ESB - Yay or Nay

Allt utan efnis

Ætti Ísland að halda áfram með aðilarumsókn sína að Evrópusambandinu?

71
66%
Nei
28
26%
Veit ekki
8
7%
 
Samtals atkvæði: 107

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf appel » Þri 24. Okt 2023 10:15

Orri skrifaði:Tvö vandamál sem ég myndi vona að innganga í ESB myndi laga hér á landi, sem við erum greinilega algjörlega vanhæf um að lagfæra sjálf:

1. Alvöru eftirlit með stofnunum og stjórnsýslu. Við erum alltof smá þjóð og allir hafa alltof mörgum sérhagsmunum að gæta til að geta stjórnað okkur sjálf. Yrðum vissulega ekki spillingar-laus með inngöngu í ESB, en það er enginn að fara að segja mér að stjórnmálamenn muni eiga jafn auðvelt með að selja vinum og vandamönnum ríkiseignir undir smásjá Evrópusambandsins, svo eitthvað sé nefnt.

2. Samkeppni. Ég held að við hefðum mjög gott af því að fá erlenda samkeppni inn á okkar fákeppnismarkað, sem virðist vera óleysanlegt vandamál þar sem allir alvöru challengers á íslenska markaðnum eru annaðhvort drepin í fæðingu, eða verða á endanum það stór að þau taka þátt í fákeppninni sem þau voru að leysa.

Við tölum oft um hvað við erum "best í heimi", með eldklárt fólk, framúrskarandi tækni, frábærar auðlindir, og svo erum við vissulega helvíti seig sem þjóð að búa á þessum klaka í Norður-Atlantshafi. En samt eru menn hérna skíthræddir við að bera okkur til jafns við aðrar þjóðir í Evrópusambandinu? Erum við semsagt geggjaðir einspilarar en vanhæf um að vera liðsmenn í stærra liði?


Spilling hjá ESB löndum er líka mikil. Að segja að það sé mikil spilling á Íslandi vs í ESB löndum er náttúrulega bara bull. Hérna er lítil spilling samanborið við lönd einsog Ítalíu, Grikkland eða í austur Evrópu.

Hvað samkeppni varðar þá verðum við að huga að þjóðaröryggi.
Það er engin iðnaður hérna á landi sem getur keppt við innfluttan iðnað, t.d. matvælaframleiðslu. Kjötframleiðsla og mjólkurframleiðsla mun líklegast leggjast alfarið af ef engar hömlur væru á innflutning. Við yrðum í raun algjörlega háð evrópulöndum um innflutning á ÖLLUM matvælum. Við erum reyndar háð evrópu nú þegar, en við framleiðum þó nóg til að geta brauðfætt okkur ef t.d. til heimsstyrjaldar kæmi og allar flutningsleiðir myndu lokast.
Bara á þessari öld hafa fjórir atburðir gerst sem hafa stefnt þessu í hættu:
1. Sept 11 2001, þegar nær allt flug í heiminum stöðvaðist, þar með flutningar á matvælum með flugvélum.
2. Hrunið 2008, þegar Ísland varð einangrað og gat varla keypt mat, lyf og olíu.
3. Covid-19, allar birgðakeðjur heimsins að hruni komnar.
4. Úkraínu-stríðið og hættan á þriðju heimsstyrjöld.. sem vofir enn yfir
Þannig að ef þið viljið vera útlendingum háðir með matvæli þá verði ykkur að góðu ef eitthvað gerist sem truflar þennan "frjálsa markað" sem gerir eingöngu ráð fyrir stöðugulega og friði.


*-*

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf appel » Þri 24. Okt 2023 10:31

Og hvað evruna varðar, ekki halda að með því að taka upp evru að verðbólga hverfi.

Eistland var með verðbólgu upp á 25% á síðasta ári, þrátt fyrir að vera með evru.


*-*

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf Stutturdreki » Þri 24. Okt 2023 11:00

Úff, eldfim og tilfinningarík umræða sem ég reyni að forðast. En ætla samt að gera grein fyrir atkvæðinu mínu.

Ég kaus: Veit ekki, sem er eina rökrétta svarið.

Við vitum ekki einu sinni hvað við erum að kjósa um, við sem almenningur höfum aldrei almennilega fengið að vita um hvað ESB myndi í raun og veru þýða fyrir okkur og aldrei fengið að sjá hvaða eða hverskonar samning ESB myndi bjóða okkur. Stjórnmálamenn hafa einfaldlega komið í veg fyrir að málið færi það langt að þau gögn yrðu lögð fram.

Og, svo eigum við að ræða ESB aðild við ESB þegar allt er í blóma og við þurfum í raun ekkert á þeim að halda. Ef við mætum til viðræðna á botninum í kreppu með verðbólgu og allt niðrum okkur þá fáum við krappí samning.



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Tengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf jericho » Þri 24. Okt 2023 11:11

appel skrifaði:Og hvað evruna varðar, ekki halda að með því að taka upp evru að verðbólga hverfi.

Eistland var með verðbólgu upp á 25% á síðasta ári, þrátt fyrir að vera með evru.


Verðbólga í Færeyju er komin undir 4%



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf Hizzman » Þri 24. Okt 2023 11:26

appel skrifaði:Og hvað evruna varðar, ekki halda að með því að taka upp evru að verðbólga hverfi.

Eistland var með verðbólgu upp á 25% á síðasta ári, þrátt fyrir að vera með evru.


Þessi verðbólga er vegna þess að Eistland er að verða ríkara land, laun eru að hækka og færast nær því sem er í efnaðri nágrannalöndum. Það er eitt af markmiðum ESB, að draga upp lönd sem þurfa á því að halda.
Síðast breytt af Hizzman á Þri 24. Okt 2023 11:27, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf appel » Þri 24. Okt 2023 11:32

Hizzman skrifaði:
appel skrifaði:Og hvað evruna varðar, ekki halda að með því að taka upp evru að verðbólga hverfi.

Eistland var með verðbólgu upp á 25% á síðasta ári, þrátt fyrir að vera með evru.


Þessi verðbólga er vegna þess að Eistland er að verða ríkara land, laun eru að hækka og færast nær því sem er í efnaðri nágrannalöndum. Það er eitt af markmiðum ESB, að draga upp lönd sem þurfa á því að halda.


Nei, þetta er ekki rétt hjá þér. Þó jú laun og lífskjör batni í þessum löndum almennt séð, þá er þetta ekki útskýringin á svona hárri verðbólgu sem var á síðasta ári.

Stríðið í Úkraínu og slit á viðskipti við Rússland spilar stærstu rulluna.
https://www.euronews.com/my-europe/2022 ... d-shopping

Svo má sjá upplýsingar um verðbólgu í ESB löndum hér:
https://ec.europa.eu/eurostat/documents ... -AP-EN.pdf
Ísland með örlítið hærri verðbólgu, 8% á Íslandi en 5.2% á eurozone svæðinu.
Síðast breytt af appel á Þri 24. Okt 2023 11:33, breytt samtals 2 sinnum.


*-*


Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf Hizzman » Þri 24. Okt 2023 11:45

appel skrifaði:
Spilling hjá ESB löndum er líka mikil. Að segja að það sé mikil spilling á Íslandi vs í ESB löndum er náttúrulega bara bull. Hérna er lítil spilling samanborið við lönd einsog Ítalíu, Grikkland eða í austur Evrópu.

Hvað samkeppni varðar þá verðum við að huga að þjóðaröryggi.
Það er engin iðnaður hérna á landi sem getur keppt við innfluttan iðnað, t.d. matvælaframleiðslu.


Þessi spilling sem er vissulega til staðar er af sögulegum orsökum. Þessi lönd voru öll gjörspillt áður, hafa nýlega verið einræðisríki. Lönd eins og DE, DK NL og SE eru með minni eða svipaða litla spillingu og IS. Þetta er þekkt vandamál og spilltu ríkin eru undir þrýstingi frá ESB til að laga til hjá sér.

Það er rétt að matvælaöryggi er áhyggjuefni. Það má alveg gera kröfu í samningaviðræðum um að landbúnaði og öðru verði viðhaldið með stuðningi.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf urban » Þri 24. Okt 2023 12:29

Stutturdreki skrifaði:Úff, eldfim og tilfinningarík umræða sem ég reyni að forðast. En ætla samt að gera grein fyrir atkvæðinu mínu.

Ég kaus: Veit ekki, sem er eina rökrétta svarið.

Við vitum ekki einu sinni hvað við erum að kjósa um, við sem almenningur höfum aldrei almennilega fengið að vita um hvað ESB myndi í raun og veru þýða fyrir okkur og aldrei fengið að sjá hvaða eða hverskonar samning ESB myndi bjóða okkur. Stjórnmálamenn hafa einfaldlega komið í veg fyrir að málið færi það langt að þau gögn yrðu lögð fram.

Og, svo eigum við að ræða ESB aðild við ESB þegar allt er í blóma og við þurfum í raun ekkert á þeim að halda. Ef við mætum til viðræðna á botninum í kreppu með verðbólgu og allt niðrum okkur þá fáum við krappí samning.


Fengum náttúrulega engan samning fyrr en við værum komin með okkar á hreint aftur.
Fengum aldrei inngöngu einsog staðan er núna, eða það er, allavega ekki að eurozone, evrunni semsagt.

Króatar gengu t.d. í ESB 2013 en fengu ekki evruna fyrr en núna 1. jan síðast liðinn.
Síðast breytt af urban á Þri 24. Okt 2023 12:31, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf depill » Þri 24. Okt 2023 12:55

Ég horfi á þetta mest út frá því hvort að heildarhagsmunum sé betur borgið eða ekki. ESB hefur gallan að hægt og rólega myndast þetta sem Sambandssríki og við þurfum bara að vera tilbúin í það. Það er ekkert endilega vont. Ég veit ekki allar staðreyndinar bakvið ESB og það gæti vel verið að þetta verði ömurlegt. Enn það þarf að kynna þetta á staðreyndum ekki upphrópunum og fáfræði eins og þetta er núna. Allskonar gisk sem er bara doomsday sem er eins og að Sovétríkin leggist yfir Ísland á degi 2 af ESB.

EES samningurinn veitir okkur allskonar frábær fríðindi og að öllum líkindum mun EES samningurinn eins og hann er í dag veita okkur flest sem okkur vantar næstkomandi ár. Enn ég væri samt alveg til í fræðslu um deltuna á því hvað muni gerast við inngöngu í Evrópusambandið. Hér er oft talað um Evran myndi keki koma fyrr en eftir 10 ár. Já 100% það er líkleg niðurstaða enn hefðum við gengið inn 2010 þá værum við búin að vera með Evru í 3 ár.

Fyrir langflest okkar á Íslandi eru líkur að hagsæld okkar aukist frá því sem við erum núna. Enn það er sannarlega satt að ákveðnir einstaklingar sem eru vel auðugir í fákeppni á Íslandi eru líkleg til þess að vera undir. Mjólkursamsalan, Mata etc. Er það samt endilega vont?

appel skrifaði:Hvað samkeppni varðar þá verðum við að huga að þjóðaröryggi.
Það er engin iðnaður hérna á landi sem getur keppt við innfluttan iðnað, t.d. matvælaframleiðslu. Kjötframleiðsla og mjólkurframleiðsla mun líklegast leggjast alfarið af ef engar hömlur væru á innflutning. Við yrðum í raun algjörlega háð evrópulöndum um innflutning á ÖLLUM matvælum.

Þetta er alls ekkert víst. Þó ég held það væri bara ágætt að sumur iðnaður myndi leggjast hér af eða þá þurfa keppa við alvöru samkeppnis eins og kjúklingaiðnaðurinn á Íslandi ( nema fólk vorkenni Mata fjölskyldunni, sem stundar okur á leigu ) að þá eru margir styrkir í Evrópusambandinu sem gætu styrkt matvælaiðnaðinn. Matvælaiðnaðurinn í Bretlandi er í mikilli krýsu eftir útgöngu þar sem styrkur og markaðsaðgengi útvikta samkeppnina.

Það er engin "lógík" í því að Finnland fær hæstu styrkina í landbúnaði í Evrópu, enn það er samt staðreynd þar sem að styrkirnir taka tillit til landfræðilegar sérstöðu Finnlands og að landbúnaður myndi leggjast af í þessum samfélögum án styrkja. Það eru líkur á því að Íslenskir bændur myndu fá töluverða styrki vegna landfræðilegar sérstöðu.
DPs-in-farm-net-value-added-2012-1.jpg
DPs-in-farm-net-value-added-2012-1.jpg (106.98 KiB) Skoðað 2160 sinnum


Þetta gæti líka opnað allskonar tækifæri fyrir Íslenska nýsköpun þarna og mögulega leyft okkur að keppa við þjóðir eins og Holland í framleiðslu á grænmeti og nýta þar með hitaveituna okkar betur.

appel skrifaði:Við erum reyndar háð evrópu nú þegar, en við framleiðum þó nóg til að geta brauðfætt okkur ef t.d. til heimsstyrjaldar kæmi og allar flutningsleiðir myndu lokast.

Þetta er mjög debated þar sem að hráefni til þess að stunda ræktun á Íslandi svo sem áburður, fæði fyrir fugla og svín er að miklum hluta innflutt ásamt öllum tækjum sem þarf til þess.

appel skrifaði:1. Sept 11 2001, þegar nær allt flug í heiminum stöðvaðist, þar með flutningar á matvælum með flugvélum.
2. Hrunið 2008, þegar Ísland varð einangrað og gat varla keypt mat, lyf og olíu.
3. Covid-19, allar birgðakeðjur heimsins að hruni komnar.
4. Úkraínu-stríðið og hættan á þriðju heimsstyrjöld.. sem vofir enn yfir
Þannig að ef þið viljið vera útlendingum háðir með matvæli þá verði ykkur að góðu ef eitthvað gerist sem truflar þennan "frjálsa markað" sem gerir eingöngu ráð fyrir stöðugulega og friði.

1. Skipaflutningar sem flytja inn langflest héldu áfram. Flug féll niður í mjög stuttan tíma
2. Evra hefði látið þetta ekki skipta máli fyrir venjulega Íslendingin. Við hefðum samt þurft að leyfa því fólki sem á yfir 100þ EUR á bankareikningi "flakka" með restinni að öllum líkindum.
3. Flutningar innan Evrópu nutu sérstaks forgangs innan Covid, enda var lítið um matvælavesen í Evro´pu
4. Þetta hefur í flestum löndum innan Evrópu verið meira að skapa óöryggi vegna of mikla matvæla að koma ódýrt frá Úkraínu.

Fyrir mér er þetta bara hræðsluáróður to make a point með engum rökum bakvið sig. Evrópusambandið leggur mikið uppúr því að samgöngu og vöruflutningar innan sambandsríkjanna gangi sem best.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf rapport » Þri 24. Okt 2023 13:08

KristinnK skrifaði:ESB aðild einfaldlega henntar ekki Íslandi. Til dæmis þá tekur ESB ekki lengur til greina að veita undanþágu frá upptöku evrunnar eins og Bretar og Danir fengu á sínum tíma. Svíar eru ekki einu sinni með undanþágu, heldur eru tæknilega séð skyldugir til að taka upp evruna þegar upptökuskilyrði eru uppfyllt. Og okkar hagkerfi gæti einfaldlega ekki virkað með evruna. Ferðamannaálagið á landinu er nú þegar alveg á þolmörkum, ímyndið ykkur hvernig það hefði orðið ef styrkingu krónunnar hefði ekki notið við, sem eykur kostnað ferðamanna við að heimsækja Ísland, og temprar þannig eftirspurn. Sjálfstæður gjaldmiðill er algjörlega nauðsynlegur til þess að markaður getur brugðist við eftirspurn og framboði með eðlilegum hætti.

Það er þar að auki engin sérstök ástæða til að sækjast eftir aðild. Við erum nú þegar aðilar að innri markaði ESB, og tökum upp þær reglur ESB þar sem hagur Íslands gefur tilefni til. Með sameiginlegu EES nefndinni höfum við líka tækifæri til að gera breytingar á þeim reglum sem ekki hennta okkar hagkerfi eða samfélagi, og hefur ESB enga leið til að þvinga þeim upp á okkur, heldur verða reglurnar ekki hluti af EES samningnum nema samkomulag náist í EES nefndinni um útfærslu reglnanna. Í ESB er hins vegar búið að afnema nánast allar kosningar þar sem aðildarríki hafa neitunarvægi, og værum við því með ekki nema örlítið atkvæðavægi sem myndi í raun ekki gefa okkur nokkurn möguleika á því að hafa áhrif á þær reglur sem gilda hér á landi.


Af hverju ættum við að biðja um undanþágu frá evrunni og halda í ISK? Að fá evru er einn helsti kostur við EU aðild.

Það sem þú kallar "Styrking krónunnar" er bara verðlag... rétt ein sog þú getur rúntað á milli EU landa og farið út að borða með familíuna í einu landi fyrir 5þ. en 20þ. í öðru, sambærileg máltíð, jafnvel milli héraða í sama landi er verðlagið mjög breytilegt. Höfuðborgin fokdýr en ódýrara úti á landi.

Ísland yrði bara dýrt evruland EF eftirspurninn eftir Íslandi væri mikil, annars mundum við þurfa að lækka verð o.þ.h.

Slíkt er miklu heilbrigðara en að hækka og lækka virði gjaldmiðilsins, það er klikk aðferð og röng... smitast í allt... t.d. húsnæðislánin okkar.

EU er í raun bara "federal USA" aðferðafræði... það verður "federal" stjórn og svo verður "states"... eða lönd.

Þetta er í raun bara til að passa samræmingu. Að allir séu að leika í LEGO en ekki einhver að mæta með matchboxbílanasína og reyna troða legoköllunum í þá... Stöðlun og samræming = hagkvæmni og minna regluverk sem þarf a ströggla við vegna flæðis á fólki, vörum og fjármagni. (grunnstoðir EU).




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf jonfr1900 » Þri 24. Okt 2023 17:56

Eftir að hafa búið í Danmörku. Þá get ég sagt að íslenskur kjúklingur er drasl, vegna þess að varan er full af vatni og öðrum vökva þegar það er selt út úr búð hérna. Allan þann tíma sem ég bjó í Danmörku, þá lenti ég aldrei í því að danskur kjúklingur eða þýskur kjúklingur væri fullur af vatni og vökva sem kemur út við eldun. Mig grunar að þetta sé raunin við fleiri matvöru á Íslandi.

Það er rosalega mikil upplýsinga óreiða í kringum umræðuna á ESB á Íslandi. Vegna stöðugs áróðurs frá sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum, vg og síðan samtökum eins heimssýn sem eru hægri öfgasamtök.

Íslendingar þurfa að ganga í ESB vegna þess að EES samningurinn og EFTA mun ekki halda mikið lengur en gerir í dag. Vægi EES og EFTA er að hverfa og það er farið að sjást.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf KristinnK » Þri 24. Okt 2023 20:16

rapport skrifaði:Það sem þú kallar "Styrking krónunnar" er bara verðlag...


Breytingar á verðlagi geta ekki komið í staðinn fyrir sjálfstæðan gjaldmiðil. Breytingar á verðlagi (og launum) gerast ekki nálægt því nógu hratt til þess að hagkerfið sem heild getur brugðist með eðlilegum hætti við gagnvart umheiminum bara með þeim hætti.

rapport skrifaði:EU er í raun bara "federal USA" aðferðafræði... það verður "federal" stjórn og svo verður "states"... eða lönd.


Það væri með þeim hætti ef það væri ekki ein risastór og algjörlega grundvallandi munur á þessu tvennu: Bandaríkin er með sameiginleg ríkisfjármál, en það gildir ekki um Evrópusambandið. Bandaríkin ganga upp því ríki með minni framleiðni eins og Arkansas og Kentucky fá einfaldlega skatttekjur til ráðstöfunar sem eiga uppruna sinn að rekja til ríkja með meiri framleiðni eins og Massachusetts og New York. Þá er engin þörf á sjálfstæðum gjaldmiðli. Hið sama á ekki við um Evrusvæðið, þar sem í löndum þar sem framleiðni er minni, svo sem Grikklandi og Portúgal, verða fyrirtæki undir í samkeppni við fyrirtæki í löndum með meiri framleiðni svo sem Hollandi og Þýskalandi, sem leiðir til mikillar skuldasöfnunar þessara ríkja. Það versta er svo að ríkin í seinni hópnum kenna ríkjunum í fyrri hópnum um skuldasöfnun þeirra.

jonfr1900 skrifaði:Íslendingar þurfa að ganga í ESB vegna þess að EES samningurinn og EFTA mun ekki halda mikið lengur en gerir í dag. Vægi EES og EFTA er að hverfa og það er farið að sjást.


Ég hef enga hugmynd um af hverju þú heldur að EES samningurinn ,,muni ekki halda mikið lengur". Ég hef bókstaflega aldrei séð neitt um það að nokkur leiðtogi eða stjórn nokkurra mikilvægra flokka innan ESB eða nokkurs aðildarríkis þess tali máli þess að ESB skuli draga sig úr EES samstarfinu.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580


Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf Uncredible » Þri 24. Okt 2023 22:09

jonfr1900 skrifaði:Eftir að hafa búið í Danmörku. Þá get ég sagt að íslenskur kjúklingur er drasl, vegna þess að varan er full af vatni og öðrum vökva þegar það er selt út úr búð hérna. Allan þann tíma sem ég bjó í Danmörku, þá lenti ég aldrei í því að danskur kjúklingur eða þýskur kjúklingur væri fullur af vatni og vökva sem kemur út við eldun. Mig grunar að þetta sé raunin við fleiri matvöru á Íslandi.

Það er rosalega mikil upplýsinga óreiða í kringum umræðuna á ESB á Íslandi. Vegna stöðugs áróðurs frá sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum, vg og síðan samtökum eins heimssýn sem eru hægri öfgasamtök.

Íslendingar þurfa að ganga í ESB vegna þess að EES samningurinn og EFTA mun ekki halda mikið lengur en gerir í dag. Vægi EES og EFTA er að hverfa og það er farið að sjást.



Ég er svo sammála þér, íslenskur kjúklingur er bara mesta sorp sem til er þeir sem halda öðrum fram hafa bara ekki lifað utan Íslands. Við reynum yfirleitt að kaupa heilan kjúkling því hann verður allavega ekki skræfa þurr og skroppið saman um 40% eftir eldun.

Eftir því sem ég verð eldri þá held ég að okkur sé betur borgað innan ESB en fyrir utan þess, þá væri auðveldara fyrir önnur fyrirtæki að koma hingað og búa til alvöru samkeppni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf appel » Þri 24. Okt 2023 22:25

Tja, ágætt að vera laus með kampfýlóbakteríuna og salmonellu í íslenskum kjúkling.
En jú hann er ekki gallalaus. Ég hef keypt svona frosnar Rose kjúklingabringur og þær eru mun meira júsí en þessar íslensku. En ég hef líka keypt held ég euroshopper og fannst það viðbjóður. Allur gangur á þessum erlenda kjúkling. Smakkaði einhver úkraínska kjúklinginn? Hvernig var hann?
Svo finnst mér kjúklingabitar, aðallega kjúklingaleggir, vera svakalega rýrir og litlir hérna á landi. Þessi klassísku "kfc drumstick" er sennilega helmingi minni hér heldur en annarsstaðar en kosta alveg fáránlega mikið, einn biti um 600 kr á meðan þú kaupir 8 bita út úr búð á þúsund kall.


*-*


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf jonfr1900 » Þri 24. Okt 2023 22:30

appel skrifaði:Tja, ágætt að vera laus með kampfýlóbakteríuna og salmonellu í íslenskum kjúkling.
En jú hann er ekki gallalaus. Ég hef keypt svona frosnar Rose kjúklingabringur og þær eru mun meira júsí en þessar íslensku. En ég hef líka keypt held ég euroshopper og fannst það viðbjóður. Allur gangur á þessum erlenda kjúkling. Smakkaði einhver úkraínska kjúklinginn? Hvernig var hann?
Svo finnst mér kjúklingabitar, aðallega kjúklingaleggir, vera svakalega rýrir og litlir hérna á landi. Þessi klassísku "kfc drumstick" er sennilega helmingi minni hér heldur en annarsstaðar en kosta alveg fáránlega mikið, einn biti um 600 kr á meðan þú kaupir 8 bita út úr búð á þúsund kall.


Það er miklu strangara matvælaeftirlit í Danmörku og Þýskalandi en finnst nokkurntímann á Íslandi. Bæði Þýska og Danska matvælaeftirlitið væri búið að loka flest öllu hérna ef það væri farið eftir þeirra kröfum á Íslandi.

Euroshopper er framleitt í Tyrklandi (ég held að það sé allt saman) fyrir fyrirtæki í Niðurlöndum (Hollandi). Þeir eru kannski bara að uppfylla lágmark af kröfum til þess að geta selt inn á innri markað ESB. Hef lítið prófað það en held að það sé ekkert sérstakt.
Síðast breytt af jonfr1900 á Þri 24. Okt 2023 22:31, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf appel » Þri 24. Okt 2023 23:03

jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Tja, ágætt að vera laus með kampfýlóbakteríuna og salmonellu í íslenskum kjúkling.
En jú hann er ekki gallalaus. Ég hef keypt svona frosnar Rose kjúklingabringur og þær eru mun meira júsí en þessar íslensku. En ég hef líka keypt held ég euroshopper og fannst það viðbjóður. Allur gangur á þessum erlenda kjúkling. Smakkaði einhver úkraínska kjúklinginn? Hvernig var hann?
Svo finnst mér kjúklingabitar, aðallega kjúklingaleggir, vera svakalega rýrir og litlir hérna á landi. Þessi klassísku "kfc drumstick" er sennilega helmingi minni hér heldur en annarsstaðar en kosta alveg fáránlega mikið, einn biti um 600 kr á meðan þú kaupir 8 bita út úr búð á þúsund kall.


Það er miklu strangara matvælaeftirlit í Danmörku og Þýskalandi en finnst nokkurntímann á Íslandi. Bæði Þýska og Danska matvælaeftirlitið væri búið að loka flest öllu hérna ef það væri farið eftir þeirra kröfum á Íslandi.

Euroshopper er framleitt í Tyrklandi (ég held að það sé allt saman) fyrir fyrirtæki í Niðurlöndum (Hollandi). Þeir eru kannski bara að uppfylla lágmark af kröfum til þess að geta selt inn á innri markað ESB. Hef lítið prófað það en held að það sé ekkert sérstakt.


Tja, matvælaeftirlit innan ESB er ekki fullkomið. Hestakjöt selt sem nautakjöt, muniði eftir því? Svo er mikið um vörusvik þessháttar, hlutir seldir sem eitthvað sem þeir eru ekki, t.d. hunang, en mikið um "hunang" sem er einfaldlega sykur.
Þegar matvæli eru selt margoft milli landa þá gufar upp ábyrgðin á upprunanum, það þarf rannsóknarteymi til að finna hvaðan einhver vara er upprunin þegar þetta er búið að fara í gegnum 20 milliliði. Mafíur í þessum löndum stunda líka svona matvælavörusvik í stórum stíl.


*-*


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf jonfr1900 » Þri 24. Okt 2023 23:17

appel skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Tja, ágætt að vera laus með kampfýlóbakteríuna og salmonellu í íslenskum kjúkling.
En jú hann er ekki gallalaus. Ég hef keypt svona frosnar Rose kjúklingabringur og þær eru mun meira júsí en þessar íslensku. En ég hef líka keypt held ég euroshopper og fannst það viðbjóður. Allur gangur á þessum erlenda kjúkling. Smakkaði einhver úkraínska kjúklinginn? Hvernig var hann?
Svo finnst mér kjúklingabitar, aðallega kjúklingaleggir, vera svakalega rýrir og litlir hérna á landi. Þessi klassísku "kfc drumstick" er sennilega helmingi minni hér heldur en annarsstaðar en kosta alveg fáránlega mikið, einn biti um 600 kr á meðan þú kaupir 8 bita út úr búð á þúsund kall.


Það er miklu strangara matvælaeftirlit í Danmörku og Þýskalandi en finnst nokkurntímann á Íslandi. Bæði Þýska og Danska matvælaeftirlitið væri búið að loka flest öllu hérna ef það væri farið eftir þeirra kröfum á Íslandi.

Euroshopper er framleitt í Tyrklandi (ég held að það sé allt saman) fyrir fyrirtæki í Niðurlöndum (Hollandi). Þeir eru kannski bara að uppfylla lágmark af kröfum til þess að geta selt inn á innri markað ESB. Hef lítið prófað það en held að það sé ekkert sérstakt.


Tja, matvælaeftirlit innan ESB er ekki fullkomið. Hestakjöt selt sem nautakjöt, muniði eftir því? Svo er mikið um vörusvik þessháttar, hlutir seldir sem eitthvað sem þeir eru ekki, t.d. hunang, en mikið um "hunang" sem er einfaldlega sykur.
Þegar matvæli eru selt margoft milli landa þá gufar upp ábyrgðin á upprunanum, það þarf rannsóknarteymi til að finna hvaðan einhver vara er upprunin þegar þetta er búið að fara í gegnum 20 milliliði. Mafíur í þessum löndum stunda líka svona matvælavörusvik í stórum stíl.


Það hneyksli átti uppruna sinn í Írlandi (og hugsanlega Bretlandi).

Horsemeat scandal: the essential guide (The Guardian)

2013 horse meat scandal (Wikipedia)



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf appel » Þri 24. Okt 2023 23:21

jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Tja, ágætt að vera laus með kampfýlóbakteríuna og salmonellu í íslenskum kjúkling.
En jú hann er ekki gallalaus. Ég hef keypt svona frosnar Rose kjúklingabringur og þær eru mun meira júsí en þessar íslensku. En ég hef líka keypt held ég euroshopper og fannst það viðbjóður. Allur gangur á þessum erlenda kjúkling. Smakkaði einhver úkraínska kjúklinginn? Hvernig var hann?
Svo finnst mér kjúklingabitar, aðallega kjúklingaleggir, vera svakalega rýrir og litlir hérna á landi. Þessi klassísku "kfc drumstick" er sennilega helmingi minni hér heldur en annarsstaðar en kosta alveg fáránlega mikið, einn biti um 600 kr á meðan þú kaupir 8 bita út úr búð á þúsund kall.


Það er miklu strangara matvælaeftirlit í Danmörku og Þýskalandi en finnst nokkurntímann á Íslandi. Bæði Þýska og Danska matvælaeftirlitið væri búið að loka flest öllu hérna ef það væri farið eftir þeirra kröfum á Íslandi.

Euroshopper er framleitt í Tyrklandi (ég held að það sé allt saman) fyrir fyrirtæki í Niðurlöndum (Hollandi). Þeir eru kannski bara að uppfylla lágmark af kröfum til þess að geta selt inn á innri markað ESB. Hef lítið prófað það en held að það sé ekkert sérstakt.


Tja, matvælaeftirlit innan ESB er ekki fullkomið. Hestakjöt selt sem nautakjöt, muniði eftir því? Svo er mikið um vörusvik þessháttar, hlutir seldir sem eitthvað sem þeir eru ekki, t.d. hunang, en mikið um "hunang" sem er einfaldlega sykur.
Þegar matvæli eru selt margoft milli landa þá gufar upp ábyrgðin á upprunanum, það þarf rannsóknarteymi til að finna hvaðan einhver vara er upprunin þegar þetta er búið að fara í gegnum 20 milliliði. Mafíur í þessum löndum stunda líka svona matvælavörusvik í stórum stíl.


Það hneyksli átti uppruna sinn í Írlandi (og hugsanlega Bretlandi).

Horsemeat scandal: the essential guide (The Guardian)

2013 horse meat scandal (Wikipedia)


Við eigum líka okkar skerf :)
Iðnaðarsalt og kjötlaus kjötbaka, eftirminnilegt. Svo auðvitað er búið að tækla þessi mjólkurbú sem voru ekki neinum bjóðandi.
En matvælaeftirlit hefur orðið mun hertara hér á landi síðustu ár. Ég treysti meira íslenskum matvælum heldur en þessum erlendu, sérstaklega hvað grænmeti og salat varðar. Þetta erlenda salat er stútfullt af pesticides, á meðan þetta íslenska er það ekki.

En þessi dæmi sem ég nefni er einfaldlega aulaskapur, aulaháttur. En erlendu dæmin eru harðbein svik, glæpir, skipulagt.
Síðast breytt af appel á Þri 24. Okt 2023 23:24, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf Trihard » Mið 25. Okt 2023 00:15

Ísland sem land þarf að komast inn í ESB til að þróast eitthvað áfram, þessir Evrópustyrkir eru ekkert smáræði og meiri samkeppni og samvinna myndi bara hafa jákvæð áhrif á framþróun landsins finnst mér. Markaðseinokun fyrirtækja í fákeppnismarkaði tryggir lítið sem enga framþróun.

En einstaklingnum er alveg sama svo lengi sem hann fær sinn skerf og getur keypt sér nýjasta fóninn, líklegast mun Ísland ekki halda aðildarviðræður við EU fyrr en verðbólgan er í 30% og krónan tekur dýfu.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf rapport » Mið 25. Okt 2023 10:21

KristinnK skrifaði:
rapport skrifaði:Það sem þú kallar "Styrking krónunnar" er bara verðlag...


Breytingar á verðlagi geta ekki komið í staðinn fyrir sjálfstæðan gjaldmiðil. Breytingar á verðlagi (og launum) gerast ekki nálægt því nógu hratt til þess að hagkerfið sem heild getur brugðist með eðlilegum hætti við gagnvart umheiminum bara með þeim hætti.


Ha? Mælingar á verðlagsbreytingum yrðu jafn tíðar en mun nákvæmari því þær væru í sama gjaldmiðli og stór hluti viðkiptalanda okkar. Verðbreytingar yrðu hjá hverjum seljanda í rauntíma og fyrir seljanda að sleppa við umreikninga á gengi, lenda í ýmiskonar auka fyrirhöfn og kostnaði við að útvega réttan gjaldmiðil, vesen hjá viðskiptabankanum o.þ.h. þá yrði bara greitt með evrum.

Með því að nota sama gjaldmiðil og umheimurinn þá er þörfin fyrir sérstakt "viðbragð" að mestu horfin.

Hvaða aðstæðum þurfum við annars að bregðast við og hvernig höfum við gert það hingað til?

KristinnK skrifaði:
rapport skrifaði:EU er í raun bara "federal USA" aðferðafræði... það verður "federal" stjórn og svo verður "states"... eða lönd.


Það væri með þeim hætti ef það væri ekki ein risastór og algjörlega grundvallandi munur á þessu tvennu: Bandaríkin er með sameiginleg ríkisfjármál, en það gildir ekki um Evrópusambandið. Bandaríkin ganga upp því ríki með minni framleiðni eins og Arkansas og Kentucky fá einfaldlega skatttekjur til ráðstöfunar sem eiga uppruna sinn að rekja til ríkja með meiri framleiðni eins og Massachusetts og New York. Þá er engin þörf á sjálfstæðum gjaldmiðli. Hið sama á ekki við um Evrusvæðið, þar sem í löndum þar sem framleiðni er minni, svo sem Grikklandi og Portúgal, verða fyrirtæki undir í samkeppni við fyrirtæki í löndum með meiri framleiðni svo sem Hollandi og Þýskalandi, sem leiðir til mikillar skuldasöfnunar þessara ríkja. Það versta er svo að ríkin í seinni hópnum kenna ríkjunum í fyrri hópnum um skuldasöfnun þeirra.


Tekjur EU

Tekjur alríkishluta US

s.s. Fjármagnað með svipuðum hætti, bæði með stöðugar tekjur en hagnýta útgjöldin ekki fyllilega með sama hætti.

Að vera með lélega framleiðni þýðir ekki að einhver þurfi að verða "undir". Það þýðr hreinlega að viðkomandi land er með "hlutfallslega yfirburði" (e. comparative advantage) en ekki "algjöra yfirburði" (e. absalute advantage) og þarf að finna styrkleika sína og fjárfesta í þeim en flytja inn það sem hægt er að framleiða ódýrara eða betur annarstaðar... Út á þetta gengur EU og USA, frjálst flæði, fólks, fjármagns og vara = liðka fyrir viðskiptum til að styrkleikar hvers og eins nái fái notið sín án aukakostnaðar (sóunar).

EU styður einnig við innviðauppbyggingu og snarlækkar kostnað við að stunda viðskipti innan EU.
KristinnK skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Íslendingar þurfa að ganga í ESB vegna þess að EES samningurinn og EFTA mun ekki halda mikið lengur en gerir í dag. Vægi EES og EFTA er að hverfa og það er farið að sjást.


Ég hef enga hugmynd um af hverju þú heldur að EES samningurinn ,,muni ekki halda mikið lengur". Ég hef bókstaflega aldrei séð neitt um það að nokkur leiðtogi eða stjórn nokkurra mikilvægra flokka innan ESB eða nokkurs aðildarríkis þess tali máli þess að ESB skuli draga sig úr EES samstarfinu.
[/quote]

EFTA/EES er ekki að hætta en EU ríkin eru að hafa minni og minni áhuga á að viðhalda þessu með góðu móti, þetta er bara byproduct sem er aukaatriði fyrir EU í stóra samhenginu.

Fólk sem er fast í þeim gír að vera í vörn en ekki sókn mun ekki sjá kostina við að deila auðlindum og framleiðsu með EU fá allskonar og gefa allskonar... Að gera þetta vel yrði mikill plús fyrir íslenskt efnahagslíf en ef þetta er gert illa þá fer allt í fokk EN við yrðum a.m.k. með hjálpardekk og virkara og hlutlausara eftilit og samanburð.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf KristinnK » Mið 25. Okt 2023 11:39

rapport skrifaði:Ha? Mælingar á verðlagsbreytingum yrðu jafn tíðar en mun nákvæmari því þær væru í sama gjaldmiðli og stór hluti viðkiptalanda okkar. Verðbreytingar yrðu hjá hverjum seljanda í rauntíma og fyrir seljanda að sleppa við umreikninga á gengi, lenda í ýmiskonar auka fyrirhöfn og kostnaði við að útvega réttan gjaldmiðil, vesen hjá viðskiptabankanum o.þ.h. þá yrði bara greitt með evrum.

Með því að nota sama gjaldmiðil og umheimurinn þá er þörfin fyrir sérstakt "viðbragð" að mestu horfin.

Hvaða aðstæðum þurfum við annars að bregðast við og hvernig höfum við gert það hingað til?


Ég veit ekki til hvers þú vísar með mælingum á verðlagsbreytingum, en ég skal útskýra af hverju breytingar á verðlagi duga ekki til. Dæmið sem ég tók hér að ofan er mikil fjölgun ferðamanna á árunum fyrir covid. Aðstæður sem þarf að bregðast við er annars vegar ofþennsla hagkerfisins og hins vegar álag ferðamannastraumsins á samfélag og innviði. Þar sem við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil olli þessi mikla fjölgun og tilheyrandi kaup á íslenskum gjaldmiðli hækkun gengis gjaldmiðilsins, sem veldur því að það verður dýrar að ferðast til Íslands, sem temprar fjölgunina. Þú heldur því fram að hið sama geti náðst fram þó svo ef Ísland hefur ekki sjálfstæðan gjaldmiðil með þeim hætti að þegar eftirspurn eykst geti þjónustuaðilar einfaldlega hækkað verð og þannig náð fram sömu áhrifum. Ég svara því að það gengur ekki upp bæði vegna þess að það er nánast ómögulegt fyrir einstaka þjónustuaðila að meta það hversu mikið er eðlilegt að hækka verð miðað við eftirspurn, sem og vegna þess að það er sterkur hvati til að ekki hækka verð til að missa ekki viðskiptavini til samkeppnisaðila sem seinkar eðlilegum verðbreytingum. Fyrir utan þessa þætti þá veldur styrking gengis auknum kaupmátti allra launþega á innfluttar vörur, en ef einstaka þjónustuaðilar einfaldlega hækkuðu verð myndi auknar tekjurnar einfaldlega ,,festast" sem hagnaður hjá þessum þjónstuaðilum.

Og það er engin minni þörf á því að hagkerfi bregðist við efnahagslegum aðstæðum hvort sem það er með sjálfstæðan gjaldmiðil eða ekki. Það breytir ekki þeirri grundvallarstaðreynd að hvort sem er ofþennsla eða samdráttur hefur slæm áhrif á hagkerfið.

rapport skrifaði:Tekjur EU

Tekjur alríkishluta US

s.s. Fjármagnað með svipuðum hætti, bæði með stöðugar tekjur en hagnýta útgjöldin ekki fyllilega með sama hætti.

Að vera með lélega framleiðni þýðir ekki að einhver þurfi að verða "undir". Það þýðr hreinlega að viðkomandi land er með "hlutfallslega yfirburði" (e. comparative advantage) en ekki "algjöra yfirburði" (e. absalute advantage) og þarf að finna styrkleika sína og fjárfesta í þeim en flytja inn það sem hægt er að framleiða ódýrara eða betur annarstaðar... Út á þetta gengur EU og USA, frjálst flæði, fólks, fjármagns og vara = liðka fyrir viðskiptum til að styrkleikar hvers og eins nái fái notið sín án aukakostnaðar (sóunar).

EU styður einnig við innviðauppbyggingu og snarlækkar kostnað við að stunda viðskipti innan EU.


Fjárlög Evrópusambandsins 2022 námu um 170 miljarða evra. Hljómar kannski mikið, en fjárlög alríkisstjórnar Bandaríkjanna námu 6,3 biljóna dala. Næstum fjörutíu sinnum hærri upphæð. Það er augljóslega ekki vegna þess Bandaríkin séu með nánst fjörutíu sinnum stærri efnahag en öll lönd Evrópusambandsins samtals, heldur vegna þessa risastóra og algjörlega grundvallandi mun á Evrópusambandinu og Bandaríkjunum sem ég var nú þegar búinn að tilgreina, þ.e. að ríki Bandaríkjanna eru með sameiginleg fjármál, en ekki ríki Evrópusambandsins. (Bara sem dæmi borgar íbúi í aðildarríki Evrópusambandsins tekjuskatta til landsins þar sem hann býr, ekki til Evrópusambandsins, á meðan íbúi í Bandaríkjunum borgar meirihluta síns tekjuskatts til alríkisstjórnarinnar.) Það er einfaldlega ekki rétt að alríkisstjórn Bandaríkjanna og Evrópusambandið eru fjármögnuð með svipuðum hætti.

Varðandi samkeppni iðnaða innan sama mynt- og atvinnusvæðis er það einfaldlega staðreynd að svæði með lægri framleiðslu geta ekki keppt við svæði með hærri framleiðslu. Þau einfaldlega framleiða færri eintök af sömu gerð vöru fyrir sama fjölda unninna tíma, og geta því ekki selt vöruna á jafn lágu verði. Ef gjaldmiðlar eru sjálfstæðir þá getur gjaldmiðill svæðisins með lægri framleiðslu veikst þangað til vara sem framleidd er þar er samkeppnishæf við vöru framleidda á svæði með hærri framleiðslu. Það er ekki heldur hægt að leiðrétta muninn með mun á launum nema upp að takmörkuðu leyti, þar sem starfsmenn munu í því tilviki frekar vinna sömu vinnu á svæðinu þar sem framleiðnin er meiri þar sem laun eru hærri. Þú segir að þessi lönd eiga að ,,finna styrkleika sinn", en það er ekki svo einfalt, og mörg lönd eru einfaldlega ekki samkeppnishæf nema kannski á mjög tökmörkuðum sviðum svo sem ferðamannaiðnaði.

rapport skrifaði:EFTA/EES er ekki að hætta en EU ríkin eru að hafa minni og minni áhuga á að viðhalda þessu með góðu móti, þetta er bara byproduct sem er aukaatriði fyrir EU í stóra samhenginu.

Fólk sem er fast í þeim gír að vera í vörn en ekki sókn mun ekki sjá kostina við að deila auðlindum og framleiðsu með EU fá allskonar og gefa allskonar... Að gera þetta vel yrði mikill plús fyrir íslenskt efnahagslíf en ef þetta er gert illa þá fer allt í fokk EN við yrðum a.m.k. með hjálpardekk og virkara og hlutlausara eftilit og samanburð.


Eins lengi og engar háværar raddir eru innan ESB um að draga sig úr EES samningnum skiptir það okkur í raun engu máli hvort samningurinn sé álitinn mikilvægur eða bara aukaatriði. Að ganga í ESB hefur í för með sér marga ókosti óháð því hvort kostir séu eða hverjir þeir séu. Við höfum skapað hér á landi eitt ríkasta, þróaðasta og jafnasta samfélag og efnahagskerfi á jörðinni, og mér finnst ástæðulaust að leggja það að veði fyrir óvissan ávinning.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf rapport » Mið 25. Okt 2023 12:55

KristinnK skrifaði:Ég veit ekki til hvers þú vísar með mælingum á verðlagsbreytingum...


Það er bara til ein marktæk mæling á verðlag á Íslandi og það er vísitala neysluverðs, undirvísitölur og vægi þeirra við útreikning á VNV.

Varðandi ferðamannastrauminn þá segir þú að við þurfum að "bregðast við" en vísar svo í gengisútreikninga. Það er ekki "inngrip" það er bara business as usual.

Frá mínu sjónarhorni séð þá á ekki að draga úr eftirspurn með hækkandi gengi því það stuðlar að sóun, t.d. að það sé til framleiðslugeta sem ekki er nýtt því að gengið hafði hækkað.

Það er miklu eðlilegra að setja þetta vald til einstakra fyrirtækja, að skapa og styðja við beina verðsamkeppni bæði innanlands og utan en ekki genralisera allan markaðinn með gengissveiflum.

KristinnK skrifaði:Fjárlög Evrópusambandsins 2022 námu um 170 miljarða evra. Hljómar kannski mikið, en fjárlög alríkisstjórnar Bandaríkjanna námu 6,3 biljóna dala. Næstum fjörutíu sinnum hærri upphæð.


Umfram margt annað sýnir þetta kannski skilvirkni EU og að frjálsari og skilvarkari markaðir kosta lítið í rekstri.

EN það má ekki gleyma að í US þá sér alríkisstjórnin nær alfarið um her- og varnarmál og svo heilbrigðis- og menntamál að miklu leiti... sem EU gerir í raun ekki.

Miðstýringin er eins og þú segir miklu meiri í USA en nokkurntíman í EU en útgjöld alríkisins í USA hafa verið að dragast saman sem hlutfall heildar ríkisútgjalda, fyrir utan stríðsreksturinn.

Mynd

KristinnK skrifaði:Varðandi samkeppni iðnaða innan sama mynt- og atvinnusvæðis er það einfaldlega staðreynd að svæði með lægri framleiðslu geta ekki keppt við svæði með hærri framleiðslu. Þau einfaldlega framleiða færri eintök af sömu gerð vöru fyrir sama fjölda unninna tíma, og geta því ekki selt vöruna á jafn lágu verði.


Aðfangakeðjan virkar ekki svona. Verðmæti framleiðslu er ekki ákveðið á framleiðslustað það er ákveðið af kaupanda, hvað hann er tilbúinn að greiða fyrir vöruna og bara helvíti oft vilja kaupendur ekki ódýrustu vöruna því þeir tengja saman verð og gæði þó engin önnur rök séu að baki.

Þá er mikil markaðsfræði fólgin í að reyna að skapa virði á bakvið sérstöðu með "lobbyisma" t.d. að íslenskur fiskur sé hreinni enn annar og því eigi að borga premium fyrir íslenskan fisk. Íslenskur fiskur er því að keppa í gæðum en ekki verðum s.s. ódýrasti fiskurinn á markaði er líklega miklu miklu ódýrari en sá íslenski og við viljum alls ekki selja íslenskan fisk á því verði og samsama hann þessu ódýra gumsi, frekar mundum við henda honum.

Fólk borgar fyrir að upplifa sig öðruvísi, að fá sérstöðu, lúxus... og þeir sem geta ekki keppt í magni og verðum geta keppt í gæðum eða reynt að skapa sér sérstöðu (niche).

KristinnK skrifaði:Ef gjaldmiðlar eru sjálfstæðir þá getur gjaldmiðill svæðisins með lægri framleiðslu veikst þangað til vara sem framleidd er þar er samkeppnishæf við vöru framleidda á svæði með hærri framleiðslu. Það er ekki heldur hægt að leiðrétta muninn með mun á launum nema upp að takmörkuðu leyti, þar sem starfsmenn munu í því tilviki frekar vinna sömu vinnu á svæðinu þar sem framleiðnin er meiri þar sem laun eru hærri. Þú segir að þessi lönd eiga að ,,finna styrkleika sinn", en það er ekki svo einfalt, og mörg lönd eru einfaldlega ekki samkeppnishæf nema kannski á mjög tökmörkuðum sviðum svo sem ferðamannaiðnaði.


Þetta er það sem er svo galið, að frammistaða einhverra iðngreina hafi áhrif á lán almennings í innlendum gjaldmiðli og verðmæti eigna... þetta skapar óstöðuglieka og óöryggi.

KristinnK skrifaði:
rapport skrifaði:EFTA/EES er ekki að hætta en EU ríkin eru að hafa minni og minni áhuga á að viðhalda þessu með góðu móti, þetta er bara byproduct sem er aukaatriði fyrir EU í stóra samhenginu.

Fólk sem er fast í þeim gír að vera í vörn en ekki sókn mun ekki sjá kostina við að deila auðlindum og framleiðsu með EU fá allskonar og gefa allskonar... Að gera þetta vel yrði mikill plús fyrir íslenskt efnahagslíf en ef þetta er gert illa þá fer allt í fokk EN við yrðum a.m.k. með hjálpardekk og virkara og hlutlausara eftilit og samanburð.


Eins lengi og engar háværar raddir eru innan ESB um að draga sig úr EES samningnum skiptir það okkur í raun engu máli hvort samningurinn sé álitinn mikilvægur eða bara aukaatriði. Að ganga í ESB hefur í för með sér marga ókosti óháð því hvort kostir séu eða hverjir þeir séu. Við höfum skapað hér á landi eitt ríkasta, þróaðasta og jafnasta samfélag og efnahagskerfi á jörðinni, og mér finnst ástæðulaust að leggja það að veði fyrir óvissan ávinning.


Við erum rík en við erum viðbjóðslega nísk og eigingjörn, deilum ekki neinu með neinum og gefum eins lítið af okkur og við mögulega getum.

Við erum ekki þróuð, við erum vanþróað samfélag og höfum enga menningu eða rætur og getum því hagað okkur eins og okkur listir, virðum ekki eigin lög og reglur og pólitíkin hjá okkur er svo spillt að ráðherra sem þarf að segja af sér vegna spillingar verður bara öðruvísi ráðherra í sömu ríkisstjórn.

Við erum svo jöfn að fólk er að deyja á götunni og við leyfum það að fólki sé haldið í fátækragildu af leigusölum með lögum, reglum og vísitölum... tólum sem ríkið útvegar og viðheldur svo að dæmið gangi upp svo stóreignafólk tapi nú örugglega ekki neinum möguleika á gróða.

Við erum svo föst í fortíðinni að við viljum ekki taka þátt í framtíðinni, móta hana eða láta hana raungerast, bara loka augunum og breyta engu nema við neyðumst til þess.

Talandi um framleiðni... þá er líklega 80% framleiðslugetu Íslands í eigum eða umsjón innan við 500 manns sem fá rentu af því sem restin framleiðir.



Skjámynd

Le Drum
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
Reputation: 27
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf Le Drum » Mið 25. Okt 2023 13:20

ESB er ekki fullkomið sem apparat. En það er skömminni skárra apparat en það sem við búum við núna.

Það er nú þannig með sjálfstæðið og fullveldið að Ísland sem þjóð verður aldrei sjálfstæðara eða fullvalda umfram það sem aðrar þjóðir leyfa okkur. Án samvinnu við aðrar þjóðir í gegnum tíðina værum við mögulega að taka þátt í þessu spjalli á Morsi.


Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.

Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf Moldvarpan » Mið 25. Okt 2023 14:13

https://www.dv.is/frettir/2023/10/25/segja-medferd-a-theim-sem-skulda-husnaedislan-vera-svivirdilega-einhver-gaeti-sagt-ad-thetta-vaeri-thjofnadur/

Það finna allar fjölskyldur fyrir þessu, og með ESB aðild myndi þetta verða mun betra fyrir alla.

Hvaða aðrar leiðir eru færar til að koma jafnvægi og stöðugleika á þennan fjármagnsmarkað sem okkur stendur til boða?

Ég er til í að skoða allar lausnir á þessu vandamáli.



Skjámynd

Höfundur
Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2578
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: ESB - Yay or Nay

Pósturaf Moldvarpan » Fim 26. Okt 2023 21:47

Síðast breytt af Moldvarpan á Fim 26. Okt 2023 21:48, breytt samtals 1 sinni.