Eru Electric Vehicles framtíðin?
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Ég held að rafbílar séu framtíðin, allavega á Íslandi. Er ekki meirihluti bíla sem seljast í dag rafbílar? Tesla orðinn mest seldi bíllinn? Þetta bendir allt til þess að rafbílra verði meirihluti bíla eftir 10-15 ár c.a.
Svo pælir maður í hvernig rafbílar voru fyrir rúmlega 20 árum síðan vs hvernig þeir eru orðnir í dag, langtum betri. Batteríin orðin betri, öll tæknin langtum betri. Ég held að eftir önnur 20 ár verði batteríin orðin mun betri en í dag og tæknin enn betri. Auk þess verður framleiðsluferli rafbíla sífellt hagkvæmara.
Bensínbílar eru í raun komnir á leiðarenda hvað tæknina varðar, það er ekki hægt að kreista meiri orkunýtingu úr þeim, og þeir verða sífellt dýrari vegna aukinna krafna um mengunarvarnir, þannig að eftir einhver ár verða bensínbílar dýrari en rafmagnsbílar. Þeir eru svolítið jafnfætis rafbílum á Íslandi í dag sökum þess að rafbílar njóta ívilnana, en jafnvel án ívilnina þá gætu rafbílar orðið ódýrari valkostur eftir örfá ár tel ég.
Svo pælir maður í hvernig rafbílar voru fyrir rúmlega 20 árum síðan vs hvernig þeir eru orðnir í dag, langtum betri. Batteríin orðin betri, öll tæknin langtum betri. Ég held að eftir önnur 20 ár verði batteríin orðin mun betri en í dag og tæknin enn betri. Auk þess verður framleiðsluferli rafbíla sífellt hagkvæmara.
Bensínbílar eru í raun komnir á leiðarenda hvað tæknina varðar, það er ekki hægt að kreista meiri orkunýtingu úr þeim, og þeir verða sífellt dýrari vegna aukinna krafna um mengunarvarnir, þannig að eftir einhver ár verða bensínbílar dýrari en rafmagnsbílar. Þeir eru svolítið jafnfætis rafbílum á Íslandi í dag sökum þess að rafbílar njóta ívilnana, en jafnvel án ívilnina þá gætu rafbílar orðið ódýrari valkostur eftir örfá ár tel ég.
*-*
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 387
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 82
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
appel skrifaði:Ég held að rafbílar séu framtíðin, allavega á Íslandi. Er ekki meirihluti bíla sem seljast í dag rafbílar? Tesla orðinn mest seldi bíllinn? Þetta bendir allt til þess að rafbílra verði meirihluti bíla eftir 10-15 ár c.a.
Svo pælir maður í hvernig rafbílar voru fyrir rúmlega 20 árum síðan vs hvernig þeir eru orðnir í dag, langtum betri. Batteríin orðin betri, öll tæknin langtum betri. Ég held að eftir önnur 20 ár verði batteríin orðin mun betri en í dag og tæknin enn betri. Auk þess verður framleiðsluferli rafbíla sífellt hagkvæmara.
Bensínbílar eru í raun komnir á leiðarenda hvað tæknina varðar, það er ekki hægt að kreista meiri orkunýtingu úr þeim, og þeir verða sífellt dýrari vegna aukinna krafna um mengunarvarnir, þannig að eftir einhver ár verða bensínbílar dýrari en rafmagnsbílar. Þeir eru svolítið jafnfætis rafbílum á Íslandi í dag sökum þess að rafbílar njóta ívilnana, en jafnvel án ívilnina þá gætu rafbílar orðið ódýrari valkostur eftir örfá ár tel ég.
Ég á tvær teslur og annar þeirra er performance bíll og það er alveg magnað að þetta skuli vera 3.3 sec í 100 og 540 hestöfl og hann er alltaf 540 hp alveg sama á hvaða snúning hann er.
Það sem er meira magnað er að þótt ég sé alltaf eitthvað að þrykkja honum áfram og nota öll hestöflin reglulega þá er þetta samt daily driver og slær aldrei feilpúst ólíkt eldsneytisbílum sem eru vel tjúnaðir og alltaf í viðgerð þegar það er búið að kreista eitthvað út úr þeim.
Eldsneytisbíll er aldrei að fara að vera jafn skemmtilegur og þessi sem ég á núna en ég verð samt að segja að miðað við þróunina og tæknina sem er komin í marga af þessum bensín og díesel bílum þá er alveg fáránlegt að allar þjóðir skulu vera að stefna að því að hætta að selja eftir nokkur ár.
Sumir af þessum bílum eru komnir í næstum 2L á 100km og þá á þetta algjörlega rétt á sér.
Þótt þetta verði ekki jafn skemmtilegir bílar og rafmagnsbílarnir þá verða þetta svakalega hagstæðir bílar.
Sama er að segja með hybrid bíla en flestir af þeim eru algjört sorp þar sem þú færð lélegustu bensínvélina, lélegasta rafmagnsmótorinn og slöppustu rafhlöðuna svo það verður eiginlega worst of both worlds.
T.d. MMC outlander phew er bíll sem hefur ekkert upp á að bjóða og eyðir næstum því 12L /100.
Svo koma bílar eins og sumir af Bens jepplingunum og þeir koma með fínum vélum (aflvana samt) og þreittum mótorum og 40km rafhlöðu en ná einhvernvegin að skríða niður í 2.5L/100 að jafnaði sem er svakalega gott miðað við 2 tonna bíl.
Ég held allavega að við eigum eftir að sjá mikla meiri þróun í bensín og díeselvélum á næstunni hvað varðar eyðslu og áreiðanleika þótt þetta verði aldrei með sama skemmtanastuðul og góður rafmagnsbíll en flestir af þeim eru því miður of dýrir ennþá fyrir marga til að kaupa en það breytist vonandi þegar Tesla model 2 (sem á reyndar ekki að heita model 2) kemur því hann á að kosta 25 þús dollara svo þá opnast alveg nýr markaður fyrir þá sem geta fengið sér 3.5 miljón króna bíl en ekki 7-10m.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2578
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2858
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Þetta minnir mig svolítið á umræðuna um farsíma og tölvur hérna back in the days
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2578
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Moldvarpan skrifaði:Þar kom hann inná Electrofuel/synthetic fuels sem grænan valkost fyrir eldri ökutæki.
Það er skemmtilegt að þetta sé til en taktu eftir því að bæði kol(tví)oxíð og vetni þarf að vera á sama staðnum sem það sjaldan er. Þá þarftu að senda annaðhvort efnið á staðinn þar sem þessu er skeytt saman með orku. Auk þess er mest allt vetni sem hægt er að kaupa í dag hliðarvara af olíuvinnslu en "grænni" leiðir til að framleiða vetni eru vissulega til, bara dýrari eins og er. Ég sé ekki fyrir mér að skilvirknin á þessu verði nokkurntímann nema lítið brot samanborið við rafmangsbíla í dag.
AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Hvað ætli það mengi óþarflega mikið að hafa alla þessa rafmagnsbíla svina óhóflega öfluga?
Hversu stór væru batterýin og mótorarnir ef bílarnir væru 10 sek í hundraðið eins og diesel fjölskyldubíll?
Hvað hefur þetta auka fútt drepið marga (ef einhverja)?
Hversu stór væru batterýin og mótorarnir ef bílarnir væru 10 sek í hundraðið eins og diesel fjölskyldubíll?
Hvað hefur þetta auka fútt drepið marga (ef einhverja)?
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Aygoinn minn er einmitt ca 15 sek í 100 og bara, ég þarf ekkert meir.
Langar, að sjálfsögðu! En þetta er bara gangurinn á umferðinni almennt.
Hvaða Amma á Grundafirði þarf 4 sek upp í 100?
Langar, að sjálfsögðu! En þetta er bara gangurinn á umferðinni almennt.
Hvaða Amma á Grundafirði þarf 4 sek upp í 100?
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Ef eithv, þá er þessi gífurlega hröðun stórhættuleg. Nógu mörg video af Teslum brunandi í gegnum heilu hverfin, rústandi öllu og öllum, og eigandinn segir að hann hafi staðið á bremsuni og bíllinn bara verið óstjórnanlegur. En síðan kemur í ljós að eigandin var actually standandi á inngjöfinni.
Það eru Tesla Plaid bílar hér á landi, þeir geta náð 200km/h hraða á 200 metrum, eða einungis 6sek.
Pirrar mig mjög mikið að þetta nýja kílómetragjald horfi ekki á þyngd bílls, enda þurfum við minni og léttari bíla. Ekki stóra "umhverfisvæna" ofurhraðskreða rafmagsbíla sem eru 2500kg plús.
Það eru Tesla Plaid bílar hér á landi, þeir geta náð 200km/h hraða á 200 metrum, eða einungis 6sek.
Pirrar mig mjög mikið að þetta nýja kílómetragjald horfi ekki á þyngd bílls, enda þurfum við minni og léttari bíla. Ekki stóra "umhverfisvæna" ofurhraðskreða rafmagsbíla sem eru 2500kg plús.
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
ég smíðaði minn eigin turbo bíl frá grunni, hef gaman af breytingum og er algert gear nut og samt af einhverri ástæðu finnst mér bara ekkert að rafmagnsbílum. 80-90% af fólkinu þarna úti langar bara í bíl til að koma því frá A til B, þeim er drull hvort það heyrist brúmm eða ekki. Sjálfur væri ég með rafmagnsbíl sem daily bíl ef ég væri ekki að hreinsa út húsnæðislánið mitt.
Öll þessi "rafmagnsbíllinn mengar meira en diesel" dæmi eru alltaf hlægileg þegar þau eru skoðuð almennilega, t.d. þýska rannsóknin sem allir deildu hérna fyrir nokkrum mánuðum. "ef gert er ráð fyrir að allt rafmagn sem fer á rafmagnsbílinn sé framelitt með kolum". Og svo koma alltaf skotin um "hvaðan kemur rafmagnið?" og "úúúú það er generator við hleðslustöðina hérna lengst útí rassgati. TAKE THAT". Besta við þau er að það er ekki galli á tækninni sjálfri heldur infrastructure vandamál, því að enginn sá fyrir að fólk myndi sækja svona hratt í rafmagnsbílinn eftir að tæknin varð góð. Infrastructure er enn að reyna að halda í og það verða vaxtarverkir í nokkurn tíma. En ímynduð ykkur bara hvað það væri mikil vinna að bora eftir olíu og setja upp dreifikerfi fyrir bensín núna ef bensínbíllinn væri að koma núna og seldist jafn vel.
Sólar og vindorka eru orðnar hræódýrar og eru bara að skána á hverju ári en sama fólk og segir "fokk náttúruna, brennum olíu" verða svo algerir grænfriðungar þegar sólar eða vindorka eru nefnd og þá þarf sko að hugsa um náttúruna, þegar aðal vandamálið við right now er að fyrir sumum er þetta ljótt.
Ekki að sólar og vindorka skipti miklu máli hér þar sem við höfum helling af endurnýtanlegum orkugjöfum og í raun hvergi sem meikar jafn mikið sense að keyra rafmagnsbíl og hér.
Svo ef við nefnum framleiðsluna á rafhlöðum. Er hún gallalaus? nei. En framleiðendur sjá sjálfir hellings hag í að gera tæknina góða og framfarirnar eru búnar að vera miklar og meiri sala endar líka í meiri fjárfestingu í betri lausnum. Bensínbíllinn er enn að taka sífelldar breytingar í að minnka mengun og við erum búnir að nota hann í 100+ ár. Þessi partur framleiðslunnar mun stórbatna á næstu árum því það er verið að MOKA peningum í að finna betri lausnir.
Og að reyna að bera þessar sellur saman við litlu farsímabatterýin er bara hlægilegt. Það er MIKIÐ meira control og care sem fer í hagræðingu á hleðslunni á bílum en þegar þú hendir símanum þínum í fast charge á hverri nóttu og skilur svo ekkert í því að hann sé dauður eftir ár.
nenni ekki að skrifa meira í bili
Öll þessi "rafmagnsbíllinn mengar meira en diesel" dæmi eru alltaf hlægileg þegar þau eru skoðuð almennilega, t.d. þýska rannsóknin sem allir deildu hérna fyrir nokkrum mánuðum. "ef gert er ráð fyrir að allt rafmagn sem fer á rafmagnsbílinn sé framelitt með kolum". Og svo koma alltaf skotin um "hvaðan kemur rafmagnið?" og "úúúú það er generator við hleðslustöðina hérna lengst útí rassgati. TAKE THAT". Besta við þau er að það er ekki galli á tækninni sjálfri heldur infrastructure vandamál, því að enginn sá fyrir að fólk myndi sækja svona hratt í rafmagnsbílinn eftir að tæknin varð góð. Infrastructure er enn að reyna að halda í og það verða vaxtarverkir í nokkurn tíma. En ímynduð ykkur bara hvað það væri mikil vinna að bora eftir olíu og setja upp dreifikerfi fyrir bensín núna ef bensínbíllinn væri að koma núna og seldist jafn vel.
Sólar og vindorka eru orðnar hræódýrar og eru bara að skána á hverju ári en sama fólk og segir "fokk náttúruna, brennum olíu" verða svo algerir grænfriðungar þegar sólar eða vindorka eru nefnd og þá þarf sko að hugsa um náttúruna, þegar aðal vandamálið við right now er að fyrir sumum er þetta ljótt.
Ekki að sólar og vindorka skipti miklu máli hér þar sem við höfum helling af endurnýtanlegum orkugjöfum og í raun hvergi sem meikar jafn mikið sense að keyra rafmagnsbíl og hér.
Svo ef við nefnum framleiðsluna á rafhlöðum. Er hún gallalaus? nei. En framleiðendur sjá sjálfir hellings hag í að gera tæknina góða og framfarirnar eru búnar að vera miklar og meiri sala endar líka í meiri fjárfestingu í betri lausnum. Bensínbíllinn er enn að taka sífelldar breytingar í að minnka mengun og við erum búnir að nota hann í 100+ ár. Þessi partur framleiðslunnar mun stórbatna á næstu árum því það er verið að MOKA peningum í að finna betri lausnir.
Og að reyna að bera þessar sellur saman við litlu farsímabatterýin er bara hlægilegt. Það er MIKIÐ meira control og care sem fer í hagræðingu á hleðslunni á bílum en þegar þú hendir símanum þínum í fast charge á hverri nóttu og skilur svo ekkert í því að hann sé dauður eftir ár.
nenni ekki að skrifa meira í bili
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
jonsig skrifaði:Allt í einu eru rafhöður farnar að vera næstum ódauðlegar og úr takti við allt sem sést hefur áður. Undra sellur sem eiga nákvæmlega ekkert líkt með farsíma sellum... bara einhverjir jólasveinar að hanna hleðslukerfin í símunum.
Það er allt önnur hönnun á rafhlöðum sem eru notaðar í símum. Þeir fókusa á orkuþéttleika á kostnað endingar. Þeir gætu alveg haft batterí sem endast í 10 ár, en þá þyrftu þau að vera minni og fólk væri ekki jafn duglegt við að fá sér nýan síma þegar batteríið er orðið lélegt.
jonsig skrifaði:Þessi gögn um bíla sem keyrðir eru í langkeyrslu í tempruðum löndum eru 100% yfirfæranleg á Íslenskar verðuraðstæður.
Batteríin eru innsigluð og hitastýrð. Hvað eiga íslenskar aðstæður að gera af viti til að draga úr endingu þeirra umfram það sem þær gera fyrir bensínbíla?
Annars hafa þeir lengi reynst vel á stöðum eins og Alaska sem hafa mun verri aðstæður en Ísland.
jonsig skrifaði:Og alveg super ódýrir patent síseguls- riðstraums mótorar stýrðir með tíðnimótun. Getur ekki bilað og super ódýrt halelúja!
Ókei. Hvort eru þeir ógeðslega dýrir eða ódýrt crap? Þú ert svolítið út um allt hérna.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Nariur skrifaði:Ókei. Hvort eru þeir ógeðslega dýrir eða ódýrt crap? Þú ert svolítið út um allt hérna.
Geðhvörf.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Tesla gaf líka út gögn um að rafbílabatteríin þeirra endist lengst í kaldari löndum en í þeim heitari langtíma séð. Það er hitinn sem hækkar rýmdartapið yfir tímann en ekki kuldinn. Þó að kalt veður hafi neikvæð áhrif á orkunotkun batterísins yfir daginn þar sem það þarf að hita upp batteríið og orkutapið því meira, en rýmd sellanna helst stöðug lengur, sama á við um lambakjötið í frystinum.
Enn meiri ástæða til að fjárfesta í rafmagnsbíl á Íslandi heldur en annars staðar.
Enn meiri ástæða til að fjárfesta í rafmagnsbíl á Íslandi heldur en annars staðar.
Síðast breytt af Trihard á Þri 21. Nóv 2023 16:51, breytt samtals 3 sinnum.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Menn farnir að tala um geðrof og eitthvað.
Það væri gaman að lesa allt þetta info hérna ef það væri einhver þekking og skilningur bakvið svörin. Þetta ristir ekki djúpt. Helst litað af skæting útí þá sem eru með einhverja krítík á ríkjandi þankaganginn hérna.
Það væri gaman að lesa allt þetta info hérna ef það væri einhver þekking og skilningur bakvið svörin. Þetta ristir ekki djúpt. Helst litað af skæting útí þá sem eru með einhverja krítík á ríkjandi þankaganginn hérna.
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Er ekki bara best að láta dæmin og reynsluna tala sínu máli? Menn geta spekúlerað fram og til baka um theoríu, en svo er raunveruleikinn annar.
Við erum þegar komin með ágætis reynslu (10+ ár) sem framleiðendur hafa dregið lærdóm af. Það hefur yfir það heila gengið nokkuð vel. Rafbílar og batterí eru í hraðri framþróun og má því ætla að næstu tíu ár gangi betur.
Það er fullt af áskorunum, sérstaklega m.t.t. raforkuframleiðslu og dreifingu, en mér sýnast margar álitlegar lausnir í sjónmáli.
Það kann að vera að þungaflutningar verði leystir með öðrum hætti en rafmagni, en ég sé framþróun í núverandi "sigurvegara" tæknikapphlaupsins (batterí + rafmótor) frekar aðlaga sig að þörfum þungaflutninga frekar en R&D á annarri sprengihreyfilstækni eða fuel cells. A.m.k. á komandi áratugum. Það er bara það mikil samkeppni og pressa um betri batterí í gangi.
Við erum þegar komin með ágætis reynslu (10+ ár) sem framleiðendur hafa dregið lærdóm af. Það hefur yfir það heila gengið nokkuð vel. Rafbílar og batterí eru í hraðri framþróun og má því ætla að næstu tíu ár gangi betur.
Það er fullt af áskorunum, sérstaklega m.t.t. raforkuframleiðslu og dreifingu, en mér sýnast margar álitlegar lausnir í sjónmáli.
Það kann að vera að þungaflutningar verði leystir með öðrum hætti en rafmagni, en ég sé framþróun í núverandi "sigurvegara" tæknikapphlaupsins (batterí + rafmótor) frekar aðlaga sig að þörfum þungaflutninga frekar en R&D á annarri sprengihreyfilstækni eða fuel cells. A.m.k. á komandi áratugum. Það er bara það mikil samkeppni og pressa um betri batterí í gangi.
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Eitt sem mig langar til að koma niður á líka. Auðvitað er lang grænast að keyra gamlan bíl alveg út, ekki henda tæki sem enn er gott bara til að uppfæra í það nýjasta. ég Stunda það alveg eins og Jonsig að láta gamla bíla duga lengi.
En svo eru það viðgerðir. Ég veit alveg til þess að jafnvel í mörgum skólum er enn ekki farið að kenna rafmagnsvinnuna eða viðgerðir á components,
heldur bara skipta út pörtum. Þekktur galli t.d í gömlu Prius er að það getur komið tæring á bus bars milli sellu banka í rafhlöðunni, battery controllerinn sér bara ónýtt section og dæmir sig dauðan. Bíllinn fer á verkstæði og það er skipt um allt batteryið sem er mega mikil sóun þegar eina bilunin er að það kom tæring sem hægt er að pússa upp og BAM kominn með sellu sem ennþá á hellings líf eftir. (ok var að googla það núna, það eru bara komin bus bar kits svo þú getur skipt þeim út ef þeir fara að tærast. Barabetra)
Það einnig er ekki galli á tækninni heldur að þekkingin er ekki að rata nógu skilvirkt til þeirra sem þjónusta þetta. Eftir því sem bílunum fjölgar hinsvegar fara að verða forsendur fyrir því að það borgi sig að setja upp verkstæði sem yfirfer og lagar sellur, því stundum eru bilanirnar alls ekki krítískar. Þar er massíf sóun þegar sellu er hent þegar ekki var ástæða til.
En svo eru það viðgerðir. Ég veit alveg til þess að jafnvel í mörgum skólum er enn ekki farið að kenna rafmagnsvinnuna eða viðgerðir á components,
heldur bara skipta út pörtum. Þekktur galli t.d í gömlu Prius er að það getur komið tæring á bus bars milli sellu banka í rafhlöðunni, battery controllerinn sér bara ónýtt section og dæmir sig dauðan. Bíllinn fer á verkstæði og það er skipt um allt batteryið sem er mega mikil sóun þegar eina bilunin er að það kom tæring sem hægt er að pússa upp og BAM kominn með sellu sem ennþá á hellings líf eftir. (ok var að googla það núna, það eru bara komin bus bar kits svo þú getur skipt þeim út ef þeir fara að tærast. Barabetra)
Það einnig er ekki galli á tækninni heldur að þekkingin er ekki að rata nógu skilvirkt til þeirra sem þjónusta þetta. Eftir því sem bílunum fjölgar hinsvegar fara að verða forsendur fyrir því að það borgi sig að setja upp verkstæði sem yfirfer og lagar sellur, því stundum eru bilanirnar alls ekki krítískar. Þar er massíf sóun þegar sellu er hent þegar ekki var ástæða til.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
jonsig skrifaði:Menn farnir að tala um geðrof og eitthvað.
Það væri gaman að lesa allt þetta info hérna ef það væri einhver þekking og skilningur bakvið svörin. Þetta ristir ekki djúpt. Helst litað af skæting útí þá sem eru með einhverja krítík á ríkjandi þankaganginn hérna.
Ég er ekki að tala um geðrof.
Ég er ekki sérfæðingur en ég er samt áhugamaður og nokkuð vel upplýstur og hef nefnt lítið annað en blákaldar staðreyndir. Hér er t.d. smá lesning um mismunandi tegundir Li rafhlaða.
https://dragonflyenergy.com/types-of-li ... ies-guide/
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Nariur skrifaði:Ég er ekki sérfæðingur en ég er samt áhugamaður og nokkuð vel upplýstur og hef nefnt lítið annað en blákaldar staðreyndir. Hér er t.d. smá lesning um mismunandi tegundir Li rafhlaða.
Eitthvað sem þú heldur að ég hafi ekki séð áður, Áhugamaður ?
Tók eftir því í covid að áhugamennirnir vissu mikið meira um covid-19 heldur en læknarnir.
Ísland í dag.
Síðast breytt af jonsig á Þri 21. Nóv 2023 22:19, breytt samtals 1 sinni.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
jonsig skrifaði:Nariur skrifaði:Ég er ekki sérfæðingur en ég er samt áhugamaður og nokkuð vel upplýstur og hef nefnt lítið annað en blákaldar staðreyndir. Hér er t.d. smá lesning um mismunandi tegundir Li rafhlaða.
Eitthvað sem þú heldur að ég hafi ekki séð áður, Áhugamaður ?
Tók eftir því í covid að áhugamennirnir vissu mikið meira um covid-19 heldur en læknarnir.
Ísland í dag.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 209
- Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
- Reputation: 12
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
cocacola123 skrifaði:Toyota segja að vetnisbílar séu framtíðin?
Toyota hefur nú þegar tapað þessu stríði. Það er ómögulegt að kaupa vetnisbíl í dag, en rafbílar fást víða. Ísland var jafnvel eitt af fyrstu tilraunalöndum Toyota með vetnisbíla, en það bólar ekkert á þessu hér.
Þetta er doldið einsog "format wars", vhs vs beta, bluray vs hd-dvd, etc.
Rafmagn er bara allsstaðar. Vetnis-infrastrúktúr er óraunhæfur, fæst aldrei settur upp neinsstaðar, alltof flókinn og áhættusamur.
*-*
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
jonsig skrifaði:Nariur skrifaði:Ég er ekki sérfæðingur en ég er samt áhugamaður og nokkuð vel upplýstur og hef nefnt lítið annað en blákaldar staðreyndir. Hér er t.d. smá lesning um mismunandi tegundir Li rafhlaða.
Eitthvað sem þú heldur að ég hafi ekki séð áður, Áhugamaður ?
Í ljósi þess að þú hefur skýrt og greinilega sýnt að þú veist voða lítið um rafbíla og ert ofsahræddur um að þeir séu bara drasl þó það séu fyrir framan þig raunveruleg gögn um að það sé kjaftæði... Já.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
cocacola123 skrifaði:Toyota segja að vetnisbílar séu framtíðin?
vetnissprengihreyflar eru bara djók eins og er, allt draslið í kringum það er bara ekki fýsilegt eins og er, tekur alltof alltof mikið pláss, og svo geymsluaðferðir á vetninu, engin góð lausn sem til er, til að gefa gott range...
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 145
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Eru Electric Vehicles framtíðin?
Mér finnst mesta áhyggjuefnið hversu margir hérna grípa um perlufestina og jesúa sig á innsoginu yfir að hugsanlega hafi einhverjur fleiri hestöfl en þeir nauðsynlega þurfa.
Verðlöggur alltaf velkomnar.