Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 15. Nóv 2023 04:17

Þetta gæti verið rokið (þá mælast minni jarðskjálftar ekki vegna hávaða frá veðri) en það er mjög farið að draga úr jarðskjálftavirkni í kvikuganginum við Grindavík.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf rapport » Mið 15. Nóv 2023 08:29

jonfr1900 skrifaði:Þetta gæti verið rokið (þá mælast minni jarðskjálftar ekki vegna hávaða frá veðri) en það er mjög farið að draga úr jarðskjálftavirkni í kvikuganginum við Grindavík.


Er það gott eða slæmt?

Gæti þetta bara verið búið núna?



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf zetor » Mið 15. Nóv 2023 09:00

rapport skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Þetta gæti verið rokið (þá mælast minni jarðskjálftar ekki vegna hávaða frá veðri) en það er mjög farið að draga úr jarðskjálftavirkni í kvikuganginum við Grindavík.


Er það gott eða slæmt?

Gæti þetta bara verið búið núna?


í öllum hinum gosunum datt skjálftavirknin alveg niður rétt fyrir gos. Efsta lag jarðskorpunnar er það mölbrotið að kvikan mætir engri fyrirstöðu og mallar sig í gegn.
Síðast breytt af zetor á Mið 15. Nóv 2023 09:00, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf zetor » Mið 15. Nóv 2023 11:27

frá vedur.is:

" Uppfært 15. nóvember kl. 11:00

Frá miðnætti hafa mælst um 800 smáskjálftar, langflestir um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk á um 3-5 km dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá 11. nóvember. Megin áhersla á vöktun skjálftavirkni er áfram á svæði gangsins og Grindavíkur.

Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær eru í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk.

Mælingar á brennisteinsdíóxíð (SO2) virðast sýna hviðukennda afgösun vegna kvikugangsins, en frekari mælinga er þörf því til staðfestingar. Greining þessara gagna er nú í gangi í samstarfi við Chalmers háskólann í Svíþjóð.

Ljósleiðari HS Orku sem liggur frá Svartsengi vestur fyrir Þorbjörn og þaðan til Arfadalsvíkur er nú nýttur sem samfelld jarðskjálftamælilína með mikilli næmni. Þetta er ný tækni sem hefur þróast á síðustu árum og er nú nýtt sem viðbótarmælingar í samstarfi við HS Orku og ETH í Sviss.

Á heildina litið virðist staðan vera óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi eru enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn."
Síðast breytt af zetor á Mið 15. Nóv 2023 11:27, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 24
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Le Drum » Mið 15. Nóv 2023 13:31

zetor skrifaði:frá vedur.is:

" Uppfært 15. nóvember kl. 11:00

Frá miðnætti hafa mælst um 800 smáskjálftar, langflestir um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk á um 3-5 km dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá 11. nóvember. Megin áhersla á vöktun skjálftavirkni er áfram á svæði gangsins og Grindavíkur.

Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær eru í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk.

Mælingar á brennisteinsdíóxíð (SO2) virðast sýna hviðukennda afgösun vegna kvikugangsins, en frekari mælinga er þörf því til staðfestingar. Greining þessara gagna er nú í gangi í samstarfi við Chalmers háskólann í Svíþjóð.

Ljósleiðari HS Orku sem liggur frá Svartsengi vestur fyrir Þorbjörn og þaðan til Arfadalsvíkur er nú nýttur sem samfelld jarðskjálftamælilína með mikilli næmni. Þetta er ný tækni sem hefur þróast á síðustu árum og er nú nýtt sem viðbótarmælingar í samstarfi við HS Orku og ETH í Sviss.

Á heildina litið virðist staðan vera óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi eru enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn."


Nú er ég forvitinn, hvernig er hægt að breyta ljósleiðara í jarðskjálftanema og af hverju er þá ekki löngu búið að gera svona við allt landið?


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.

Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf zetor » Mið 15. Nóv 2023 13:35

Le Drum skrifaði:
zetor skrifaði:frá vedur.is:

" Uppfært 15. nóvember kl. 11:00

Frá miðnætti hafa mælst um 800 smáskjálftar, langflestir um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk á um 3-5 km dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá 11. nóvember. Megin áhersla á vöktun skjálftavirkni er áfram á svæði gangsins og Grindavíkur.

Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær eru í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk.

Mælingar á brennisteinsdíóxíð (SO2) virðast sýna hviðukennda afgösun vegna kvikugangsins, en frekari mælinga er þörf því til staðfestingar. Greining þessara gagna er nú í gangi í samstarfi við Chalmers háskólann í Svíþjóð.

Ljósleiðari HS Orku sem liggur frá Svartsengi vestur fyrir Þorbjörn og þaðan til Arfadalsvíkur er nú nýttur sem samfelld jarðskjálftamælilína með mikilli næmni. Þetta er ný tækni sem hefur þróast á síðustu árum og er nú nýtt sem viðbótarmælingar í samstarfi við HS Orku og ETH í Sviss.

Á heildina litið virðist staðan vera óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi eru enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn."


Nú er ég forvitinn, hvernig er hægt að breyta ljósleiðara í jarðskjálftanema og af hverju er þá ekki löngu búið að gera svona við allt landið?


hér er grein hjá Isor um Tilraun á svona búnaði á Reykjanesi: https://gamli.isor.is/frettir/byltingar ... amaelingar



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf zetor » Mið 15. Nóv 2023 13:36

zetor skrifaði:
Le Drum skrifaði:
zetor skrifaði:frá vedur.is:

" Uppfært 15. nóvember kl. 11:00

Frá miðnætti hafa mælst um 800 smáskjálftar, langflestir um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk á um 3-5 km dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá 11. nóvember. Megin áhersla á vöktun skjálftavirkni er áfram á svæði gangsins og Grindavíkur.

Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær eru í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk.

Mælingar á brennisteinsdíóxíð (SO2) virðast sýna hviðukennda afgösun vegna kvikugangsins, en frekari mælinga er þörf því til staðfestingar. Greining þessara gagna er nú í gangi í samstarfi við Chalmers háskólann í Svíþjóð.

Ljósleiðari HS Orku sem liggur frá Svartsengi vestur fyrir Þorbjörn og þaðan til Arfadalsvíkur er nú nýttur sem samfelld jarðskjálftamælilína með mikilli næmni. Þetta er ný tækni sem hefur þróast á síðustu árum og er nú nýtt sem viðbótarmælingar í samstarfi við HS Orku og ETH í Sviss.

Á heildina litið virðist staðan vera óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi eru enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn."


Nú er ég forvitinn, hvernig er hægt að breyta ljósleiðara í jarðskjálftanema og af hverju er þá ekki löngu búið að gera svona við allt landið?


hér er grein hjá Isor um Tilraun á svona búnaði á Reykjanesi: https://gamli.isor.is/frettir/byltingar ... amaelingar


frá ISor:
"Hreyfist ljósleiðarinn, t.d. vegna jarðskjálfta eða annars titrings í jörðu, bjagast endurkastmerkið. Hægt er að greina hvernig bjögunin berst sem bylgja eftir strengnum, bæði tímasetningu bjögunarinnar og stærð hennar. Þetta er hliðstætt því sem fengist með mjög þéttri röð jarðskjálftamæla. Björgunin var borin saman við gögn úr þéttriðnu neti jarðskjálftamæla á svæðinu. Niðurstöður voru með ólíkindum góðar. Þær staðsettu sprungur með ótrúlegri nákvæmni, svipað og fengist ef skjálftamælum væri raðað á línu með fjögurra metra millibili. "




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 15. Nóv 2023 14:20

Ég er að horfa á Rúv 2. Vefmyndavélin er á Þorbjörn og það hefur myndast sprunga í gegnum allan austari hluta hlíðarinnar sýnist mér. Sést vel þar sem myndavélin færist yfir svæðið.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1250
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 66
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf demaNtur » Mið 15. Nóv 2023 14:36

Þú átt þá væntanlega við þessa

Mynd




davidsb
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fim 28. Feb 2008 22:44
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf davidsb » Mið 15. Nóv 2023 15:44

demaNtur skrifaði:Þú átt þá væntanlega við þessa

Mynd


Miðað við þetta video sem var tekið fyrir 4 dögum þá er þessi sprunga ekki þarna.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 15. Nóv 2023 16:23

Já, þetta er sprungan. Það er spurning hvort að það sé skriðuhætta af þessu, þar sem Þorbjörn heldur áfram að síga mjög hratt ásamt öllu svæðinu þarna í kring.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf appel » Mið 15. Nóv 2023 16:24

Áhugavert skjal:

Bergsprungur og byggingar á höfuðborgarsvæðinu
https://www.vfi.is/media/utgafa/Bergspr ... 242018.pdf


*-*


jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Mið 15. Nóv 2023 17:19

Það hlýtur að vera mjög stutt í gos núna þar sem kvikan er komin svo svakalega grunnt.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 15. Nóv 2023 17:38

jardel skrifaði:Það hlýtur að vera mjög stutt í gos núna þar sem kvikan er komin svo svakalega grunnt.


Það er eins og kvikan hafi eitthvað pláss til að þenjast út í og á meðan það er. Þá gýs ekki. Hinsvegar er innflæði kviku 75m3/sek og því rennur tíminn út hratt á þessu. Það er spurning hvort að eldgos byrji á sunnudag eða jafnvel mánudag. Ég sé ekki að tíminn sé mikið meira en það en náttúran gerir það sem hún vill og því gæti þetta verið rangt.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf appel » Mið 15. Nóv 2023 20:50

Það kemur mér smá á óvart hvernig veggir og gólf hafa farið í sundur, þ.e. klippst algjörlega á steypustyrktarjárnið. Ég héld að það ætti að halda þessu nokkurnveginn saman, svona einsog öryggisgler sem brotnar sem er haldið saman af límfilmu. En steypan og járnið hefur alveg farið í sundur.


*-*


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Mossi__ » Mið 15. Nóv 2023 21:05

appel skrifaði:Það kemur mér smá á óvart hvernig veggir og gólf hafa farið í sundur, þ.e. klippst algjörlega á steypustyrktarjárnið. Ég héld að það ætti að halda þessu nokkurnveginn saman, svona einsog öryggisgler sem brotnar sem er haldið saman af límfilmu. En steypan og járnið hefur alveg farið í sundur.


lowest bidder.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 15. Nóv 2023 21:19

Ljósleiðara jarðskjálftamælir í beinni á YouTube.

https://www.youtube.com/live/MUt7Lz4y-j ... IT8nWVwMX7
Síðast breytt af jonfr1900 á Mið 15. Nóv 2023 21:20, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf appel » Mið 15. Nóv 2023 21:21

jonfr1900 skrifaði:Ljósleiðara jarðskjálftamælir í beinni á YouTube.

https://www.youtube.com/live/MUt7Lz4y-j ... IT8nWVwMX7

Það er ljóst að það verður framundan mikil uppbygging á mælum um allt reykjanesið á næstu misserum.Sennilega verður þetta mest jarðfræðilega vaktaða svæði heims.


*-*


jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Mið 15. Nóv 2023 22:34

Nú lýst mér ekki á blikuna.
Væri ekki hissa ef það kemur upp stórt gos á morgun
Það er orðið mun örar milli skjálfta og óróinn er að rísa



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Moldvarpan » Mið 15. Nóv 2023 22:39

Síðast breytt af Klaufi á Mið 15. Nóv 2023 22:50, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Klaufi » Mið 15. Nóv 2023 22:51



Var það ekki hann sem sagði að það yrði ekkert gos korteri fyrir fyrsta gosið?

*Ps, breytt af mér af því ég fatfingeraði takka frekar en að svara*


Mynd


oskarom
Ofur-Nörd
Póstar: 298
Skráði sig: Mán 05. Mar 2007 18:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf oskarom » Mið 15. Nóv 2023 23:18

Þessi eiginleiki ljósleiðara til að vera jarðskjálftamælir er svo magnað, engin afsökun lengur til að leggja ekki ljósleiðara í alla kofa á landinu, og senda svo bara dómsmálaráðherra reikninginn... sko í nafni almannahagsmuna auðvitað :)




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 16. Nóv 2023 00:10

Ég tel víst að hluti af Grindavík sökkvi í sjó útaf signu sem er þarna að eiga sér stað. Það er sá hluti sem ekki fer undir hraun þegar það fer að gjósa á þessu svæði. Þar sem 75m3/s er mjög mikið magn af kviku sem er að flæða inn í kvikuganginn og þegar það byrjar að gjósa. Þá gæti fyrstu daganir séð alveg um og yfir 1000m3/s í hraunstreymi frá gossprungunni og síðan gígnum þegar þeir fara að myndast. Það fer stórt svæði undir hraun og engir varnargarðar stöðva þetta.




Mencius
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 02:03
Reputation: 6
Staðsetning: 221 hfj
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Mencius » Fim 16. Nóv 2023 00:25

Klaufi skrifaði:


Var það ekki hann sem sagði að það yrði ekkert gos korteri fyrir fyrsta gosið?

*Ps, breytt af mér af því ég fatfingeraði takka frekar en að svara*


Það mun hafa verið Benedikt Ófeigsson

Mynd


ASUS PRIME Z490M - Intel Core i5-10600 - 16gb CORSAIR Vengeance LPX 16GB 3600mhz - Kingston Digital 240GB SSDNow V300 - Samsung 840evo 500gb ssd - EVGA 1070gtx FE - 24" ASUS VG248QE 1ms 144Hz Gaming - Evga 750w - Phanteks


jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Fim 16. Nóv 2023 11:02

Jæja 2 skjálftar nálægt 4 á ricter við grindavik áðan hvað er að gerast?