Dyrabjalla og myndavélar. Hvað er best?


Höfundur
T-bone
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Dyrabjalla og myndavélar. Hvað er best?

Pósturaf T-bone » Mið 15. Nóv 2023 03:02

Góðan daginn Vaktarar.

Nú er gamla settið að pæla í svona dyrabjöllu/myndavélakerfi og mig vantar að vita hvað er einfaldast og hentugast.

Ring virðist vera rosa öflugt í þessu og allt tengt saman og voða fínt en þarf vissulega að borga fyrir aðgang ef maður ætlar að fullnýta sér þetta.

Hvaða aðrir kostir eru sniðugir fyrir fólk sem er ekkert best í Heimi í tölvumálum? Eitthvað sem má alveg vera smá vinna að setja upp en þarf að vera einfalt í daglegri notkun.

Það sem þarf er:
Dyrabjalla með myndavél og helst hreyfiskynjara.
Notifications úr dyrabjöllu/myndavélum í allavega 2, helst fleiri síma.
Vista upptökur sem triggerast af hreyfiskynjurum og hringingu í dyrabjöllu í skýjaþjónustu
Hægt að skoða myndavélar í síma

Held að þetta séu voða basic kröfur, en mig vantar að vita hvort að Ring sé bara málið eða er eitthvað annað betra?
Hverjir eru kostir og gallar við Ring?

Með fyrirfram þökk:
Anton


Mynd

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dyrabjalla og myndavélar. Hvað er best?

Pósturaf hagur » Mið 15. Nóv 2023 12:25

Ég myndi gefa Unifi protect mitt atkvæði. Það kostar vissulega meira í byrjun en þú ert með allt vistað locally og borgar því enga cloud áskrift.
Ég var með Ring dyrabjöllur í líklega 3-4 ár, fyrst original version og svo Ring Pro og fannst þetta bara einfaldlega ekki nægilega gott. Það tók t.d eilífð að fá upp video feedið þegar einhver hringdi dyrabjöllunni, viðkomandi var yfirleitt bara búinn að gefast upp og var að labba í burtu frá húsinu þegar live feedið byrjaði loks að spilast. Kannski er þetta orðið betra í dag, það eru líklega 3-4 ár síðan ég losaði mig við Ring og fór í Unifi protect setup með Unifi G4 Doorbell og tilheyrandi.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Dyrabjalla og myndavélar. Hvað er best?

Pósturaf Daz » Mið 15. Nóv 2023 12:49

hagur skrifaði:Ég myndi gefa Unifi protect mitt atkvæði. Það kostar vissulega meira í byrjun en þú ert með allt vistað locally og borgar því enga cloud áskrift.
Ég var með Ring dyrabjöllur í líklega 3-4 ár, fyrst original version og svo Ring Pro og fannst þetta bara einfaldlega ekki nægilega gott. Það tók t.d eilífð að fá upp video feedið þegar einhver hringdi dyrabjöllunni, viðkomandi var yfirleitt bara búinn að gefast upp og var að labba í burtu frá húsinu þegar live feedið byrjaði loks að spilast. Kannski er þetta orðið betra í dag, það eru líklega 3-4 ár síðan ég losaði mig við Ring og fór í Unifi protect setup með Unifi G4 Doorbell og tilheyrandi.

Ef ég má troðast inn með spurningu, ert með einhvern skjá eða tæki til að fylgjast með dyrabjöllu myndavélinni eða bara snjallsíma app?
Ertu með einhverja virkni til að opna útihurðina?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Dyrabjalla og myndavélar. Hvað er best?

Pósturaf dori » Mið 15. Nóv 2023 14:31

Ég er með Unifi G4 dyrabjölluna (ekki pro) sem er á wifi og tengd rafmagni í gegnum töfluspenni og er líka tengt gömlu mekanísku bjöllunni þannig að hún hringir bara venjulega inní íbúðinni. Er svo bara með app í síma (hægt að tengja við marga sími) þar sem ég fæ notification þegar bjöllunni er hringt og myndavélin er alltaf í gangi með hreyfiskynjara og tekur upp þegar það er hreyfing fyrir framan hurðina.

Það er voðalega næs en ég hef engan samanburð við Ring. Ókostur að þetta kostar svolítið, sérstaklega ef þú ert ekki með Unifi kerfi uppsett fyrir. Þetta er á local neti en það er hægt að tengjast því utan frá ef þú kveikir á því og það er hægt að kíkja á myndavélina on demand.

Fyrst Daz er að spyrja hagur um það þá er ég ekki með neina virkni til að opna útihurðina en hef velt því fyrir mér að setja upp eitthvað þannig en finnst allir snjalllásar rosalega ljótir þannig að ég hallast frekar að einhverju "electric strike plate" en er mjög opinn fyrir hugmyndum með hvernig aðrir hafa útfært svoleiðis.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dyrabjalla og myndavélar. Hvað er best?

Pósturaf hagur » Mið 15. Nóv 2023 15:43

Daz skrifaði:
hagur skrifaði:Ég myndi gefa Unifi protect mitt atkvæði. Það kostar vissulega meira í byrjun en þú ert með allt vistað locally og borgar því enga cloud áskrift.
Ég var með Ring dyrabjöllur í líklega 3-4 ár, fyrst original version og svo Ring Pro og fannst þetta bara einfaldlega ekki nægilega gott. Það tók t.d eilífð að fá upp video feedið þegar einhver hringdi dyrabjöllunni, viðkomandi var yfirleitt bara búinn að gefast upp og var að labba í burtu frá húsinu þegar live feedið byrjaði loks að spilast. Kannski er þetta orðið betra í dag, það eru líklega 3-4 ár síðan ég losaði mig við Ring og fór í Unifi protect setup með Unifi G4 Doorbell og tilheyrandi.

Ef ég má troðast inn með spurningu, ert með einhvern skjá eða tæki til að fylgjast með dyrabjöllu myndavélinni eða bara snjallsíma app?
Ertu með einhverja virkni til að opna útihurðina?


Ég er með Unifi Protect integrate-að inn í Home Assistant og get séð live feed úr myndavélunum þar og er svo með automations þar sem triggerast þegar dyrabjöllunni er hringt t.d og þegar myndavélar skynja hreyfingu o.þ.h.
Á hurðinni hjá mér er svo gamall segullás (hluti af gömlu dyrasímakerfi) sem ég er með tengdann við relay sem ég get stýrt líka í gegnum Home Assistant. Þannig get ég opna hurðina með því að nota hnapp í home assistant og líka með því að skanna RFID tagg sem er utan á húsinu hjá mér.




cozened
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 17:45
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Dyrabjalla og myndavélar. Hvað er best?

Pósturaf cozened » Mið 15. Nóv 2023 23:01

Ég keypti reolink poe doorbell. Virðist chekka í allt sem nefnir og meira , virkar með home assistant og mjög hagstæð