Plokka nagla?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
Prentarakallinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 315
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Plokka nagla?

Pósturaf Prentarakallinn » Sun 29. Okt 2023 19:30

Er með nelgd vetrardekk og ætlaði að láta plokka naglana úr en pabbi sagði að það skemmi dekkin, hann var að vinna á dekkjaverkstæði fyrir svona 30 árum og gæti alveg trúð því að þá hefði það verið málið en dekk eru mun betri í dag. Hvað segið þið? Veit að það á ekki að plokka verksmiðju nelgd dekk.


TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Frussi » Sun 29. Okt 2023 19:34

Ég hef oft plokka úr dekkjum, hef ekki tekið eftir því að það skemmi eitthvað. Var líka að vinna dekkja verkstæði fyrir nokkrum árum og við gerðum þetta þar


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Moldvarpan » Sun 29. Okt 2023 20:17

Skemmast ekki beint, en holan eftir naglan er stór og það svæði veikist við að taka hann úr.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 672
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 237
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Henjo » Sun 29. Okt 2023 21:04

Hef gert það sjálfur, með skrúfjárni, meðan dekkinn voru ennþá undir bílnum. Voru mikið betri eftirá, ekki þetta endalausa cruncy nagladekkjahljóð.




Hizzman
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Hizzman » Sun 29. Okt 2023 21:20

Moldvarpan skrifaði:Skemmast ekki beint, en holan eftir naglan er stór og það svæði veikist við að taka hann úr.


hm.. holan er þarna hvort sem það er nagli í henni eða ekki, efast um að naglinn geri einhverja styrkingu, gæti jafnvel aukið álagið í holunni,

annars er algengt naglar séu teknir úr dekkjum (sérstaklega ef stór hluti þeirra er farinn hvort sem er).

mig minnir að ég hafi gert þetta einhverntímann, ætli ég hafi ekki bara notað mjótt skrúfjárn sem ég tróð niður og undir naglann



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf audiophile » Sun 29. Okt 2023 21:29

Hef oft gert þetta og allt í góðu.


Have spacesuit. Will travel.


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Manager1 » Sun 29. Okt 2023 22:11

Þetta er oft gert, ekki hlusta á gamla manninn.




agust1337
Gúrú
Póstar: 549
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Reputation: 57
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf agust1337 » Mán 30. Okt 2023 00:47

Skemmir ekki ný dekk, kannski gömul dekk frá hans tíma.


What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Gunnar » Mán 30. Okt 2023 01:41

en tilhvers að plokkar naglana úr?
vetur að koma og betra að vera með nagla þá. hefði skilið þetta betur ef veturinn væri buinn og nagla að vera ólöglegir



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2222
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf kizi86 » Mán 30. Okt 2023 14:38

geri þetta ca annað hvert vor, þá búinn að keyra 2 vetur á dekkjunum þá plokka ég naglana úr nagladekkinu, og keyri þau út sumarið, og kaupi svo ný nagladekk næsta haust, sparar mér sumardekkjakaup það árið


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


orn
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf orn » Mán 30. Okt 2023 16:29

Gunnar skrifaði:en tilhvers að plokkar naglana úr?
vetur að koma og betra að vera með nagla þá. hefði skilið þetta betur ef veturinn væri buinn og nagla að vera ólöglegir

Þeir eru ólöglegir til 1. nóv \:D/

Annars skil ég vel ef hann býr á höfuðborgarsvæðin að hann nenni ekki að hlusta á veggný og slíta götum (og mögulega heimkeyrslu) að óþörfu flesta daga veturs.



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Klaufi » Mán 30. Okt 2023 19:54

Gamli á væntanlega við að það sé ekki hægt að negla þau aftur.

Ef menn reyna að endurnegla dekk sem hafa verið plokkuð, þá er alltaf kominn sandur í götin og þau verða bara rýmri og rýmri þegar þú keyrir á þeim endurnelgdum og ferð að tapa nöglum.

Þannig að ef þú ætlar að endurnegla þá þarf að bora ný göt ef þetta á að vera til friðs.


Mynd

Skjámynd

Höfundur
Prentarakallinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 315
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Prentarakallinn » Mán 30. Okt 2023 22:37

Gunnar skrifaði:en tilhvers að plokkar naglana úr?
vetur að koma og betra að vera með nagla þá. hefði skilið þetta betur ef veturinn væri buinn og nagla að vera ólöglegir


Fer ekki mikið út úr bænum a bílnum þannig enginn tilgangur í því að keyra á nöglum, mun betra að hafa dekkin hljóðlátari og þetta eru mjög góð dekk án nagla


TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 672
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 237
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Henjo » Þri 31. Okt 2023 00:39

Prentarakallinn skrifaði:
Gunnar skrifaði:en tilhvers að plokkar naglana úr?
vetur að koma og betra að vera með nagla þá. hefði skilið þetta betur ef veturinn væri buinn og nagla að vera ólöglegir


Fer ekki mikið út úr bænum a bílnum þannig enginn tilgangur í því að keyra á nöglum, mun betra að hafa dekkin hljóðlátari og þetta eru mjög góð dekk án nagla


Yeap líka betra fyrir samviskuna, vitandi að þú ert ekki að eyðileggja göturnar 40falt meira en þú þarft, og ert ekki að mynda svifryk sem skemmir loftgæði fyrir okkur öll hinn.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Moldvarpan » Þri 31. Okt 2023 12:46

Alveg óþarfi að vera með þetta samviskurúnk alltaf hreint.

Lögreglan keyrir á nöglum, því þeir þurfa að vera við öllu búnir. Ég geri sömu kröfur til míns ökutækis, að það sé við öllu búið.

Ég er með 5 ára gamlan budget síma, nota fötin mín mikið áður en ég kaupi ný, ferðast sjaldan erlendis.

En ég kýs að keyra á nöglum á veturna. Ég hugsa að ég menga margfallt minna þessa jörð en margir aðrir hérna inni.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 672
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 237
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Henjo » Þri 31. Okt 2023 12:51

Öllu búið... við hverju? Að þú þurfir að fara í neyðarútkall og þurfir að bruna á fullri ferð í gegnum bæinn, eða keyra á háhraða á þjóðveginum?
Síðast breytt af Henjo á Þri 31. Okt 2023 12:51, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Moldvarpan » Þri 31. Okt 2023 13:44

Maður setur ekki nagladekk undir til að bruna á fullri ferð í gegnum bæinn... maður setur þau undir til að hafa betra grip þegar það er klaki.




TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf TheAdder » Þri 31. Okt 2023 14:53

Nagladekk eru öryggisbúnaður, það er hægt að komast af án þeirra, en notkun þeirra eykur öryggi yfir veturinn. Burtséð hvort sveitarfélög trassa götuþríf eða ekki.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf mikkimás » Mið 01. Nóv 2023 08:44

Er það rétt sem ég hef heyrt að á nútímanagladekkjum sé aðeins meira mál að plokka naglana út?




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf kjartanbj » Mið 01. Nóv 2023 13:09

Oh, minnir mig á að ég þarf að fara plokka nagla draslið úr vetrardekkjunum sem fylgdu bílnum sem ég keypti um daginn svo ég geti sett vetrardekkin undir



Skjámynd

Höfundur
Prentarakallinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 315
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Prentarakallinn » Fim 02. Nóv 2023 19:13

mikkimás skrifaði:Er það rétt sem ég hef heyrt að á nútímanagladekkjum sé aðeins meira mál að plokka naglana út?


Ef þau eru verksmiðju negld þá er það eiginlega ekki hægt því naglar eru steypt með þegar dekkið er mótað, dekk sem eru negld af dekkjaverkstæði eru ekkert mál


TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 474
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Moldvarpan » Fim 02. Nóv 2023 22:01



Skil þetta eftir hér, nenni ekki að vekja upp eldri þræði :D
Síðast breytt af Moldvarpan á Fim 02. Nóv 2023 22:01, breytt samtals 1 sinni.




bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf bigggan » Fim 02. Nóv 2023 22:52

Moldvarpan skrifaði:
Skil þetta eftir hér, nenni ekki að vekja upp eldri þræði :D


Þau eru að tala um heilsársdekk sem engin ætti að nota hérna.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 672
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 237
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf Henjo » Fim 02. Nóv 2023 23:46

Heilsársdekk eiga ekki heima á íslandi, og eru bara fyrir lönd sem sjá lítið sem engan snjó yfir veturinn. Er sjálfur á Michelinn Alpin A4 allt árið. Það eru "heilsársdekkin" mín. Virka mjög vel við allar aðstæður. Er samt að spauglerast með þá hugmynd að ef ég finn tvær stálfelgur eithverstaðar, þá kaupa tvö sumardekk fyrir framendan á bíllinn til að spara dýru Michellinn dekkin.
Síðast breytt af Henjo á Fim 02. Nóv 2023 23:46, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 70
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Plokka nagla?

Pósturaf peturthorra » Þri 23. Apr 2024 09:11

Vekja þennan upp með einni laufléttri.
Mér vantar að láta naglahreinsa dekk (ná ekki samskiptum við Dekk1 sem auglýsa að þeir geri það).
Dekkinn eru ekki mikið keyrð (svo það er erfitt að ná þeim úr).

Hvert eru menn að leita?


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |