Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

beggi83
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf beggi83 » Sun 12. Nóv 2023 23:15

appel skrifaði:Hvernig sem þetta fer í Grindavík, þá er maður hugsi yfir hvort bærinn verði áfram til og verði í raun bara yfirgefinn til frambúðar. Ljóst að þarna verði áfram mögulegar jarðhræringar og eldgos og hættulegt að vera, þannig að líklega verður bannað að búa í Grindavík. :(


Miðað við síðustu daga og bara hvernig síðustu 3 árin hafa verið á þessu svæði Þá held ég að þú hafir rétt fyrir þér, Það sem við sáum á föstudaginn var eitthvað sem hefur aldrei sést nálægt byggð og myndirnar í gær sýna að þetta er langt frá því að vera öruggt svæði. Enn maður finnur til með fólki sem er jafnvel að fara missa allar sínar eigur og þurfa byrja upp á nýtt.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 12. Nóv 2023 23:20

Jarðskjálftarnir eru farnir að teygja sig ansi langt norð-austur ef staðsetningar þessa jarðskjálfta eru sæmilega réttar.

231112_2255.png
231112_2255.png (28.17 KiB) Skoðað 2765 sinnum




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf falcon1 » Sun 12. Nóv 2023 23:26

Svo sem ekkert skrítið að svona hamagangur eins og var á föstudaginn valdi öðrum skjálftum í nálægum kerfum.




thorhs
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf thorhs » Sun 12. Nóv 2023 23:29

Sjáum til, það er enn búið í Vestmannaeyjum. Held það sé of snemmt að afskrifa Grindavík, en þessi sprunga þvert í gegnum bæinn er ekki beint traustvekjandi.




falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf falcon1 » Sun 12. Nóv 2023 23:29

appel skrifaði:Hvernig sem þetta fer í Grindavík, þá er maður hugsi yfir hvort bærinn verði áfram til og verði í raun bara yfirgefinn til frambúðar. Ljóst að þarna verði áfram mögulegar jarðhræringar og eldgos og hættulegt að vera, þannig að líklega verður bannað að búa í Grindavík. :(

Ég held að fasteignamatið í Grindavík hafi farið niður fyrir frostmark því miður. Vísindamennirnir hafa talað um að þegar Reykjanesið vaknar að þá standi tímabilið yfir í 50-100+ ár. :( Þannig að þótt það gjósi núna þá er þetta líklega ekkert búið eftir það gos.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf rapport » Sun 12. Nóv 2023 23:38

Við búum á Íslandi. Hér hafa stór eldgos næstum jarðað 20-30% þjóðarinnar sbr. https://is.m.wikipedia.org/wiki/M%C3%B3 ... C3%B0indin

Það mun örugglega ekki gerast núna en það gæti orðið miklu erfiðara að búa hérna.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 13. Nóv 2023 00:38

Mér finnst eins og það sé verið að vanmeta stærðina á þessum atburði. Núna eru jarðfræðingar að tala um að þetta verði eins og smágosin við Litla-Hrút og þetta verði bara slæmt ef það gýs nærri Grindavík. Ég er að sjá stöðugt merki í þessu að þetta verði allt annað en lítið. Þetta verður risastórt eldgos sem gæti varað í hálft ár eða jafnvel heilt ár með tilheyrandi hraunflæði og vandræðum.

Þessi kvika fór á 8 km á rúmlega 10 klukkutímum og allur kvikugangurinn er orðinn 15 km. Það er möguleiki að ástæða þess að ekki sé farið að gjósa að kvikugangurinn sé ennþá að lengjast. Þá hugsanlega bæði suður-vestur og síðan norður-austur (í átt að Reykjanesbraut). Þetta er rosalega stórt, þó svo að eldgosið sé ekki hafið. Þetta gæti orðið álíka stórt og eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015 eða mjög nærri því.




jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Mán 13. Nóv 2023 01:03

jonfr1900 skrifaði:Mér finnst eins og það sé verið að vanmeta stærðina á þessum atburði. Núna eru jarðfræðingar að tala um að þetta verði eins og smágosin við Litla-Hrút og þetta verði bara slæmt ef það gýs nærri Grindavík. Ég er að sjá stöðugt merki í þessu að þetta verði allt annað en lítið. Þetta verður risastórt eldgos sem gæti varað í hálft ár eða jafnvel heilt ár með tilheyrandi hraunflæði og vandræðum.

Þessi kvika fór á 8 km á rúmlega 10 klukkutímum og allur kvikugangurinn er orðinn 15 km. Það er möguleiki að ástæða þess að ekki sé farið að gjósa að kvikugangurinn sé ennþá að lengjast. Þá hugsanlega bæði suður-vestur og síðan norður-austur (í átt að Reykjanesbraut). Þetta er rosalega stórt, þó svo að eldgosið sé ekki hafið. Þetta gæti orðið álíka stórt og eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015 eða mjög nærri því.



Ég yrði ekki hissa ef að þetta eldgos yrði mun stærra en eldgosið í holuhrauni.
Það kæmi mét ekki á óvart ef að Reykanesið klofni í tvennt.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 13. Nóv 2023 01:11

Hérna er færsla á Facebook um rennslið sem er talið um 1000 rúmmetrar á sekúndu. Þetta er leyndur hópur fyrir þá sem ekki eru í honum.

rennsli-kvikugangur-13.11.2023.png
rennsli-kvikugangur-13.11.2023.png (69.79 KiB) Skoðað 2659 sinnum
Síðast breytt af jonfr1900 á Mán 13. Nóv 2023 01:19, breytt samtals 1 sinni.




thorhs
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf thorhs » Mán 13. Nóv 2023 10:25

thorhs skrifaði:Ég var að skoða GPS síðuna hjá veðurstofuni, og það eru mjö sérstakar mælingar núna síðast. Nánast allar mælingar eru með svakalegt stökk. Spurning hvort þetta sé skítur í gögnum eða hvort landið hafi í raun hreyfst þetta mikið. Verður fróðlegt að sjá.

http://brunnur.vedur.is/gps/reykjanes.html


Hvor andskotinn, kinnar inn nýjar GPS mælingar, og þær eru í takt við tölur gærdagsins. Þetta er ekkert smá stökk.




JVJV
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Lau 13. Ágú 2016 19:57
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf JVJV » Mán 13. Nóv 2023 10:47

Þorvaldur, sem hefur verið með mestu hamfaraspárnar, er nú farinn að draga úr líka. Hann hafði hárrétt fyrir sér með að það hefði verið réttara að rýma fyrr í rólegheitum og vonandi hefur hann rétt fyrir sér núna líka.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1859
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 218
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Nariur » Mán 13. Nóv 2023 11:10

jonfr1900 skrifaði:
Nariur skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
Þetta er ekki einfalt og þú hefur ekki hugmynd hvað er ég að skrifa um.



Það hefur enginn, hvað þá síst þú, hugmynd um hvað þú ert að skrifa.
Það er ekki séns að þú sért með sterka þekkingu á advanced stærðfræðigreiningu og hvað þá non-newtoninan straumfræði og þá enn síður hvernig maður myndi beita henni til eldgosaspáa og það er svo ALLS EKKI bara 50 blaðsíðna formúla sem hangir bara í hausnum á manni.

Drengir. Þessi maður hefur ekki minnstu glóru um hvað hann er að tala. Hann kann að finna áhugaverðar upplýsingar, en hann kann ekki einu sinni að byrja að túlka þær. Ekki enable-a þessa hegðun.

Farið varlega í hvað þið "lærið" hérna. Það er ekkert að marka túlkunina eins og hún leggur sig.


Citizen science’s transformative impact on science, citizen empowerment and socio-political processes (Springer)

Ég kann meira en þú. Það er alveg ljóst. Það er þú sem hefur ekki minnstu glóru hvað ég er að skrifa um.


Ég kann lítið í jarðfræði, en ég kann líka að sjá þegar fólk talar út um rassgatið á sér þegar það kemur að vísindum og það er það sem þú ert að gera. Þú steytir fram villtum fullyrðingum og lest miklu meiri upplýsingar úr gögnum en þau innihalda og getur ekki bakkað neitt upp með rannsóknum eða staðreyndum. Mér finnst mjög líklegt að mín stærðfræði- og eðlisfræðikunnátta sé *verulega* mikið sterkari en þín, ég er verkfræðingur og vinn við að búa til fókin spámódel og gagnagreiningu í aðlægum geira. Ég þekki svona bullshit þegar ég sé það og mér verður illt þegar ég sé fólk kyngja því sem sannleik. "Ég notaði 50 blaðsíðna formúlu" er svo sannarlega bullshit.


einar1001 skrifaði:Til hvers að vera svona neikvæður gagnvart honum? hann er mögulega ekki með doktorspróf í advanced stærðfræðigreiningu eða non-Newtonian, en það þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé glórulaus eða viti ekki hvað hann sé að tala um.

Hann kemur með áhugaverðar hugmyndir í umræðuna hér.

Það er erfitt að dæma einhvern ef þú þekkir hann ekki. Ekki koma af stað svona neikvæðri stemningu.


Vandinn er að hann setur fram villtar fullyringar sem staðreyndir þó það sé augljóslega engin inneign fyrir þeim og þið kokgleypið þær af því að þið vitið ekki betur. Það væri ekkert að því ef hann setti þær fram sem villtu kenningarnarnar sem þær eru.
Þetta væri nefnilega mjög góður þráður ef Jón færi ekki svona langt framúr sér með að láta eins og hann sé fremsti jarðfræðingur okkar tíma og geti með sínum "borgaralegu vísindum" túlkað gögn mun betur en alvöru sérfræðingar.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf RassiPrump » Mán 13. Nóv 2023 11:42

GuðjónR skrifaði:Jæja, núna ætla brekkurnar sem stjórna að nota tækifærið og skattpína okkur meira.
Af hverju taka þeir ekki þessa fjármuni af bönkunum?
Hagnaður þeirra er 60 milljarðar það sem af er ári, 1 milljarður væri dropi í hafið.


https://www.visir.is/g/20232488167d/-ti ... afrumvarpi


Þvílíka endalausa bullið, einmitt þegar ég hélt að ég gæti ekki verið óánægðari með ríkisstjórnina þá ná þau alltaf að toppa sig í að vera með allt niður um sig í öllu sem þau gera og taka sér fyrir hendur.

Auðvitað á HS Orka að borga kostnaðinn við varnargarð en ekki almenningur, sérstaklega í ljósi þess að HS Orka er einkafyrirtæki, ekki í almannaeigu.


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf GuðjónR » Mán 13. Nóv 2023 12:22

beggi83 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Jæja, núna ætla brekkurnar sem stjórna að nota tækifærið og skattpína okkur meira.
Af hverju taka þeir ekki þessa fjármuni af bönkunum?
Hagnaður þeirra er 60 milljarðar það sem af er ári, 1 milljarður væri dropi í hafið.


https://www.visir.is/g/20232488167d/-ti ... afrumvarpi


Held að íslenska ríkið sé snillingar í beita svona úrræðum! Sjáðu til dæmis Snjóflóðavarnagarðanna...Framkvæmt fyrir 9.6 milljarða enn skatturinn tók 22 milljarða

Heimaeyjargosið hækkaði ríkið söluskatt tímabundið um 2% 50 árum síðar er ekki enn búið að taka hann af
Eigum við að ræða Bensín skattinn og framkvæmdir á vegum landsins ?
Enn þegar ríkið skilar hagnað upp á 60 milljarða og þarf að búa til nýja skatt til fjármagna varnagarð þá er maður orðlaus!

Já og tryggingagjaldið sem var hækkað „tímabundið“ í bankahruninu vegna atvinnuleysis hahahaha.
Svo eru allskonar tollar og „verndartollar“ sem margir hverjir þjóna engum tilgangi nema hirða af okkur peninga.

Skjáskot af brunatryggingunni hjá mér.
18.959.- í iðgjald.
54.830.- í aðra „tímabundna“ skatta sem eru ekker svo tímabundnir.
Svo bætist við á öðrum stað útvarpsgjald og framkvæmdasjóður aldraðra, ætli það sé ekki 30k á haus?
Með fasteignagjöldunm er svo sorpugjald fyrir alla hvort sem þú notar sorpu eða ekki, man ekki hvað það er per eign, ætli það sé ekki 15k.
Bifreiðagjald var líka tímabundið gjald og þegar það var gagnrýnt að það væri orðið varanlegt þá breyttu þeir bara orðinu í úrvinnslugjald.

Það væri hreinlegra að vera bara með 60% skatt og leyfa þá fólki að eiga þau 40% sem eftir eru, eða hafa engan tekjustatt, leyfa fólki að fá 100% af laununum en vera þá allskonar nefskatta og þjónustugjöld. Það fer allt of hátt hlutfall af launum fólks í skatta og vexti. Meðan útgerð og bankar sleppa með skrekkinn. En það eru bara mín 5cent.

p.s. afsakið þráðarstuldinn.
Viðhengi
IMG_3363.jpeg
IMG_3363.jpeg (197.41 KiB) Skoðað 2323 sinnum




beggi83
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf beggi83 » Mán 13. Nóv 2023 13:21

https://www.dv.is/frettir/2023/11/13/freysteinn-segir-ad-likur-eldgosi-hafi-ekki-breyst/

Hérna er Freysteinn í viðtali talar um ef það muni koma til gos þá myndi það líklegast vera eins og síðustu gos útaf því magnið af kviku sem er að koma upp er búið að minnka töluvert. Þannig ég væri alveg til að sjá hvar Jón fær sínar kenningar að stærsta gos síðan lakagígar er að fara hefjast. Enn ég get alveg viðurkennt það þetta er by far langskemmtilegasti spjallþráður frá upphafi og kíki ég hérna mörgum sinnum a dag til að fá nýjustu fréttir af hræringum reykjanes




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 13. Nóv 2023 13:46

Hérna er færslan á fjallinu Þorbirni í dag. Fjallið Þorbjörn er búið að síga um 800mm síðan á Föstudaginn 10. Nóvember 2023.

THOB-plate-90d-13.11.2023.png
THOB-plate-90d-13.11.2023.png (113.27 KiB) Skoðað 2204 sinnum



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Baldurmar » Mán 13. Nóv 2023 13:48

beggi83 skrifaði:https://www.dv.is/frettir/2023/11/13/freysteinn-segir-ad-likur-eldgosi-hafi-ekki-breyst/

Hérna er Freysteinn í viðtali talar um ef það muni koma til gos þá myndi það líklegast vera eins og síðustu gos útaf því magnið af kviku sem er að koma upp er búið að minnka töluvert. Þannig ég væri alveg til að sjá hvar Jón fær sínar kenningar að stærsta gos síðan lakagígar er að fara hefjast. Enn ég get alveg viðurkennt það þetta er by far langskemmtilegasti spjallþráður frá upphafi og kíki ég hérna mörgum sinnum a dag til að fá nýjustu fréttir af hræringum reykjanes


Verður að lesa Nostradamus jonfr1900 vandlega, hann sagði:

jonfr1900 skrifaði:Annars þarf ég að fara að huga að eldgosinu sem er á leiðinni og verður hugsanlega stærsta eldgos á Íslandi síðan Lakagígar gusu árið 1782 til 1783. Gæti jafnvel orðið stærra en það eldgos. Þar sem það er gífurlega mikið í gangi núna. Hvort ég hef rétt fyrir mér verður að koma í ljós.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 13. Nóv 2023 14:15

Vísir.is er að setja inn mikið af myndum hérna.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf appel » Mán 13. Nóv 2023 14:38

Ætti að fara strax í að gera bráðabirgða lagfæringar á vegunum.


*-*

Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Zorglub » Mán 13. Nóv 2023 14:54

appel skrifaði:Ætti að fara strax í að gera bráðabirgða lagfæringar á vegunum.

Það er svona já og nei dæmi, meðan svæðið er á svona mikilli hreyfingu getur hæglega hrunið undan viðgerðum og viðgerðin fer svo niður þegar það er keyrt ufir.


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15


jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Mán 13. Nóv 2023 16:10

Allt farið að róast. Ætli fólki verði hleypt heim til sín bráðlega?




thorhs
Nörd
Póstar: 114
Skráði sig: Mið 24. Feb 2021 20:53
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf thorhs » Mán 13. Nóv 2023 17:01

Mynd sem sýnir landsigið greinilega:

Mynd

https://www.visir.is/g/20232488670d/nyj ... einn-metra




jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jardel » Mán 13. Nóv 2023 17:14

Nú er það næsta að hleypa fólki til síns heima.
Þetta er orðið svo svakalega rólegt.




T-bone
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf T-bone » Mán 13. Nóv 2023 18:18

jardel skrifaði:Nú er það næsta að hleypa fólki til síns heima.
Þetta er orðið svo svakalega rólegt.


Það eru ekki margir sem eiga heimili þarna lengur.
Þekki nokkra sem búa í Grindavík og eyðileggingin er gríðarleg. Verulega mikið af húsum eru gjörsamlega ónýt og allur grunnur undir þeim er algjör óvissa.
Margir hreinlega grétu þegar þeir fóru "heim" í dag til að ná í dót, dýr og fleira.
Þetta er gjörsamlega hrikalegt ástand...


Mynd


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 13. Nóv 2023 18:24

Þessi bylgvíxlumynd er talsvert.

Nýjasta myndin.
bylgjuvixlm-13-nov-michelle.png
bylgjuvixlm-13-nov-michelle.png (802.97 KiB) Skoðað 1898 sinnum


Hérna er eldri mynd sem sýnir breytinguna. Þessi er frá 10. Nóvember.

F-oDMVTXUAAO31S.jpg
F-oDMVTXUAAO31S.jpg (401.57 KiB) Skoðað 1898 sinnum