rapport skrifaði:https://www.dv.is/eyjan/2023/12/17/menntadir-hugbunadarserfraedingar-fa-ekki-vinnu-vegna-reynsluleysis-og-starfa-sem-oryggisverdir/

Var að lesa þessa frétt og verð að segja að ég kannast ekki við þetta, í raun þvert á móti að oft er verið að ráða fólk sem hefur staðið sig vel í námi framyfir fól með reynslu því að það er verið að reyna kaupa inn smá ferskleika og framtíðarsýn en ekki endilega viðhald á legacy.



Framboð og eftirspurn ?

Þeir ættu bara að gera sitt eigið startup í staðin fyrir að fá einhverja málamyndavinnu hjá ríkinu.

Er ekki mikið af þessum íslensku hugbúnaðarfyrirtækjum að nýta sér verktaka erlendis til að gera flóknu vinnunna á 1/4 verði ?

Ég var að láta indverja hjálpa mér með forritun á 2000kr á tíman.


Það hljómar eins og GDPR issue og ekki mundi ég vilja vera fyrirtæki hér heima sem þyrfti að sýna fram að úthýsing til lands utan EU sé compliant við GDPR m.t.t. að slíkt compliance þarf að taka mið af mismunandi regluverki landanna en ekki "samræmt" EU regluverk.

Fyrirtæki sem yrði uppvíst að því að nota slíka þjónustu í sínu vöru/þjónustuframboði til opinbers aðila án þess að tiltaka fyrirtækið erlendis sem undirvinnsluaðila yrði líklega útilokað frá viðskiptum frá hinu opinbera í a.m.k. fimm ár + sekt frá PV.

Ef fyrirtæki sem væri að selja þjónustu innanlands mundi gera þetta þá væri það mjög líklega iffy, það þyrfti að vanda alla samninga, aðgangsveitingar, meðferð og rekjanleika gagna virkilega vel svo að hægt sé að sýna að gögnin fóru aldrei útfyrir EU.

s.s. ódýrt tímagjald er ekki alltaf það ódýrasta...



Skjámynd

rostungurinn77
has spoken...
Póstar: 197
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 17. Des 2023 18:01

Þá er spurningin, ættum við að opna meira á svona starfsnám inni í fyrirtækjunum? Þarna þarf að tengja betur saman háskólana og atvinnulífið.


Er þetta ekki kjarni málsins í því sem þessi maður er að reyna að koma á framfæri?

Það er lítil tenging á milli fyrirtækja og allavega HÍ og það veldur því að tveir hópar fara á mis við hvorn annan.

Einstaklingur sem klárar MS í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði en hefur aldrei starfað við fagið er ekki spennandi valkostur.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf appel » Sun 17. Des 2023 18:11

Fyrirtæki vilja fólk með reynslu svo það geti byrjað strax að skila framleiðni, einhverri niðurstöðu. Það tekur nýúskrifaðan einstakling sem hefur enga reynslu utan skólans eitthvað um 2 ár að ná upp nægilega góðri færni í starfi, og þá með handleiðslu.
Svo er mjög algengt að yngra fólk skipti um vinnu eftir 2-3 ár í fyrsta starfi. Þannig að þú ert að biðja fyrirtæki um að eyða tíma og peningum í að þjálfa upp starfsmann fyrir annað fyrirtæki.

En þetta er æði misjafnt eftir einstaklingum hve "áhugasamir" þeir eru á faginu, sumir hafa kannski verið að forrita síðan á unglingsárum og lifa í þessum heimi, aðrir velja sér þetta nám bara því það hljómar spennandi en hefur samt ekki eytt neinum tíma í það heima hjá sér að læra forritun eða gera neitt meira en það sem er í skólanum.
Síðast breytt af appel á Sun 17. Des 2023 18:12, breytt samtals 1 sinni.


*-*


talkabout
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 14:49
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf talkabout » Sun 17. Des 2023 20:03

Erm... það er þessi eilífa spurning um eggið og hænuna. Þetta er náttúrlega eiífðarvandamál að fyrirtækin vilja bara starfsfólk með reynslu (bara ekki OF MIKLA reynslu, 50 ára+) en það fær enginn reynslu þannig og þá klárast potturinn eftir nokkur ár ekki satt?

Þetta hlýtur að vera spurning um að koma starfsnámi meira inn í bóklegu fögin líka. Í verknámi færðu tengsl við atvinnulífið og reynslu á markaðnum og þínu sviði, því þar er starfið innbyggt í námið í lotum. Það er spurning að færa það inn í háskólanámið líka.


Ryzen 7 5800X - Noctua NH-D15S - Gigabyte Gaming OC RTX3070- G.Skill Trident Z 2x16 3600 - ASRock X570 Steel Legend- Seasonic M12II-620 EVO - Nanoxia Deep Silence Case


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf dadik » Mán 18. Des 2023 07:47

rapport skrifaði:Það hljómar eins og GDPR issue og ekki mundi ég vilja vera fyrirtæki hér heima sem þyrfti að sýna fram að úthýsing til lands utan EU sé compliant við GDPR m.t.t. að slíkt compliance þarf að taka mið af mismunandi regluverki landanna en ekki "samræmt" EU regluverk.

Fyrirtæki sem yrði uppvíst að því að nota slíka þjónustu í sínu vöru/þjónustuframboði til opinbers aðila án þess að tiltaka fyrirtækið erlendis sem undirvinnsluaðila yrði líklega útilokað frá viðskiptum frá hinu opinbera í a.m.k. fimm ár + sekt frá PV.

Ef fyrirtæki sem væri að selja þjónustu innanlands mundi gera þetta þá væri það mjög líklega iffy, það þyrfti að vanda alla samninga, aðgangsveitingar, meðferð og rekjanleika gagna virkilega vel svo að hægt sé að sýna að gögnin fóru aldrei útfyrir EU.

s.s. ódýrt tímagjald er ekki alltaf það ódýrasta...


Ertu að halda því fram að útvistun á forritunarvinnu falli einhvernvegin undir GDPR?


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf rapport » Mán 18. Des 2023 09:24

dadik skrifaði:
rapport skrifaði:Það hljómar eins og GDPR issue og ekki mundi ég vilja vera fyrirtæki hér heima sem þyrfti að sýna fram að úthýsing til lands utan EU sé compliant við GDPR m.t.t. að slíkt compliance þarf að taka mið af mismunandi regluverki landanna en ekki "samræmt" EU regluverk.

Fyrirtæki sem yrði uppvíst að því að nota slíka þjónustu í sínu vöru/þjónustuframboði til opinbers aðila án þess að tiltaka fyrirtækið erlendis sem undirvinnsluaðila yrði líklega útilokað frá viðskiptum frá hinu opinbera í a.m.k. fimm ár + sekt frá PV.

Ef fyrirtæki sem væri að selja þjónustu innanlands mundi gera þetta þá væri það mjög líklega iffy, það þyrfti að vanda alla samninga, aðgangsveitingar, meðferð og rekjanleika gagna virkilega vel svo að hægt sé að sýna að gögnin fóru aldrei útfyrir EU.

s.s. ódýrt tímagjald er ekki alltaf það ódýrasta...


Ertu að halda því fram að útvistun á forritunarvinnu falli einhvernvegin undir GDPR?


Nei, ekki "by default" en það mun alltaf valda kostnaðarsömum flækjum í þróun, rekstri og við að viðhalda rekjanleika til að sanna/sýna continuous compliance.




davidsb
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf davidsb » Mán 18. Des 2023 09:27

dadik skrifaði:
rapport skrifaði:Það hljómar eins og GDPR issue og ekki mundi ég vilja vera fyrirtæki hér heima sem þyrfti að sýna fram að úthýsing til lands utan EU sé compliant við GDPR m.t.t. að slíkt compliance þarf að taka mið af mismunandi regluverki landanna en ekki "samræmt" EU regluverk.

Fyrirtæki sem yrði uppvíst að því að nota slíka þjónustu í sínu vöru/þjónustuframboði til opinbers aðila án þess að tiltaka fyrirtækið erlendis sem undirvinnsluaðila yrði líklega útilokað frá viðskiptum frá hinu opinbera í a.m.k. fimm ár + sekt frá PV.

Ef fyrirtæki sem væri að selja þjónustu innanlands mundi gera þetta þá væri það mjög líklega iffy, það þyrfti að vanda alla samninga, aðgangsveitingar, meðferð og rekjanleika gagna virkilega vel svo að hægt sé að sýna að gögnin fóru aldrei útfyrir EU.

s.s. ódýrt tímagjald er ekki alltaf það ódýrasta...


Ertu að halda því fram að útvistun á forritunarvinnu falli einhvernvegin undir GDPR?


Eða að erlendir forritarar séu að vinna beint á Production server með aðgang í gögn viðskiptavinar.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf GullMoli » Mán 18. Des 2023 09:55

Ég man þegar ég var í Tölvunarfræði í HR þá fannst mér svakalegt hvað það voru margir á fyrsta ári.. að vísu fækkaði svo um helming á ári tvö. Það tók mig 4-5 mánuði að fá forritunarstarf eftir útskrift. Þeir sem unnu lokaverkefni með fyrirtækjum gátu stundum fengið inn í þau fyrirtæki í kjölfarið. Mæli alveg með að taka það til íhugunar ef einhver hérna er að fara velja fyrirtæki til að vinna með, þeas að fyrirtækið sé líklegt til þess að hafa getu í það.

Það er vissulega hart barist um "nýgræðinga" stöður, enda eins og rætt hefur verið að ofan, þá eru þær ekki margar. Ef þú ert nýútskrifaður, þá skipta einkunnir máli því það sýnir metnað og kunnáttu. Annars er líka yfirleitt heimapróf/verkefni svo að vinnuveitandinn geti athugað þekkinguna, hvernig hlutir eru útfærðir og annað.

Sumir koma inn sem QA (prófarar), fá svo að skipta yfir í forritun í framhaldinu ef sá áhugi er ennþá til staðar.

Allt annað mál með fólk með reynslu, það getur verið mikil eftirspurn. Fyrirtækið mitt greiðir t.d. ríflegan bónus til starfsfólks ef það bendir á einhvern sem er svo ráðinn inn og vinnur í eitt ár +. Þetta er það sama og þau greiða ráðningaskrifstofu, nema hérna eru þau að fá character/kunnáttu meðmæli frá sínu starfsfólki.

Svo þekki ég til einstaklings sem athugaði með að ráða fjarvinnu forritara frá Póllandi, einmitt þar sem enginn með réttu þekkinguna sótti um auglýst störf á Íslandi. Pólsku verktakarnir vildu hinsvegar rukka það sama og Íslenskir .. greinilega þekkja verðlagninguna hér á landi :D


EDIT: .. varðandi náungann í greininni. Ég þekki nú persónulega til þess að "sérfræðingur" hjá verktaka fyrirtæki geta verið nýútskrifaðir nýgræðingar með enga þekkingu. Kúnninn greiðir svo bara fyrir það að starfsmaðurinn þarf að kynna sér hluti.
Síðast breytt af GullMoli á Mán 18. Des 2023 14:53, breytt samtals 2 sinnum.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf dadik » Mán 18. Des 2023 10:29

rapport skrifaði:
dadik skrifaði:
Ertu að halda því fram að útvistun á forritunarvinnu falli einhvernvegin undir GDPR?


Nei, ekki "by default" en það mun alltaf valda kostnaðarsömum flækjum í þróun, rekstri og við að viðhalda rekjanleika til að sanna/sýna continuous compliance.


Í hverju felst munurinn að þínu mati að vera með forritara sem er staðsettur á Vestfjörðum vs annan sem er staðsettur í Póllandi?


ps5 ¦ zephyrus G14


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf dadik » Mán 18. Des 2023 10:31

davidsb skrifaði:
dadik skrifaði:
Ertu að halda því fram að útvistun á forritunarvinnu falli einhvernvegin undir GDPR?


Eða að erlendir forritarar séu að vinna beint á Production server með aðgang í gögn viðskiptavinar.


Er einhver munur á því hvort að forritarar sem vinna á production server eru íslenskir eða erlendir?


ps5 ¦ zephyrus G14


davidsb
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf davidsb » Mán 18. Des 2023 11:22

dadik skrifaði:
davidsb skrifaði:
dadik skrifaði:
Ertu að halda því fram að útvistun á forritunarvinnu falli einhvernvegin undir GDPR?


Eða að erlendir forritarar séu að vinna beint á Production server með aðgang í gögn viðskiptavinar.


Er einhver munur á því hvort að forritarar sem vinna á production server eru íslenskir eða erlendir?


Var bara að svara Rapport með þetta GDPR og að gögn fari ekki útfyrir EU.

Ef fyrirtæki sem væri að selja þjónustu innanlands mundi gera þetta þá væri það mjög líklega iffy, það þyrfti að vanda alla samninga, aðgangsveitingar, meðferð og rekjanleika gagna virkilega vel svo að hægt sé að sýna að gögnin fóru aldrei útfyrir EU.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7528
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1182
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf rapport » Mán 18. Des 2023 11:32

dadik skrifaði:
davidsb skrifaði:
dadik skrifaði:
Ertu að halda því fram að útvistun á forritunarvinnu falli einhvernvegin undir GDPR?


Eða að erlendir forritarar séu að vinna beint á Production server með aðgang í gögn viðskiptavinar.


Er einhver munur á því hvort að forritarar sem vinna á production server eru íslenskir eða erlendir?


Nei, þjóðerni forritara er aukatriði.

Það sem skiptir máli er hvaða lög eiga við vinnslu persónuupplýsinga og það fer eftir því hvar unnið er með gögnin, s.s. í hvaða landi.

Ef aðili utan EU er með aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum þá er það utan samræmda regluverksins sem GDPR byggir á og það flækir málin.

Sérstaklega ef unnið er með gögnin í landi þar sem ríkið hefur tekið sér það vald að geta krafist allra gagna sem fyrirtæki í landinu vinna með sama í hvaða landi eigandi gagnanna er, líkt og USA gerir.

Það er ekki sjálfgefið að forritari sé með aðgang að einu eða neinu nema kóðanum EN í dag eru vöru/lausnateymi í meira mæli gerð ábyrg fyrir sinni lausn/þjónustu frá A til Ö.

Ég hef bara yfirborðsskilning á CI/CD, DevOps, Cloud Native Architecture, Composability og Microservices... en ég skil grunninn að þessu þannig að þetta keyrir á þeirri hugmyndafræði að forritararnir séu með teyminu s.s. með í rekstrinum, að vakta bögga, að taka við kvörtunum og ábendingum frá kúnnum og séu involved í að samþætta sína þjónsutu við aðrar þjónstur, vakta virkni þeirra og hönta bögga...

Slík nálgun leyfir ekki "segregation of duties" þar sem forritarinn hefur engan aðgang að virkri afurð sinnar forritunar...

s.s. nútíma forritun og rekstur passar illa saman við GDPR og úthýsingu forritunar til aðila utan EU, það kallar á flækjur og er aukin áhætta.

https://www.linkedin.com/posts/alexxuby ... 27168-xfOo
Síðast breytt af rapport á Mán 18. Des 2023 12:51, breytt samtals 3 sinnum.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf falcon1 » Mán 18. Des 2023 11:39

Þetta hljómar ekki vel. Ég er að stefna á tölvunarfræði... er þetta virkilega staðan að nýútskrifaðir eigi svona erfitt með að fá störf í þessum geira á Íslandi? Reyndar er kosturinn að maður getur leitað eftir atvinnu erlendis líka og þá kannski unnið frá Íslandi.



Skjámynd

rostungurinn77
has spoken...
Póstar: 197
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf rostungurinn77 » Mán 18. Des 2023 15:28

falcon1 skrifaði:Þetta hljómar ekki vel. Ég er að stefna á tölvunarfræði... er þetta virkilega staðan að nýútskrifaðir eigi svona erfitt með að fá störf í þessum geira á Íslandi? Reyndar er kosturinn að maður getur leitað eftir atvinnu erlendis líka og þá kannski unnið frá Íslandi.


Ekki fara í gegnum námið án þess að hafa nokkurn tíma dýft hendinni í kalt vatn / migið í saltan sjó. Þ.e.as. þegar að þú sækir um þitt fyrsta starf að loknu námi, vertu allavega með eitt sumar í starfsreynslu.

Ef þú færð ekki starf, gerðu þá í það minnsta eitthvað sem gefur það til kynna að þú hafir nýtt þér þekkinguna utan skóla. App eða eitthvað álíka.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf jonsig » Mán 18. Des 2023 21:46

Ég hef heyrt að forritarar frá búlgaríu séu helmingi betri en þeir íslensku og advania hafi t.d. þannig verktaka og eru í raun ekkert nema arkítektar yfir verkefnum og milliliður ?

Er þetta kjaftasaga ?




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf Tesli » Mán 18. Des 2023 22:28

Ég þekki aðeins til þar sem var reynt að nota forritara frá Indlandi. Ég tek það samt fram að ég var ekkert involveraður í því sjálfur en orðið á kaffistofunni var að það hefði verið jafn dýrt að vera með íslenskan forritara í þessu vegna samskipta vandamála og mismunandi vinnukúltúrs. Hugsanlega er þetta hægt í einfaldari forritunar verkefnum, en eru þau einhverntíman svo straight forward og einföld?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf hagur » Mán 18. Des 2023 22:33

jonsig skrifaði:Ég hef heyrt að forritarar frá búlgaríu séu helmingi betri en þeir íslensku og advania hafi t.d. þannig verktaka og eru í raun ekkert nema arkítektar yfir verkefnum og milliliður ?

Er þetta kjaftasaga ?


Helmingi betri? Að hvaða leyti? Eru þá allir forritarar frá Búlgaríu betri en íslenskir? Eða kannski bara sumir? Þetta er náttúrulega bara bull og ekkert hægt að alhæfa svona. Það finnast framúrskarandi einstaklingar allsstaðar og þegar þú ert með margfaldan íbúafjölda þá ertu auðvitað líka með fleiri snillinga (og vanhæfa einstaklinga líka). Þetta er bara tölfræðidæmi :)

Það er rétt að hjá Advania starfa nokkrir forritarar sem búa erlendis, m.a í Búlgaríu ef ég man rétt. Ekki bara forritarar, það starfa líka kerfisstjórar hjá okkur sem búa erlendis. Ég held reyndar að þetta séu starfsmenn en ekki verktakar, en viðurkenni að ég er ekki alveg 100% viss. Þeir eru bara brotabrot, liklega innan við 10 manns og starfa helst við ákveðin verkefni sem eru m.a. unnin í samstarfi við önnur lönd innan EU.

Það að segja að Advania sé bara milliliður er algjör vitleysa.

Varðandi tölvunarfræðina þá gildir það sama um þetta eins og flest annað, ef maður vill ná langt þá þarf maður helst að hafa eitthvað edge framyfir aðra. Eitthvað passion, gera eitthvað í fritima sem er hægt að státa sig af. Nemendur sem fara í HR ættu að reyna að velja sér lokaverkefni sem er í samstarfi við fyrirtæki sem þeim finnst spennandi og það getur alveg opnað ákveðnar dyr fyrir viðkomandi og vegið á móyi reynsluleysi.

Mér finnst hálf galið að í HÍ séu ekki unnin lokaverkefni í samstarfi við atvinnulífið svipað og í HR. Leiðréttið mig ef ég er að fra með rangt mál þar.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Menntaðir hugbúnaðarsérfræðingar fá ekki vinnu vegna reynsluleysis og starfa sem öryggisverðir

Pósturaf Jón Ragnar » Þri 19. Des 2023 13:17

Það er takmarkað líka fyrir forritara að gera á landinu.

Mögulega er komin ákveðin mettun á markaðinum, og núna þarf fleiri Azure/AWS/Linux/Networking einstaklinga með hæfileika og metnað :)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video