Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Allt utan efnis

Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Sjálfstæðisflokkurinn
48
21%
Framsóknarflokkurinn
12
5%
Samfylkingin
23
10%
Vinstri Grænir
3
1%
Viðreisn
23
10%
Píratar
69
30%
Flokkur Fólksins
2
1%
Sósíalistaflokkur Íslands
10
4%
Miðflokkurinn
8
3%
Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn
2
1%
Skila auðu
18
8%
Mun ekki kjósa
15
6%
 
Samtals atkvæði: 233

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf jonsig » Sun 22. Okt 2023 08:55

Ef það er verðbólga hérna endalaust því ríkið er að prenta peninga, þá er enginn að fara lána þér krónu án verðtryggingar.

EU er annars að innlima okkur hægt og rólega (salami kenningin) þarft ekki að hafa áhyggjur af öðru. Og pólitíkusarnir okkar koma heim alveg dáleiddir eftir fundina í brussel.

Vendipunkturinn þegar allt verður vitlaust, en of seint. Er þegar EU reglur um eignarhald á orkufyrirtækjum verður ljóst almenningi og einkavæðing á vatnslindum. Og á sama tíma verðum við líklega endanlega búin að missa stjórn á landamærunum okkar.

Held að mannskepnan í heildina sé of heimsk til að halda í raunverulegt lýðræði og frelsi. Ætli alheims kína verði ekki málið á endanum, allavegana ekki veikt drasl eins og EU.
Síðast breytt af jonsig á Sun 22. Okt 2023 08:56, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf urban » Sun 22. Okt 2023 12:16

rapport skrifaði:Þau gátu það því að fyrir verðtryggingu þá var gróði ótengdur verðlagi... s.s. banki lánaði 1.000 og fékk til baka 1.100 og var í gróða.

Það var ekki fyrr en farið var að blanda breytingum á verðlagi inn í reikninginn að bankinn fór að fá til baka 1.000 + 100 + verðlagsbreytingar á andvirði 1000kr.

Sem er ofureðlilegt, það væri út í hött að reikna með einhverju öðru meirað segja.

Sjáðu til, ef að ég lána þér 20 bjóra með 10% vöxtum, þá ætlast ég til þess að fá 22 bjóra til baka.
Það nákvæmlega sama á að eiga sér stað ef að ég lána þér pening fyrir 20 bjórum+10% vexti.
Þá á ég að geta farið og keypt mér 22 bjóra þegar að þú ert búin að borga mér til baka.

Ef að ég gæti bara keypt 15 bjóra, þá væri ég að tapa á því að lána þér peninga og myndi bara aldrei gera það, ekki frekar en nokkur annar.

rapport skrifaði: er fyrir vikið slétt sama um stöðugt verðlag því þeir tapa engu, hreinlega græða bara meira og fá til sín fleiri eignir.


Bankinn vill samt ekkert eignina þína, hún er bara tryggin fyrir greiðslu.
Hann vill peningana, hann vill að þú getir borgað, hann vill semsagt hafa stöðugt flæði peninga.

That being said, bankakerfið hérna er auðvitað fáránlegt, það skrifast auðvitað að stærstum hluta á krónuna samt.

Megin vextir hjá seðlabanka íslands eru 9.25% á móti 3.6% hjá Dönum.
Það skrifast fyrst og fremst á krónuna og ekkert annað.

Hún aftur á móti er ekki alslæm heldur, það sem hefur bjargað atvinnuleysi hér á landi er fyrst og fremst að það sé hægt að þvælast með hana fram og til baka, erlendis þá er mikið meira um það að fólki sé sagt upp þegar að þrengir að, hérna er hrært í krónunni í staðinn.

EN þessi umræða með EU og hugsanlega inngöngu og taka upp evruna.
Hún skiptir akkúrat engu máli á meðan að verðbólga er 10% hérna, við þyrftum að ná henni niður áður en það væri byrjað að spá í því.

Síðan hitt, við vitum ekkert hvað við fengjum í staðinn.
Ég nenni ekki að hlusta á það að við myndum missa sjálfstæði eða stjórn á landamærum, það er bara þvæla, allavega hefur engin geta bennt mér á hvaða land í EU er ekki sjálfstæð þjóð og síðan erum við í Schengen, við missum ekkert meiri stjórn á landamærum en þar í gegn(eða allavega skil ég ekki hvernig það ætti að gerast, það má endilega útskýra það fyrir mér einsog ég sé 5 ára efa ð menn hafa útskýringar á því)

Það að "einkavæða" vatnslindir, það tengist EU ekki neitt, það þarf ekkert að ganga í EU til þess að einkavæða eitthvað sem að er einkavætt nú þegar, bóndinn á landið og þar að leiðandi vatnið, einkavætt semsagt.

Það sem að ég hefði aftur á móti lang stærstar áhyggjur af væri hvernig færi með sjávarútveginn, hvernig samnignur næðist þar, ég held að það væri alltaf það sem að myndi stoppa okkur, við höfum ekkert við flota EU að gera hingað.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf depill » Sun 22. Okt 2023 14:01

jonsig skrifaði:Ef það er verðbólga hérna endalaust því ríkið er að prenta peninga, þá er enginn að fara lána þér krónu án verðtryggingar.

EU er annars að innlima okkur hægt og rólega (salami kenningin) þarft ekki að hafa áhyggjur af öðru. Og pólitíkusarnir okkar koma heim alveg dáleiddir eftir fundina í brussel.

Vendipunkturinn þegar allt verður vitlaust, en of seint. Er þegar EU reglur um eignarhald á orkufyrirtækjum verður ljóst almenningi og einkavæðing á vatnslindum. Og á sama tíma verðum við líklega endanlega búin að missa stjórn á landamærunum okkar.

Held að mannskepnan í heildina sé of heimsk til að halda í raunverulegt lýðræði og frelsi. Ætli alheims kína verði ekki málið á endanum, allavegana ekki veikt drasl eins og EU.


Vænti þess að þú sért meðlimur í "Orkan okkar". Ef maður fer á síðuna þeirra þá virðast þau líka vera á móti orkusjálfstæði þjóðarinnar með orkuskiptum þar sem meiri segja þeim er mótmælt þar sem "Nýtæknirafhlöður hafa um 2% (1/50) af orkuinnihaldi bensíns á kg.".

Þessi hópur og þessi málflutningur dæmir sig á því að Facebook hópurinn virðist vera sammála því að fjölmiðlarnir sem eigi að treysta sé
Facebook groupan skrifaði:• Frettin.is
•. Útvarp Saga
• Viljinn
•. Samstöðin
•. Fréttatíminn


EES samningurinn hefur gefið okkur mikla hagsæld og mikið af löggjöfinni sem kemur frá ESB er til hagsbóta fyrir neytendur ,hvort sem það er í að vinna að einhverju leyti á móti stórfyrirtækjum, tryggja persónuvernd, náttúruvernd o.s.frv. Það er margt vont sem kemur líka frá ESB og þetta er dýr félagsskapur sem er frekar óhagkvæmur.

Enn þessi máflutnignur með "eignarhald" o.s.frv. er bara þvæla. Tökum Þýskaland ( ég bjó þar ) sem dæmi þar er þetta frekar fjölbreytt
Stærstu fyrirtækin eru

E.On = einkafyrirtæki
EnBW = Í eigu fylkja og borga í kringum
SWM = Í eigu Munchen borgar, fyrirtæki sem svipar mjög til OR. Nema þessi skipting á dreifingu + sölu er ekki til ( ég var viðskiptavinur hér og borgaði fyrir drefingu og rafmagn hjá þeim ).
Vattenfall = Í eigu Sænska ríkisins

Þetta er bara mjög mikið bland. Og það er enginn umræða til dæmis með SWM að selja SWM, enda SWM talið mjög mikilvægt innviðafyrirtæki fyrir fylkið Bayern.

Hins vegar eru Íslenskir pólitíkusar til alls líklegir.

Lýðræði í ESB er ekkert síðra enn á Íslandi á neinn mælikvarða. Hvað er svo "Frelsi", er fólk minna frjáls í Evrópu ? Ég vann í Þýskalandi og sem starfsmaður og neytandi er þetta bara mikið betra á Íslandi, þar sem að frelsið mitt sem neytandi og starfsmaður, trompaði "frelsi" fyrirtækjanna. Ég er bara hrifinn af því.

Svo er þessi málflutningur með landamærin svipað vitlaus og þetta var í Bretlandi þar sem rasistar voru að kvarta undan innflutningi á fólki og kenndu ESB.. Fólk virðist vera tala mest um neyð flóttafólks og minnst um innflytjendur sem eru að koma á krafti fjórfrelsins ( enda eftirspurnin svo til endalaus eftir að fólk komi hér vegna fjórfrelsins ).

Fólk virðist vera að benda á hvað það gangi illa í Þýskalandi þar enn vöxtur, enn ætlar enginn að benda á Bretland. Hvað ætli sé nýlega búið að gerast þar ?
_128471475_optimised-imf-country-proj-nc.png
_128471475_optimised-imf-country-proj-nc.png (80.08 KiB) Skoðað 1996 sinnum


Venjulegt fólk virðist ekki vera hafa það betra í Bretlandi ( og ekki bændur ) þá að ákveðnir ríkir einstaklingar hafa það betra.
Better or worse since Brexit.jpg
Better or worse since Brexit.jpg (115.92 KiB) Skoðað 1996 sinnum



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf jonsig » Sun 22. Okt 2023 14:53

Það að einkareknir aðilar komist yfir raforkuna er slæmt en ekki það versta. Heldur sú staðreynd að raforkuverðið er á opnum markaði og þessi 3þkr sem maður borgar á mánuði væri hluti af fortíðinni um leið og einhverskonar rafmagnsflutningur yrði héðan til meginlands Evrópu.

Þú getur hlegið síðan af þessu með stjórnlaus landamæri eins og þú vilt. Vitnað í rasista og eitthvað, en sá hlær best sem síðast hlær. Þó útkoman verði ekkert svo gríðarlega upplífgandi.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf depill » Sun 22. Okt 2023 15:46

jonsig skrifaði:Það að einkareknir aðilar komist yfir raforkuna er slæmt en ekki það versta. Heldur sú staðreynd að raforkuverðið er á opnum markaði og þessi 3þkr sem maður borgar á mánuði væri hluti af fortíðinni um leið og einhverskonar rafmagnsflutningur yrði héðan til meginlands Evrópu.

Þú getur hlegið síðan af þessu með stjórnlaus landamæri eins og þú vilt. Vitnað í rasista og eitthvað, en sá hlær best sem síðast hlær. Þó útkoman verði ekkert svo gríðarlega upplífgandi.

Ég sagði ekkert með stjórnlaus landmæri, enda er alveg hægt að vera með landamæri innan ESB ( sjá t.d. Pólland ) og það er bara almenn umræða um að þröngva að því. Bara hvað þú ert að vitna í. Fjórfrelsið hefur svo takmörkuð áhrif í þessum kostnaði. Fjórfrelsið gagnast okkur bara mjög vel og leyfir mörgum Íslendingum að upplifa "frelsið" í því að geta unnið í öðrum löndum án vandamála og leyfir innlendum fyrirtækjum að fá starfsfólk sem það verður að geta fengið. Hvaða "frelsi" ert þú annars að tala um?

Varðandi rafmagnið, þá er ósennilegt ( og enginn að tala ) að setja sæstreng til Evrópu þar sem tapið er hreinlega svo mikið og þörfin fyrir framleiðslu sem er á Íslandi hreinlega verið ofar. Hins vegar við flytjum út rafmagn í dag ( og flytjum mest út ) við gerum það bara í formi Áls,Járns, Gagnavera ( og þannig Bitcoin ).

Landsvirkjun selur MW á ish 6200 kr ( það flökktar eftir eftirspurn og hefuer verið að hækka ), heildsöluverðið á evrópumarkaði fer oft undir þetta verð, enn meðaltalið fyrir markaði eins og Þýskaland er frá ish þessu verði og tvöfaldast nokkurn vegin yfir daginn. Sem myndi þýða tvöföldun í MW verði.

Retail rafmagnsverð er "ódýrt" á Íslandi, enn samt ekki svona viðurstyggilega ódýrt eins og Íslendingar láta oft út fyrir að vera. Það stafar annars vegar af því að við gátum fengið nægilega mikla eftirspurn með stóriðju á Íslandi til að greiða niður okkar kostnað og þá staðreynd að það eru mjög lágir skattar á rafmagn miðað við sumar þjóðir. ( Skattarnir eru yfirleitt "græn" skattar ). Við berum svo af hvað við notum mikið rafmagn per heimili.
household-powerprices-eu-2022-h1.jpg
household-powerprices-eu-2022-h1.jpg (164.65 KiB) Skoðað 1962 sinnum


Hins vegar er langstærsti munurinn hvernig við kyndum húsin okkar. Við erum svo heppin að geta kynnt með jarðvarma ( sem er auðvita erfitt að flytja út ) og við mættum alveg standa betri vörð um nýtingu jarðvarmans.

Fiskveiðireglur Evrópusambandsins eru samt bara vondar og koma ekki í veg fyrir ofveiði, hampa ekki mengunarlitlum iðnaði og horfa alltof mikið til skammtíma markmið (IMO). Núverandi fyrirkomulag á Íslandi er samt ekkert frábært og það er alveg hægt að komast framhjá reglum um ytra eignarhald á kvóta með því að skrá félögin á markað ( sem hefur nú þegar verið gert ).

Hins vegar er ég ekkert viss um að núverandi fyrirkomulag sé endilega það frábært fyrir okkur. Tekjur af áfengi eru yfir þrefalt hærri heldur enn af veiðigjöldum ( já og önnur fyrirtæki enn sjávarútvegur eru með starfsfólk sem skila staðgreiðslu, þannig vondur metric ). Árið 2021 unnu 4700 manns í fiskiðnaði og 56% voru fólk af erlendum uppruna. Störfin eru að miklu leyti ekki hálaunastörf. Á sama tíma unnu 12600 í ferðaþjónustu.
Screenshot 2023-10-22 153608.png
Screenshot 2023-10-22 153608.png (124.56 KiB) Skoðað 1962 sinnum


Hins vegar má alveg spá því að þessi frábæri nýsköpunariðnaður í kringum Sjávarútveginn hefði jafnvel ekki komist til ef hann væri ekki svona sterkur eins og til dæmis Kerecis, Unbroken, Collagen vinnslur o.s.frv.

"Frelsið" snýst um heildarhagsmuni samfélagsins ekki hagsmuni fárra og það er eithvað sem við ættum alveg að spyrja okkur að. Hér inni til dæmis vinnur alveg þó nokkuð af fólki í þekkingariðnaði, ef við erum of dýr miðað við samanburðarlönd þá verður auðveldar að fara í outsourcing og kaupa verktöku erlendis hvrot sem okkur líkar það eða ekki. Hins vegar er þekkingariðnaðurinn hér, sterkur og samkeppnishæfur.

Norðmenn eru til dæmis að skoða 25% skatt á fisk"verksmiðjurinn" ( eldislax ) á tekjur þar sem að samsteypur frá 70 milljónir norskar í frádrátt ( skattleysismörk ) sem leyfir minnstu fiskverksmiðjunum að sleppa við gjaldið.
Síðast breytt af depill á Sun 22. Okt 2023 16:29, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf rapport » Sun 22. Okt 2023 16:30

urban skrifaði:
rapport skrifaði:Þau gátu það því að fyrir verðtryggingu þá var gróði ótengdur verðlagi... s.s. banki lánaði 1.000 og fékk til baka 1.100 og var í gróða.

Það var ekki fyrr en farið var að blanda breytingum á verðlagi inn í reikninginn að bankinn fór að fá til baka 1.000 + 100 + verðlagsbreytingar á andvirði 1000kr.

Sem er ofureðlilegt, það væri út í hött að reikna með einhverju öðru meirað segja.



Skuld fyrirtiækis við eigendur hlutafés er ekki reiknuð með þessum hætti. Ég veit ekki um einn ásreikning sem reiknar inn verðbólgu, hvorki í rekstrarreikningnum eða efnahagsreikningnum... því það gerist við endurmat og uppfærslu andvirði eignanna.

Af hverju er verðtrygging óþarfi hjá 99,9975% af efnahag heimsins ef þetta er svo út í hött?

Það skapar stöðugleika ef bankarnir græða á stöðugleika, það skapar verðbólgu ef bankarnir græða á verðbólgu... eða það skapar stöðugleika ef bankarnir græða ekki á verðbólgu.

jonsig skrifaði:Ef það er verðbólga hérna endalaust því ríkið er að prenta peninga, þá er enginn að fara lána þér krónu án verðtryggingar.


Ef við tökum þetta vald af ríkinu að geta prentað endalaust af peningum og tryggjum að verðmæti gjaldmiðilsins hangi með hagsæld EU en ekki örfárra kvótakarla.. þá yrði það til að auka stöðugleika.

Ef það er einhver orka sem Ísland ætti að flytja út þá væri það líklega metan - https://www.bbl.is/frettir/frettaskyrin ... -a-islandi



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf jonsig » Sun 22. Okt 2023 17:38

rapport skrifaði:
jonsig skrifaði:Ef það er verðbólga hérna endalaust því ríkið er að prenta peninga, þá er enginn að fara lána þér krónu án verðtryggingar.


Ef við tökum þetta vald af ríkinu að geta prentað endalaust af peningum og tryggjum að verðmæti gjaldmiðilsins hangi með hagsæld EU en ekki örfárra kvótakarla.. þá yrði það til að auka stöðugleika.

Ef það er einhver orka sem Ísland ætti að flytja út þá væri það líklega metan - https://www.bbl.is/frettir/frettaskyrin ... -a-islandi



Ef ég man rétt, þá fá bankarnir tugi milljarða í formi millivaxta á þessu peningafalsi. Væri skemmtilegra að hafa einhvern viðskiptamenntaðan að útskýra svona vitleysu sem er látið lýta svo flókið út að það er ekki fyrir nokkurn meðal mann að skilja upp né niður í.. og því viðgengst þetta.
EU eru ekki með neinn gullfót.. þú lendir bara í öðru ripp -off þar.
Síðan eru fuglarnir á þinginu ekkert að fara í svona slagsmál, því þeir fá bara reiðan twitter múginn á sig þegar skríllinn getur ekki farið 2x til útlanda á ári meðan það væri unnið úr þessu.

Kannski kippa Sjaríalögin þessu í liðinn eftir 50ár. Það þarf að horfa á björtu hliðarnar.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf rapport » Sun 22. Okt 2023 17:57

jonsig skrifaði:
rapport skrifaði:
jonsig skrifaði:Ef það er verðbólga hérna endalaust því ríkið er að prenta peninga, þá er enginn að fara lána þér krónu án verðtryggingar.


Ef við tökum þetta vald af ríkinu að geta prentað endalaust af peningum og tryggjum að verðmæti gjaldmiðilsins hangi með hagsæld EU en ekki örfárra kvótakarla.. þá yrði það til að auka stöðugleika.

Ef það er einhver orka sem Ísland ætti að flytja út þá væri það líklega metan - https://www.bbl.is/frettir/frettaskyrin ... -a-islandi



Ef ég man rétt, þá fá bankarnir tugi milljarða í formi millivaxta á þessu peningafalsi. Væri skemmtilegra að hafa einhvern viðskiptamenntaðan að útskýra svona vitleysu sem er látið lýta svo flókið út að það er ekki fyrir nokkurn meðal mann að skilja upp né niður í.. og því viðgengst þetta.
EU eru ekki með neinn gullfót.. þú lendir bara í öðru ripp -off þar.
Síðan eru fuglarnir á þinginu ekkert að fara í svona slagsmál, því þeir fá bara reiðan twitter múginn á sig þegar skríllinn getur ekki farið 2x til útlanda á ári meðan það væri unnið úr þessu.

Kannski kippa Sjaríalögin þessu í liðinn eftir 50ár. Það þarf að horfa á björtu hliðarnar.


Það er ekki bara vaxtamunurinn sem gírar upp gróða bankanna, það er bindiskyldan... (e. fractional banking).



s.s. ef það er 20% bindiskylda þá er þetta gróflega þannig að bankinn fær 1.000 og borgar þér 5% vexti en getur lánað öðrum í heildina 5.000 kr. með 7% vöxtum og verðtryggt... = þú færð 50 kr. frá bankanum en bankinn fær 350kr. + verðtryggingu EN ber ábyrgð á öllu útlánatapi.

Í dag er bankaskatturinn á almenning í raun kostnaðurinn við að halda uppi bruðlinu hjá olígörkunum sem stunda kennitöluflakk, sem lifa hátt fyrir laun sem þeir fá frá fyrirtækjum sem þeir keyptu fyrir lánsfé sem þeir greiða svo ekki til baka...

Þetta er í raun bara peningaþvætti/rán, s.s. starfsmaður/stjórnandi banka heimilar lán í verkefni sem er áhættusamt, lántakinn keyrir fyrirtækið í þrot á löngum tíma og fær himinhá laun á meðan + blöffar litla fjárfesta til að fjárfesta og kannski lífeyrissjóðina ef hann er heppinn...

Þetta er samt í raun það sem drífur nýsköpun og kapítalískt hagkerfi og ef bankarnir eru með gegnsæi í sínu regluverki sem mundi koma betur upp um innherja og svik, þá yrði kostnaðurinn strax minni fyrir almenning.

En það sem er svo sárt er að bankarnir vilja frekar lána í óljósar skýjaborgir braskara frekar en að fjárfesta í uppbyggingu húsnæðis og veita almenningi betri þjónustu.

Bankarnir koma fram við almenning ein sog skítinn undir skónnum sínum... og þannig er það ekki í EU...



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf urban » Sun 22. Okt 2023 19:35

rapport skrifaði:
Skuld fyrirtiækis við eigendur hlutafés er ekki reiknuð með þessum hætti. Ég veit ekki um einn ásreikning sem reiknar inn verðbólgu, hvorki í rekstrarreikningnum eða efnahagsreikningnum... því það gerist við endurmat og uppfærslu andvirði eignanna.


Finnst þér þetta vera samanburðarhæft ?
Kaup á hlutafé í fyrirtæki (sem að gerir það að þínu fyrirtæki)
Eða lán til annars aðila ?

En úr því að þú einmitt fórst þangað.
Því það gerist við endurmat og uppfærslu andvirði eignanna.

Semsagt, akkúrat bara nákvæmlega það sem að verðtrygging er.
Það er verið að endurmeta andvirði krónunnar sem að var lánuð út, það er bara gert jafnt og þétt en ekki í lok eignartíma (einsog væri í kaupum(eða reyndar sölu) á hlutafé)

rapport skrifaði:Af hverju er verðtrygging óþarfi hjá 99,9975% af efnahag heimsins ef þetta er svo út í hött?


Já sorry, ég hélt að við værum að ræða hlutina einsog þeir eru núna hér á landi.
Ekki einsog þeir eru annar staðar undir öðrum merkjum.

En ég get svo sem alveg svarað þessari spurningu.
ISK á stóran hluta í því, semsagt, alltof lítið hagkerfi.


En spurning.
Ert þú tilbúin til þess að lána peninga og fá lægra verðgildi til baka en þú lánaðir ?
Persónulega þætti mér algert lágmark að fá sama verðgildi.
Síðast breytt af urban á Sun 22. Okt 2023 19:42, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf rapport » Sun 22. Okt 2023 22:03

urban skrifaði:
rapport skrifaði:
Skuld fyrirtiækis við eigendur hlutafés er ekki reiknuð með þessum hætti. Ég veit ekki um einn ásreikning sem reiknar inn verðbólgu, hvorki í rekstrarreikningnum eða efnahagsreikningnum... því það gerist við endurmat og uppfærslu andvirði eignanna.


Finnst þér þetta vera samanburðarhæft ?
Kaup á hlutafé í fyrirtæki (sem að gerir það að þínu fyrirtæki)
Eða lán til annars aðila ?


Þegar þú kaupir hlutafé þá er það lán til fyrirtækisins sem þú gerir kröfu um að fyrirtækið ávaxti. Verðmæti fyrirtækis breytir gengi nafnverðs hlutabréfanna og ræðst gengið/hlutabréfaverð út frá arðgreiðsluáætlunum s.s. ef það verður hagnaður hvort hann sé greiddur út sem arður eða auki á fjárfestingu eiganda í fyrirtækinu.
Þetta er fyllilega samanburðarhæft og eðlismunurinn á því hvort að fjármögnun fyrirtækis sé með hlutabréfum eða skuldabréfum veltur í raun ekki á neinu öðru en hvernig afnot af lánsféinu er greitt til baka. Þegar fyrirtæki fara að kaupa eigin bréf til baka þá eru þau að minnka sína skuld við eigendur.

urban skrifaði:En úr því að þú einmitt fórst þangað.
Því það gerist við endurmat og uppfærslu andvirði eignanna.

Semsagt, akkúrat bara nákvæmlega það sem að verðtrygging er.
Það er verið að endurmeta andvirði krónunnar sem að var lánuð út, það er bara gert jafnt og þétt en ekki í lok eignartíma (einsog væri í kaupum(eða reyndar sölu) á hlutafé)


Akkúrat, þetta er innbyggt í almennt regluverk um ársreikninga, fjárhagsáætlanir o.þ.h. um allan heim, af hverju þarf að bæta við vísitölutengingum hér á Íslandi til þess eins að lánveitendur fái aukna hlutdeild í mögulegri arðsemi lántaka?

urban skrifaði:
rapport skrifaði:Af hverju er verðtrygging óþarfi hjá 99,9975% af efnahag heimsins ef þetta er svo út í hött?


Já sorry, ég hélt að við værum að ræða hlutina einsog þeir eru núna hér á landi.
Ekki einsog þeir eru annar staðar undir öðrum merkjum.

En ég get svo sem alveg svarað þessari spurningu.
ISK á stóran hluta í því, semsagt, alltof lítið hagkerfi.


En spurning.
Ert þú tilbúin til þess að lána peninga og fá lægra verðgildi til baka en þú lánaðir ?
Persónulega þætti mér algert lágmark að fá sama verðgildi.


ISK er vandamálið og er í raun svo lítil mynt að það ætti ekki að treysta henni.

Ef ég væri að lána peninga þá mundi ég leika þann leik að lána í öðrum stöðugri gjaldmiðli, líklega evrum eða dollurum og bjóða upp á lága vexti.

Það eina sem gerir slíkt lán gæti talist ósanngjarnt er að krónan er óstöðug og því er lausnin að allir fái tekjur í evrum, þá er strax hægt að bjóða lága fasta vexti og fólk er s trax orðið öruggara með að geta greitt af láninu.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf depill » Mán 23. Okt 2023 06:35

urban skrifaði:

En spurning.
Ert þú tilbúin til þess að lána peninga og fá lægra verðgildi til baka en þú lánaðir ?
Persónulega þætti mér algert lágmark að fá sama verðgildi.


Þetta er reyndar frábær spurning. Hins vegar er eiginlega ekki til neitt sem heitir áhættulaus fjárfesting og við þurfum að passa uppá það að skuldabréf verði hreinlega ekki það áhugaverð að þau sjúgi úr allri nýsköpun. Afhverju ætti ég að setja féið mitt í áhættufjárfestingar eins og hlutabréf ef ég get farið að fá tryggt til baka úr húsnæði. Og afhverju er launin mín þá ekki verðtryggð ? Mér finnst algjört lágmark að vinnan mín haldi sama verðgildi? Þessi umræða gengur ekkert þegar það er búið að framleiða of mikið af peningum. Við tökum öll áhættuna saman sem samfélag, ekki bara skuldarar.

Svo ennfremur erum við búin að skapa hræðilega hvata með hlutdeildarlánum þar sem að ríkið er komið í þá stöðu að verða að halda uppi verðgildi fasteignamarkaðsins svo að lánin sem að þau lána fari ekki ja á vonda staði.

Og til að svara spurningunni þinni helst ekki, enn ég geri það samt og er skyldugur til þess að ríkinu

Sjáum hér meðalávöxtun séreignasjóða
Screenshot 2023-10-23 062921.png
Screenshot 2023-10-23 062921.png (95.66 KiB) Skoðað 1831 sinnum


Eða ávöxtun lífeyrissjóða
Screenshot 2023-10-23 063029.png
Screenshot 2023-10-23 063029.png (23.47 KiB) Skoðað 1831 sinnum


Ég sem á lífeyrissparnað á Íslandi hef enga tryggingu fyrir því að lífeyririnn minn haldi verði. Ég þarf að taka áhættu með lífeyrissjóðnum mínum um ávöxtun hans. Ég sem á hlutabréf hef enga tryggingu fyrir því að bréfin haldi verði. Ég tek semsagt áhættu bæði með fyrirtækjunum sem ég fjárfesti með og lífeyrissjóðnum mínum.

Þess vegna er verðtrygging counter-productive og skapar alla ranga hvata í samfélaginu okkar. Við værum örugglega í örðum samræðum ef við værum betur tengd við lífeyririnn okkar varðandi launahækkanir, útgjöld ríkisins, þennslu í samfélaginu.

Það nefnilega vill svo til að þessi verðtryggðu lán sem við erum að tala um, koma að miklu leyti út lífeyrissjóðskerfinu sem eru bara við.




Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf vesley » Mán 23. Okt 2023 10:00

Og afhverju er launin mín þá ekki verðtryggð ? Mér finnst algjört lágmark að vinnan mín haldi sama verðgildi? Þessi umræða gengur ekkert þegar það er búið að framleiða of mikið af peningum. Við tökum öll áhættuna saman sem samfélag, ekki bara skuldarar.


Umræðan um verðtryggð laun kemur reglulega upp og oft á sérstökum forsendum eins og að bera okkur saman við Lúxemborg, land sem við höfum lítið sem ekkert til að bera saman við þó fólk reyni það.

Að sama leyti er líka búið að reikna út launaþróun miðað við að verðtrygging hefði staðið og væru laun umtalsvert lægri enda hækkað töluvert mikið umfram verðlagsþróun.

Ég hugsa t.d. Að ef það kemur til launahækkana í komandi kjarasamningum mun það gera ekkert gagn fyrir launþega. Krónurnar eru ekki vandamálið í dag enda meðal laun orðin ansi há, og því vonast maður eftir pressu á að koma verðlagi, útgjöldum ríkis og sveitarfélaga niður og tækla húsnæðisskort af einhverju alvöru viti en ekki með innihaldslausum orðum.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2583
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf Moldvarpan » Mán 23. Okt 2023 16:58

https://www.dv.is/eyjan/2023/10/23/hair-vextir-landi-eru-politisk-akvordun-sjalfstaedismanna-segir-kristrun-frostadottir/

Svona skotgrafarhernaður er afskaplega leiðinlegur, að kenna öðrum um vandamálin en leggja ekkert haldbært fram til að ráða úr því.

Velferðarstjórn :roll: give me a break.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf depill » Þri 24. Okt 2023 15:00

vesley skrifaði:
Og afhverju er launin mín þá ekki verðtryggð ? Mér finnst algjört lágmark að vinnan mín haldi sama verðgildi? Þessi umræða gengur ekkert þegar það er búið að framleiða of mikið af peningum. Við tökum öll áhættuna saman sem samfélag, ekki bara skuldarar.


Umræðan um verðtryggð laun kemur reglulega upp og oft á sérstökum forsendum eins og að bera okkur saman við Lúxemborg, land sem við höfum lítið sem ekkert til að bera saman við þó fólk reyni það.



Svo ég segi það að þá er ég ekkert sérstaklega að mæla fyrir verðtryggðum launum, né verðtryggðir lífeyriséttindum. Enn alveg eins og við getum ekki borið okkur saman við Luxembourg að þá er þetta rugl að lánardrottnar taki aldrei áhættu í lánum og skuldarar beri alla áhættuna alltaf og þess vegna þurfi stutta bundna vexti eða verðtryggingu bara algjört rugl.

Ég hefði eiginlega frekar kosið hér bannað verðtryggingu heldur enn að það sé verið að neyða fólk í að vera fórnarlamb verðtryggðra lána. Í dag getur seðlabankinn og ríkisstjórnin öll skýlt sér bakvið það að "þú skuldar, þú getur búið í húsinu þínu ef þú tekur alla áhættuna á þig + 4% vexti ( verðtryggt )". Þetta er nottulega bara algjör geðveiki.

Ég skil 100% að það að banna verðtrygginguna á eftir að tímabundið útiloka fólk frá fasteignamarkaðinum enn til lengri tíma ætti það að veita heilbrigðari ávöxtun á markaðinum þar sem það er fullt af féi sem verður að komast í útlán á hverjum degi, í dag bara "sleppur" það í verðtryggð lán.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa 25. september ?

Pósturaf rapport » Þri 24. Okt 2023 17:00

Ef einhver flokkur mun lofa að afnema verðtrygginguna þá mun ég skoða að það að kjósa hann.

Ef einhver flokkur fer að reyna að réttlæta hana þá er viðkomandi OFF my list.

Það er óþolandi hvernig róttækari flokkar og fólk sem kemst til valda verður "nerfað" og þorir ekki lengur... og skrifar það á flokkana sem það er í "samstarfi" við.