Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf appel » Þri 12. Des 2023 17:33

Ég hef síðustu ár eiginlega farið þá leið að gefa fullorðnum bara eitthvað sem:
1. allir geta notað
2. allir þurfa hvort sem er
3. þurfa ekki að skila
Ástæðan er einfaldlega sú að flest fullorðið fólk á allt orðið og það virkar ekkert að kaupa eitthvað einsog brauðrist eða listmuni eða þannig, fólk vill velja þannig sjálft.

En þá hef ég gefið frekar eitthvað einsog:
Gjafakort út að borða. Það geta allir nýtt sér.
Sumir fíla líka gjafakort í leikhús.
Einnig hef ég gefið rúmföt, það geta allir notað.
Svo eru ilmkerfi líka sniðug, fyrir þá sem fíla þau (hver fílar þau ekki??)
Konfekt virkar líka en ekki fyrir alla.

En hvað er svona "algild" gjöf sem þið finnið þegar þið viljið leysa með einföldum hætti?

Hugmyndir vel þegnar :)


*-*


ABss
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf ABss » Þri 12. Des 2023 17:47

Vínflaska fyrir þá sem vilja svoleiðis. Matarkarfa eða annað gotterí. Heimboð eða loforð um pössun eða þessháttar er líka fínt.

Almennt er ég á móti gjafakortum, frekar setja seðlana í umslag ásamt tillögu eða hugmyndum að því sem viðkomandi ætti að „leyfa“ sér. Gjafakortin eiga það til að daga uppi hjá mér, seðlar, vín og matur gerir það hinsvegar ekki :⁠-⁠)



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf appel » Þri 12. Des 2023 18:11

ABss skrifaði:Vínflaska fyrir þá sem vilja svoleiðis. Matarkarfa eða annað gotterí. Heimboð eða loforð um pössun eða þessháttar er líka fínt.

Almennt er ég á móti gjafakortum, frekar setja seðlana í umslag ásamt tillögu eða hugmyndum að því sem viðkomandi ætti að „leyfa“ sér. Gjafakortin eiga það til að daga uppi hjá mér, seðlar, vín og matur gerir það hinsvegar ekki :⁠-⁠)


Maður pakkar illa inn matarkörfu :D en eðalvínflaska er ágæt hugmynd, bara mismunandi kúltúr hjá fjölskyldum hvað þannig gjafir varðar.


*-*

Skjámynd

Kongurinn
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Þri 12. Des 2023 15:05
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf Kongurinn » Þri 12. Des 2023 18:24

https://oskaskrin.is/

Myndi segja þetta væri solid, svo bara spurning hversu miklu þú vilt eyða




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf Klemmi » Þri 12. Des 2023 19:08

Gjafabréf í Noztra er mín go to gjöf.

www.noztra.is



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3173
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 12. Des 2023 20:15

Ekki fyrir alla en mér finnst þetta sniðugt.
https://salteldhus.is/


Just do IT
  √

Skjámynd

Langeygður
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
Reputation: 32
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf Langeygður » Þri 12. Des 2023 22:52

Ostakarfa virkar fyrir flesta.


Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf appel » Þri 12. Des 2023 22:53

Ég er ekki of hrifinn af svona "þú þarft að gera þetta á þessum tíma" gjafakortum. Er ekki að fara senda námskúrsa á fjölskyldumeðlimi sem eru með allt annað schedule útaf vinnu og hvaðeina.
Já kannski auðveldast að gefa bara pening, en ópersónulegt mjög.

Ef það mætti cancella einhverju þá væru það jólunum :|


*-*

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Tengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf Moldvarpan » Þri 12. Des 2023 23:03

Gjafakort í IKEA



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Tengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf Moldvarpan » Mið 13. Des 2023 07:17




Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf audiophile » Mið 13. Des 2023 07:46

Klemmi skrifaði:Gjafabréf í Noztra er mín go to gjöf.

http://www.noztra.is


Takk kærlega fyrir þetta innlegg!

Búinn að vera í vandræðum með gjöf fyrir frænku mína sem er að detta í unglingsaldur og þetta er fullkomið fyrir hana!


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf rapport » Mið 13. Des 2023 08:12

Peningur/gjafakort... alltaf betra en að eyða í eitthvað sem fer ónotað í ruslið.



Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf C2H5OH » Mið 13. Des 2023 08:33

Mín 2 cent eru: Ekki gefa gjafabréf/óskaskrín.
Afhverju að gefa pening sem rennur út sem er eingögnu hægt að nota á ákveðnum stöðum.
Það er stór hagnaður hjá fyrirtækjum sem selja þetta þar sem þetta gleymist ofaní skúffu og rennur svo út.

Ef gefa á pening, miklu frekar gefa gjafakort hjá Bönkunum bara fyrir sömu upphæð og það sem gjafabréf/óskaskrín kosta, þar sem hægt er að nota allstaðar.
Einstaklingar geta þá bara valið að fara í þá þjónustu sem t.d. óskaskrín bíður uppá ef áhugi og tími er til eða bara þessvegna í matvöruverslun fyrir næstu matarkörfu
Síðast breytt af C2H5OH á Mið 13. Des 2023 08:34, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Tengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf zetor » Mið 13. Des 2023 09:05

appel skrifaði:Ég hef síðustu ár eiginlega farið þá leið að gefa fullorðnum bara eitthvað sem:
1. allir geta notað
2. allir þurfa hvort sem er
3. þurfa ekki að skila
Ástæðan er einfaldlega sú að flest fullorðið fólk á allt orðið og það virkar ekkert að kaupa eitthvað einsog brauðrist eða listmuni eða þannig, fólk vill velja þannig sjálft.

En þá hef ég gefið frekar eitthvað einsog:
Gjafakort út að borða. Það geta allir nýtt sér.
Sumir fíla líka gjafakort í leikhús.
Einnig hef ég gefið rúmföt, það geta allir notað.
Svo eru ilmkerfi líka sniðug, fyrir þá sem fíla þau (hver fílar þau ekki??)
Konfekt virkar líka en ekki fyrir alla.

En hvað er svona "algild" gjöf sem þið finnið þegar þið viljið leysa með einföldum hætti?

Hugmyndir vel þegnar :)


"Svo eru ilmkerfi líka sniðug, fyrir þá sem fíla þau (hver fílar þau ekki??)"

ég hef verið að skoða svolítið þessi nýjustu ilmkerfi,
https://en.wikipedia.org/wiki/Digital_scent_technology
:D :megasmile :megasmile :megasmile




Semboy
1+1=10
Póstar: 1151
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf Semboy » Mið 13. Des 2023 09:16

Leikdúkka.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf appel » Mið 13. Des 2023 18:32

C2H5OH skrifaði:Mín 2 cent eru: Ekki gefa gjafabréf/óskaskrín.
Afhverju að gefa pening sem rennur út sem er eingögnu hægt að nota á ákveðnum stöðum.
Það er stór hagnaður hjá fyrirtækjum sem selja þetta þar sem þetta gleymist ofaní skúffu og rennur svo út.

Ef gefa á pening, miklu frekar gefa gjafakort hjá Bönkunum bara fyrir sömu upphæð og það sem gjafabréf/óskaskrín kosta, þar sem hægt er að nota allstaðar.
Einstaklingar geta þá bara valið að fara í þá þjónustu sem t.d. óskaskrín bíður uppá ef áhugi og tími er til eða bara þessvegna í matvöruverslun fyrir næstu matarkörfu


Mér finnst gjafabréf út að borða mjög sniðug, óskaskrín er með marga staði, fólk flettir upp hvað er í boði og velur sér eitthvað, gerir sér ferð eitt kvöldið og fer út að borða vitandi að þetta er jólagjöfin. Ég hef gefið svona óskaskrín áður og einnig gjafabréf á tiltekna veitingastaði og þetta hefur allt verið notað.


*-*


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 82
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf mainman » Mið 13. Des 2023 21:53

Er ég sá eini hérna sem mundi bara vilja fjarstýrðann bíl eða dróna, verkfæri eða eitthvað svoleiðis?
Ef ég fengi ilmkerti, sængurver eða eitthvað svoleiðis frá einhverjum vini mínum þá værum við bara ekkert vinir lengur.
Call me old fashioned.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf appel » Mið 13. Des 2023 23:11

mainman skrifaði:Er ég sá eini hérna sem mundi bara vilja fjarstýrðann bíl eða dróna, verkfæri eða eitthvað svoleiðis?
Ef ég fengi ilmkerti, sængurver eða eitthvað svoleiðis frá einhverjum vini mínum þá værum við bara ekkert vinir lengur.
Call me old fashioned.


Hérna áður fyrr voru bara "kerti og spil" gefin, þannig að það er "old fashioned".
Síðast breytt af appel á Mið 13. Des 2023 23:12, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf rapport » Mán 18. Des 2023 19:42

Ég benti frúnni á að skoða http://romantik.is ef hún vildi finna eitthvað fallegt handa mér.

Svona fullorðinsgjafir eru bara það sem ég þarf í líf mitt...
Síðast breytt af rapport á Mán 18. Des 2023 19:43, breytt samtals 2 sinnum.




addon
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf addon » Mið 20. Des 2023 12:41

C2H5OH skrifaði:Mér finnst gjafabréf út að borða mjög sniðug, óskaskrín er með marga staði, fólk flettir upp hvað er í boði og velur sér eitthvað, gerir sér ferð eitt kvöldið og fer út að borða vitandi að þetta er jólagjöfin. Ég hef gefið svona óskaskrín áður og einnig gjafabréf á tiltekna veitingastaði og þetta hefur allt verið notað.


Ég er persónulega frekar á móti gjafakortum yfir höfuð en en burt séð frá því geta þau alveg verið ágæt.

En ég mæli sterklega á móti því að gefa gistingu með Óskaskríni ! er nýbúinn að nota eitt slíkt og jú það hafðist en það var algjör hausverkur og mjög frustrating. Bæði var staðsetning og tímabil mjög óheppileg. Það er ekki hægt að pannta gegnum heimasíður og þarf því að vera í tölvupóst samskiptum við reynslulítið starfsfólk sem segir bara "we have a website and you should book there". Eftir alltof margar tilraunir gekk það samt upp á endanum (Geysir Hotel fær hrós fyrir góð samskipti btw).

En ég held að það sama gildi ekki endilega um Óskaskrín á veitingastað og þess háttar.
Síðast breytt af addon á Fim 21. Des 2023 16:33, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 276
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf C2H5OH » Mið 20. Des 2023 14:07

addon skrifaði:
appel skrifaði:
C2H5OH skrifaði:Mér finnst gjafabréf út að borða mjög sniðug, óskaskrín er með marga staði, fólk flettir upp hvað er í boði og velur sér eitthvað, gerir sér ferð eitt kvöldið og fer út að borða vitandi að þetta er jólagjöfin. Ég hef gefið svona óskaskrín áður og einnig gjafabréf á tiltekna veitingastaði og þetta hefur allt verið notað.


Ég er persónulega frekar á móti gjafakortum yfir höfuð en en burt séð frá því geta þau alveg verið ágæt.

En ég mæli sterklega á móti því að gefa gistingu með Óskaskríni ! er nýbúinn að nota eitt slíkt og jú það hafðist en það var algjör hausverkur og mjög frustrating. Bæði var staðsetning og tímabil mjög óheppileg. Það er ekki hægt að pannta gegnum heimasíður og þarf því að vera í tölvupóst samskiptum við reynslulítið starfsfólk sem segir bara "we have a website and you should book there". Eftir alltof margar tilraunir gekk það samt upp á endanum (Geysir Hotel fær hrós fyrir góð samskipti btw).

En ég held að það sama gildi ekki endilega um Óskaskrín á veitingastað og þess háttar.


Þetta Quote hefur farið eitthvað í rugl hjá þér því þetta sem þú tilvitnar í er frá Appel.

Ég mæli líka sterklega á móti því að gefa gjafabréf og annan pening sem rennur út þar á meðal óskaskrín.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Sniðugar algildar jólagjafir fyrir fullorðna?

Pósturaf appel » Mið 20. Des 2023 14:49

C2H5OH skrifaði:
addon skrifaði:
appel skrifaði:
C2H5OH skrifaði:Mér finnst gjafabréf út að borða mjög sniðug, óskaskrín er með marga staði, fólk flettir upp hvað er í boði og velur sér eitthvað, gerir sér ferð eitt kvöldið og fer út að borða vitandi að þetta er jólagjöfin. Ég hef gefið svona óskaskrín áður og einnig gjafabréf á tiltekna veitingastaði og þetta hefur allt verið notað.


Ég er persónulega frekar á móti gjafakortum yfir höfuð en en burt séð frá því geta þau alveg verið ágæt.

En ég mæli sterklega á móti því að gefa gistingu með Óskaskríni ! er nýbúinn að nota eitt slíkt og jú það hafðist en það var algjör hausverkur og mjög frustrating. Bæði var staðsetning og tímabil mjög óheppileg. Það er ekki hægt að pannta gegnum heimasíður og þarf því að vera í tölvupóst samskiptum við reynslulítið starfsfólk sem segir bara "we have a website and you should book there". Eftir alltof margar tilraunir gekk það samt upp á endanum (Geysir Hotel fær hrós fyrir góð samskipti btw).

En ég held að það sama gildi ekki endilega um Óskaskrín á veitingastað og þess háttar.


Þetta Quote hefur farið eitthvað í rugl hjá þér því þetta sem þú tilvitnar í er frá Appel.

Ég mæli líka sterklega á móti því að gefa gjafabréf og annan pening sem rennur út þar á meðal óskaskrín.


Fer doldið eftir einstaklinginum. Ég myndi t.d. aldrei nenna að nota gjafakort í eitthvað einsog hellaskoðun eða axlanudd og húðmeðferð, en myndi nota gjafakort út að borða örugglega innan 2-3ja mánaða, geri það alltaf, og allir aðrir í fjölskyldunni gera það einnig. Þessvegna spyr ég um svona "algildar" gjafir, því það geta allir farið út að borða, en færri myndu fara í flúðasiglingu.


*-*