Daz skrifaði:dadik skrifaði:Þetta er ansi spes umræða. Ef fólki líkar ekki umræðan í Koníaksstofunni er einfalt að sleppa því að lesa hana ekki satt? Fullt af þráðum þarna sem ég nenni ekki að lesa eða fylgjast með.
Sama með r/Icleand - fullt af dóti þarna sem maður nennir ekki að lesa eða taka þátt í en mér finnst ekki að það eigi að banna öðrum að tjá sig um þessi mál.
Kannski einfaldast að gera það sem @Hausinn bendir á
Ég var ekki að biðja um að nein umræða yrði bönnuð og held að enginn annar hafi gert það.
Samanburður við r/Iceland er bjagaður því það er umræðusvæði almenns eðlis og því líklegt að þar sé rætt um allskonar.
Vaktin.is er frekar tölvu fókusað spjall og því má alveg velta því upp að gera tæknitengdri umræðu hærra undir höfði. Jafnvel þó aðrar umræðu sé vinsælar, þá er líka í lagi að ritstýra með því að draga frekar athygli að því sem kjarna umfjöllunar atriði er
Þó þú hefur rétt fyrir þér á marga vegu þá er raunveruleikinn þannig að vaktin er heimilisstöð margra. Þetta er ekki bara "tölvu fókusað spjall", heldur samfélag tölvuáhugamanna, og tölvuáhugamenn glíma við öll þau vandamál sem venjulegt fólk glímir við, það er ekki bara tölvur heldur bíllinn, það er húsið, það er hitt og þetta. Ég hef fengið rafvirkja hér, bifvélavirkja, allskonar fólk er hér sem hefur áhuga á tölvum.
Ég lagði til að forumin Bílaplanið og Verkfæraskúrin yrðu stofnuð, einmitt til þess að halda tölvuáhugafólki hérna, að geta fengið aðstoð hér frekar en að leita annað. Bíllinn og Heimilið er það stærsta í lífi fólks hvað hluti varðar, og það er mikilvægt að halda umræðunni hér. Vaktarar hafa elst og eru komnir með heimili og bíl og algjör þörf á að koma upp vettvangi fyrir það. Ef við ætlum bara að tala um tölvur, þá verðum við nokkuð einir.
Þannig að við ættum að útvíkka frekar en að horfa innávið.