rapport skrifaði:Nú spyr ég kannski eins og asni, en er almennt ekki lítið um stríð milli arabaríkja? Eru það ekki Vesturlönd sem eru alltaf að ota sínu tota í öðrum heimshlutum, einhverskonar arfleifð nýlendutímans?
Sagan er nú ekki alveg sammála þessu.
Frægast er auðvitað stríðið milli Írak og Írans.
En sögulega séð hefur þetta verið frekar afskekkt, fámennt og strjábýlt svæði þar sem vegalengdir eru gígantískar. Þannig að það eru ekki forsendur fyrir stríði milli landa einsog hefur verið í Evrópu.
En skoðum bara löndin sem eru þarna og stöðuna þar:
Túnis er landið þar sem "arabíska vorið" byrjaði í, stefndi í borgarastyrjöld þar, einræðisherra steypt af stóli, og síðan þá hefur verið frekar óstöðugt stjórnarfar en þó aldrei farið úr böndunum.
Líbýa, borgarastyrjöld þegar Gaddafi var komið frá, og landinu eiginlega skipt í helminga núna. Ætli það endi ekki þannig að landinu verði formlega skipt í tvennt.
Egyptaland, uppreisn, misheppnuð lýðræðistilraun, og herstjórn síðan þá. Þessu landi er haldið saman af hernum. Lofar aldrei góðu.
Sýrland, borgarastyrjöld, landið algjörlega glatað og í rúst og stjórna ekki eigin landamærum.
Líbanaon, landið er að hruni komið efnahags og fjármálalega. Stjórnarfarið þar er sérstaklega einkennilegt. Hezbollah liðar fá að valsa um einsog ekkert sé. Þetta er ekki alvöru land.
Írak enn í sárum, hafa varla stjórn á eigin landamærum, ISIS réði yfir stórum hluta Íraks fyrir nokkrum árum.
Yemen í borgarastyrjöld, og proxy stríð þar milli Sáda og írana.
Sádi-Arabar þáttakandi í borgarastyrjöldinni í Yemen, eru í mikilli geopólitískri baráttu gegn Íran. Hafa fengið á sig eldflaugaárásir frá Yemen.
Afganistan, með allt niðurumsig.
Pakistan er nánasti að hruni komið.
Þetta eru ekki glæsileg ríki. Ekki hægt að kenna vesturlöndum um allt allt saman að eilífu. Þessi lönd hafa getað stjórnað sjálfum sér í langan tíma, en fæst hafa náð miklum árangri í stöðugleika. T.d. ef engin olía væri á þessum svæðum þá væru líklega stöðugar ættbálkaerjur.
Stöðugstu ríkin þarna eru Oman og Jórdan, og líklega UAE, Qatar. Barein ekki alveg þar sem íranir hafa reynt að fremja valdarán þar. Kúveit er náttúrulega bara djók ríki.