Danir banna kóranbrennur til að tryggja öryggi í landinu.

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Danir banna kóranbrennur til að tryggja öryggi í landinu.

Pósturaf jonsig » Sun 10. Des 2023 08:21

Danir komnir með fyrstu meintu sharia lögin, sem banna vanhelgun á trúarritum. Eins og vanalega brautargengt með hjálp pólitíkusa til vinstri.

Salwan momika stendur frammi fyrir því að vera sendur aftur til Íraks frá Svíþjóð fyrir þessa kóran brennu gjörninga. Veit ekki hvað honum stendur til eða hvað hann fær útúr þessu. Nema til að hvetja ákveðinn hóp til að sýna sitt rétta andlit ?

Er verið að gera rétt með að setja skorður á tjáningarfrelsið til að friðþægja hina og þessa hópa af æsings liði sem iðulega hóta einhverju formi ofbeldis , hvort sem það er trúar skaddað fólk eða aðrir pólitískir öfgahópar ?

Er einhver athyglissjúkur gaur að brenna kóran raunverulega vandamálið ? Er ekki verið að gera sem minnst til að fá augnarbliks frið fyrir því sem gengur á og mun ágerast til muna í náinni framtíð ?

Danir banna kóranbrennur
Hand­tóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu


Mynd



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Danir banna kóranbrennur til að tryggja öryggi í landinu.

Pósturaf rapport » Sun 10. Des 2023 09:05

Þetta er algjörlega út í hött að mismuna bókum til brennslu eftir innihaldi.

Hvernig er þá best að farga kóraninum?




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Danir banna kóranbrennur til að tryggja öryggi í landinu.

Pósturaf jonfr1900 » Sun 10. Des 2023 14:36

Þeir sem hafa verið að brenna trúarrit (en yrðu nú alveg snar brjálaðir ef einhverjir færu að brenna biblíur) eru þessir menn sem eru langt til hægri, fasistar og nasistar sem eru þarna innan um allt saman. Það ætti bara að henda þessu liði í fangelsi (eftir réttarhöld) og vandamálið leyst.



Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Danir banna kóranbrennur til að tryggja öryggi í landinu.

Pósturaf jonsig » Sun 10. Des 2023 17:16

Mitt gisk:
Það er örugglega verið að brenna kóran til að fá á yfirborðið ofstækið og hatrið sem blundar í trúar sködduðu fólki af þessari trú og menningarheimi.

Biblían er brennd reglulega. Marilyn Manson hefur gert það á tónleikum án alvarlegra eftirmála. Kallinn orðinn 54ára.
Kannski því þetta er trú sem kennir umburðarlyndi og fyrirgefningu.
Síðast breytt af jonsig á Sun 10. Des 2023 17:17, breytt samtals 1 sinni.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Danir banna kóranbrennur til að tryggja öryggi í landinu.

Pósturaf jonfr1900 » Sun 10. Des 2023 19:35

Allir þessir trúarhópar verða brjálaðir þegar trúarrit þeirra eru brennd.

Sweden allows protest burning Torahs and Bibles outside Israeli Embassy (CNN.com, Júlí 2023)

Sweden protester abandons plan to burn Torah and Bible (aljazeera, Júlí 2023)

Olíuríkin eru ekki lýðræðisríki, heldur alræðis-trúarríki og hafa mikil áhrif í kraft þess auðs sem olían hefur fært þeim og þessi ríki eru óhrædd að nota bæði peninga og áhrifin til þess að koma sínum sjónarmiðum til ríkja í Evrópu og Bandaríkjanna, þá í krafti peninga og olíu.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Danir banna kóranbrennur til að tryggja öryggi í landinu.

Pósturaf DJOli » Þri 12. Des 2023 02:20

jonsig skrifaði:Er verið að gera rétt með að setja skorður á tjáningarfrelsið til að friðþægja hina og þessa hópa af æsings liði sem iðulega hóta einhverju formi ofbeldis , hvort sem það er trúar skaddað fólk eða aðrir pólitískir öfgahópar ?


Nú er ég mjög langt til vinstri, en ég er þar vinstra megin að ég sé enga ástæðu til að virða neina trú, og trúarlega er ég trúleysingi og and-trúaður. Mitt álit byggist á því að sem samfélag eigum við að eiga allann og fullann rétt til að vanvirða öll trúarbrögð vegna þess að annað er að traðka á tjáningarfrelsi og rétti til að mótmæla. Ekki var bannað að brenna 'Mein Kampf', né Metallica Geisladiska, Biblíuna eða önnur rit.
En svo kemur það hinsvegar.
Félagsfræðin, og hvað er best fyrir samfélagið.
Það er best fyrir samfélagið að reyna að aðlaga lögin að því að draga sem mest úr árekstrum. Ef þetta er leið til þess, þá gott og vel. Ég skil þetta þó að ég vilji kannski ekki endilega skilja þetta, en við erum að fá mikið af fólki frá miðausturlöndum hverju er ekkert heilagara en trúarritið þeirra.
Meðal rakana fyrir því að banna brennu á trúarriti þeirra er að við erum að 'drag n droppa' þessu fólki úr sínu umhverfi í okkar umhverfi án þess að verði nein félagsfræðileg breyting á. Þetta fólk hefur ekki notið þess að þróast með 1. eða 2. heims ríki þar sem viðhorf og trúmál hafa tekið hröðum breytingum, svo búast má við að þetta fólk upplifi kúltúr-sjokk, sérstaklega fyrsta kynslóðin.

tl;dr er rétt að banna kóranbrennu? Nei. Það traðkar á og sker undan tjáningarfrelsi.
En það er félagsfræðilega rétt þar sem verndun trúarrits trúaða hópsins sem er að 'joina serverinn' mun þýða meiri samstaða og minna vesen.
Síðast breytt af DJOli á Þri 12. Des 2023 02:21, breytt samtals 1 sinni.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Danir banna kóranbrennur til að tryggja öryggi í landinu.

Pósturaf rapport » Þri 12. Des 2023 08:18

Engin lög ættu að fjalla um trú nema stjórnarskrá sem segir bara "það er trúfrelsi í landinu".

Sér skattameðferð, innheimta gjalda o.þ.h. á að vera úr sögunni.

Ef trúarbrögð geta ekki aflað sér tekna sjálf þá eiga þau ekki tilverurétt.

Ég vil fá spítala, öldrunarþjónustu, sálfræðinga í skólana og betri lestrarkennslu en ekki splæsa sköttum og ríkisrekstri í þetta.
Síðast breytt af rapport á Þri 12. Des 2023 08:18, breytt samtals 1 sinni.